Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1976 7 Skynsamleg nýting fiskstofna ÁriS, sem fer i hönd, felur i sér margháttuS verkefni og stefnumark- andi ákvarðanir, sem koma til meS aS hafa áhrif á hag og heill þjóSarinnar um langa framtið. Eitt hið allra mikilvægasta verk- efniS er að setja lög og reglur um skynsamlega nýtingu hinnar nýju fisk- veiSilandhelgi. ÞaS meginmarkmiS verður að hafa i huga. að ofveiddir nytjafiskar okkar nái eðli- legri stofnstærð á ný og gefi þann hámarksafrakst- ur i þjóðarbúiS, sem fram- tíðarvelmegun þjóðar- innar er undir komin. Til þess að svo megi verða þarf að friða ungfisk og uppeldisstöðvar og tak- marka veiðisókn eða halda afla innan skynsam- legra marka næstu árin sem og að samræma betur en gert hefur verið veiðar og vinnslu sjávar- afurða. i skýrslu um þróun sjávarútvegs kemur m.a. fram, að helzti nytjafiskur okkar. þorskurinn, hefur þrátt fyrir nýja veiðitækni minnkað i afla um 8.800 tonn að meðaltali á ári. allt frá árinu 1958. Ýsu- aflinn hefur og skroppið saman um 70% frá miðj- um siðasta áratug. Meðal- hlutdeild þorsks i heildar- botnfisksafla hefur rýrnað úr 63% á árinu 1960 i 56% á árunum 1971 —1973. Talið er að eðlileg stofnstærð þorsks geti gefið af sér allt að 500 þúsund tonna árs- afla, en síðustu tvö árin hefur þorskaflinn aðeins numið 375.000 tonnum, þrátt fyrir siaukna sókn og tæknilega fullkomnari veiðiskip. Dæmið um síldina — víti til varnaðar Sá háttur, sem hafður hefur verið á um fisk- veiðar. bæði innlendra og erlendra aðila, hefur skapað verulega hættu á hruni helztu nytjastofna — á sama hátt og raunin varð á með síldarstofninn. Þvi hefur verið haldið fram að umframkostnaður vegna of stórs botnfisk- veiðiflota. miðað við skynsemlegt aflamagn. sé allt að sjö milljörðum króna. Þessi fullyrðing er Ihugunarefni. hvort sem hún stenzt I raun eða ekki. Þá er talið, að verði viðkomubrestur i þorsk- stofninum, megi ætla ár- legan tekjumissi útgerðar allt að 11 milljarða króna. lækkun útflutningstekna 18—20 milljarða króna og hugsanlega lækkun þjóðartekna 40—50 milljarða króna, miðað við „varlega áætlun um margfeldisáhrif". Fyrir- hyggjuleysi, eða ónóg stjórnun eða skipulag veiða og vinnslu við núverandi stofnstærð og horfur getur i versta falli leitt til efnahagsiegs hruns þjóðarbúsins og i bezta falli til verulegra f járhagslegra þrenginga. Það er þvi timabært að hyggja að öllum tiltækum vörnum og fyrirbyggjandi ráðstöfunum eins og sjávarútvegsráðherra hefur boðað. Mér er um sjálfa undirstöðu velmeg- unar og fjárhagslegs sjálf- stæðis þjóðarinnar að ræða. Fiskeldi í fersku og söltu vatni Enginn vafi er á þvi að ræktun á iaxi i veiðiám okkar hefur gefið umtals- verðan árangur. Silungs- eldi i vötnum og eldis- stöðvum hefur fylgt i kjöl- farið. Á þessum vettvangi hefur verið unnið merki- legt brautryðjendastarf, bæði af einstaklingum og félagasamtökum, sem ekki hefur 'verið gefinn nægur gaumur. Ræktun lax og silungs i ám, vötn- um og eldisstöðvum getur orðið afgerandi búgrein í þjóðarbúskapnum. Spurning er, hvort ekki sé tímabært að hyggja að fiskeldi i sjó. fiskibúskap i fjörðum eða á öðrum afmörkuðum svæðum. Byrjunarspor i þessu efni munu hafa verið stigin með öðrum þjóðum. fs- lendingar ættu ekki að láta sér nægja að fylgjast með tilraunum í þessa átt. Hér þyrftu þeir að vera í framvarðarsveit með eigin athuganir við heima- aðstæður. Meginmáli skiptir þó. eins og nú er komið, að skipuleggja veiðar á ís- landsmiðum á þá lund, að fisktegundir. sem vel- megun okkar er undir komin, geti á ný og sem fyrst náð eðlilegri stofn- stærð og gefið þann hámarksaf rakstur i þjóðarbúið. sem skynsam- leg nýting þeirra frekast leyfir. — En fiskeldi, bæði I fersku og söltu vatni, er framtiðar- og raunar samtimaverkefni, sem ekki verður fram hjá gengið. Hin den burgslysið, eftir M.M. Mooney FLUGIÐ er orðið svo hversdagslegt nú á dögum, að menn taka naumast eftir því þótt flugvél fljúgi yfir höfðum þeirra. Og enn færri munu nokkurn tima hugsa til þess, að flugið er nærri jafngamalt öld- inni, fyrir svo sem áttatíu árum var það aðeins draumur manna að geta flogið um loftin. Þeir fyrstu flugu í loftbelgjum, sem bornir voru af loftstraumum, en höfðu lítinn sem engan kraft sjálfir. Siðan komu fyrstu flug- vélarnar og nær því á sama tíma flugskipin, eða loftförin, eins og þau voru oftast nefnd. Á fyrstu þremur til fjórum áratugum þessarar aldar var allmikið smiðað af loftförum i heiminum, og stóðu Þjóðverjar tvímælalaust fremstir í þeirri grein. Aðrar þjóðir reyndu einnig smíði loftfara, en þeim gékk aldrei eins vel. Bókin, sem hér er til umræðu, Hindenburg- slysið, eftir M. Macdonald Mooney, er saga Ioftfaranna, og þá einkum hir>s síðasta og glæsilegasta þeirra, Hindenburg. Höfundur rekur sögu hinna fyrri loftfara, hann greinir frá störfum von Zeppelin greifa að loftfarasmíði og ævintýrum hans í því sambandi. Einnig segir hann sögu loftfarsins Graf Zeppelin, sem mikið var notað til farþegaflutninga á árunum milli styrjaidanna, og var þá viðurkennt sem flagg- skip þýzka flugflotans. í bók- inni kemur glöggt fram, hve mikla þýðingu loftförin höfðu á fyrstu áratugum aldarinnar. Þau voru mikið notuð til far- þegaflutninga á leiðunum yfir Atlantshaf og báru þá merki þýzkrar verkkunnáttu og tækni eftir JÓN Þ. ÞÓR víða um lönd. Einnig voru þau notuð til heimskautarannsókna og ioks ber að geta um þátt þeirra í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem þau voru notuð til sprengjuárása á borgir óvinanna, Langmestu rúmi er þó varið til þess að segja sögu Hinden- burgloftfarsins, eins og fyrr var frá skýrt. Hindenburg var stærst alira loftfara, sem smíðuð voru, eins konar lúxusskip loftsins. Hindénburg var stærra en stærstu herskip, og eftir að nazistar náðu völdum í Þýzka- landi notuðu þeir það óspart til þess að sýna ágæti stefnu sinnar. Loftfarið var sent i kosningaleiðangra um Þýzka- land, og þeir sem voru viðstadd- ir setningarathöfn ólympíu- leikanna í Múnehen 1936 munu seint gleyma því er Hindenburg sveif yfir leikvang- inn. Árið 1937 var fyrirhugað að Hindenburg yrði i ferðum á milli Þýzkalands og Bandaríkj- anna, svo sem verið hafði árið áður. Loftfarið fór þó aldrei nema eina ferð. Þegar það kom til Lakehurst í Bandaríkjunum 6. maí 1937 varð skyndilega í því sprenging, og það brann til ösku. án þess að nokkrum vörn- um yrði við komið. Frá þessu er sagt i bókinni Hindenburgslysið. Höfundur ætlar sér auðsjáanlega að leysa gátuna um það, hvað hafi vald- ið sprengingunni og kemst hann að þeirri niðurstöðu að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Röksemdir hans eru þó harla óljósar, og af frásögn hans verður ekki ráðið, hvernig hann kemst að þeirri niður- stöðu, að Eric Spehl, einn úr áhöfn Hindenburg, hafi valdið sprengingunni. I bókarlok greinir höfundur frá heimild- um og viðtölum við ýmsa þá, sem lifðu af slysið, eða þekktu vel til loftfarsins, ogekki fæ ég séð að hann beri þar fram nein rök fyrir skoðun sinni. Frásögn höfundar er ítarleg, en þó stundum einum um of. Hann virðist hafa ætlað að skrifa einhvers konar blöndu af sagnfræði og heimildaskáld- sögu, en smáatriðatíningurinn, sem vafalítið á að gera frásögn- ina nákvæmari gerir hana oft á tíðum langdregna, jafnvel leiðinlega. Margir góðir sprettir eru þó í bókinni, og mann- lýsingar yfirleitt góðar. Haukur Agústsson hefur þýtt bókina á íslenzku og hefur hann unnið verk sitt vel. Málið er slétt og fellt, hnökralaust. Almenna bókafélagið gefur bókina út og er allur frágangur góður. Garðahreppur — Hafnarfjörður Upphitaður bilskúr eða geymsla óskast til leigu i 3—4 mánuði frá 1. febrúar n.k. til geymslu á húsgögnum. Upplýsingar veittar i sima 52808 i dag og næstu daga. Árshátíð Viðeyingafélagsins verður að Hótel Loftleiðum laugardaginn 10. þ.m. kl. 1 9.00. Miðasala hjá Kristjönu Þórðardóttur, Skúlagötu 64, s. 23085, Ástu Gísladóttur, Ásgarði 107, s. 36192 og Erni og Örlygi Vesturgötu 42, s. 2 5722. Viðeyingafélagið. REAAINGTON RAI\D SKJALASKÁPAR. MÖPPUR OG SKJALABÚNAÐUR í fjölbreyttu úrvali. ELDVARÐIR SKJALASKÁPAR Tveggja og fjögurra skúff u. Laugavegi 178. Sími 38000. JAZZDANSSKOLI IBEN SONNE KENNSLUSTAÐIR REYKJAVÍK: Skúlagötu 32. Kennsla byrjar 13. janúar. BREIÐHOLTI: Fellaskóla (Fellahellir) Kennsla oyrjar 9. janúar Barnafl. — unglingafl. Innritun og upplýsingar daglega i síma 1 2384 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.