Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 32
ALLA DAGA ALLA DAGA LAUGARDAGUR 6. DESEMRER 1975 800 þúsund kr. stolið frá BP BROTIZT var inn f Hafnarstræti 5 f fyrrinótt, en þar eru ýmis fyrirtæki til húsa. Meðal annars er Olfuverzlun Islands h.f. (BP) þar með skrifstofur. Þjófarnir lögðu leið sfna f skrifstofu fyrir- Rækjubátur brennur UM þrjúleytið í gærdag sendi rækjubáturinn Olafur frá fsafirði út neyðarkall og tilkynnti að eld- ur væri um borð. Halldór Sigurðs- son IS 14, sem staddur var skammt frá fór strax bátnum til aðstoðar og var kominn að honum um stundarf jórðungi síðar. Logaði þá mikill eldur f Ólafi. Ölafur Halldórsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að reykur- inn og eldurinn hefði verið svo mikill að ekki hefði verið viðlit að reyna að komast að bátnum þar sem engar reykgrímur voru um borð. Var þá ákveðið að draga bátinn til hafnar á ísafirði. Annar bát- ur hafði farið á undan og sótt slökkviliðsmenn Komu þeir til móts við Harald Sigurðsson sem hafði Ölaf í togi. Tókst þeim brátt að slökkva eldinn með kvoðu og sjó. Eldurinn mun hafa kviknað í vélarhúsi og er báturinn mikið skemmdur. Engin slys urðu á mönnum. tækisins, brutu upp skjalaskáp og hirtu úr honum rúmar 800 þúsund krónur f seðlum. Rannsóknarlögreglan hóf rann- sókn þessa þjófnaðarmáls strax f gærmorgun en þjófarnir voru ófundnir f gærkvöldi svo og þýfið. Þjófarnir, sem brutust inn í Hafnarstræti 5, virðast hafa gefið sér góðan tfma því eftir ummerkj- um að dæma hafa þeir farið vítt og breytt um húsið. Þeir brutu upp margar hurðir og rótuðu mik- ið til og virðist sem þeir hafi fyrst og fremst verið að leita að pening- um, því þeir snertu ekki við ýms- um verðmætum sem var að finna f skrifstofum fyrirtækja í húsinu Framhald á bls. 18 Ljósm. Markus Loosli. Á MIÐUNUM. Tveir brezkir togarar á miðunum. Ekki langt frá er varðskipið Týr á verði. Myndin er tekin frá varðskipinu. Samspil tveggja varð- skipa blekkti freigátuna — og Þór klippti á togvír „Mikil reiði brezku togaraskipstjóranna í garð herskipanna og dráttarbátanna,” sagði Helgi Hallvarðsson skipherra á Þór í samtali við Mbl. Tekinn með 2 kg af hassi í gærkvöldi Söluverðmætið rúmar 2 milljónir TOLLGÆZLAN á Keflavfkur- flugvelli handtók í gærkvöldi ungan mann, sem reyndist hafa í fórum sfnum 2 kg af hassi. Maðurinn var að koma með Loftleiðaflugvél frá Luxemburg. Rannsókn máls- ins var á frumstigi í gær- kvöldi, og því ekki hægt að skýra nánar frá málinu að svo stöddu. Söluverómæti þessa hassmagns á ólöglegum mark- aði innanlands mun vera 2— 2,5 milljónir króna. VARÐSKIPINU Þór tókst klukkan rúmlega 04 í fvrrinótt að klippa á forvfr Grimsbytogarans Ross Ramilles, þrátt fyrir að frei- gátan Brighton, dráttarbátarnir Lloydsman og Euroman og verndarskipið Star Sfrfus, veittu togaranum vernd. Varðskipið Óð- inn var f grennd og samspil varð- skipanna tveggja varð til þess að Þór tókst að klippa og fór allt f bendu hjá landhelgisbrjótnum og mun það hafa tekið skípshöfn hans margar klukkustundir að greiða úr flækjunni. Togaraskip- stjórarnir á miðunum sendu skip- herra freigátunnar háðsglósur og þökkuðu fyrir verndina, en hann afsakaði sig með þvf að hann hefði en ekki hlotið revnslu f vernd togara sem skyldi. Skipherra á Þór er Helgi Hall- varðsson, en skipherra á Óðni er Sigurður Árnason. I fyrrinótt voru suðaustan 8 vindstig á miðunum, en framan af nóttu hafði þó verið skaplegt veður. Helgi Hallvarðsson, skip- herra á Þór, kom sem snöggvast inn á Seyðisfjörð f gær og náði Helgi Hallvarðsson, skipherra á Þór Fyrsti viðræðufundur vinnumarkaðarins r 1 aðila dag FYRSTI samningafundur aðila vinnumarkaðarins, Vinnuveit- endasamhands Islands og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna annars vegar og Alþýðusam- bands Islands hins vegar hefur verið boðaður árdegis f dag. Verða samningamálin þar reifuð og aðilar munu kynna sjónarmið sfn hvor öðrum. Björn Jónsson, forseti ASI, sagði f gær að lftið væri hægt að segja um horfur f kjaramálum á meðan viðræður hefðu ekki hafizt. Björn sagði að þessa dagana væru einstök félög með sérkröfur sfnar til meðferðar. I gær var t.d. haldin formannaráðstefna hjá Verkamannasambandinu vegna sérkrafna og eins var í gær sam- bandsstjórnarfundur Málm- og skipasmíðasambandsins. Fleira kvað Björn vera f gangi, sem til- heyrði undirbúningi að kjaravið- ræðum við vinnuveitendur. „Um horfur treysti ég mér ekki til þess að segja neitt, fyrr en viðræður eru eitthvað komnar í gang,“ sagði Björn og bætti við að það væri fullur vilji fyrir hendi að þeim yrði hraðað. Alþýðusamband Islands hefur leitað eftir umboðum frá félögun- um, svo sem ávallt hefur verið gert áður. Hefur það þótt álita- mál, hvort nauðsynlegt hafi verið að afla samningsumboða, en þrátt fyrir það hefur verið óskað eftir þeim. Sagði Björn Jónsson að stærsta félagið hefði þegar veitt umboð sitt, Verzlunarmannafélag Reykjavikur, og væri það í gær eina félagið, sem búið væri að veita umboð sitt. Þótt öll umboð lægju ekki fyrir — tefði það ekki að viðræður hefðuzt. Alþýðusambandið hefur enn ekki rætt við ríkisstjórnina eða stjórnvöld um þau stjórnmálalegu skilyrði, sem kjaramálaráðstefna Framhald á bls. 18 Mbl. þá tali af honum. Helgi sagði að Þór hefði komið að togurunum úr norðri, en Óðinn hefði komið úr suðri. Verndarskipin höfðu raðað sér upp á milli 12 og 50 sjómílna frá landi, Brighton, Lloydsman, Euroman og Star Síríus og ætluðu að koma í veg fyrir, að Þór kæmist að togurun- um, sem voru sunnan við verndar- skipin. „Eftir að Lloydsman upp- götvaði okkur, fylgdu skipin okk- ur fast eftir, en þrátt fyrir þeswa samfylgd hífðu togararnir allir um leið og við nálguðumst. Þeir treystu ekki verndinni betur,“ sagði Helgi. Þór hélt siglingunni áfram og sigldi herskipið samsíða varðskipinu, en dráttarbátarnir Lloydsman og Euroman sigldu aftan til við varðskipið sinn á hvora hlið. Síðan slóst Síríus í hópinn. Um klukkan 04 komum við að togaranum Ross Ramalles GY 53, sem togaði viðstöðulaust og taldi sig öruggan í skjöli verndaranna. Byrjaði hann ekki Framhald á bls. 18 Forsvarsmenn Al- þýðubankans á fundí 1 Seðlabankanum FORSVARSMENN Alþýðubank- ans áttu f gærmorgun fund með forráðamönnum Seðlabankans. Á fundi þessum mun hafa verið rætt um málefni Alþýðubankans vegna viðskipta við flugfélagið Air Viking. Hermann Guðmunds- son, formaður bankaráðs Alþýðu- bankans, var f gærkvöldi ófáan- legur til að tjá sig um þessar viðræður eða viðskipti Alþýðu- bankans og Air Viking. Sömuleið- is var engar upplýsingar hægt að fá hjá Seðlabanka um þennan fund eða niðurstöður hans. Morgunblaðið sneri sér í gær til Björns Jónssonar, forseta ASl, en eins og kunnugt er standa laun- þegasamtökin að Alþýðubankan- um, og spurðist fyrir um viðskipti Air Viking og Alþýðubankans. Björn Jónsson sagði: „Ég er ekki rétti maðurinn til að svara neinu um það. Ég hef aldrei haft nein persónuleg af- Framhald á bls. 18 18 DAGAR TIL JÓLA Verndarskipin heyra ekki í togurunum KOMIÐ hefur I ljós, að þvl er Mike Smartt, fréttaritari Mbl. f Hull tjáir blaðinu, að mikið gat er I varnarkerfi Breta á miðunum fyrir austan. Loft- skeytamenn á verndarskipun- um, sem bera nafnið, Star, hafa átt í erfiðteikum með að stilla toftskeytastöðvar skip- anna á þá tfðni, sem togararnir nota. Kristallar f tækjum Star- skipanna hafa ekki sömu tíðni og stöðvar togaranna. Ný tæki verða sett f Star-skipin, þegar þau koma heim til Bretlands.' Þá sendir Smartt einnig fréttir þess efnis að skozki þjóðernissinna-flokkurinn, sem er annar stærsti stjórn- málaflokkur Skotlands, hafi lýst yfir stuðningi við Is- lendinga f landhelgismáliwu og krefjist 200 sjómflna fisk- veiðilögsögu fyrir Skotland. Hefur flokkurinn f athugun að bjóða fslenzkum ráðherra tit Skotlands til þess að ræða ástandið f fiskveiðmálunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.