Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 16 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Stýrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhnnnsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Frumvarp að fjárhags- áætlun Reykjavík ir- borgar fyrir árið 1976 \ ar lagt fram á fundi borgar- stjórnar í fyrradag. Fjár- hagsáætlun þessa verður að skoða í ljósi þess, að um tveggja ára skeið nefur geisað um 50% verðbólga í landinu og hefur það að sjálfsögðu haft sín áhrif á fjármál, bæði ríkis og sveit- arfélaga. Samt sem áður hefur Birgi ísleifi Gunnarssyni borgarstjóra tekizt að halda hækkun raunverulegra rekstrarút- gjalda í 20,8%, sem er mjög svipuð útgjaldaaukn- ing og ráðgerð er í fjárlaga- frumvarpi því, sem ríkis- stjórnin lagði fram í októ- bermánuði á Alþingi. Þessi eina tala sýnir, að sterkrar aðhaldsemi gætir í fjármál- um borgarinnar og út- gjaldaáformum hennar á næsta ári. Þá vakti það ekki síður athygli í ræðu Birgis Is- leifs Gunnarssonar borgar stjóra, á fundi borgar- stjórnar í fyrradag, að ekki er útlit fyrir, að fjárhags- leg afkoma borgarsjóðs versni á árinu, ef inn- heimta álagðra gjalda nær 77%, sem er 1% lakara en á síðastliðnu ári. Eins og menn muna fóru fjármál sveitarfélaga yfirleitt, og þ.á m. Reykjavíkurborgar, mjög úr böndum á árinu 1974 í kjölfar þeirra dýru kjarasamninga, sem gerðir voru í febrúarmánuði það ár, og safnaði Reykjavíkur- borg þá miklum yfir- dráttarskuldum hjá við- skiptabanka sínum. Nú hefur borgaryfirvöldum tekizt að snúa þeirri þróun í fjármálum borgarinnar við, eins og framangreind- ar upplýsingar sýna, og með ýtrustu aðhaldssemi í rekstri og með því að setja nýjar framkvæmdir ekki af stað nema nokkurn veginn væri tryggt að fjármagn væri fyrir hendi, hefur tek- izt að halda fjármálum Reykjavíkurborgar á rétt- um kili og yfirdráttar- skuldum við viðskipta- banka innan umsaminna banka, þrátt fyrir þá gífur- legu kostnaðaraukningu, sem orðið hefur í þjóð- félaginu á síðustu tveimur árum. Birgir Isleifur Gunnars- son borgarstjóri skýrði frá því á fundi borgarstjórnar, að áætlað væri að hækkun útsvarstekna borgarinnar á næsta ári mundi nema um 16,8% frá fjárhags- áætlun yfirstandandi árs og er þá gert ráð fyrir, að notuð verði að hluta eða öllu heimild um álag á út- svör allt að 10% en sú hækkun er háð samþykki ráðherra. Sú heimild hefur verið notuð undanfarin ár eins og kunngt er. Er því ljóst, að útsvarsbyrðin verður óbreytt frá því sem verið hefur en þessi áætlun um hækkun útsvarstekna á næsta ári og áætluð hækk- un rekstrarútgjalda borg- arinnar eru hvort tveggja merki þess, að mjög dregur nú úr verð- bólgunni og margt bendir til þess, að á na?stu miss- erum muni skapast eðlilegt ástand á ný í fjármálum landsmanna. I ræðu sinni lagði borgarstjóri áherzlu á, að borgin mundi ekki nýta að fullu heimiluð álög á fasteignagjöld, þar sem svo mikil fasteignaskatts- hækkun sem þá mundi verða, kæmi illa niður á almenningi, og kvað borgarstjóri hækkun á hvern gjaldanda því verða 18,5% í stað 36,5% eins og heimilt er. I fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir, að útgjöld borgarsjóðs til byggingar- framkyæmda hækki um 33,5% og sagði borgar- stjóri, að áherzla yrði lögð á áframhald skólabygg- inga, byggingu stofnana í þágu aldraðra, heilbrigðis stofnanir, framkvæmdir vegna umhverfis og úti- vistar og dagvistunarstofn- anir. Hins vegar benti Birgir ísleifur Gunnarsson á, að ýmsar framkvæmdir borgarinnar eru háðar framlögum frá ríkissjóði, svo sem á sviði skólabygg- inga, íþróttamannvirkja, heilbrigðisstofnana og dag- vistunarstofnana. Hefur borgarstjóri átt fund með fjárveitingarnefnd Alþing- is um þessi mál og skýrði hann borgarstjóra frá því, að framkvæmdageta borgarinnar og nýting þeirra fjármuna, sem í fjárhagsáætlun eru ætlaðir til framkvæmda, mundi að sjálfsögðu fara eftir því hvað endanlega yrði sam- þykkt á Alþingi um fjár- veitingar úr ríkissjóði til borgarinnar. I þeirri viðleitni að ná tökum á verðbólgunni, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið markvisst að, skipta fjármál ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja að sjálfsögðu mestu máli, en ef ekki er fylgt sömu stefnu í fjármálum stærsta sveitarfélagsins, Reykja- víkurborgar, er vonlaust að nokkur árangur náist. Þess vegna er sú stefna, sem mótuð er i fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar hverju sinni, geysilega þýðingarmikil fyrir al- menna þróun efnahags og fjárhagsmála í landinu og hlýtur því að vekja mikla athygli hverju sinni. Það er því sérstök ástæða til að fagna því, enda þótt það þurfi engum að koma á óvart, að meirihluti Sjálf- stæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur hefur með gerð fjárhagsáætlun- um fyrir árið 1976 lagt sitt af mörkum til þess að tak- ast megi að hemja verð- bólguna og koma henni í fjötra á næsta ári. Þess er að vænta, að önnur sveitar- félög muni fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar í þess- um efnum FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR Sinfóníutónleikar Háskólabíó 4. des. 1975. Verkefni: Beethoven — Egmont forleikur Beethoven — Píanókonsert nr. 4 f G-dúr. Brahms — Sinfónía nr. 1. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Einleikari: Radu Lupu. Sennilega væri margt öðru- vísi umhorfs f tónlistarlífi okk- ar f dag, ef atvikin hefðu ekki hagað því þannig, að Ashkenazy gerðist íslenzkur ríkisborgar. Hann hefur átt sinn stóra þátt f, að eftirminnilegar lista- hátíðir urðu • að veruleika. Glæsilegur ferill hans sem pfanóleikara er okkur öll- um kunnur, og flest okkar hafa af samúð fylgst með árangurslausum tilraunum hans til að fá fararleyfi fyrir föður sinn, svo að þeir mættu hittast eftir áralangan aðskiln- að. Við píanóið er hann óum- deilanlega einn af fáum útvöld- um, og sem slíkur, eftirsóttur um víða veröld. 1 seinni tíð hef- ur hann haslað sér völl á nýjum vetvangi, og gefið sig í auknum mæli að hljómsveitarstjórn, er hann hefur staldrað við hér á landi. Enginn efast um músík- alska hæfileika hans og þekk- Tönllst eftir EGIL PREÐLEIFSSON ingu, en hins vegar er ekki hægt að bera saman pfanistann Ashkenazy og hljómsveitar- stjórann Ashkenazy. Það er einnig nokkuð djarft fyrir lítt reyndan hljómsveitarstjóra að leggja til atlögu við efnisskrá sem þessa. Egmont forleikur Beethovens og 4. pínókonsert hans, auk 1. sinfónfu Brahms eru verk, sem flestir sannir unnendur klassískrar tónlistar þekkja út f hörgul, og eiga í plötuskápnum sínum flutta af heimsins beztu hljómsveitum og stjórnað af færustu og reyndustu hljómsveitarstjór- um. Samanburður á lifandi konsert og gerilsneyddri hljóm- plötu er að vísu ekki raunhæf- ur, en er eigi síður til staðar. Eftir tónleikana á fimmtudags- kvöldið er það mín skoðun, að píanóleikarinn láti Ashkenazy mun betur og að þar njóti hæfi- Vladimir Ashkenazy. leikar hans sín best. Hann megnaði ekki að lyfta Egmont forleiknum í hæðir, sem ekki er hægt að lýsa með orðum heldur aðeins njóta. Nokkurrar tog- streitu gætti og milli strengja og blásara og þó lokasprettur- inn væri leikinn af snerpu, b’argaði það ekki heildaráhrif- unum. Radu Lupu var tvimæla- laust maður kvöldsins. Hann var mikill píanisti. 1 leik hans sameinast yfirburða tækni og silkimjúkur ásláttur, innsæi og þroski, sem ekki hvað síst kom fram i hinum undurviðkvæma öðrum þætti, sem hafði yfir sér allt að því trúarlegan blæ. Það var helst í upphafi kadensunn- ar í fyrsta þætti, sem brá fyrir ónákvæmni eða kæruleysi, sem stakk mjög í stúf við annars frábæra meðferð hans á kons- ertinum.Píanissímó-leiKur hans var með slfkum ágætum, að fá- gætt er. Þáttur hljómsveitar- innar var hnökralítill, og sam- vinna einleikara og stjórnanda góð. Fleyg hafa ummæli Brahms orðið, „að honum hafi ekki Radu Lupu. geðjast að fótataki risans að baki sér (þ.e. Beethovens)“, og það sé skýringin á hversu lengi hann hikaði við að fást við sköpun sinfóníu fyrir alvöru. Ashkenazy hafði einkum hér við alla sína „Stereo-risa“ að glíma, eins og áður hefur verið imprað á, og engan veginn er svo auðvelt að losna undan (fyrir áheyrandann). Sjálfsagt má endalaust deila um rétta túlkun og skilning á þessu meistaraverki Brahms, sem er dýrt kveðið og dramatískt f senn. Og þó margt væri hér vel gert, var á stundum sem of snöggar styrkleikabreytingar og ótfmabær æsingur yrði ein- ungis til að alvara og festa verksins, sem er e.t.v. einkenni þess fyrst og fremst, missti sín nokkurs. Þó „jafnaðist leikur- inn“ heldur er á leið. Þannig var lokaþátturinn heillegastur og raunar ágætlega leikinn. Háskólabíó var þéttsetið þetta kvöfd og áheyrendur hylltu hljómsveit, stjórnanda og einleikara vel og innilega að leikslokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.