Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
21
Létt hjá KR
ÞÖ svo að KR-ingar hafi svo gott
sem misst af lestinni f 2. deild þá
leikur liðið ágaetan handknattleik
og lið eins og Breiðablik á ekki
mikla möguleika á sigri, gegn
KR-ingunum. Þessi lið mættust á
laugardaginn að loknum fvrri
Iandsleiknum við Rússa og unnu
KR-ingar 26:17. f leikhléi var
staðan 12:6.
Jafnt var upp í 4:4, en seinni
hluta fyrri hálfleiksins skoruðu
KR-ingar 8 mörk gegn 2. I seinni
hálfleiknum héldu þeir áfram að
breikka bilið og var munurinn 9
mörk í leikslok.
Hilmar Björnsson og Símon
Unndórsson voru drýgstir KR-
inga í þessum leik og skoruðu
þeir tveir 17 af 26 mörkum liðs-
ins. Hiimar gerði 10 mörk. Sfmon
7, aðrir sem skoruðu fyrir KR
voru Þorvarður (3), Ásgeir (3),
Ingi Steinn (2) og Ævar (1).
Fyrir Blikana skoruðu þeir
Daníel (7), Kristján (5), Árni,
Theódór, Jóhannes, Sveinn og
Helgi (1 hver).
—áii
Þórsarar höfðu öll völd
STIGALAUSIR fóru Fylkismenn
suður til Reykjavfkur, því á sunnu-
dag sigruðu Þórsarar þá næsta auð-
veldlega. Leikurinn varð aldrei
spennandi, Þórsararnir réðu lögum
og lofum og höfðu leikinn algerlega f
hendi sér.
Þórsararnir skoruðu fjögur mörk
áður en Fylkir komst á blað Bilið hélzt
svo þetta fjögur mörk út allan hálfleik-
inn, staðan tólf gegn átta í leikhléi
Fyrstu tíu mín. í síðari hálfleiknum
hélzt munurinn hinn sami, en þá var
eins og allt hrykki i baklás hjá Fylki,
þeir skoruðu ekki mark fyrr en tvær
mín voru til leiksloka, en á meðan
skoruðu heimamenn jafnt og þétt og
sigruðu örugglega með 19 mörkum
gegn 1 2.
Þórsarar virðast nú heldur vera að
rétta úr kútnum eftir mjög slaka byrj-
un. Miklu meira jafnvægi virðist nú í
leik liðsins, og svo að sjá sem stigin
verði ekki auðsótt í hendur Þórs úr
þessu. Beztu menn liðsins að þessu
sinni voru Tryggvi Gunnarsson, mark-
vörður, Benedikt Guðmundsson og
Sigtryggur Guðlaugs
Fylkir átti nú mun lakari leik heldur
en daginn áður, eða ef til vill var
mótstaðan einfaldlega mun meiri held-
ur en hjá KA Einhvern veginn er svo
að sjá að litlar framfarir hafi orðið hjá
Fylki undanfarin tvö ár. Ef til vill á það
rót sina að rekja til þess að fáir nýir
menn hafa komið inn i liðið á þessu
tímabili, breiddin of lítil. Það voru enn
sem fyrr Einar Einarsson og Einar
Ágústsson sem stóðu sig bezt Fylkis-
manna í þessum leik
Maður leiksins var Tryggvi Gunnars-
son, markvörður Þórs.
Dómararnir, Ólafur Steingrímsson
og Björn Jóhannsson, komust vel frá
sínu.
Mörk Þórs: Sigtryggur Guðlaugs, 7
(3), Benedikt Guðmundsson 6, Ólafur
Sverrisson 3, Þorbjörn Jensson 2 og
Jón Sigurðsson eitt mark.
Mörk Fylkis: Einar Ágústsson 5 (3),
Einar Einarsson 3, Stefán Hjaltason 2,
Steinar Birgisson og Sigurður
Símonarson sitt markið hvor. sigb G
Hilmar Björnsson skorar eitt marka sinna f leiknum við Breiðablik.
Jólasteiknr og áraraótavökur
settu svip á leik ÍR og Leikni
ÞAÐ breytti ekki miklu Leikni. tR-ingar höfðu t d 6:4 á tímabili i fyrri hái
;------- KA Kí Er leið á leikinn dró þó si
ÞAÐ breytti ekki miklu
fyrir tr-inga þó þeirra
bezti maður, risinn Ágúst
Svavarsson, léki ekki með
liðinu á föstudaginn gegn
KA raarði sipr gegn liði Fylkis
KA ER enn með í baráttunni um
sigurinn f 2. deild tslandsmótsins
f handknattleik eftir sigur vfir
Fylki á laugardaginn. Það mátti
þó ekki tæpara standa að KA
tækist að sigra, þvf þegar aðeins
fjórar mínútur voru til leiksloka
hafði Fylkir einu marki betur, 16
mörk gegn 15, en þá var einum
leikmanni Fylkis vísað af velli og
KA skoraði tvö sfðustu mörkin.
Leikurinn var lengst af jafn, en
Fylkir hafði oftast frumkvæðið í
markaskorun. Bilið varð þó aldrei
meira en eitt mark, utan hvað KA
komst tveimur mörkum yfir í
upphafi síðari hálfleiks. Fylkis-
menn náðu sfðan að jafna og
komast yfir, en KA átti svo loka-
orðið sem að framan greinir.
Bæði lið áttu það sammerkt að
varnirnar voru með sterkara móti
og markvarzla beggja liða því
nokkuð góð. Hins vegar hefir oft
Ármaimsliðið jafnbetra
í viðoreigniirai gegn KR
Ármannsstúlkurnar höfðu
öruggan sigur í viðureign sinni
við KR f 1. deild kvenna á föstu-
daginn. Úrslitin urðu 14:8 og það
sem fvrst og fremst var styrkur
Ármanns f leiknum var hversu
jafnbetri stúlkurnar í Ármanns-
liðinu voru. Staðan í leikhléi var
6:3 fvrir Ármanni.
Leikurinn var jafn framan af
en Ármannsliðið seig fram úr og
var það einkum góðri markvörzlu
að þakka, þannig fékk liðið aðeins
á sig 3 mörk í fyrri hálfleiknum
og skoraði Hjördís öll mörk KR í
fyrri hlutanum. í síðari hálfleikn-
um jókst munurinn og sex marka
Ármannssigur varð í lokin.
Hjördís var sterkust KR-inga í
fyrri hálfleiknum, en í seinni
hálfleiknum fór Hansína einnig í
gang og skoraði þá lagleg mörk.
Auður Rafnsdóttir barðist af
dugnaði í þessum leik og lék
þarna einn sinn albezta leik. Auk
hennar komust þær Guðrún og
Sigríður Brynjólfsdóttir vel frá
leiknum.
Mörk Ármanns: Guðrún 4,
Auður 3, Sigríður 3, Þórunn 2,
Erla 1, Anna 1.
Mörk KR: Hjördís 4, Hansfna 3,
Soffíal. — áij.
séz.t snjallari sóknarleikur i
skemmunni, ef til vill gerði hin
slaki sóknarleikur það að verkum
að varnirnar stóðu sig svo vel.
Beztu menn Fylkis að þessu sinni
voru þeir Sigurður Símonarson og
Einararnir Einarsson og Agústs-
son. Hjá KA voru það helzt
Halldór Rafnsson og Hörður
Hilmarsson sem komust vel frá
auk Magnúsar Gauta markvarðar,
annars var fremur fátt um fína
drætti hjá heimamönnum.
Maður leiksins var Sigurður
Símonarson, Fvlki.
Mörk KA: Halldór Rafnsson 7
(4), Þorleifur Ananíasson 4,
Hörður Hilmarsson 3, Sigurður
Sigurðsson 2 og Ármann Sverris-
son eitt mark.
Mörk Fylkis: Sigurður
Símonarson 6, Einar Ágústsson 6
(4), Steinar Birgisson 2, Einar
Einarsson og Halldór Sigurðsson
sitt markið hvor. Sigb. G.
Leikni. iR-ingar höfðu
töglin og hagldirnar í
leiknum og sigruðu örugg-
lega 27:18, í leikhléi var
staðan 11:5. Ágúst hélt til
Svíþjóðar sama dag og
hyggst leika með botnlið-
inu í 1. deildinni sænsku
fram á vor. Liðið heitir
Malmberget og lék Ingólf-
ur Óskarsson með því
félagi fyrir nokkrum ár-
um. Þó svo að félagið hafi
enn ekkert stig hlotið í
deildinni í vetur mun það
hafa nokkurt fé í kassa sín-
um og boðið Ágústi nokkuð
fyrir sinn snúð.
Jólasteikin og áramótavökurnar
sátu greinilega í leikmönnum
beggja liða i þessum leik og var
handknattleikur sá sem boðið var
upp á mun Iélegri en þessi lið geta
sýnt. fR-ingarnir voru ævinlega
betri, en gekk þó illa að hrista
Leiknismenn af sér. Var staðan
t.d. 6:4 á tímabili í fyrri hálfleik.
Er leið á leikinn dró þó sundur
með liðunum og er upp var staðið
var munurinn orðinn 9 mörk.
Áberandi bezti rhaður fR-inga í
þessum leik var Brynjólfur
Markússon, en þeir Guðjón
Marteinsson, Sigurður Svavars-
son, Hörður Hákonarson og mark-
vörðurinn Jens Einarsson stóðu
honum ekki langt að baki. Af leik-
mönnum Leiknis stóð Víkingur-
inn fyrrverandi, Guðmundur Vig-
fússon, sig bezt, en Diðrik Ólafs-
son komst einnig vel frá viður-
eigninni.
Mörk Leiknis: Guðmundur 5.
Hermann og Diðrik 3 hvor. Haf-
liði og Árni J. 2 hvor, Finnbjörn,
Örn og Árni E. 1 hver.
Mörk IR: Brynjólfur 8, Guðjón
7, Hörður 6, Sigurður 5, Bjarni B.
1.
Leikur þessi átti upphaflega
ekki áð fara fram á þessum degi,
honum var flýtt og höfðu menn á
orði að með því hefðu ÍR-ingar
ætlað sér að nota Ágúst Svavars-
son i leiknum!? — áij
— IR — Ármann
Franihald af bls. 17.
son Oft hef ég séð Símon góðan, en
aldrei hef ég séð hann jafngóðan og í
þessum leik, hvorki hérlendis né er-
lendis. Hann fyllti gjörsamlega skarð
Jimmy Rogers sem var í leikbanni, og
ekki stóð neitt eftir af vörn ÍR þegar
boltinn barst í hendur honum. En það
þurfti meira til fyrir Ármann Birgir
Örn, sá ódrepandi ,,refur”, átti enn
einn snilldarleikinn, og ekki má gleyma
Jóni Sigurðssyni sem reif liðið upp
með krafti sínum og tækni, þótt ekki
gæti hann leikið nær allan leikinn
vegna villuvandræða Þessir þrír báru
af hjá Ármanni.
ÍR-liðið með allan sinn stóra mann-
skap, 7 landsliðsmenn og tvo ungl-
ingalandsliðsmenn í fremstu röð, var
vissulega af mörgum álitið sigurstrang-
legra fyrir leikinn En margt fór saman
til að gera þennan dag að slæmum
degi fyrir liðið Kristinn Jörundsson
lék rifbeinsbrotinn. og Þorsteinn Hall
grimsson afar slæmur í baki af göml-
um meiðslum sem tóku sig upp, lá á
hitapúða þegar hann kom því við, t d í
hálfleik. Og ekki bætti það úr skák að
sumir þeirra sem heilir gengu til leiks-
ins jéku langt undir því sem af þeim
var búizt, t d. Agnar Friðriksson, sem
virðist sem skugginn af sjálfum sér.
Ármenningar geta þakkað Símoni
Ólafssyni þennan sigur öðrum fremur.
Hann var hreint út sagt frábær bæði í
vörn og sókn og Jimmy Rogers sem
Víkingsliðið léleg œfing fgrir
Valkgrjurnar”fgrir leikina viðHG
ÞAÐ hefur ekki verið upp á
marga fiskana í vetur lið
Víkings í 1. deild kvenna, en
aldrei hefur það samt verið
eins lélegt og í leik sínum við
Val á föstudaginn. Það var ef til
vill ekki við miklu að búast af
Vfkingunum í þessum leik, þar
sem liðið hafði ekki æft síðan
fyrir jól. Valsliðið hefur hins
vegar verið að búa sig af krafti
undir leiki sína við dönsku
meistarana HG í Evrópukeppn-
inni, en þeir fara fram í Kaup-
mannahöfn 7. og 8. þessa
mánaðar.
Úrslitin f leik Víkings og Vals
á föstudaginn urðu 17:4, eftir
að staðan hafði verið 8:1 fyrir
Val í leikhléi. Það er óþarfi að
hafa mörg orð um þennan leik,
yfirburðir Vals voru algjörir
með þær Sigrúnu og Ragnhildi
fremstar í flokki. Inga stóð sig
mjög vel í markinu og reyndar
komst allt Valsliðið vel frá
leiknum, en heldur var þessi
leikur slök æfing fyrir leikina
við HG. Víkingsliðið var.lélegt
og er í fallhættu í 1. deildinni
Mörk Vals: Sigrún 6, Ragn-
heiður 5, Hildur og Harpa 2
hvor, Sólrún, Elín og Halldóra 1
hver.
Mörk Vfkings: Sigrún,
Agnes, Ingunn og Ragnheiður.
sat og horfði á . gapti" af undrun yfir
getu hans oftar en einu sinni Birgir
Birgirs, var sem fyrr sagði einnig frá-
bær, og Jón Sigurðsson sýndi enn
yfirburði sina sem körfuknattleiksmað-
ur Hann lék nær allan síðari hálfleik
með 4 villur og reyndu ÍR-ingar varla
nokkurn hlut til að koma honum út af
T d var sama og ekkert „keyrt" inn hjá
honum i vörninni. En Jón var heppinn
að sleppa án þess að fá villu þegar
hann náði boltanum af ÍR-ingunum
undir lok leiksins og hefði verið dæmt
þá.hefði ÍR e.t.v. náð að sigra???
Af ÍR-ingum komu þeir bezt frá þess-
um leik Kristinn og Jón Jörundssynir:
Kristinn hefur þó oft getað beitt sér
meira af skiljanlegum ástæðum, en
ekki hefðu allir sýnt þá hörku og
keppnisskap sem hann gerði með þvi
að leika þennan leik Jón skoraði
drjúgt, en brást nokkrum sinnum illa í
vörn Þeir Kolbeinn Kristinsson og
Birgir Jakobsson áttu báðir góða
kafla, en voru síðan látnir sitja á vara-
mannabekknum óskiljanlega le.ngi á
eftir Á heildina litið getur IR-liðið mun
meira en það sýndi nú En i þessum
leik var Ármann yfir höfuð sterkara
liðið og verðskuldaði sigurinn þótt
hann hefði auðveldlega getað hafnað
h|á (R Hefði t d komið til framleng-
ingar hefðu (R-ingar staðið betur að
vigi, Simon kominn útaf með 5 villur
og fjórir aðrir liðsmenn með 4 villur
Stighæstir hjá Ármanni: Simon 33,
Jón Sig 17, Birgir Örn 15, Jón
Björgvinsson 13 — Hjá ÍR: Kristinn
29, Jón Jör 21, Kolbeinn 12. Dómar-
ar voru Kristbjörn Albertsson og
Marinó Sveinsson og dæmdu erfiðan
leik vel þrátt fyrir að þeir gerðu mistök
eins og ávallt verður — gk