Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 28
A 1‘(11,VSIN(i ASíMINN ER:
22480
Jflorjjunbloliiíi
AL'GLYSINGASIMÍN'N' ER:
22480
Jfiorounblnöiö
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
Samningalotan hefst í dag:
Baknefndarfundur ASI
samþykkir að leita eft-
ir verkfallsheimildum
Hinar eiginlegu kaupkröfur fólgnar í sér-
kröfum félaganna, segja vinnuveitendur
(Ljósm. Mbl. Ól. K.M.)
SKALDIÐ 75 ARA — Þjóðskáldið Tómas Guðmundsson er 75 ára í dag. Nokkrir
vinir hans hafa gengizt fyrir því að gefin yrðu út eitt þúsund tölusett og árituð
eintök af ljóðasafni skáldsins í tilefni afmælisins. I gær var skáldið í Unuhúsi við
að árita bækurnar, og áhuginn fyrir þessari útgáfu var slíkur að upp undir
helmingur eintakanna seldist á þessum fyrsta degi. Morgunblaðið minnist afmælis
Tómasar í dag — Gylfi Þ. Gíslason skrifar um Tómas á bls. 13 og á miðsíðunni er að
finna greinar eftir Kristján Karlsson bókmenntafræðing um Stjörnur vorsins og
grein eftir Matthías Johannessen um þjóðskáldið.
Stöðva flotann ef loðnuverð
kemur ekki fyrir 18. janúar
Verlagsráð kemur
SAMNINGANEFNDIR Alþírtu-
samhandsins <ig Vinnuveitonda-
sambandsins koma saman til
fundar hjá rfkissáttasemjara í
dag, en í gær átti I8-manna samn-
inganefnd ASl fund með bak-
nefnd verkalýðsfélaganna og
framkvæmdanefnd Vinnuveit-
endasamhandsins kom saman til
að fjalla um kröfur aðildarfélaga
ASl.
Snorri Jónsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðusambandsins, tjáði
Morgunblaðinu í gær, að á
fundinum með baknefndinni
hefði verið samþykkt samhljóða
að fara fram á það við aðildar-
félögin að þau öfluðu trúnaðar-
mannaráðunum umboða til þess
Vestmannaeyjar:
Brutust inn í Gúa-
nóið með morfín
Veslmannaeyjum 5. jan.
LÖGREGLUNNI f Vestmanna-
eyjum var tilkynnt f dag um tóm
morfínhvlki og nál úr morffns-
sprautu, en starfsmenn Gúanós-
ins í Vestmannaeyjum fundu
þetta í einu mjölhúsi verksmiðj-
unnar þegar þeir komu til vinnu
eftir áramótin.
Að sögn Agnars Angantýssonar
yfirlögregluþjóns er ekki vitað
hverjir hafa verið þarna að verki,
en i desembermánuði var brotist
inn í bát í Eyjum og stolið þaðan
lyfjum úr lyfjakassa bátsins og
m.a. morfínhylkjum, en yfirleitt
eru 4—6 hylki í hverjum bát.
Agnar sagði að brotizt hefði verið
inn í þrjá báta á sfðasta ári og
hefði þaðan verið stolið morfíni
og öðrum lyfjum.
Þeir sem voru að verki í mjöl-
húsinu hafa komizt inn í það í
gegnum op- við rjáfur hússins en
þeir voru búnir að koma sér fyrir
í húsinu þannig að þeir settu upp
borðtennisborð úr plötum sem
þarna eru. Hjá nálinni og
hylkjunum fundust einnig eld-
færi. —áj.
að lýsa yfir vinnustöðvun, en hins
vegar hefði engin tímasetning
verið ákveðin að svo stöddu.
Að öðru leyti kvað Snorri
mikinn hluta fundarins hafa farið
í það að fara yfir sérkröfur
einstakra félaga innan ASl og
taka út úr þeim það sem gæti
orðið sameiginlegt hjá heildinni.
Kvað Snorri hafa orðið niður-
stöðu í því, en Snorri kvaðst ekki
vilja gera nánar grein fyrir þessu
atriði, þar eð bæði væri eftir að
afhenda vinnuveitendum þessa
niðurstöðu og einnig ætti 18
manna nefndin eftir að fara betur
yfir það.
Barði Friðriksson, skrifstofu-
stjóri Vinnuveitendasambands-
ins, tjáði Morgunblaðinu, að fram-
kvæmdastjórn sambandsins hefði
setið á löngum fundi þar í gær,
þar sem farið hefði verið yfir
kjaramálaályktun Alþýðusam-
bandsins og einnig skoðaðar sér-
kröfur ASl-félaganna, sem
Vinnuveitendasambandinu hefði
borizt. Sagði Barði að í þessum
sérkröfum væru hinar raunveru-
legu kaupkröfur verkalýðshreyf-
ingarinnar fólgnar þar eð þær
hefðu i mjög mörgum tilfellum
verulega útgjaldaaukningu í för
með sér fyrir vinnuveitendur.
Sagði Barði að auk þess gengju
þessar sérkröfur þvert á yfirlýs-
ingar forustumanna ASÍ um auk-
in launajöfnuð, því að þessar sér-
kröfur væru þess eðlis að hinir
launahæstu bæru þar mest úr být-
um.
SÉRA Sigurvin Elíasson á
Skinnastað I Axarfirði, frétta-
ritari Morgunblaðsins, fór í gær í
könnunarferð um svæði það, þar
sem jarðsig og sprungumvndanir
hafa verið samfara jarðskjálftun-
um á undanförnum vikum. Að
sögn sr. Sigurvins er hrikalegt að
ÚTGERÐARMENN loðnuskipa
komu saman til fundar í húsa-
kvnnum Landssambands fs-
lenzkra útvegsmanna klukkan 16
í gær til að ræða um loðnuvertíð
sjá þau umbrot sem orðið hafa en
þar sem jarðsigið er mest er það á
annan metra. Heldur hefur
dregið úr jarðskjálftunum á sfð-
ustu dögum og er fólk nyrðra
hætt að kippa sér upp við smá-
skjálftana, en snemma á sunnu-
Framhald á bls. 35
saman í dag
þá, sem nú er að hefjast. A fund-
inum var sérstaklega rætt um
hvernig bregðast skvlda við þeim
hugmvndum sem upp hafa kom-
ið, um að ekkert loðnuverð verði
ákveðið fvrir janúarmánuð. A
fundinum voru menn almennt á
móti þessum hugmvndum og var
samþykkt að fara þess á leit við
verðlagsráð sjávarútvegsins, að
loðnuverð fyrir janúarmánuð
verði ákveðið hið fyrsta.
Þá var samþykkt að verði ekki
búið að ákveða loðnuverð fyrir 18.
janúar n.k. verði loðnuveiðar
stöðvaðar.
Morgunblaðið bar þessar sam-
þykktir undir Svein Finnsson,
framkvæmdastjóra verðlagsráðs
sjávarútvegsins í gær. Hann
sagði, að áður en fundur útgerðar-
manna hefði v.erið haldinn, hefði
verið ákveðið að verðlagsráðið
kæmi saman til fundar í dag til að
fjalla um loðnuverð. Að öðru leyti
væri ekkert hægt að segja um
þessi mál enn sem komið væri.
Margir hafa eflaust velt því fyr-
ir sér, hve hátt verð verði greitt
fyrir kg af loðnu til. skipanna.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað
sér, er talið að hægt verði að
Framhald á bls. 35
Þak á útlánum
enn um sinn
REIKNA má með að bankarnir
muni enn um sinn setja útlánum
sfnum fastar skorður í lfkingu við
það sem verið hefur, að þvf er
Jónas Haralz, bankastjóri Lands-
bankans, tjáði Morgunblaðinu í
gær.
Að vísu hefur ekki enn verið
gengið frá samkomulagi þar að
lútandi milli Seðlabankans og við-
skiptabankanna, enda liggja ekki
fyrir niðurstöður um útkomuna á
síðasta tímabilinu, sem útlánaþak
hefur verið í gildi hjá bönkunum
og rann út nú um áramótin, en
Jónas kvað þær upplýsingar sem
þegar lægju fyrir benda eindregið
til þess að þetta fyrirkomulag
hefði gefizt mjög vel.
Mætti því telja fullvist að þessi
háttur yrði hafður á enn um sinn
og kvaðst Jónas eiga von á því að
viðræður milli fulltrúa Seðla-
bankans og bankanna um áfram-
haldandi samkomulag f þessa
veru, myndu Hefjast upp úr
miðjum þessum mánuði.
ísinn fjær landi
HAFÍSINN undan Vestfjörðum
hefur færst fjær landi undan-
farna daga. Að sögn Landhelgis-
gæzlunnar er meginfsinn nú um
50 mílur frá landi en jakahrafl er
nær landinu. Ekki var farið í ís-
könnunarflug f gær.
Flugvél nauðlenti í Borgarfirði-eystra:
„Fyrsta hugsunin
að láta vita af mér”
— sagði flugmaðurinn við Morgunblaðið
FLÚGVÉL frá Flugfélagi
Austurlands, af gerðinni
Cessna 185 TF-OIA, nauðlenti
skömmu fyrir kl. eitt f gær
neðst f hlfðum Nónfjalls,
skammt fyrir ofan bæinn
Hvannstóð f Borgarfirði eystra.
Flugmaðurinn, Kolbeinn Ara-
son, 24 ára gamall, slapp
ómeiddur. Flugvélin er talin
mikið skemmd, ef ekki ónýt.
Þegar slysið varð var vélin að
koma til Borgarf jarðar frá
Egilsstöðum, og var þetta
þriðja ferð vélarinnar f gær á
þessari leið.
„Þetta átti sér stað um það bil
15 minútur fyrir eitt. Ég var að
koma niður í Borgarfjörð,
þegar ég lenti allt í einu í mikl-
um éljum, þannig að allt útsýni
lokaðist. Þó sá ég aðeins niður,
og að land var undir. Ég valdi
eina kostinn, sem ég átti, skellti
vélinni beint niður og lenti
henni, skammt fyrir ofan
Kolbeinn Arason
Hvannstóð, sagði flugmaður
vélarinnar, Kolbeinn Arason,
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann á Borgarfirði í gær. Hann
var þá veðurtepptur þar, þar
sem þjóðvegurinn er algjörlega
lokaður og ekki hafði verið
hægt að fljúga aftur til Borgar-
fjarðar.
„Jú, ég verð að játa að ég
hafði miklar áhyggjur áður en
vélin snerti jörðina. Ég lenti í
miklum snjóskafli og segja má,
Framhald á bls. 35
Vélin sem fórst, stödd á Reykjavfkurflugvelli. Ljósm. lvar HeiKason,
Sigið orðið á annan
metra í Axarfirði