Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
27
Borgþór Herberts-
son - Minningarorð
Fæddur 1. 2. 1941.
Dáinn 28. 12. 1975.
Kveðja frá vinum.
I fáum kveðjum manna á milli
felst meiri einlægni heldur en
þegar við óskum vinum okkar
gleðilegra jóla.
En það voru ekki gleðileg jól
sem gengu í garð á heimili vina
okkar Bodda og Kollu. Því að á
aðfangadag er húsbóndinn
skyndilega lagður að velli og er
dáinn fjórum sólarhringum sfðar.
Þessi glaðlyndi hrausti maður er
dáinn og okkur verður það á að
hugsa sem svo að nær hefði verið
fyrir almættið að taka til sín ein-
hvern þeirra sem ekkert vilja
fremur en að fá að fara, heldur en
ungan heimilisföður aðeins 34
ára gamlan. Hann var nýkominn
heim f jólafrí, var búinn að vinna
hátt f ár í Alaska í sambandi við
olfuleiðslu sem verið er að leggja
þar, og það var aðeins 80 stiga
frost um það Ieyti sem hann kom
heim núna. Kjarkinn og áræðið
vantaði ekki og markið var sett
hátt búið að fá Ióð í Breiðholti og
það átti að byrja að byggja f vor.
Okkur fannst hann vera fæddur
bílstjóri og hann vann líka mikið
sem slíkur sfðast hjá Guðmundi
Jónassyni enda mikið lipurmenni
og þægilegur í allri umgengni.
Hann hafði mikinn áhuga á öllu
tæknilegu og það var fátt sem
hann kunni ekki skil á eða gat
ekki útskýrt. Það var oft gaman
að sjá áhugann sem skein út úr
andlitinu og öllum hreyfingum.
Sjálf sátum við og reyndum að
halda andlitinu í gáfulegum
stellingum en vorum fyrir löngu
búin að tapa þræðinum og skild-
um ekki neitt í neinu.
Við munum líka eftir öllum
nóttunum sem fóru í að ,,þvæla“ á
gítar og nikku og tvær mjóróma
reyndu að elta eftir beztu getu og
oftast kominn dagur þegar hætt
var.
Oft er búið að vera gaman og
ánægjulegt að hittast og þess
vegna hefðum við viljað fá að
njóta með honum fleiri samveru-
stunda. En að leiðarlokum skal
þökkuð samfylgdin og við biðjum
guð að styrkja alla hans fjöl-
skyldu og gefa þeim gleðilegri jól
en þau sem nú ganga frá garði.
Addý og Gissur Ingi.
A heimleið
Um leið og ég líð yfir sóf
glitrandi, hvitglampandi skýja-
breiðuna, í átt til landsins míns
kæra, þá er ég skyndilega gripin
þeirri hugsun, hversu smá við er-
um í óendanleik himingeimsins,
örsmá korn, sem sópast til f
hringiðu lífsins.
Mér flýgur f hug hvort bróðir
minn hafi borið sömu tilfinningar
í brjósti, þegar hann sjálfur
nálgaðist landið, aðeins fyrir örfá-
um dögum. heill og hress, eftir
landa dvöl erlendis. Ég veit, að sú
fegurð, sem hrífur mig, hefir ekki
farið framhjá honum, því frjálsa,
bjarta víðáttan seiddi hann til sín
alla tíð, hvort sem það var að
fljúga um háloftin, frjáls eins og
fugl, að aka um óbyggðir Islands,
Minning:
Halldór Bjarnason
útgerðarmaður
F. 22. september 1923
Ð. 29. desember 1975.
Halldór var fæddur á Guðnabæ
í Selvogi, foreldrar hans voru
Halldóra Halldórsdóttir frá Barta-
koti í Selvogi og Bjarni Jónsson -
frá Stýflisdal í Þingvallasveit.
Halldór ólst upp við venjulega |
vinnu, eins og unglingar stund- '
uðu á þeim árum. 17 ára gamall ■
fór hann til sjós, en það varð hans
æfistarf. Hann var á mótorbátum f
og togurum og dugnaður hans og
kjarkur kom snemma í ljós. Hann
var myndarlegur maður að vallar-
sýn, vel vaxinn og hann bar sig
karlmannlega.
Halldór stundaði nám í Stýri-
mannaskóla tslands í tvo vetur.
Fyrri veturinn var hann f gamla
skólanum við Stýrimannastíg. en
sfðari veturinn í nýja skólanum.
Hann lauk þaðan hinu meira
fiskimannaprófi og var f þeim
hópi manna, sem fyrstir útskrif-
uðust úr nýja skólanum.
Að loknu prófi fór hann stýri-
maður á togarann Maí og siðar á
Júlí. Hann var stýrimaður á tog-
urum um tfu ára skeið.
Arið 1953 stofnaði hann til út-
gerðar, með þvf að leigja mótor-
bát í Hafnarfirði og rak hann þar
ásamt félaga sfnum. Halldór var
Framhald á bls. 25
Karatefélag íslands
KARATENÁMSKEIÐ
Innritun verður mið-
vikudaginn 7. janúar
og 9. janúar kl.
8 —10 e.h. að Braut-
arholti 18, 4. hæð.
Aðalkennari: Reynir
Santos 3 Dan.
Ath: Tekið verður við
greiðslu um leið og
innritun fer fram.
þar sem ,,hátt er til lofts og vítt til
veggja" eða — það sem ekki hvað
sízt heillaði hann — vfðfeðmi
Vesturheims — Alaska — þar
sem hann eyddi siðasta árinu —
undir erfiðustu kringumstæðum,
sem aðeins stök þrekmenni héldu
út til lengdar.
Honum tókst að gera svo mikið
á sinni stuttu ævi, meira en marg-
ir, sem lifa til hárrar elli. Sárast
þykir mér hversu sjaldan leiðir
okkar lágu saman á síðari árum.
en þeim mun dýrmætari er mér
minningarnar frá hamingjusöm-
um bernskuárum. Hann var
kallaður burtu svo snögglega að
erfitt er að gera sér grein fyrir
þvf, en eigi að síður veit ég að
hraustmenni eins og hann hefði
valið að fara á þennan veg. Má
segja um hann, eins og sagt var
um kappan forna: „Hann átti
ævina stutta en göfuga."
Svstir.
Kristín Guðfinns-
dóttir — Minningarorð
Kristín ' Guðfinnsdóttir var
fædd 12. júlí 1893 að Laugarbóli
við ísafjarðardjúp. Var hún ein af
sex börnum hjónanna Eggertínu
Benjamínsdóttur og Guðfinns
Kárasonar. Fluttist hún til Bol-
ungarvíkur með foreldrum sínum
árið 1901, en til Reykjavíkur
flutti hún árið 1920. Hún giftist
Ágústi Jónssyni, skósmið, árið
1944. Sambúð hennar og þess
ágæta manns varð þó mjög stutt,
því hann lést eftir aðeins tveggja
ára sambúð. Alla tíð síðan hélt
hún sig mikið að heimili mínu, en
undirritaður er giftur yngstu
systur hennar. Sjálfsagt hefur
Kristfn i æsku annast yngstu syst-
ur sína sem ungbarn og því haldið
sig mest að hennar heimili eftir
að hún varð einstæðingur.
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
Kristín var að ýmsu leyti sér-
stæð persóna. Sem dæmi nefni ég
aö hun vann f fæp 30 ár í
málningarverksmiðjunni Hörpu.
ÖII þau ár sýndi stimpilklukka
verksmiðjunnar að hún hafði
aldrei mætt mínútu of seint til
vinnu. Svo skyldurækin var hún.
Hún vildi öllum hjálpa og oft gaf
hún þar til'hún átti ekkert fyrir
sig. Það nægði henni að vita að
öðrum liði vel. Um sjálfa sig
hugsaði hún sára lítið. Hún lézt
27. desember sfðastl. Blessuð sé
minning hennar.
Cæsar Mar
GREIDENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til að skila launamiðum
rennur út þann 19. ianúar.
Það eru tilmæli embættisins til
yðar, að þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miðana og
vandið frágang þeirra. Með því
stuðlið þér að hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firrið yður
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI