Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 13 Nautgrip- um fækkaði um 5,3% í ARSBYRJUN 1975 var bústofn landsmanna 66.530 nautgripir, þar af voru 37.087 mjólkurkýr, 863.638 sauðkindur, þar af 708.703 ær, 44.380 hross, 1.071 gyltur og geltir, 5888 grísir, 161.224 varphænur, 73.165 aðrir alifuglar, aðallega holdakjúkl- ingar og 10.050 minkar. Ekki liggja fyrir tölur um bústofn í árslok 1975, en samkvæmt úrtaki framtalá á forðagæzluskýrslum, er nær til 22 hreppa úr öllum landshlutum, hefur nautgripum fækkað um 5,3%, sauðfé fjölgað um 0,9% ög hrossum fjölgað um 2,2%. Ástæðan fyrir fækkun nautgripa á árinu má einkum rekja til þess að bændur hafa alið minna af kálfum til kjötfram- leiðslu en á síðustu árum vegna erfiðleika á sölu nautakjöts. 12,4% samdráttur í framleiðslu Kísil- iðjunnar hf. í fyrra Björk, Mývatnssveit, 5. jan. KlSILIÐJAN hf. framleiddi á sfð- asta ári 21.675 tonn af kfsilgúr en árið 1974 voru framlcidd 24.745 tonn. Minnkun framleiðslu milli ára er því 12,4%. Astæður fyrir framleiðslu- minnkun eru langt verkfall vorið 1975, og síðari hluta ársins varð að draga úr framleiðslu sökum sölutegðu. Sala á kísilgúr nam 19.408 tonnum á árinu 1975, en árið 1974 voru 24.992 tonn, og hefur Salan því minnkað um 22,3% milli ára. Á árinu 1975 fékkst gott verð fyrir framleiðsluna, þrátt fyrir samdrátt í sölu síðari hluta ársins, sem stafaði af almennum sam- drætti efnahagslífs í markaðs- löndunum. Var fjárhagsleg afkoma Kísiliðjunnar hf. góð á árinu, þótt framleiðsla og sala minnkaði. — Kristján. Við rætur fslenzka jðlatrésins var líkan af fslenzkum bóndabæ og Bessastaðakirkju, sem Gunnar Sigurðsson, stöðvarstjóri Loftleiða f Chicago, og Einar Bachmann hafa búið til. Heyfengur 1975: 40 milljón fóðurein- ingum rýrari en 1974 EKKI liggja fyrir endanlegar töl- ur um hevfeng landsmanna á árinu 1975, þar sem ekki hafa borizt skýrslur um hevforða úr öllum hreppum landsins. En sam- kvæmt úrtaki úr forðagæzlu- skýrslum, sem ná til um 15% bænda landsins, var heyfengur á haustnóttum 1975 um 2% minni en 1974, mældur f rúmmétrum. 1 vfirliti Halldórs Pálssonar, búnaðarmálastjóra, um land- búnaðinn 1975, kemur fram að þótt heyfengur landsmanna sé svipaður eða aðeins litlu minni en 1974, er fóðurgildi hans gróft reiknaður um 40 milljón fóður- eininga minna nú. Jafngildir það um 40 þúsund smálestir af kjarn- fóðri, sem kosta nú um 1,5 milljarða króna. Heyfengur landsmanna haustið 1974 var 3.309.137 rúmm. af þurr- heyi, 120.256 rúmm. af votheyi og 16.678 rúmm. af höfrum og hálmi. Hjá Halldóri kom fram að þrátt fyrir hina slæmu heyskapartfð 1975 á sunnan- og vestanverðu landinu, jókst votheysverkunin aðeins um 46% frá árinu á undan, en sumarið 1974 var víðast hvar hagstætt til þurrheysverkunar. Þó rúmtak heyfengs milli ár- anna 1974 og 1975 hafi ekki breytzt verulega, er heyið, sem aflað var á s.l. sumri, til muna lakara fóður hvað fóðurgildi snertir. Rannsóknastofnun land- búnaðarins og Rannsóknastofa Norðurlands hafa nú rannsakað nokkur hundruð heysýni úr öllum Iandshlutum. Hér á eftir fylgir yfirlit yfir hve mörg kíló af töðu með 85% þurrefni þarf að meðal- tali í fóðureiningu og er landinu skipt eftir landshlutum og sýsl- um, sem hér segir: kg. Á Vesturlandi 2,7 Á Vestfjörðum 2,3 í Húnavatnssýslu 2,1 1 Skagafirði 2,0 í Eyjafirði 1,8 I Þingeyjarsýslu 1,7 A Austurlandi 1,9 I Austur-Skaftafellssýslu 2,0 A Suðurlandi 2,5 Búnaðarmálastjóri tók í yfirliti sínu fram, að mikill munur væri á fóðurgildi beztu og verstu sýnis- hornanna og sem dæmi nefndi hann að 10% af lökustu sýnunum af Suður- og Vesturlandi sýndu að 4,2 kg af heyi þurfti i hverja Framhald á bls. 35. Nokkrar fslenzku kvennanna. sem höfðu veg og vanda af þætti tslands f hátíðarhöldunum. Efri röð (talið frá vinstri): Guðrún Þórhallsdóttir, Agústa Guðmunds- dóttir Harting og Aslaug Hólm Johnson. Neðri röð: Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. sem leikbrúð- urnar hafa að hakhjarli, en í leikförinni til Chicago voru einnig Erna Guðmarsdóttir og Brvndís Gunnarsdóttir. Gylfi I*. Gíslason: Islenzkir jólasiðir Skáld fegur ð arinnar kynntir í ÁRLEGA efnir Visinda- og iðnaðar- safnið i Chicago til þriggja vikna sýningar og hátíðarhalda þar sem kynntir eru jólasiðir ýmissa landa. Hátíðin nefnist JÓL UM VÍÐA VER ÖLD og tók Ísland þátt i henni i fyrsta skipti nú fyrir jólin, en alls voru þátttakendur frá 31 landi. Sýnt er 6 metra hátt jólatré með þjóðlegu skrauti frá hverju þátttöku- landi. islenzka trénu var valinn stað- ur i anddyri safnsins og var það skreytt rúmlega 1 500 munum, sem íslenzkar konur. búsettar i Chicago hafa búið til. Þá er flutt dagskrá þar sem kynntir eru jólasiðir hvers þátt- Chicago Áður en flutningur íslenzku dag skrárinnar hófst flutti Paul S John- son, ræðismaður íslands i Chicago, ávarp, en kona hans, Áslaug Hólm Johnson, kynnti dagskrána Íslenzk börn sungu og dönsuðu undir stjórn Ágústu Guðmundsdóttur Harting og sýndur var jólaleikur Leikbrúðu lands. Mikill fjöldi gesta var viðstaddur flutning islenzku dagskrárinnar og vakti sýning Leikbrúðulands sér- staka hrifningu viðstaddra. Þennan fyrsta dag hátiðarhaldanna voru gestir i safninu yfir 40 þúsund að Oscar Wilde sagði, að lífið líki langtum meira eftir listinni en listin eftir lifinu — að lífið sé bezti nemandi listarinnar. 1 dag er 75 ára sá íslendingur, sem með Ijóðlist sinni hefur haft meiri og dýpri áhrif á hugarheim heillar kynslóðar þjóðar sinnar en nokkurt annað skáld á þessari öld. Hann leiddi fegurðina til hásætis í islenzkum skáldskap tuttugustu aldar, eins og Jónas Hallgrímsson hafði gert hundrað árum áð- ur. En Fögur veröld Tómasar Guðmunds- sonar er ekki aðeins fágaður heimur göfugs listamanns, þar sem Stjörnur vorsins skína og vekja unað ástar og vináttu, við Sundin blá er einnig gleði og fögnuður, kímni og kátína, en jafnframt heyrist úr Fljótinu helga niður straumþunga þeirrar lífsgátu, sem engin vísindi fá ráðið, en mikið skáld getur gert að heillandi spurn. Það er satt, sem Tómas Guðmundsson segir í kvæði sfnu „Nú er veður til að skapa“: ,,Og enginn hefur vandað betur veröldina sína en ég veröldina mina.“ II. í ritgerð sinni um Jónas Hallgrímsson segir Tómas Guðmundsson: ,,Hin skamma ævi þessa hugljúfa snillings er bundin svo djúpum rótum til- veru hvers manns, er mælir íslenzka tungu, að naumast verður sá maður, sem ekki kann á honum nokkur skil, með öllu talinn góður íslendingur. 1 ljóðum Jónasar Hallgríms- sonar hefur þjóðin fundið þá ættjörð, sem hún ann heitast, og það er veglegra og vandasamara hlutverk að vera Islendingur fyrir það, að hann hefur ort og lifað.“ Þessi orð eiga einnig við um Tómas Guðmundsson sjálfan. Sinni kynslóð hefur hann gefið nýja veröld, nýja fegurð, sem hefur aukið veg þess og vanda að vera Islendingur. Sá sem þetta ritar, var ungur skólapiltur, þegar „Fagra veröld" kom út. Engin bók hafði honum áður orðið slík opinberun, — og hefur ekki orðið síðan. Tómas Guðmundsson átti þó eftir að gera enn betur, en fyrstu áhrifin rista oft dýpst. „Fagra veröld" var bók um ást og fegurð, um fegurð ástarinnar. Er hægt að standa í stærri þakkarskuld en þeirri, sem ungur piltur á þeim að gjalda sem vekur vitund hans um fegurð ástarinnar, — nema gagn- vart þeirri einni, sem hann elskar? III. Kannski er „Þjóðvfsa" Tómasar Guðmundssonar fegurst kvæði, sem ort hefur verið á fslenzku. Því lýkur þannig: „Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns, og ég dey, ef hann vaknar." Islenzk þjóð hefur átt sér margan draum. Og draumar hennar hafa haldið henni vakandi. Dularfullu blómin í draumum hennar hafa gert lff hennar að heillandi ævintýri. Höfundur margra fegurstu draumanna er 75 ára í dag. Orð hans hafa töfrabjartan róm. Þess vegna munu þau lifa á tungu þjóðar hans um alla eilífð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.