Morgunblaðið - 06.01.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 06.01.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 11 Sén Te og jafnframt frænda hennar Sjúí Ta sem raunar eru ein og sama manneskjan. Margrét hefur margsýnt og sannað að hún er afbragðsleikkona en hvort hún á heima í þessu hlutverki er ann- að mál. Mér finnst hana skorta hörku (af blíðunni á hún nóg) og þá einkum firrð (þetta ér tilraun til þess að þýða orðið verfremd- ung, lykilorð í leikhússtefnu Brechts) sem þetta hlutverk hlýt- ur að krefjast. Oft tókst henni vel að túlka Sén Te i hefðbundnum stíl en frændinn var ekki jafn- sannfærandi og sömuleiðis skorti á að henni tækist nógu vel að sýna að þetta er sama manneskjan og þó önnur. Þetta kann að þykja harður dómur en Brecht sem er ekki leik- inn og sviðsettur í anda Brechts er enginn Brecht, og takmarkanir hans sem höfundar verða allt of augljósar. Þýðinguna hafa annast i sam- einingu Þorsteinn Þorsteinsson og Briet Héðinsdóttir og hefur farist vel úr hendi. P.S. Á frumsýningu sat ég hægra megin í salnum rétt við stúkuna þar sem hljómlistar- mennirnir eru; þar hvín tónlistin svo i eyrum, einkum í fyrri hluta verksins, að ekki heyrast orðaskil í söngvunum og hafði ég þó lesið þá fyrir. En söngvarnir ásamt fjarlægðinni i rúmi í þessu leik- riti eru einmitt helstu verfremd- ungseffektarnir. Þetta er því til- takanlega bagalegt fyrir þá sem þar sitja. Lelkilst Milll himins og j arðar Fyrir nokkru var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins barna- leikritið Milli himins og jarðar f ágætri þýðingu Karls Guðmundssonar leikara. Þetta er tveggja höfunda verk: Svfinn Stefan Westerberg hefur samið leikgerðina upp úr þáttum eftir franska höfundinn Ionesco. Efni leiksins er ekki þess konar að það verði endursagt en það ber mikinn keim af hug- myndaflugi og sprelli Ionescos og varð ekki annað fundið en börnin skemmtu sér hið besta á frumsýningu (sem reyndar urðu tvær vegna eldsvoða f leik- húsinu og héldu vfst margir að um plat væri að ræða og þetta væri eitt af uppátækjum höf- unda). Sýningartími verks- ins er óvenjulegur, kl. 11 á sunnudagsmorgn- um, en virðist hafa fallið vel f geð; auk þess mun ætlunin að sýna leikritið f skólum og vfðar eftir þvf sem til fellur. Sýningunni leikstýrir Brfet Héðinsdóttir og hefur farist það vel úr hendi. Það er einkar þokkafullur blær yfir allri þessari sýningu. Brfet fer auk þess með eitt hlutverkið en aðrir leikendur eru Sigmund- ur örn Arngrfmsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. öll skila þau hlutverkum sfnum með prýði og er sjald- gæft að sjá hér svo jafn- an og samræmdan leik. Aðrir sem að sýning- unni standa eru þau Guðrún Svava Svavars- dóttir sem gert hefur skemmtilega búninga við hæfi og Vilhjálmur Guðjónsson sem hefur útsett og að hluta samið tónlistina. Ferst honum það vel úr hendi. 1 blöðum segir að þessi sýning sé ætluð allra yngstu börnum, — 3—7 ára —. en þetta held ég að sé ofmælt, að minnsta kosti er langt síðan ég hef farið jafn- ánægður heim af leik- sýningu. Þess má geta að þess- um þáttum Ionescos hefur Steingrfmur Gautur snúið úr frönsku á fslensku og birtust þeir f Lesbók Morgunblaðsins á sínum tfma. E.H.E. Góða sáíiri í Scsúan Nr. 41 — 46 Kr. 5.550 Skóverzl. Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Q GÓÐA SÁLIN I SESÚAN (Der gute Mensch von Sezuan) Q Dæmileikur eftir BERTOLT BRECHT (leikgerð Berliner Ensemble) □ Tónlist: Paul Dessau □ Þýðandi: Þorsteinn Þorsteins- steinsson []] Þýðing á söngvum f bundnu máli og eftirmála: Brfet Héðinsdóttir Q Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannesson [[] (Jtsetning og stjórn tónlistar: Atli Heimir Sveinsson □ Leikstjóri: Stefán Baldursson Þjóðleikhúsið hefur færst mikið í fang með jólaleikriti sinu að þessu sinni og kannski helsti mikið; ég minnjst þess ekki að hafa séð þar umsvifameira sviðs- verk nema ef vera skyldi Coppelfu í fyrra, enda var það tvímælalaust merkasti leikhúsvið- burður ársins. Bertolt Brecht er sá höfundur þessarar aldar sem einna erfiðast er að koma til skila svo vel fari, og kemur þar margt til. Um þennan höfund hafa skapast eins konar trúarbrögð og afstaða til hans f samræmi við það: annars vegar blind dýrkun, hins vegar andúð. Einkum á þetta við um þau verk hans sem skrifuð eru um og upp úr 1930 og Brecht sjálfur kallar epfska leikritun, hvað svo sem það kann að merkja sé nafngiftin skoðuð ofan i kjölinn. Allt orð- færi Brechts þegar hann setur fram kenningar sfnar er snúið og sjálfu sér iðulega ósamkvæmt, enda munu anarkistinn og kommúnistinn alla tfð hafa barist um tilfinningar Brechts. Og ein- mitt þaðan kemur sú dramatfska spenna (orð sem hann mátti ekki heyra minnst á) sem er að finna f hans bestu verkum. Höfundur þessara lfna átti þess kost að sjá Berliner Ensemble f Paris árin 1954 og 55 og nokkrum árum sfðar f Berlfn. Og það skal hreint út játað að ég varð aldrei haldinn þeirri sömu ofurást á Brecht og margir jábræður mínir í pólitík og bar margt til: þó að ég dáðist að natni og nostursemi leikflokksins, fór þessi pólitfska og mannlega uppfræðsla i skapið á mér (það þeim mun fremur sem ég var fyrir sammála um flest), og fátt er leiðigjarnara en að láta troða ofan i sig alsköpuðum pat- entsannleika; viðbrögðin urðu sjálfsvörn. Eitt af því sem gerði Brecht að einum markverðasta leikhús- manni þessarar aldar var sú heildarsýn er hann hafði yfir alla þætti leiklistar, sú alúð sem hann lagði i verk sitt, sú rækt sem hann sýndi öllum „smáatriðum". Sé alls þessa ekki gætt er hætt við að leikrit hans komist ekki til skila og viðbúið að þau verði að prédik- un, eftir séní að vísu en leiðinlegt sénf, eitthvað í ætt við þáttinn Að kvöldi dags í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Til þess að ná þessum stíl þarf leikflokk þar sem ákveðið and- rúmsloft ríkir og helst verður að geta sinnt fáum en keimlíkum verkum um langan tfma. Þessu er ekki fyrir að fara hjá íslenska Þjóðleikhúsinu, — enda ofætlun —, og ber þessi jólasýning þess glögg merki. Margt er vandað við sýninguna og auðsjáanlega mikil vinna sem liggur henni að baki, en tóninn vantar, hún verður aldrei sannfærandi. Svo að ég byrji á að nefna það sem mér fannst einna ánægjulegast, þá eru það leikmynd og búningar Sigur- jóns Jóhannessonar. Þau voru mjög haglega gerð og að ég fæ best séð í anda höfundar. Stefán Baldursson leikstjóri hefur átt við mikinn vanda að glíma og auðsjáanlega unnið svið- setninguna af kostgæfni, þó að honum takist ekki að kalla fram hinn hreina tón sem þetta verk krefst skilyrðislaust, eigi það ekki að verða langdregið, en honum er nokkur vorkunn þar sem svo að segja hver leikari syngur með sínu lagi. Einkum fannst mér verða óþarflega lítið úr átta- mannafjölskyldunni. Leikendur eru fjölmargir og engin tðk á að minnast þeirra allra hér. Þó verð ég að geta hér nokkurra sem skáru sig úr. Fyrsta ber að telja Brfeti Héðinsdóttur sem sýndi frábæran leik og var lfklega sú eina sem Brecht sjálfur hefði verið alls kostar ánægður með. Ég hef aldrei séð hana leika betur né af meira öryggi og festu. Árni Tryggvason og Róbert Arn- finnsson gerðu hlutverkum sfn- um einnig prýðileg skil, þó f öðr- um stfl væri. Guðina léku þeir Þorsteinn ö. Stephensen, Rúrik Haraldsson og Ævar Kvaran og skiluðu allir hlutverkum sfnum léttilega. Ymsa aðra mætti til nefna, svo sem Brynju Benedikts- dóttur, Guðrúnu Stephensen og Erling Gfslason, þó að mér fyndist verða Iftið úr fjölskyldunni eins og ég gat áður. En hjá þessum þremur brá fyrir túlkun f anda Brechts, og með þvf fellur og stendur leikritið. En þá er að geta aðalleikar- anna, Margrétar Guðmundsdóttur eftir EMIL H. EYJÓLFSSON og Þórhalls Sigurðssonar. Þór- hallur var reffilegur, ungur, at- vinnulaus flugmaður en ekki fannst mér hann vera í essinu sínu fyrr en undir lokin. Þá náði hann verulega góðum tökum á hlutverkinu. Þyngst var þó raun Margrétar sem leikur góðu sálina Nr. 36-45 Verð kr. 4.995,— Léttir og liprir úr mjúku brúnu leðri með slitsterkum Nr. 35 - 40 Kr. 5.450 Léttir og liprir úr mjúku brúnu leðri og með slitsterkum sólum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.