Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 29 VELA/AKAIMOI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Gamla Flensborg Egill Hallgrfmsson skrifar: Sumarið 1957 komum við nokkrir gamlir nemendur Flens- borgarskóla, er þar höfðum lokið prófi fyrir hálfri öld, saman suður f Hafnarfirði. Við fórum þá á hinar fornu slóðir skólans og rifj- uðum upp margar kærar sam- eiginlegar minningar frá veru okkar í honum. Mjög hefur nú fækkað síðan þeim nemendum, sem þarna hittust þá, enda eru nú senn iiðnir sjö áratugir frá því að við kvöddum skólann. — Þann 9. águst 1957 birti ég eftirfarandi grein i Morgunblaðinu. Enn er ég sama sinnis og þá, en þar sem Flensborg er nú orðin að mennta- skóla og á siðastliðnu vori útskrif- uðust þaðan fyrstu stúdentarnir, finnst mér ástæða til að minna nú á hugmynd mína um, að ekki gleymist framtíðinni, hvar Flens- borgarskólinn gamli var. „A siðari árum hefur það farið mjög í vöxt á landi hér að halda við minningu ýmissa merkra staða og sýna þeim ræktarsemi, og er það vel farið. Nýlega var ég á ferð i Hafnar- firði og kom þá á staðinn, þar sem gamla Flensborg stóð og stendur að nokkru leyti enn. Þar hóf Flensborgarskólinn starfsemi sína fyrir 75 árum og starfaði um langt árabil, svo sem alkunnugt er. Á þessum öru breytingatímum verða gömlu húsin fyrr eða síðar að víkja fyrir götum og stærri byggingum og svo mun verða um gamla Flensborgarhúsið áður en langt um liður. Götur hafa verið lagðar um Flensborgartúnið og þar hafa risið og eru að risa stórar byggingar. Gera má ráð fyrir því, að á grunni gamla hússins risi stórhýsi í framtíðinni og allt um- hverfið breytist frá þvi sem nú er og verið hefur, og staðurinn gleymist, ef ekkert er að gert. En þessi staður er mörgum gömlum Flensborgurum kær og svo myndi verða komandi kynslöðum við að sjá hvar gamla skólahúsið stóð. Fyrir þá langar mig að koma á framfæri þeirri hugmynd, að sett verði áletruð plata með mynd af gamla Flensborgarskólahúsinu á hús það, er síðar kann að verða reist á grunni gamla hússins. Sýndi það ræktarsemi við staðinn og myndi viðhalda minningu hans um ókomin ár, og jafnframt minna á, að Hafnfirðingar væru minnugir þessarar fornu mennta- stofnunar sinnar. Fyrir tiu árum minntist ég á þessa hugmynd við Gunnlaug Kristmundsson og leizt honum vel á hana. Síðan hefur hugmynd þessari öðru hverju skotið upp i huga minum, þótt ég hafi ekki komið henni á framfæri fyrr en nú. Vænti ég þess, að hugmynd minni verði vel tekið. Egill Hallgrímsson“. % Fjallarjúpur sveitamannsins Jón Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Öðals, svarar bréfi. Velvakandi. Sveitamaður gerði í dálkum þinum 27. f.m. athugasemd við útvarpsauglýsingu Óðals, „Fjall- rjúpur með hnetusalati". Fjall- rjúpa er rétt og falleg islenzka. Má benda sveitamanni og fleirum á, að í efnisyfirliti bókarinnar Fuglar íslands og Evrópu segir i nafnaskrá: Rjúpa, sjá fjallrjúpa. Þegar athugað er undir því nafni kemur eftirfarandi i ljós: Fjall- rjúpa, bls. 209 og 133. Er leitt að vita málvini fjargviðrast yfir notkun fallegs Islenzks nafnorðs, þó lög banni innflutning á kjöti (t.d. dalrjúpu og lyngrjúpu) um óákveðinn tíma. Á þennan hátt hafa t.d. alisvin og aligrísir verið kynnt um ára- tuga skeið. Má i sama barnaskap spyrja: Til aðgreiningar frá hverju? Á hinn bóginn særir það fegurðarsmekk minn að sjá í grein móðurmálsunnandi sveita- manns erlendar orðslettur eins og t.d. trekkja, kúnnanna og takk. Þökk fyrir birtingu, Jón Iljaltason." 0 Tannlækniiígar vangefinna „Kæri Velvakandi, Ég vona að þú birtir fyrir mig eftirfarandi bréf. Á fundi, sem haldinn var um málefni vangef- inna í Norræna húsinu fimmtu- daginn 8. nóvember var spurt um tannlæknaþjónustu á Kópavogs- hæli. Sá sem varð fyrir svörum af hálfu hælisins sagði, að 2 tann- læknar kæmu einu sinni í viku og væru hálfan daginn. Fyrir þetta hefðu þeim verið borgaðar 110 þúsund kr. á siðastliðnu ári. Nú langar mig til að spyrja: Hvernig er timakaupið reiknað út á Kópa- vogshælinu fyrir tannlækna og hvernig er kostnaðurinn reikn- aður út fyrir tannlæknaþjónustu skólabarna, sem i Reykjavik mun vera milli 4—5 þúsund krónur á barn? Það væri fróðlegt að fá upplýsingar frá Tannlæknafélagi Islands um álit þeirra á tann- læknaþjónustu fyrir vangefið fólk. Með þökk fyrir birtinguna. Alfur.“ voruð hér 1 Vástlinge á aðfanga- daginn. Og faðir yðar hefur árum saman verið kirkjuþjónn hér. Þér hafið sjálfsagt oft farið með honum sem barn og séð hvar hann kom fyrir lyklinum að kirkjugripakistlinum. Ég býst við að þér hafið læðzt inn í kirkjuna meðan söngæfingin stóð yfir og síðan hafið þér beðið unz allir voru farnir. Þá hafið þér farið á kreik, opnað kistilinn og tckið silfurgripina og síðan farið út skrúðhússmegin. Márten samsinnti þessu með þvf að kinka kolli og það kom strákslegur glampi f blá augun. — Tja. Þetta var eiginlega ofur einfalt. Eg þurfti bara að fela míg úti f horni, þangað til Connie Lundgren var búinn að slökkva og var farinn og síðan hefði ég getað rænt öllu þvl sem hugurinn girntist úr kirkjunni í friði og ró. Það var hins vegar erfiðara að skila gripunum aftur. — Og hvers vegna? spurði Christer — skiluðuð þér gripun- um aftur á sinn stað? Fannst yður að gamanið væri orðið of grátt? Ég geri þvf skóna án þess að vita það, að hér hafi verið um eins HÖGNI HREKKVÍSI Þið afsakið mig meðan ég lýk við kalkúnstcikina! OPIfi TIL KL. 6 LUXO LAMPINN ER NYTSðM JÖLAGJÖF LUXO er Ijósgjafinn, verndið sjónina, varist eftirlíkingar ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LANO ALLT LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL UÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 Gærufóöraðir kuldaskór á karlmenn nýkomnir Verð kr. 10.915 - Skóbær Laugaveg 49 Póstsendum. Allt í jólamatinn Svínasteikur Lambasteikur Kjúklingar Jólahangikjötið Allt í jólabaksturinn Ódýrir niðursoðnir ávextir. Ath: við sendum mjólk, brauð, kjötvörur, nýlenduvör- ur. Opið i dag til kl. 6. KJÖRBUÐIN DALMÚLI. Siðumúla 8, simi 33800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.