Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 6. DESEMBER 1975 Fjórði hver vöru- bílstjóri atvinnulaus SLÆMT atvinnuástand er nú hjá vörubifreiðarstjórum f Reykja- vfk. Samkvæmt upplýsingum ráðningarstofu Reykjavfkur- borgar voru 58 vörubílstjórar skráðir atvinnulausir f fyrrakvöld og þar af eru 29 á atvinnuleysis- bótum, en vörubflst jórar f Reykjavfk eru rúmlega 200. Þetta þýðir að 4. hver vörubílstjóri er skráður atvinnulaus. Guðmann Hannesson, formaður vörubifreiðarstjórafélagsins Þróttar, lýsti ástandinu sem hörmulegu f samtali við Morgun- blaðið. Sagði hann að það kallaðist orðið gott að fá einn túr, sem oft væri ekki nema hálftfmi, annan eða þriðja hvern dag. Margir bflstjórar hefðu því Sjómenn vilja 35% hækkun kaup- tryggingar EIN AF þeim kröfum sem sjómannasamband Islands hefur sett fram, er 35% hækk- un á kauptryggingu. Þá er far- ið fram á hækkun á afla- prósentu, að sögn Jóns Sigurðssonar, forseta Sjómannasambands tslands. Jón sagði hins vegar að ef ein- hverjar breytingar yrðu á sjóðakerfinu, yrði tekið tillit til þess. Sjóðakerfið er nú f athugun og ekki enn Ijóst hvenær niðurstaða þeirrar endurskoðunar fæst. Það eru samningar háseta á bátum og minni togurum, sem nú eru lausir, og er kauptrygging þeirra 77.569 krónur á mánuði. ftWStftflK VBSSi l?.AL\IF.& S£R- S-fAKLE6A Vlt*bÆL W)Á ÖKKOR WÓN//Ao W YtÁ $WTA VÍENN/ VVR\R Róuo?y/.so \ ÖLlUrl MATvÓtfoV£&SLÖNOM fengið sér eða reynt að leita sér að annarri vinnu. Sagði Guðmann að vinna hjá bílstjórum væri í algeru lágmarki núna, og hefði reyndar verið það í allt sumar. Hún hefði byrjað að dragast saman eftir sumarfrí 1974. Gunnar taldi meginástæðurnar fyrir þessu slæma atvinnuástandi samdrátt í byggingariðnaði, en hann kæmi einna fyrst niður á vörubílstjórum, minnkandi inn- fluting, sem gert hefði vinnu við höfnina hverfandi og samdrátt í framkvæmdum Reykjavíkur- borgar. Karlsey tók niðri Miðhúsum 5. dcsembcr. MÓTORSKIPIÐ Karlsey frá Reykhólum tók nirði í Kollafirði í Gufudalssveit f nótt en skipið lá fyrir akkerum f vonzku veðri er hér gekk yfir. Rak hana upp á sker og virðist hafa skemmzt eitt- hvað. Stýrið er ónýtt og sjór er f olíu. Annars munu skemmdir ókannaðar. Karlsey var með vör- ur á Breiðafjarðarhafnir og kom hún frá Brjánslæk og beið veðurs er óhappið bar að. — Sveinn. Mikið rok- lítið tjón MIKIÐ vestanrok gerði á suð- vesturhorni landsins í fyrri- nótt, og var vindstyrkurinn mestur seinni part nætur. Varð hann að sögn Veðurstof- unnar 10 vindstig f Reykjavfk og 12 vindstig á Stórhöfða f Vestmannaeyjum. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Mbl. aflaði sér í gær virðist ekki hafa orðið mikið tjón í þessu mikla veðri. Víða fuku plötur af húsum, lauslegir hlutir fuku um og rúður brotn- uðu. Mikill sjógangur var á Skúlagötunni, og sést hér hvar starfsmenn borgarinnar eru að hreinsa niðurföll á Skúlagöt- unni. Ljósm. Sv. Þorm. Stöðvast hitaveituframkvæmdir í Reykjavík og nágrannabyggðum að loknum núverandi samningsverkum? Sjötugir heiðraðir í Mælifclli 5. descmbcr. A fullveldisdaginn var efnt til samsætis til heiðurs Birni Odds- syni, fyrrveandi oddvita á Sveins- stöðum, en hann varð sjötugur nýlega. Gekkst hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps fyrir sam- komunni og flutti Marinó Sigurðs- son oddviti ræðu til heiðurs Birni en Sigurður Sigurðsson á Brúna- stöðum stýrði hófinu og talaði einnig til Björns. Aðalræðumenn voru Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum og svo Björn sjálfur, STÖÐVAST hitaveitufram- kvæmdir f Revkjavfk og nágrannabyggðum strax og lokið tvíburar Skagafirði sem er þjálfaður ræðumaður og hefur mikið skrifað í blöð. Þess bera að geta að Björn hefur gefið Lýtingsstaðahreppi bókasafn sitt og er nýlega lokið við að koma því fyrir í Argarði. Er hér um mikið og vandað safn að ræða og gjöfin dýrmæt. Hreppsnefnd ákvað að útnefna Björn heiðursborgara sveitarfélagsins og var gerður góður rómur að en Björn hafnaði þeim heiðri. Svo vel tókst til að Guðlaug, tvfburasystir Björns, sem í mörg ár hefur verið búsett á Akureyri og í Skjaldarvík þar sem hún var lengi ráðskona elli- heimilisins, gat sótt samsætið. Hefur Guðlaug verið gerð að heiðursfélaga í Kaupfélagi Lýtingsstaðahrepps, en hún er einn stofnenda þess. Þau tvíbura- systkinin Guðlaug og Björn eru vinsæl mjög og var samsætið því vel sótt og virðulegt. — Agúst. er núverandi samningsverkum? Raskast áætlanir um gatnagerð í nýjum byggðahverfum borgar- innar eða falla jafnvel að mestu niður? Þurfa fbúar f nýjum byggðahverfum í borginni að hverfa að olfuk.vndingu f stað að- gangs að hitaveitu? Þessar spurn- ingar komu allar fram f ræðu borgarstjóra, Birgis ísl. Gunnars- sonar, er hann ræddi seinagang í afgreiðslu gjaldskrárhækkana Hitaveitu Reykjavfkur á fundi borgarstjórnar f fyrradag. Orðrétt sagði borgarstjóri um þetta mál: „Að því er varðar áætlun Hita- veitu Reykjavíkur er gert ráð fyr- ir hækkun gjaldskrárinnar f sam- ræmi við samþykkt borgarráðs frá 26. september s.l., en þá sam- þykkti borgarráð hækkun, sem nam 15% þá þegar og um önnur 15% frá 1. janúar n.k. Þá var jafnframt tekið fram, að frekari hækkun myndi ekki reynast nauðsynleg um fyrirsjáanlega framtíð, ef verðlag héldist stöðugt að öðru leyti. Mál þetta hafði verið kynnt félagsmálaráðu- neytinu með bréfi 10. september s.l. og síðan var ákvörðun borgar- ráðs ítrekuð með bréfi frá 29. s.m. og þess sérstaklega óskað, að málið hlyti skjóta afgreiðslu. Síð- an hefur marg-oft verið spurt um afgreiðslu þess, en svar liggur ekki enn fyrir. Ef umbeðin gjaldskrárhækkun fæst ekki hefur það þær afleiðingar, að hitaveituframkvæmdir bæði í Reykjavík og í nágrannabyggðar- lögunum Hafnarfirði og Garða- hreppi stöðvast strax og lokið er núverandi samningsverkum og af því leiðir aftur, að áætlanir um gatnagerð i nýjum byggingar- hverfum i Reykjavík hljóta að raskast verulega eða jafnvel falla að mestu leyti niður, þar sem ekki verður unnt að leggja dreifikerfi hitaveitu i hverfin um leið og götur eru Iagðar. Það væri vissu- lega stórt skref aftur á bak, ef íbúar í nýjum byggðahverfum þyrftu að leggja í kostnað við olíukyndingu fyrstu árin vegna Framhald á bls. 18 bandinu. Samkvæmt samningn- um skal Vinnuveitendasamband- ið fara með mál, sem lúta að launasamningum og samskiptum aðila vinnumarkaðarins, en Kjararáð fer með sérmál aðildar- félaga við opinbera aðila 1 sam- ráði við Vinnuveitendasamband- ið. Aðildarfélög kjararáðs verzl- unarinnar eru Fél. fsl. stórkaup- manna, Kaupmannasamtök ís- lands og Verzlunarráð lslands. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs ákveðin í Reykjavík EINS OG skýrt var frá í Morgun- blaðinu I gær verða skáldsagan „Lifandi vatnið“ eftir Jakobfnu Sigurðardóttur og Ijóðabókin „Við brunninn“ eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson lagðar fram af tslands hálfu vegna bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Aðrar bækur, sem lagðar verða fram, eru „Delfinen", umhverfis ljóð eftir Thorskild Björnvig og „Dinosaurens sene eftirmiddag“ eftir Peter Seeberg frá Dan- mörku. Frá Svíþjóð koma „Blávalen“ eftir Werner Aspenström og „Háxringana“eftirKerstinEkman. Norðmenn senda „Pusteövelse" eftir Rolf Jacobsen og eru það ljóð og „Fortellinger om frihet" eftir Björg Vik en frá Finnlandi koma „Dyre prins“ eftir Christer Kihlman og „Kotimaa" eftir Alpo Ruuth. Verðlaunahafi verður ákveðinn í Reykjavík á fundi dómnefndar 13. janúar nk. en verðlaunin verða afhent á þingi Norður- landaráðs i Kaupmannahöfn 29. febrúar 1976. Kjararáð verzlunar aðili að Vinnuveitendasambandi ÞANN 1. desember sl. var undir- ritaður samningur milli Kjara- ráðs verzlunarinnar, sem er heild- arsamtök vinnuveitenda 1 verzlun og Vinnuveitendasambands ts- lands um aðild Kjararáðs að sam- Nyt kúnna hefur aukizt um 20 kg á ári FJÖLDI nautgripa f landinu var við upphaf ársins 1974 66.530 og þar af voru mjólkurkýr 37.087. / Sfðastliðin 5 ár hefur kúnum fjölgað um 212, en innvegin n.jólk f mjólkurbúin aukizt á sama tfma um tæp 15 millj. kg. A fyrstu árum þessarar aldar var meðalnyt fullmjólka kúa hjá félögum nautgripafélaganna 2200 kg en þá voru aðeins 880 kýr á skýrslum. Til samanburðar má nefna að á sl. ári voru haldnar skýrslur um 12,945 fullmjólka kýr og var meðalnyt þeirra 3.728 kg. Að meðaltali hefur nyt kúnna aukizt um rúm 20 kg á ári á þess- ari öld. Þá hefur fita í mjólk einn- ig aukizt. Hún var um aldamótin 3,60% en er nú 4,10%. Verulegar breytingar hafa orðið á íslenzku kúnum frá því fyrstu nautgripa- ræktarfélögin voru stofnuð 1904. Þá voru hyrndar kýr í meirihluta; en eru nú innan við 10%. Fyrir 50 árum var meðalvigt kúnna 338 kg en nú 410 kg. Húsnæðismála- ráðstefna Sjálf- stæðisflokks hefst í dag f DAG, laugardag kl. 10. f.h., verður Húsnæðismálaráð- stefna Sjálfstæðisflokksins sett f Skiphóli f Hafnarfirði. A ráðstefnunni verður fjall- að um stöðu húsnæðis- og byggingamála í dag, helztu vandamál, hugsanlega þróun og markmið. Þátttakendum er bent á að afhending gagna fer fram í Skiphóli frá kl. 9 f.h. laugar- dag. Þeir, sem enn hafa ekki látið skrá sig, en ætla að mæta á ráðstefnunni hringið til skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, sfmi 82900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.