Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 34
 20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 Muhammad Ali Konrelia Ender. Ali og Eníer bezt Bandaríski hnefaleikarinn Muhammad Ali og austur-þýzka sunddrottningin Kornelfa Ender voru kjörin „Iþróttafólk ársins 1975“ af fréttamönnum vestur-þýzku fréttastofnunarinnar „Internationale Sports Korrespondenz," en þetta var f 29. skiptið sem fréttastofa þessi gengst fvrir sllku kjöri, og eru það fréttamenn hennar um vfða veröld sem taka þátt I kjörinu. Muhammad Ali hafði umtalsverða yfirburði yfir helztu keppi- nauta sfna, hlaut samtals 79 atkvæði, en sá er varð f öðru sæti, brasilfski þrfstökkvarinn Joao de Oliveira, hlaut 54 atkvæði. Enn meiri munur varð þó hjá konunum, þar sem Kornelfa Ender hlaut nærri helmingi fleiri atkvæði en sú er varð f öðru sæti. Atkvæði féllu þannig: IÞRÓTTAMAÐUR ARSINS. Muhammad Ali, Bandarfkjunum — hnefaleikar Joao de Oliveira, Brasilfu — frjálsar fþróttir Niki Lauda, Austurrfki — kappakstur John Walker, N-Sjálandi — frjálsar fþróttir Tim Shaw, Bandarfkjunum — sund Arthur Ashe, Bandarfkjunum — tennis Oleg Blochin, Sovétrfkjunum — knattspyrna Wassili Alexejew, Sovétrfkjunum — lyftingar Franz Klammer, Austurrfki — skfðafþr.óttir Guy Drut, Erakklandi — frjálsar fþróttir IÞRÓTTAKONUR ARSINS Kornelfa Ender, A-Þýzkalandi — sund Faina Melnik, Sovétrfkjunum — frjálsar fþróttir Nadia Comaneei, Rúmenfu — fimleikar Chris Evert, Bandarfkjunum — tennis Ludmilla Turitschewa, Sovétr. — fimleikar Anne-Marie Pröll, Austurrfki — skfðafþróttir Irina Rodnina, Sovétrfkjunum — skautafþróttir Sheila Young, Bandarfkjunum — skautahlaup Billie-Jean King, Bandarfkjunum — tennis Renate Stecher, A-Þýzkaiandi — frjálsar fþróttir Irena Szewinska, Póllandi — frjálsar fþróttir 79 atkv. 54 atkv. 48 atkv. 45 atkv. 42 atkv. 26 atkv. 18 atkv. 18 atkv. 11 atkv. 8 atkv. 101 atkv. 57 atkv. 56 atkv. 52 atkv. 52 atkv. 42 atkv. 16 atkv. 12 atkv. 11 atkv. 3 atkv. 1 atkv. Dalglish trnir ekkí á signr Celtic í Evrópukeppninni En hrósar Valsmönnum fyrir íþrótta- mannlega framkomu í grein í Shoot EINN af þeim sem reglulega skrifa f enska knattspvrnublaðið „Shoot“ er hinn snjalli leikmaður og fvrirliði Celtic, Kennv Dalglish. I hefti því sem síðast barst hingað til lands ræðir Dalglish um möguleika Celtic í Evrópukeppni bikarmeistara en Celtic er eitt átta liða, sem eftir eru í keppninni. Þrátt fvrir að Celtic hafi nú leikið fjóra leiki f keppninni, unnið þrjá og gert eitt jafntefli, þá er Dalglish ekki sér- lega bjartsýnn á að Celtic nái að sigra f keppninni. 1 grein sinni f „Shoot“ segir hann meðal annars: — Næsti leikur okkar í Evrópu- keppninni er ekki fyrr en eftir þrjá mánuði (greinin er skrifuð í lok nóvember) og margt getur breytzt fram að þeim tíma. Við erum mjög ánægðir með liðið eins Guðlaug valin í Kópavogi ROTARY-klúbbur Kópavogs valdi GuSlaugu Þorsteinsdóttur „íþróttamann ársins 1975" I Kópavogi og veitti henni fagran verðlaunagrip I því tilefni. Segir I f réttatilkynningu klúbbsins að GuSlaug hljóti þetta sæmdarheiti fyrir eftirtalin afrek: A8 hafa I ár verið f fyrsta sæti á Reykjavlkurmeistaramóti kvenna I skák. Að verða fslandsmeistari í kvennaflokki á skákþingi íslands. Fyrir að keppa I landsliði I skák á móti landsliði Færeyinga. Að verða fyrst Islenzkra kvenna til að verða Norðurlandsmeistari i skák I kvennaflokki. Þann titil vann hún á skákþingi Norður- landa, sem fram fór I Noregi I ágúst i sumar. Nefnd sú sem velur fþrótta- mann ársins I Kópavogi er skipuð þeim Guðmundi Arasyni for- manni, Grétari Norðfjörð og Guð- mundi Þorðarsyni. og það er í dag, en það er ekki vist að liðið verði það sama eftir þrjá mánuði. Það þarf ekki nema litils- háttar meiðsli til að lykilleik- menn geti ekki leikið með. Einnig getur þessi langa hvild frá Evrópukeppni haft það í för með sér að liðið eflist og stað- reyndin er sú að í liðinu eru nýir leikmenn, sem stöðugt falla betur inn í liðsheildina." t grein sinni ræðir Dalglish um þá fjóra leiki, sem Celtic hefur leikið í Evrópukeppninni hingað til og segir að það hafi enginn reiknað með íslenzka liðinu Val sem erfiðum mótherja. Celtic hafi þó tekist að skora níu mörk gegn þessu liði og ekki fengið eitt eínasta á sig og það sé hægara sagt en gert. Um leikmenn Vals, segir Dalglish: — Þeir sýndu mikinn íþróttaanda eftir að hafa tapað 7:0 fyrir okkur á Parkhead og þökkuðu hverjum einasta leik- manni Celtic fyrir leikinn með handabandi, en létu niðurlæg- ingu tapsins ekki á sig fá. Kenny Dalglish er að öllu jöfnu fyrirliði Celtic, en í leikjum liðs- ins í Evrópukeppninni á útivelli í vetur hefur hann þó ekki gegnt fyrirliðastöðunni. Gegn Val í Reykjavík var Jóhannes Eðvalds- son fyrirliði en hann er oftast nefndur „Big Shuggie Edvalds- son“ meðal Skotanna. 1 leiknum gegn Oporto í Portúgal gat Dalglish ekki leikið vegna meiðsla, en hann segist ákveðinn f að taka við hlutverki sínu í næsta -útileik Celtic og að sjálfsögðu ætlar hann sér ekki að ná lélegri árangri með lið sitt en forverar hans í þeirri stöðu hafa gert á þessum vetri í Evrópukeppninni, þó svo að Dalglish trúi ekki á að Celtic beri sigur úr býtum í keppninni. Kenny Daghlish — þrátt fyrir gott gengi Celtic I Evrópubikarkeppn- inni til þessa trúir hann ekki á sigur. Kerfið lék blaðamennina grátt og þgkir ekki lofa góðu fgrir OL1980 — ER þetta forsmekkurinn að þvf sem verður á Ólvmpíuleik- unum 1980 spvrja nú þeir vest- rænu blaðamenn sem fvlgdust með heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik í Sovét- rfkjunum. — Ef svo er, þá gerið allt sem unnt er til þess að koma í veg fvrir að ieikarnir verði í Moskvu. Biaðamennirnir Ientu í hin- um furðulegustu ævintýrum í Sovétferð sinni, þar sem kerfið var í algleymingi og álfka árangursríkt og að berjast við vindmyllur að ætla sér að fást við það. Hafa blaðamennirnir nú ákveðið að skrifa skýrslu um mál þetta og leggja hana fyrir AIPS — alþjóðasamband íþróttafréttamanna — þar sem málið verður síðan tekið til um- ræðu og afgreiðslu. Mun verða farið fram á að blaðamenn beiti áhrifum sinum í þá átt að tryggt verði að ekki komi til slikrar þjónustu á leikunum 1980, eða að leikarnir verði ekki haldnir í Moskvu ella. Myndi það gera stöðu Sovét- manna í máli þessu ákaflega erfiða ef fréttamenn neituðu að mæta til leikanna, þar sem þeir eru nú álitnir eins mikilvægir á slíkum mótum og jafnvel íþróttafölkið sjálft. Sem fyrr greinír lentu nokkr- ir blaðamenn í furðulegri bar- áttu við kerfið og má þar til dæmis nefna danska blaða- menn sem fóru til Sovétríkj- anna til þess að fylgjast með sínu liði. Gekk allt að óskum hjá þeim um tíma, nema hvað langan tíma tók að ná símasam- bandi heim og þekkja eflaust allir blaðamenn þá óþægilegu tilfinningu sem er því samfara að sitja inni með fréttir sínar, þegar „blaðið bíður“. En nú gerðist það að dönsku stúlkunum vegnaði illa í keppn- inni, þær náðu ekki að komast í úrslitin en skyldu þess í stað leika um 7.—9. sætið í keppn- inni og áttu þeir leikir að fara fram í Vilnius. Svo virðist sem stjórnendur keppninnar í Sovétrfkjunum hafi hins vegar búizt við dönsku stúlkunum betri en raun varð á, þar sem þeir höfðu gert ráð fyrir að blaðamennirnir dönsku héldu til Kiev, þar sem úrslitakeppn- in fór fram. Tókst blaðamönn- unum ekki að fá neinu um þokað. Þeir skyldu fara til Kiev, þótt danska liðið ætti að leika í Vilnius og það væru leikir þess sem þeir voru komn- ir til þess að fylgjast með. Þegar svo sumir gáfust hrein- lega upp og vildu halda heim við svo búið tók ekki betra við. Það var ekki gert ráð fyrir því í kerfinu. Hins vegar gátu þeir ekki verið lengur á hótelinu sem þeir bjuggu á þar sem undankeppnin fór fram — það var ekki gert ráð fyrir því í kerfinu, og málalok urðu þau að þeir stóðu á götunni með töskurnar sinar og það var heldur ekki hægt — kerfið gerði ekki ráð fyrir því. Dön- unum varð það til happs að þeir komust í samband við Svíann Curt Wadmark, einn af stjórn- armönnum alþjóðasambands- ins, sem hafði persónuleg sam- bönd við menn sem aftur höfðu persónuleg sambönd við aðra sem gátu bjargað málinu. Urðu blaðamennirnir að fara með lest til Moskvu frá Rostov þar sem undankeppnin fór fram og urðu að greiða aukalega fyrir það 24 dollara með loforði um að þeir fengju þessa peninga endurgreidda i Moskvu. Það fengu þeir lika. Skilvíslega voru þeim greiddar 24 rúblur, peningar, sem ekki má fara með úr landi í Sovétríkjunum, í þá mund að þeir voru að leggja af stað heim. Mikið hefur verið skrifað um þetta mál að undanförnu og meðal lýsinga blaðamannanna má lesa eftirfarandi: Hvernig getur það verið að blaðamenn þurfi að bíða í þrjá til fjóra tíma eftir því einu að fá leyfi til þess að hringja heim til sín? Og hvernig má það vera að sumir fengu aldrei sam- band? Er það forsvaranlegt að fólkið sem átti að sjá um þjón- ustu við blaðamenn talaði ekkert nema rússnesku en samt sem áður virtust einhvers staðar vera einhverjir sem fylgdust með öllu sem sagt var í símann og slitu sambandið fyrirvaralaust ef eitthvað var sagt sem ekki féll inn í kerfið? Auðvitað gekk allt betur hjá þeim sem voru svo forsjálir að stinga pakka af erlendum vindlingum að þeim sem þeir þurftu að leita til og ef menn greiddu ekki tvöfalt gjald fyrir símaþjónustuna, gátu þeir alveg eins gleymt því að þeir þurftu að ná sambandi. Að ekki sé talað um hótelin. Blaðamenn frá Vesturlöndum þurftu að greiða mun hærra verð en aðrir, eða allt að 4500 kr. fyrir nóttina fyrir herbergi, þar sem menn áttu á hættu að klósettin hryndu þegar þeir settust á þau og perurnar i lömpunum spryngju ef menn töluðu ekki í hálfum hljóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.