Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
Fróðlegar
endurminningar
SÆTI nr. 6 heitir ný bók eftir
Gunnar M. Magnúss, sem
Skuggsjá gefur út. I þessari bók
rifjar höfundur upp ýmislegt
sem fyrir hann hefur borið á
undanförnum áratugum, eink-
um á stjórnmálasviðinu. Hann
hefur frásögn sina árið 1923 er
Ásgeir Ásgeirsson kom vestur
til Súgandafjarðar í atkvæða-
ieit. Höfundur lýsir skemmti-
lega stemmningunni, sem skap-
aðist í kosningabaráttunni og
þeim áhrifum, sem Ásgeir As-
geirsson hafði á hugi Vestfirð-
inga.
Þessu næst tekur hann til við
að lýsa eigin ferli, sem hófst
með óvæntu framboði fyrir Al-
þýðuflokkinn á Vestfjörðum ár-
ið 1933.
í þessari bók greinir Gunnar
M. Magnúss frá ýmsum helztu
stórmálunum í íslenzkri pólitík
á þessari öld. Hann hefur haft
náin kynni af mönnum og mál-
efnum. og oft hefur athyglis-
gáfan verið í bezta lagi. Af
þessu leiðir að höfundur kann
frá mörgu skemmtilegu að
segja. Einhvern veginn er þó
frásögnin öll hálf sundurlaus.
Höfundur tekur einstaka þætti
og rekur þá, en inn á milli eru
gloppur, sem lesendur eiga
vafalítið erfitt með að fylla í.
Þannig er frásögninni t.d. farið
í kaflanum „Áratugur aldarinn-
ar“, þar sem greint er frá ýms-
um helztu menningarviðburð-
um fjórða áratugarins. Athygli
vekur t.d., hve lítið höfundur
hefur að segja af hinum ágæta
félagsskap Rauðra penna.
Kaflinn um styrjaldarárin er
einn hinn skemmtilegasti í bók-
inni. Þá skrifaði Gunnar hjá sér
minnisgreinar um menn, at-
burði og málefni og varð það
honum drjúgt til fanga er hann
ritaði stórvirkið Virkið í norðri.
Næst er að geta kaflanna um
stjórnmálabaráttuna á fyrstu
árunum eftir stríð, orrustuna
um herstöðina í Keflavík, aðild
íslands að NATO o.s.frv. Þessir
kaflar eru liðlega og skemmti-
lega ritaðir, en þó fer hér eins
og svo oft ella, að lesandann
langar til þess að vita meira.
Síðasti kafli bókarinnar fjall-
ar um samþingsmenn Gunnars
M. Magnúss á Alþingi. Þetta
eru léttir og skemmtilegir
palladómar, mannlýsingarnar
margar snjallar og hitta beint í
mark. Bezt er þó lýsingin á dr.
Kristni Guðmundssyni, enda
óhætt að fullyrða að langt er
Handan við
sjóndeildarhring
í FÝRRA sendi Bókaúígáfan
Örn og Örlygur frá sér fyrsta
bindið í nýjum bókaflokki, sem
ber heitið Lönd og landkonnun.
Sú bók bar nafnið „Frumherjar
í landaleit". Annað bindið i
flokknum er. nú komið út, og
heitir „Handan vi<5 sjóndeildar-
hring“. Höfundur bókarinnar
er Malpolm Ross Macdonald, en
íslenzk þýðing er eftir Steindór
Steindórsson frá Hlöðum.
I þessari bók er fjallað um
fyrstu ferðir miðaldamanna
yfir hafið skýrt frá sjpferðum
íra, fundi og landnámi Færeyja
Islands og Grænlands, og fjall-
að um fund Ameríku á víkinga-
öld. Síðari hluti bókarinnar
fjallar um samskipti og kynni
Evrópumanna af Mongólum og
löndum þeirra.
Ekkert þekki ég til höfundar-
ins, en hann virðist vera ákaf-
lega misfróður maður, a.m.k. ef
marka má þessa bók. Kemur
þetta sérstaklega fram, þar sem
hann ræðir um landafundina
hér í nágrenni okkar, en þar
hefur hann ísienzk fornrit
gjarnan sem heimildir. Eitt hið
fyrsta, sem ísl nzkir lesendur
reka augun í v lestur þessarar
bókar, er að höfundur telur lík-
legt, að Pýþeas kaupmaður frá
Massalíu hafi komizt norður. í
íshafið á siglingum sínum.
Þetta hefur verið dregið mjög í
efa af fræðimönnum. Þá er að
geta þess, að höfundur slær því
föstu, að hér á landi hafi verið
papar Sem kunnugt er deila
menn enn um þetta atriði. Þó
tekur fyrst steininn úr þegar
rætt um brottför papa af
Islandí, en þar er því haldið
fram að papar hafi haldið
héðan til Grænlands. Hvaðan
hefur hann þessar hugmyndir?
Hann segir að íslenzk fornrit
geti þess óbeint, að papar hafi
fundið Grænland á undan Is-
lendingum. Hvaða fornrit? Á
sama stað segir (bls. 16), að
Eiríkur rauði hafi fundið yfir-
gefin hús og báta, sem minntu á
írska báta er hann kom til
Grænlands fyrsta sinni. Hvar er
þessa getið í heimildum?
Kenningarnar um siglingar Ira
til Norður-Ameríku eru
vplþekktar, þótt aldrei hafí ver-
ið færðar sönnur á þær. Hins
vegar minnist ég þess eFki að
hafa séð þess getið að þeir hafi
siglt til Grænlahds, þótt það
geti aúðvitað vel verið. Til
Grænlands vár ekki miklu
lengri sigling éh til tslands. Þar
sem slíkar fullyrðingar eru
settar fram verður skilyrðiS-
laust að vitna til heimilda, en
það gerir höfundur aldrei.
Hann Isétúr ekki eiriu sinni
heimildaskrá fytgja bókinni.
Má það og merkilegt teljast að
jafn fróður og greinargóður
maður sem Steindór Steindórs-
son skuli ekki gera athuga-
semdir við atriði sem þetta.
Hafi Irar fundið Grænland er
það ákaflega mikilvægt fyrir
sögu vora.
Kaflarnir, sem fjalla um
Djengis Kan og ferðir Evrópu-
manna til rfkis Mongóla eru
miklum mun betri. Þar er fyrst
og fremst byggt á ferðabókum
þeirra, sem austur fóru, auk
annarra samtímalýsinga.
Eins og fyrr segir gerði
Steindór Steindórsson íslenzku
þýðinguna og hefur leyst sitt
verk af hendi með prýði, svo
sem við mátti búast.
Bókin er ríkulega mynd-
skreytt, myndir eru á nær hveri
síðu. Er skemmst frá að segja,
að þessar myndir eru allar af-
bragðs vel gerðar. Þær eru
margar úr samtímaheimildum,
og margar af samtímamálverk-
um. Gefa myndirnar bókinni
mjög aukið gildi. Tvímælalaust
er hægt að mæla með þessari
bók fyrir þá, sem hafa áhuga á
landafræði og ferðalögum
manna á fyrri öldum, þótt
gjalda beri varhug við frásögn-
inni af fundi Islands og Græn-
lands, sem fyrr er sagt.
Bókin er prentuð í
Júgóslavíu, en sett og brotin
um hér í Reykjavík. Prentunin
er vel unnin, en hins vegar ber
allmikið á prentvillum og eru
Skemmtileg
ferðasaga
Gunnar M. Magnúss.
síðan jafnsvipmikill maður sem
hann hefur setið á þingi.
Bókin sæti nr. 6 er á margan
hátt fróðleg. Hún er betri flest-
um endurminningum stjórn-
málamanna, sem út hafa komið
á undanförnum árum, og hafa
þeir þó margir staðið miklu
nær vettvangi en Gunnar M.
Magnúss. Helzti galli bókarinn-
ar er sá, að höfundur segir oft
helzti Iftið. Hann hlýtur að vita
svo miklu. miklu meira. Þessi
bók er góð til fróðleiks um
stjórnmálasögu síðustu fimm
áratuga, en tæmandi sagnfræði-
rit getur hún alls ekki talizt,
enda hefur það varla verið ætl-
un höfundar að setja slíkt rit
saman.
Skuggsjá gefur bókina út og
er frágangur hennar góður.
Myndir hefðu þó mátt fylgja
með.
Bðkmenntlr
eftir JÖN Þ. ÞÖR
margar þéirra hvimleiðar.
Prentvillurnar koma í hópum
með margra síðna millibili, líltt
og prófarkalesarinn hafi sofnáð
en haldið áfrám að fletta á
meðan. Á stöku stað hafa jafn-
vel heilir setningarhlutar fallíð
niður. Er þetta galli á bók, sem
annars er fallega frágengin.
Loks ber að geta þess, að i
bókarlok eru birtar glefsur (jr
ýmsum frumheimildum, og eru
þær margar skemmtilegar.
Sama er að segja um stutt ævi-
ágrip þeirra landkönnuða, sem
getið er í meginmáli. Orðaskj-á
fylgir og sömuleiðis er kafli þar
sem orð eru skýrð.
Bókaútgáfa Máls og menning-
ar hefur sent frá sér Dagbækur
William Morris úr Islandsferð-
um 1871 og 1873. Að upphafi er
rétt að kynna William Morris
lítillega fyrir lesendum. Morris
var Englendingur, fæddur árið
1834. Hann vakti fyrst eftirtekt
sem snjallt ljóðskáld, sem og
fyrir tilraunir til þess að hafa
bætandi áhrif á enskar
heimilislistir. Árið 1883 gekk
hann í sósíaldemókratíska sam-
bandið, og árið 1884 gerðist
hann einn af stofnendum hinn-
ar svonefndu sóslalistadeildar,
en þar höfðu stjórnleysingjar
einnig nokkur áhrif. Arið 1890
gekk Morris úr sósíalistadeild-
inni og stofnaði lítinn flokk
sósfalista f Hammersmith. Vms-
ir hafa efazt um fræðilegan
grundvöll sósfalisma Morris,
telja fremur að hér hafi verið
um að ræða andúð á kapi-
talisma.
William Morris var allþekkt-
ur sem rithöfundur og árið
1891 gaf hann út sfna þekkt-
ustu bók: „News from
nowhere.“ Hann fékk snemma
mikinn áhuga á norrænum
fræðum og tók ástfóstri við
tslendingasögurnar, en til þess
að geta lesið þær á frummálinu
fór hann að læra íslenzku.
Hann gerðist mikill vinur
meistara Eiríks Magnússonar í
Cambridge, og eitt sinn hóf
hann útgáfu á Islendingasögun-
um. Það var mjög glæsileg út-
gáfa, prentuð með Baskerville-
letri, og ekkert tiL sparað. Einn-
ig þýddi Morris nokkrar Islend-
inga.sögur á ensku.
Árið 1871 lagði Morris upp til
íslands fyrra sinni. I för með
honum voru þrír vinir hans,
þeir Charles Faulkner, W.B.
Évans og Eiríkur Magnússon.
Þeir komu til landsins hinn 13.
júlí og dvöldust hér til 3.
september. Þeir ferðuðust víða
um landið, fóru frá Reykjavík
austur í Rangárvallasýslu,
þaðan vestur um uppsvéitir
Arnessýslú, yfir Kaldadal og
norður í Húnaþing um Skag-
firðingaveg. Þaðan var haldið
vestur Dali og Snaefellsnes,
Borgarfjörð, Kaldadal, Þingvöll
til Reykjavíkur.
Meginhluti dagbóka Morris
er lýsing á þessari ferð. Hann
rekur hana dag frá degi og lýsir
því sem fyrir augun bar. öll
lýsing hans er nákvæm og
skemmtileg og gefur dágóða
mynd af höfundinum. Morris
virðist ekki hafa verið mikill
ferðamaður að upplagi. Þvert á
móti hafði hann oft á tiðum
hálfgerða andstyggð á þeim
erfiðleikum, sem ferðin um ts-
land hafði i för með sér. En
hann leit á ferð sína á söguslóð-
ir íslendingasagnanna sem
pilagrímsför, og þess vegna
varð að sigrast á öllum erfið-
leikum. Af þessu leiðir að frá-
sögnin er oft á tíðum hugleið-
ingar um sögurnar og sögu-
staði. Náttúra landsins virðist
ekki hafa heillað hann sérstak-
lega, þótt landið sjálft hafi
óneitanlega haft mikil áhrif á
hann. Ýmis náttúrufyrirbæri
og fræg náttúruundur svo sem
Hekla. Geysir og Snæfellsjökull
verða honum miklu minna um-
ræðuefni en sveitabæir sem
höfðu f fyrndinni tengzt hetjum
Islendingasagna. Oft ber hann
saman í huganum ástand lands-
ins eins og hann kynntist því og
því sem var á söguöld. Er þessi
samanburður blandinn mikilli
rómantík og allt mat Morris i
samræmi við það. Oft setur
hann fram skemmtilegar at-
hugasemdir, eins og t.d. að
Borgarvirki í Þingi muni vera
gamall eldgígur.
Árið 1873 kom Morris hingað
til iands öðru sinni. Þá ferð-
aðist hann aftur um suma þá
staði er hann hafði heimsótt i
fýrri ferð sinni en fór þá einnig
um Norður- og Austurland.
Dagbókin frá þeirri ferð er þö
ekki nema brot og fylgir hinni
fyrri nánast sem bókaraúkí.
James Morris ritar formála
fyrir bókinni þar sem segir, að
fyrri ferð Morris tií ; Islands
hafi orðið honum sem andlegúr
hreinsunareldúr, og telur hánn
dagbókina vera hið bezta sém
Morris hafi skrjfað.
Magnús. Á. Arnason hefur
þýtt bókina á íslenzku og er það
verk allt frábæríega vel unnið!
Þetta er bpk, sem hlýtur að
gleðja alla þá, sem unna ferða-
sögum og íslenzkum fræðúm. 1
bókarlok fylgir kort af fyrrj
ferð Morris og mun það hafa
fylgt ensku frumútgáfunni,
sem gefin var út árið 1911.
Allur frágangur bókarinnar
er mjög til fyrirmyndar, útlit
, Skemmtilegt og band dágott.
Magnús Magnússon: Ráðherrar
fslands 1904—1971.
Otgefandi: Skuggsjá.
Magnús Magnússon fyrrum
ritstjóri Storms hefur sent frá
sér bók, þar sem greinir frá
öllum ráðherrum Islands á
tímabilinu 1904—1971. Býsna
fróðleg bók hugsaði ég er ég
leit hana fyrst augum, en þegar
ég hóf lesturinn fóru að renna á
mig tvær grímur. Og eftir því
sem lengra var lesið urðu von-
brigðin meiri. Magnús hefur
frásögn sina á stuttum kafla um
landshöfðingjatimabilið. Tæp-
lega einni síðu er eytt á þá
Hilmar Finsen og Berg Thor-
berg, en síðan fjallað all ítar-
lega um Magnús Stephensen,
en hann telur höfundur tví-
mælalaust merkastan lands-
höfðingjanna. Þetta er auðvitað
hans skoðun, en hæpið er að
telja Magnús hafa staðið sig
betur í embætti en Finsen.
Magnús Magnússon sér t.d.
ekki ástæðu til þess að geta
þess um Hilmar Finsen, að
hann átti manna mestan þátt i
því að tslendingar fengu stjórn-
arskrána 1874. Stjórnarskráin
var að vísu meingölluð, en engu
að síður var hún stórt skref
fram á við i sjálfstæðisbarátt-
unhi: Þá höfðu menn þó altént
fast Iand undir fótum.
Höfúndur telur að embættis-
færsla Magnúsar Stephensen
hafi verið ,,frábær“. Rétt er það
að Magnús land^hpfðingi var
mikill reglumaður í öllu skrif-
stofuhaldi, en engu að sfður
urðu honum á herfileg mistök í
embættisfærslu sinni og nægir
þar að vísa til ofsóknanna á
hendur Skúla Thoroddsen. Þá
sleppir höfundur algjörlega að
minnast á framkomu Magnúsar
á þingi er baráttan um valtýsk-
una stóð sem hæst, en sjaldan
mun landshöfðingi hafa verið
umdeildari en einmitt þá.
Kaflinn um Hannes Hafstein
er ein lofrolla frá upphafi til
enda, enda tekur höfundur það
sérstaklega fram í bókarlok, að
hann telji Hannes mestan
mann allra þeirra sem hér hafi
gegnt ráðherraembætti. Hann-
es Hafstein gerði marga hluti
og vissulega stendur þjóðin í
mikilli þakkarskuld við hann.
Hinu má hins vegar ekki
gleyma, að þegar Hannés
gegndi ráðherraembætti fyrra
sinni var mikið góðæri i landi,
og þau afrek sem honum hafa
helzt verið eignuð, t.d. lagning
símans um landið, voru ekki
annað en útfærsla á hugmynd-
um andstæðinganna, dr. Valtýs
Guðmundssonar sérstaklega. A
bls. 29—30 segir: „Ólafur Thors
var meiri flokksforingi en
Hannes Hafstein, enda hafði
Ólafur aldrei slikan óþurftar-
mann innanborðs sem Hannes
Hafstein hafði." Hver var þessi
óþurftarmaður?
Umsagnir um aðra ráðherra
eru mjög mismunandi. Augljóst
er að höfundi er meinilla við
framsóknarmenn, elskar sjálf-
stæðismenn, honum er heldur
hlýtt til Alþýðuflokksmanna,
einkum eftir að kemur fram
yfir 1950, og kommúnistum
stendur honum stuggur af.
Hann þjáist eins og flestir, sem
komu nærri stjórnmálum á 2.
og 3. áratugnum af þessari
ólæknandi Jónasarhræðslu,
þ.e.a.s. ótta við Jónas Jónsson
frá Hriflu. Þvi verður að visu
ekki neitað, að Magnús getur
þess skilmerkilega, sem hann
telur vel hafa verið um Jónas,
en gallana tíundar hann einnig
rækilega. Af bókinni kemur þó
glöggt fram hve stór i sniðum
Jónas hefur verið þegar tekið
er tillit til alls þess, sem honum
tókst að koma í framkvæmd,
þótt flestir öflugustu stjórn-
Framhald á bls. 33
>>>>■>>>> > « * > M» MIM».M>M I >i 1M,||>, >., >
< I >«!'. 100 18<l 1 ' í 1:10 01 19
1*> Ó8 ( vé i.o m (‘jsl.ríi.i: m-.bls
• ’• * • • '*?* • * *-« M’ M » f -* « I « l llt «9