Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IjRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
3
Hæsta sala íslenzks
togara í Þýzkalandi:
SNORRI Sturluson, skuttogari
Bæjarútgerðar Revkjavíkur,
seldi 236 lestir af fsfiski í Cux-
haven í gærmorgun. Fvrir
aflann fékk skipið 395 þúsund
mörk eða 25,6 milljónir króna.
Meðalverð fyrir hvert kíló var
kr. 108.71. Þetta er hæsta verð,
sem íslenzkt skip hefur fengið
fyrir afla f V-Þýzkalandi, hvort
sem miðað er við mörk eða fs-
lenzkar krónur. Skipstjóri á
Snorra Sturlusyni er Snorri
Friðriksson. Eldra sölumetið í
Þýzkalandi átti Maí, en það
voru 363 þúsund mörk, sem
fengust fyrir stóran farm fvrir
nokkrum árum.
Morgunblaðinu tókst ekki að
ná tali af Snorra Friðrikssyni
eftir þessa góðu sölu í gær. en
þess í stað ræddi blaðið við
Ernst Stabel, ræðismann og
umboðsmann íslenzkra skipa i
Cuxhaven. Stabel sagði, að
Snorri Sturluson
Snorri Sturluson fékk 25,6
millj. kr. fyrir 236 lestir
hann hefði reiknað með góðu
verði fyrir fiskinn, en ekki
svona góðu. „Ég átti von á 75
pfenningum að meðaltali fyrir
pundið, en það fengust vfst um
95 pfenningar. Astæðan fyrir
þessu háa verði er sú, að mikið
óveður hefur gengið yfir
Norðursjó að undanförnu og af
þeirri ástæðu hefur enginn
fiskur borizt til Þýzkalands, frá
Danmörku, Hollandi og Belgíu
og mér var sagt i morgun, að
enginn þorskur hefði verið til
á þýzka markaðnum þegar
uppboðið hófst. Fiskurinn, sem
Snorri var með var mjög fal-
legur og megin uppistaðan í afl-
anum ósvikinn Islandsþorsk-
ur.“
Þá sagði Stabel, að tveir ís-
lenzkir togarar myndu selja í
Þýzkalandi í dag, Ögri í
Bremerhaven og Narfi í Cux-
haven. „Ég á von á háu verði,
en ekki eins háu og Snorri
Sturluson fékk.“
Skipstjóri Snorra Sturlu-
sonar hafði gefið upp um 240
tonna afla, áður en skipið hélt í
siglinguna og fékkst aðeins 4
tonnum minna upp úr skipinu í
Þýzkalandi, sem þykir mjög
gott. Hafði skipstjórinn til-
kynnt um 50 lestir af ufsa, 50
lestir af karfa, 11 af steinbít, 12
af ýsu og 117 lestir af þorski.
Þessar tölur stóðust svo til
alveg.
Annar íslenzkur togari seldi
einnig í Þýzkalandi i gær. Varð
það Hvalbakur frá Breiðdals-
vík, sem seldi 81.4 lestir í Brem-
erhaven fyrir 96.070 mörk eða
6.2 millj kr. Meðalverðið var kr.
76.20.
Þeir Einar Sveinsson, for-
stjóri B.U.R., og Marteinn Jón-
asson, framkvæmdastjóri,
B.Ú.R. sögðu í gær, að þótt mik-
ið hefði fengist fyrir þennan
afla, þá mætti ekki reikna allt
til tekna handa útgerð og
áhofn, þvi meir en 25% af
brúttóverði fóru í útflutnings-
gjöld og ýmiss konar tolla.
Að sögn þeirra hafa togarar
Bæjarútgerðarinnar aflað mjög
vel að undanförnu. Þormóður
goði landaði t.d. 100 lestum 29.
des. s.l. Bjarni Benediktsson
landaði 200 lestum 2. janúar og
í gær var verið að landa 220
lestum úr Ingólfi Arnarsyni.
Mest af þessum afla er góður
þorskur. Geysimikil vinna er
nú i fiskverkunarstöðvum Bæj-
arútgerðarinnar og vinna þar
um 200 manns. Síðan eru 24
menn á hverjum togara fyrir-
tækisins.
Enn samdráttur í mjólkurframleiðslunni:
Tap bænda áætlað
200 milljónir króna
EINS og kunnugt er af fréttum
hefur mjólkurframleiðslan
dregizt mjög saman það, sem af
er vetrinum. Það sem einkum
veldur þessum samdrætti er óhag-
stætt tíðarfar fvrst í haust og
léleg hev bænda. Um mánaðamót-
in nóvember-desember sl. höfðu
mjólkurbúin tekið við 104.580.041
kg af mjólk og var það 3,8%
minna magn en á sama tfma árið
á undan. Þessi mikli samdráttur
hefur m.a. haft það í för með sér
að flvtja verður allan rjóma, sem
notaður er sunnanlands og norð-
an en ekki hefur þurft að flytja
mjólk milli Suður- og Norður-
lands. Hins vegar hefur orðið að
flvtja verulegt magn mjólkur til
Vestfjarða einkum Isafjarðar.
Að sögn Péturs Sigurðssonar,
mjólkurtæknifræðings hjá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins, dróst
mjólkurframleiðslan í nóvember
saman um 13% miðað við sama
mánuð í fyrra. En hafa verður i
huga að hin raunverulega magn-
minnkun er ekki nema 10%, því
Fárviðri und-
ir Eyjafjöllum
Borgareyrum 5. janúar
MIKIÐ fárviðri var undir Eyja-
fjöllum f dag. Fór þar saman
ofanbylur og mikið rok. Allir
vegir eru að mestu tepptir, en
akfært mun vera austur að Selja-
landi. Snjórinn hefur dregist I
fannir og ekki hægt að ryðja, þar
sem ekki hefur sézt út úr augum.
Hér hafa allir átt góðar hátíðar
og mikið hefur verið rætt um of-
beldi Breta á- Islandsmiðum nú
um jólin. Hér er það samdóma álit
allra, að erfitt yrði fyrir ýmsa
stjórnmálamenn að koma hingað
á næstunni og biðja um atkvæði
ef samið yrði við Breta.
Markús.
Búnaðarmálastjóri:
Skógræktarstjóri beitir ósönnum og
óvisindalegum áróðri gegn sauðkindinni
Tilbúinn til rökræðna, segir skógræktarstjóri
I yfirliti Halldórs Pálssonar,
búnaðarmálast jóra, um land-
búnaðinn 1975, sem hann flutti I
Búnaðarþætti ríkisútvarpsins I
Helgi Ólafsson í
4-5. sæti á EM
EINNI umferð er nú ólokið á
Evrópuskákmóti unglinga sem
haldið er f Groningen f Hollandi.
1 úrslitariðlinum teflir sem kunn-
ugt er Norðurlandameistari ungl-
inga í greininni, Helgi Ólafsson.
Hann er núna f 4—5. sæti með 4
vinninga af 8 mögulegum. Helgi
sagði í samtali við Mbl. f gær að
hann hefði verið óheppinn f
nokkrum skákum f lírslitakeppn-
inni og með heppni hefði hann ef
til vill átt möguleika á efsta sæt-
inu. Arangur Helga verður að
teljast mjög góður, því þátttak-
endur eru 32.
I UNDANKEPPNINNI voru |
tefldar 7 umferðir sam-
kvæmt Monradkerfi og hlaut
Helgi 4l/i vinning af 7 möguleg-
um. Varð hann í 5.—10. sæti og
náði hann upp í A-riðil. I keppni
úrslitariðilsins hefur Helgi verið
heldur óheppinn í nokkrum skák-
Framhald á bls. 35
gærmorgun gerði hann nokkuð að
umtalsefni umræður þær, sem
farið hafa fram um landbúnaðar-
mál á sfðustu misserum. Einkum
vék búnaðarmálastjóri að skrif-
um ákveðinna dagblaða um land-
búnaðarmál og ræddi nokkuð af-
leiðingar, þess, sem hann nefndi
„árásir á landbúnaðinn" og sagði
að sumir héldu þvf fram að slfku
þyrfti ekki að svara en af biturri
reynslu gæti hann ekki verið á
sama máli.
Þá sagði búnaðarmálastjóri,
fjölmiðla ráða miklu um skoðana-
myndun fólks, einkum, þegar um
væri að ræða málefni, sem fólk
skorti þekkingu á af eigin raun.
Gerði Halldór síðan störf Hákoris
Bjarnasonar, skógræktarstjóra að
umræðuefni og sagði:
„Við sjáum þetta bezt með því
að athuga, hvaða áhrif
skógræktarstjóri hefur haft á
skoðanir þess hluta þjöðarinnar,
sem ekki þekkir búskap af eigin
raun. Með ósvífnum, ósönnum og
óvisindalegum áróðri gegn sauð-
kindinni á 40 ára starfsaldri,
hefur þessum embættismanni
tekist að telja tugþúsundum
mætra, góðviljaðra og sann-
gjarnra borgara trú um, að sauð-
kindin þessi lífgjafi islenzku
þjóðarinnar, sé hálfgert óargadýr,
sem hafi eyðilagt landið, þótt
þeir, sem búskap stunda viti bet-
ur og láti þennan áróður lönd og
leið. Svo langt hefur þessum
annars mæta manni tekist að læða
áróðri sínum og blekkingum inn í
hug þjóðarinnar, að jafnvel ríkis-
útvarpið — sjónvarpið — getur
ekki sýnt mynd úr íslenzkri
náttúru á nýársdag án þess, að
sauðkindin sé borin þar ósönnum
Súgandafjörður:
íbúðarhúsið á Stað
brann til kaldra kola
3%, sem þá eru eftir, koma fram
vegna þess að mjólkurframleiðsla
sunnudagsins 30. nóvember fær-
ist yfir á desember. Gera má ráð
fyrir að mjólkurframleiðslan hafi
dregizt saman um 4 milljónir lítra
á árinu 1975 eða um 4%. Fyrir
þessar fjórar milljónir lítra af
mjólk hefðu bændur samtals átt
að fá greiddar um 200 milljónir og
nemur því tap þeirra 3100
mjólkurframleiðenda i landinu að
meðaltali 62 þúsuntí krónum.
Eins og áður sagði hefur i vetur
orðið að flytja allan neyzlurjóma
á sölusvæði Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík frá Norðurlandi og
var um áramót búið að flytja um
130 þúsund litra að norðan en
kostnaður við þessa flutninga er 8
til 10 krónur á hvern lítra.
Mjólkursamsalan selur að jafnaði
milli 60—70 þúsund lítra af rjóma
í hverjum mánuði.
Neyzlumjólk hefur verið flutt
frá Akureyri til ísafjarðar og um
áramót höfðu verið flutt tæplega
140 tonn af mjólk milli þessara
staða en þessir flutningar kosta
nú 14.20 krónur fyrir hvert kíló.
Flutningur á mjólk og mjólkur-
vörum hér innanlands er greidd-
ur úr sjóði, sem myndast með þvi
að 10 aura gjald er lagt á hvern
mjólkurlítra, sem seldur er og eru
það um 10 milljónir króna, sem
sjóður þessi hefur til ráðstöfunar
á hverju ári.
sökum. Þessi áróður nær ekki að-
eins til íslendinga. I jólakveðju til
mín frá sænskum vini minum,
búsettum þar, getur hann þess, að
einhver Bjarnason hafi i sænsku
blaði tjáð sig vera í striði við
sauðkindina, sem sé hinn mikli
skaðvaldur gagnvart gróðri.
Sviinn óskar þess, að ég hefi
þegar fengið þennan Bjarnason
settan bak við lás og slá. Hér er
ekki rúm til að ræða þennan hátt
Framhald á bls. 35
Suðureyri 5. jan.
IBUÐARHUSIÐ á Stað f Súg-
andafirði brann til kaldra kola f
morgun. Var það um klukkan 5,30
er hringt var f slökkviliðsstjórann
og honum tilkynnt að eldur væri
laus í kjallara fbúðarhússins. Var
brugðið skjótt við og lagt af stað
til hjálpar en sökum ófærðar
þurfti að ’fá jarðýtu til að fara á
undan slökkvibflnum og er að var
komið, var húsið sem þvf næst
alelda. Gekk erfiðlega að komast f
vatn og þurfti að leiða slöngur
niður f á sem er um 500 metra
vegalengd. Veður var aust-
suðaustanátt.
Staður er kirkjujörð í Staðardal
og liggur vegurinn fyrir fjallið
Spilli og er vegalengdin þangað
um 4 kilómetrar. Abúandi jarðár-
innar, Þórður Ágúst Ólafsson, bjó
í húsinu sem var tveggja hæða
járnvarið timburhús, byggt rétt
upp úr aldamótunum. Innbú
brann allt og var vátryggt. Engin
meiðsli urðu á fólki. Á Stað er
annað ibúðarhús, sem byggt var
fyrir 10 árum. Það er óskemmt.
Vindátt stóð af öðrum húsum á
jörðinni, þannig að þau sluppu
við brunann. —Halldór.
Ókyrrð í Mý-
vatnssveit
Björk. Mývatnssveit. 5. jan.
HÉR hafa fundizt jarðskjálft-
ar að undanförnu af og til
bæði daga og nætur. Sumir
hafa verið allharðir svo að fólk
hefur hrokkið upp úr fasta
svefni. Sfðast kom nokkuð
snarpur kippur klukkan 12.40
f dag.
Ekki er mér kunnugt um
tjón hér í þessum náttúruham-
förum, umfram það sem áður
hefur verið getið í fréttum.
Þrátt fyrir alla þá ókyrrð sem
hér finnst í iðrum jarðar
gengur lifið að sjálfsögðu sinn
vanagang. Ég held að flestir
séu bjartsýnir og voni og biðji
að allt fari vel.
— Kristján
Eskifjörður:
Áramótin í
friði og spekt
Eskifirði, 5. jan.
A GAMLARSKVÖLD var hér
ágætis veður, logn og frost, og
liðu áramótin með friði og
spekt. Sfðan 2. janúar hefur
hins vegar verið leiðindaveður
og sett niður allmikinn snjó,
mest í gær og voru götur ill-
færar bílum nema aðalgötur
sem haldið var opnum.
Unnið er af kappi við frá-
gang sfldarinnar sem söltuð
var hér í vetur. Öll skip voru í
heimahöfn um jólin og fóru
togararnir aftur á veiðar á
nýársdag og eru sjómenn nú að
búa bátana undir vertiðina
Einn bátur fer á loðnuveiðar. 6
bátar verða á linu- og neta-
veiðum, en afli á línu var all
góður framundir jól. Nýr
bátur bættist í flota Eskfirð
inga á aðfangadag. Heitir hann
Skarphéðinn, 50 lesta bátur
keyptur frá Vogum. Eigendur
eru Bóas Emilsson og fleiri
Skipstjóri er Svanur Pálsson
Mikið var um jólaskreytingar
bænum um hátiðarnar. 5 jóla
tré voru sett upp fyrir utan
skreytingar á fbúðarhúsum og
víðar.
— Ævar.