Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 Nimrodþota gaf upp- lýsingar um ferðir tveggja varðskipa Voru freigáturnar lagðar af stað á móti þeim? Ljósm. Mbl. Frirtþjófur. ÖNGÞVEITI í UMFERÐINNI — Þessi mynd sýnir vel það öngþveiti sem var í umferðinni í Reykjavík í gærkvöldi. Bílar sitja fastir og aðrir eru öfugir á veginum. Myndin er tekin á Kringlumýrarbraut. U mf er ðaröngþ veiti: Þúsundir vegfarenda bösluðu í ófærðinni Landhelgisgæ/Iuflugvélin Sýr flaug vfir midin út af Austur- landi í gær og taldi 32 brezka togara á þeim slóðum. Það vakti athygli flugáhafnarinnar að tvær af brezku freigátunum, sem áttu að vera á miðunum, sáust þar ekki. Voru getgátur um að þær væru Iagðar af stað til móts við Alþýðublaðið kem- ur ekki út fyrr en eftir yfírtöku Vísis SAMNINGAR standa ennþá yfir um yfirtöku Vfsis á rekstri AI- þýðublaðsins og mun Alþýðu- blaðið ekki koma út fyrr en fullt samkomulag hefur tekizt og það undirritað. Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuflokksins, sagði við Mbl. i gærkvöldi, að rammasam- komulag hefði verið undirritað og væri nú unnið að lausn á ýmsum smærri atriðum, en það verk hefði reynzt tímafrekara en talið var í fyrstu. Vonaðist hann til að samningum lyki á allra næstu dögum. Ófært sem á tvö íslenzk varðskip, Tý og Þór, sem voru á leið á miðin. Brezk Nimrod njósnaflugvél hafði flog- ið vfir varðskipin f gær og hefur áhöfn hennar væntanlega gefið freigátunum greinagóðar upplýs- ingar um ferðir varðskipanna. Brezku togararnir voru á veið- um á svæði frá Glettinganesi allt norður að Melrakkasléttu og höfðu þeir fært sig norður fyrir Langanes í gær. Togararnir voru óvenju djúpt úti, 40—50 mílur. I fylgd með flotanum eru 9 eða 10 hjálparskip, dráttarbátarnir Lloydsman, Statesman og Roys- terer, Hausa, birgðaskipin Tide- pool og Olwen og freigáturnar Andromeda, Lowestoft og Gurkha. Þá var talið að fjórða freigátan værí komin á miðin en ekki var Landhelgisgæzlunni full- kunnugt um það í gær né nafn hennar. Þokkalegt veiðiveður var á miðunum í gær en við suður- ströndina, þar sem íslenzku varð- skipin voru á ferð var 10 stiga rok af austri og miðaði þeim hægt Fréttaritari Mbl. á Fáskrúðsfirði símaði í gærkvöldi að Týr hefði komið þar inn um kvöldmatar- Framhald á bls. 35 í lofti landi HIN mesta ófærð varð víða á höfuðborgarsvæðinu í gær I kjöl- far töluverðrar snjókomu og aust- an hvassviðris með skafrenningi. Hlóðst vfða upp I skafla á aksturs- leiðum í úthverfum borgarinnar, einkum þó í Arbæ og Breiðholts- hverfum og einnig innanbæjar bæði I Kópavogi og Hafnarfirði. Um tíma var ófært til Kópavogs og Hafnarfjarðar vegna fólksbfla, sem festst höfðu f sköflum og tepptu þar með leiðina fvrir kröftugri bílum. Umferð í úthverfum Reykja- víkur gekk afar stirðlega og þurfti lögreglan að kalla sér til aðstoðar liðsmenn hjálparsveita og aðstoðuðu þeir lögregluna við flutninga á fólki og við að losa. bíla, sem festst höfðu í sköflum. Mjög mikið annríki var hjá lög- reglunni í Reykjavík vegna ófærðarinnar og voru símalínur fjarskiptamiðstöðvar lögregl- unnar rauðglóandi eins og einn varðstjórinn orðaði það. Fljótlega upp úr klukkan fjögur síðdegis í gær fór færð i úthverfum Reykjavíkur að þyngjast og varð fljótlega mikið annríki hjá lögreglunni, sem fékk þá til liðs við sig menn úr Björg- unarsveitinni Ingólfi, Flugbjörg- unarsveitinni og Hjálparsveit Framhald á bls. 35 Hastings: Guðmimdur fékk Vji vinning í gær GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari fékk 154 vinning á Hastingsskákmótinu í gær. t gærkvöldi tefldi hann við hol- lenska stórmeistarann Sosonko f 7. umferð og varð jafntefli I 27 leikjum. I gær tefldi Guðmundur biðskákina við Bretann Hartston úr 6. um- ferð og lauk skákinni með sigri Guðmundar I 68 leikjum. Guðmundur hefur nú 3!4 vinn- ing og er í 7.—10. sæti, en Uhl- mann frá Austur-Þýzkalandi er efstur með 5'A vinning. Hann gerði f gærkvöldi jafn- tefli við Kortsnoj. Önnur úrslit I gær urðu þau, að Hort vann Hartston, Bron- stein vann Jansa, Miles vann Nunn, Bellin og Bisquier gerðu jafntefli, sömuleiðis Kaplan og Stean, Timanov og Keene. 8. umferð verður tefld I kvöld en skákmennirnir eiga frí á morgun. Margeir varð þriðji af 38 MARGEIR Pétursson hafnaði f 3.—4. sæti á unglingaskákmótinu í Hallsberg f Svfþjóð, en þvf lauk á sunnudaginn. Margeir taldist aftur á móti í 3. sæti þvf hann var með hærri stigatölu en sá sem jafn honum varð að vinn- ingum. Þátttakendur voru 38 frá 19 Iöndum, og var Margeir f hópi yngstu keppendanna. Hann er um 15 ára gamall en þeir elztu voru 20 ára gamlir. Margeir tefldi 9 skákir og hlaut 6 vinninga. Hann vann 5 skákir, gerði 2 jafntefli en tapaði tveimur skákum. Efstir urðu Vladimirov frá Sovétríkjunum og Barlov frá Júgóslavíu með 7‘A vinning, en Rússinn var stigahærri og taldist því sigurvegari. t Sandnes í Noregi tefldu tveir íslenzkir unglingar, þeir Jón L. Árnason og Ómar Jónsson. Þar voru þátttakendur 33 frá 8 lönd- um. Jón varð í 7. sæti með 5 vinninga af 8 mögulegum og Óm- ar varð í 11. sæti með 4‘A vinning af 8. og milli ísafjarðar og Súðavíkur,. opnaður. Einnig var í gær fært norður Framhald á bls. 35 Snarpasti kippur á Kröflu- svæðinu í marga Sprungur mynduðust í nálægum fjöllum HJA Vegaeftirlitinu fékk Mbl. þær upplýsingar að nú væri vetrarveður skollið á fyrir alvöru og mikil ófærð komin nokkuð vfða. Að vfsu væri ekki mikill snjór á vegum hér suðvestanlands en blindsorti gerði ökumönnum erfitt fvrir. Fært var t.d. austur að Hvolsvelli. Vegaeftirlitsmenn sögðu að sfðdegis hefði verið kom- inn blindbvlur á þessum slóðum og horfði þunglega með færð. Sem dæm' má nefna að sortinn var slíkur austur undir Eyjafjöll- um að þeir sem voru þar á ferli höfðu flestir vfirgefið bfla sína og leitað húsaskjóls á nærliggjandi bæjum. Að öðru leyti var í gær talið fært um Borgarfjörð og Snæfells- nesið sunnanvert en stórir bílar höfðu varið um nesið norðanvert og var fært fyrir þá allt í Búðar- dal, raunar höfðu stórir bílar komist alla leið i Saurbæ í Dölum. Þá var í gær verið að moka frá Patreksfirði á flugvöllinn og einn- ig til Bíldudals, fært var fyrir stóra bíla milli Flateyrar og Þing- eyrar og í gær var vegurinn milli Bolungarvíkur og Isafjarðar, svo RAUNVÍSINDASTOFNUN Háskóla tslands vinnur nú að rannsóknum á möguleikum þess að framleiða lyfið heparin hér á landi. Heparin hefur þann eigin- leika að seinka verulega eða jafn- vel hindra, blóðstorknun og hefur lyfið m.a. verið notað við meðhöndlun sjúklinga með blóð- tappa. Það heparin, sem nú er á markaðinum, er aðallega unnið úr lungum og görnum nautgripa, auk þess sem nokkurt magn er einnig unnið úr líffærum annarra dýra. Hér á landi beinast rann- sóknirnar einkum að þvf, hvort hagkvæmt sé að vinna lyfið úr MJÖG snarpur jarðskjálfti varð á Kröflusvæðinu klukkan 12.40 f gær, sá snarpasti á svæðinu f marga mánuði. Að sögn Svein- björns Björnssonar, jarðeðlis- fræðings hjá Raunvfsindastofn- un, varð skjálftinn um einn km norður af stöðvarhúsi Kröflu- virkjunar á um 2 km dýpi. Hann mældist 4,5 stig á Rickterkvarða. Starfsmenn við Kröflu fundu jarðskjálftann mjög greinilega og hlutir hentust úr hillum, en lungum og slímhúð þarma sauð- fjár og hvort mögulegt sé að vinna Ivfið úr innvflum hvala og úr fiskslógi. Talið er, að söluverð- mæti þess magns, sem hægt væri að framleiða úr sauðf járinnyflum einum, sé um 250 milljónir króna á ársgrundvelli. Dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor sagði í samtali við Mbl. að Raunvísindastofnunin ynni að þessum rannsóknum með 1.4 milljón króna styrk frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og væri það Björgvin Guðmundsson lífefnafræðingur, sem ynni að ekkert tjón mun hafa orðið. Þá sáu menn þess merki, að sprungur höfðu mvndast f nálæg- um fjöllum m.a. Leirhnúk og hreyfing varð á snjó. Sveinbjörn Björnsson sagði að þetta svæði væri greinilega enn mjög virkt og yrði að fylgjast mjög náið með sprunguhrevfing- um því sá möguleiki væri alltaf fvrir hendi að svo miklar sprungur mynduðust að hraun- rannsóknunum. Rannsóknir þess- ar hafa staðið yfir í nokkra mánuði og hefur hingað til einkum verið unnið að gerð mælitækja til að mæla styrk lyfsins en styrkurinn er sá mælikvarði, sem notaður er við framleiðslu og sölu þess. Tilraunirnar hafa gengið vel og hefur reynst auðvelt að framleiða heparin úr innyflum sauðfjár og beinast rannsóknir nú einkum að því hvort mögulegt sé að vinna Iyfið úr innyflum hvala og fisk- slógi en það heparin, sem hingað til hefur verið unnið úr hvölum Framhald á bls. 35 mánuði kvikan gæti brotist þar f gegn og upp á yfirborðið. Sveinbjrön sagði, að ef Kröflu- svæðið væri samtengt Keldu- hverfissvæðinu eins og menn hefðu getið sér til um; væri ekki ólíklegt að jarðskjálftavirkni við Kröflu gæti aukist eitthvað en hún hefur eins og kunnugt er verið mest á Kelduhverfi að undanförnu. Rólegt hefur verið við Kröflu þar til á síðustu dögum að skjálftavirknin þar hefur auk- ist og mælast nú tugir smákippa þar á hverjum klukkutíma. Hann sagði að erfitt væri að spá um framvindu en vissast væri fyrir menn að vera við öllu búnir. Nauðsynlegt væri að fylgjast vel með öllum sprungumyndunum og því væri afráðið að Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur færi við fyrsta tækifæri til Mývatnssveitar og fylgdist með jarðskjálftamælunum í Reykja- hlíð. Þá varð síðdegis í gær jarð- skjálftakippur á Krísuvíkursvæð- inu og fannst hann í Reykjavík. Að sögn Sveinbjarnar Björnsson- ar var þessi skjálfti mun vægari en þeir skjálftar sem urðu á þessu sama svæði á Þorláksmessu. Blaðamaður hafði i gærkvöldi samband við Kröfluvirkjun og varð Hannes Hilmarsson fyrir svörum. Hann kvaðst ekki hafa verið þarna á svæðinu þegar skjálftinn fannst en starfsfélagar sínir segðu allt hafa leikið á reiði- skjálfi. Hlutir duttu úr hilluin og sem dæmi um kraftinn nefndi Hannes, að stór hrærivél hefði fallið af borði í eldhúsi og brotið gat á gólfið. Hreyfing varð á snjó svo að einn hver fyllti og hann þagnaði og sprungur mynduðust í nálæg fjöll. Innyfli og slóg nýtt til framleiðslu á heparin? Söluverðmætið ætti að skipta hundruðum milljóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.