Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
Jónas Elíasson, prófessor:
HCR FER á eftir aðalefni fyrir-
lesturs er greinarhöfundur flutti
á nýafstöðnu ársþingi Hafnasam-
bands sveitarfélaga. Þar koma
fram hver eru meginatriðin í
þeim grundvelli sem skipulag
hafna byggist á og á hvern hátt
þeirra má afla með rannsóknar-
starfsemi. Það er álit greinar-
höfundar að samanborið við
tæknisvið sé mikill skortur á al-
mennum tæknilegum upplýsing-
um er varða hafnargerð og með
aukinni rannsóknar og skipulags-
vinnu megi nýta betur fram-
kvæmdafé, koma f veg fyrir fram-
kvæmdamistök að miklu lcyti og
hæta samstöðu rfkisvalds og
sveitarfélaga um hafnarfram-
kvæmdir.
Tæknilegur grundvöllur
hafnargerða er í raun og veru þær
tæknilegu forsendur sem notaðar
eru til aö hanna hafnarmannvirki
og skipuleggja hafnarfram-
kvæmdir á hinum ýmsu stöðum á
landinu.
Það er ljóst að tæknilegur
grundvöllur hafnargerða hefur
engan sjálfstæðan tilverurétt,
heldur verður hann að vera f sem
nánustum tengslum við það sem
kalla má hinn félagslega grund-
völl, það er að segja hinar tækni-
legu forsendur hafnargerða verða
að haldast í hcndur við hinar
félagslegu forsendur sem at-
vinnulíf og lífsafkoma öll skapar
á hinum ýmsu stöðum á landinu.
Hinar félagslegu forsendur
innifela að sjálfsögðu atriði sem
stærð og gerð skipa, fiskveiðar og
aðflutninga, þar á meðal veiði-
magn, löndunarmagn, fiskverkun
greint eftir fisktegundum einnig
þarf að reikna með afladreifing-
unni á mismunandi árstímum.
Auk þessa er hin ýmsa þjónusta
sem skipin þurfa að fá mikilvæg
félagsleg forsenda svo og hinar
ýmsu framtíðaráætlanir sem at-
vinnulíf viðkomandi staðar hefur
á prjónunum.
I hafnargerð þá tengjast hinar
félagslegu og tæknilegu forsend-
ur í skipulagi hafnarsvæðis og
hafnarframkvæmda. Nú er eðli-
legt að setja tæknilegar forsendur
fram á talnaformi, en töluleg
framsetning á félagslegum for-
sendum er hinsvegar mjög erfið.
Upplýsingar um flest hinna
félagslegu atriða liggja ekki á
lausu, heldur er miklum erfiðleik-
um bundið að afla þeirra og það
verður ekki gert nema með þvi að
leggja mikla vinnu í öflun gagna
frá heimamönnum, og samvinnu
við þá. Allar tölur um aflamagn
og fiskmeðferð eru líka mjög
breytilegar, og taka þarf fullt til-
lit til þess. Til þess að gera það
eru tíl ýmsar aðferðir (eftirlíking
á tölvu) en til að nota þær þarf
mikið magn upplýsinga, langan
tíma og aðferðirnar sjálfar eru
það flóknar að erfitt er fyrir aðra
en sérfræðinga að skilja þær.
I flestum tilfellum er betra að
notast við einfaldari og fljót-
virkari aðferðir svo lengi sem slík
einföldun ekki gefur of villandi
mynd af raunveruieikanum.
Þetta óöryggi í meðferð og mati
á forsendum skapar auðvitað
mikla hættu á rangri ákvarðana-
töku. Hættu sem alltaf er fyrir
hendi hvort sem það óöryggi sem
alltaf ríkir um framtíðarþróun er
tekið með eða ekki. Besta dæmið
um þetta er ef til vill mótsögnin
sem ætíð ríkir milli fjölbreytni og
sérhæfingar f hafnarskipu-
lagningu. Fjölbreytni er það
þegar öll starfsemi hafnarinnar á
að geta farið fram við hvaða við-
legustað sem er. Þá verða viðlegu-
staðirnir mikið til eins, sama
dýpi sama breidd á köntum sömu
lagnir o.s.frv. Með sérhæfingu
næst hinsvegar meiri vinnuhraði
og betri vörumeðferð. Ef fisk-
löndun er athuguð nánar sést að
sérhæfing á því sviði er að hafa
ákveðna viðlegustaði sérstaklega
útbúna til löndunar og banna við-
legu þar meðan fisklöndun fer
fram. Ef þessu væri stranglega
framfylgt mundi annað af tvennu
gerast, annaðhvort yrði mikil
löndunarbið þegar mikið aflast,
eða löndunaraðstaðan nýtist mjög
illa meginhluta ársins. Hér
verður fjölbreytni og sérhæfingin
að fylgjast að einhverju leyti að
og hvað fisklöndun viðvíkur^er
þetta yfirleitt gert þannig, að í
skipulagninu er gert ráð fyrir
ákveðinni löndunardeild með
þeirri sérhæfingu sem tilefni er
til (bolfiskur, bræðslufiskur
o.s.frv.), en þar að auki er gert
ráð fyrir að hægt sé að landa fiski
hvar sem er í höfninni þegar á
þarf að halda. Málið er hinsvegar
ekki leyst með þvi að hægt sé að
Ianda hvar sem er. Það verður
líka að vera aðstaða til að taka á
móti fiski sem berst á land. Það
færir hafnarskipulagið uppá land
ef svo mætti segja, inná athafna-
svæði hafnarinnar. Athafnasvæð-
Tæknilegur grund-
völlur hafnargerða
Forsendur H A F NARGERÐA
FELAGSLEGAR TÍKN I LEGAR
ÚTGERÐ SJÁVARLAG OG DÝPI
AÐFLUTNINGUR JARÐLÖG OG BVGGINGAREFNI
ATHAFNALÍF ÁRAUN Á MANNVIRKI
ST/C RÐ OG GERÐ HAFNAR LEGA OG GERÐ MANNVIRKJA
OG ATHAFNASVÆl ÐIS FRAMKV/C MDAKOSTNAÐUR
SKIPULAG HAFNARSVÆÐIS OG HAFNARFRAMKVÆ MDA
ið og höfnin sjálf verða að vera
samhangandi heild í sem nánust-
um tengslum við atvinnulíf og
þjónustugreinar. Það er þessi
heild sem hafnarskipulagið fram-
ar öðru á að tryggja.
Þegar skipulagskort af hafnar-
svæðinu hefur verið gert, er það
ómetanleg aðstoð við úthlutun
lóða, staðsetningu bygginga og
gatnagerð á hafnarsvæðinu. Einn-
ig er það notað til að velja næsta
framkvæmdaáfanga í hafnargerð-
inni.
Með tímanum breytast skipu-
lagsforsendurnar, og þá þarf að
endurskoða skipulagið. A siðasta
vetri fengu nokkrir stúdéntar á
síðasta ári i Verkfræði það verk-
efni að endurskoða gamalt skipu-
lag af Hornafjarðarhöfn út frá
þeim breyttu forsendum sem nú
liggja fyrir (minni bræðslufiskur,
færri en stærri fiskveiðiskip,
betri viðgerðarþjónusta, meiri
afii í frystingu), kom þá í Ijós að
gera þurfti veigamiklar breyt-
ingar á gamla skipulaginu en öll
aðalatriði þess gátu haldist
óbreytt.
Þar sem tekst að nota skipulags-
tæknina á þennan hátt við hafnar-
gerð vinnst aðallega það, að eldri
mannvirki úreldast ekki óeðlilega
fljótt, heldur er þeim haldið í
notkun. Eldri hafnarmannvirki
úreldast fyrir aldur fram (áður
en þau verða ónýt) aðallega á
tvennan hátt, annarsvegar ef þarf
að fjarlægja þau til að koma nýj-
um fyrir, eða þau falla úr notkun
vegna þess að þau mynda ekki
heild með þeim nýju. Með þvi að
koma i veg fyrir þetta er hægt að
spara mikið framkvæmdafé með
velheppnaðri skipulagsvinnu.
Auk þess er hafnarskipulag
einskonar stefnuyfirlýsing um
hvert skuli beina þróun hafnar-
mála. Stefnuyfirlýsing sem menn
geta kynnt sér borið saman við
þær forsendur sem fyrir hendi
eru og tekið afstöðu til hvort sá
samanburður sé hagstæður. Þetta
síðast talda atriði er mjög mikil-
vægt með tilliti til þess að allar
skipulagsforsendur komi raun-
verulega fram.
Þegar að því kemur að hanna
hafnarmannvirki sem þegar eru
skipulögð eru hinar tæknilegu
forsendur nánast alls ráðandi um
niðurstöðuna. Skal nú nánar vikið
að, hverjar þessar tæknilegu for-
sendur eru helstar, við þær að-
stæður sem hér á landi ríkja, og
hvernig þeirra er aflað.
Dýptarkort eru ein helsta for-
senda mannvirkjagerðar. Þau eru
til af öllum höfnum landsins,
aðallega fyrir tilstilli Hafnar-
málastofnunarinnar. Dýpið mið-
ast við stórstraumsfjöruborð, sem
er sami viðmiðunarpunktur og
Sjómælingar Islands nota.
Dýptarkortin eru yfirleitt ekki
bundin í neinu mælikerfi, enda er
erfitt og stundum nánast ómögu-
legt að gera það við þær aðstæður
sem ríkja í landmælingamálum
almennt. Þó verður að telja heppi-
legt að reynt sé að binda dýptar-
kortin mælikerfi Skipulagsstjórn-
ar Ríkisins þar sem kostur er.
Sjávarlag samstendur af
haföldum, sjávarföllum, löngum
öidum (sog, fyllingar) og straum-
um. Nákvæmar upplýsingar fást
ekki um þessi atriði nema með
beinum mælingum. Slíkar
mælingar eru ekki fyrir hendi hér
á landi nema að mjög litlu leyti,
enda dýrar og mjög tímafrekar.
Þess vegna verður yfirleitt að
fara þá leið að styðjast við út-
reikninga og áætlanir á sjávarlagi
sem gerðar eru með hliðsjón af
veðurathugunum, aðallega vind-
mælingum.
Haföldur er hægt að áætla þar
sem ákveðin vindatrenna er, til
dæmis þvert yfir fjörð, eða innan
úr fjarðarbotni. Aætlunin er ekki
nákvæm, en mikil stoð i henni
samt, enda mikið notuð.
Úthafsöldu er mikið erfiðara að
áætla út frá vindhraða, einkum
þar sem lægðahreyfingin á jafn
ríkan þátt í sköpun öldunnar
eins og raun ber vitni hér á landi.
Til þess þarf viðamiklar tölvufor-
skriftir, en útkoman er samt sem
áður ekki það nákvæm að komist
verði af án samanburðar við
mælingar.
Tölvuforskriftir þær sem hér
um ræðir hefur Þorbjörn Karls-
son prófessor gert. Hér er um
tvær forskriftir að ræða, önnur
//ogVAFJAeeAeAors/ Áeie m^o
L/llstfU éfí. V ItZOOO
Q) frifai/húa
0 - /OO rrt
Q) L5rio/unmrÍ43r/iur - Jerufi'/-/
® 7tórmo/Jf-oLnf-ff/o - sésfLLur.
® O/r'utrnfrfffU Of Vr(//tíXfuLairttur
OLuHfO-fsro — tfo rrr
($) VorLaíaa/r
® DrettarLrmi/
VrJlftmL*/,ttj-fffU —ÓOnr,
($) Öo/Luraartt6‘J' Af rryS/a Lerr.r r,u
© Vrúrusierrtmur -
’-aaJr rtfrör tf'mxr. /jór.uaL*
nj/rr-sr/nrrur
Um aLjr/rtfuru SÍ'—r-tar. o...
rr- . ti -)':T uru /tar uJ ottan rtrorr ti/
/uiLrttntfOr Æ* //orruttjonJLrrrtó rr, / Jt-af
reiknar úthafsölduhæðina, hin
þær breytingar sem verða á út-
hafsöldunni á leið hennar til
strandar, en almennt má gera ráð
fyrir að úthafsalda taki botn á um
það bil 50 m dýpi og sveigi tölu-
vert af leið áður en til strandar
kemur.
Athuganir á sjávarföllum eru
gerðar til að finna hæð á hafnar-
bökkum og skjólgörðum, en ef
notuð eru síritandi mælitæki við
þær athuganir koma líka fram á
þeim langar öldur ef einhverjar
eru. Slíkar öldur eru vel þekkt
fyrirbrigði mjög viða á landinu. I
Vestmannaeyjum hafa t.d. mælst
fyllingar allt að 2 metrar á hæð af
þessum sökum áður en Friðar-
höfnin var gerð.
Þær forsendur um sjávarlag
sem á þennan hátt fást með
mælingum og útreikningum eru
siðan notaðar til að finna áraun á
skjólgarða, óróleika i höfninni og
önnur atriði, þetta er mikilvægur
hluti af hönnunarforsendum
hafnarinnar. Til þess að notfæra
sér þessa hluti til fulls þarf síðan
að gera likantilraunir með höfn-
ina og öfugt, þá er þess ekki að
vænta að líkantilraunir beri veru-
legan árangur nema þessar
hönnunarforsendur séu áður
þekktar. Aðstaða til líkantilrauna
með hafnir er fyrir hendi hjá
Straumfræðistöð Orkustofnunar,
þó aðeins með reglulegum öldum,
en vélar fyrir óreglulegar öldur
vantar.
Jarðlög og byggingarefni eru
önnur veigamesta tæknilega for-
sendan fyrir hafnargerð. Allir
staðir á landinu hafa sina jarð-
myndunarsögu. Þau atriði hennar
sem mesta þýðingu hafa fyrir
hafnargerð eru:
Hæð sjávar á ýmsum jarðsögu-
legum tímum.
Utbreiðsla jökla á Iand-
myndunartimanum.
Aldur og gerð hraunlaga.
Þessi atriði má rannsaka með
athugunum á yfirborðsjarðfræði,
og ýmsum jarðeðlisfræðilegum
mælingum sem eru bæði fljót-
virkar og fremur ódýrar. Þær
upplýsingar sem þannig fást eru
mjög veigamiklar til að skipu-
leggja næsta stig jarðkönnunar-
innar sem eru boranir með
sýnatöku.
Jarðvegssýni þarf að taka úr öll-
um lausum setlögum. Þar sem
grunda á mannvirki og þar sem
nota á fyllingarefni þarf aó gera
styrkleikaprófanir. Prófanir á
jarðvegssýnum eru mjög vanda-
samt og tímafrekt handverk, til að
framkvæma slíkt þarf sérhæfðar
rannsóknardeildir. Stundum eru
rannsóknir á jarðvegssýnum ekki
nóg, gott dæmi um slíkt er burða-
þol staura, f því tilfelli þarf að
framkvæma burðarþolsmælingar
á staðnum ef fullt öryggi á að fást.
Araun á mannvirki fæst frá
svokölluðum álagsforsendum.
Erlendis eru til staðlar fyrir álag
á mannvirki og eru þeir í sumum
tilfellum notaðir hér á landi. Það
álag sem notað er á hafnarmann-
virki er dálítið á reiki hér á landi
enda ekki við sömu aðstæður að
fást hverju sinni. Jafndreift álag
er yfirleitt notað á bilinu 1.5—3.5
t/ferm. punktálag töluvert meira
breytilegt. Æskilegt væri að hafa
fastari reglur um þetta, en aftur á
móti ekki gott að segja um hverj-
ar þær ættu að vera.
Hér hefur verið fjallað um
tæknilegan grundvöll hafnar-
gerða sem þær forsendur á hverj-
um hönnun og skipulagning
hafnarframkvæmdanna hlýtur að
byggjast. Sumt af þessu hefur
vafalaust komið mönnum
kunnuglega fyrir sjónir. Þegar
rætt er um þessar forsendur má
ekki gleyma því að þeirra verður
ekki aflað nema með rannsókn-
um. Þessar rannsóknir eru að
sjálfsögðu dýrar, en kostnaðurinn
við þær er þó sáralítill miðað við
sjálfan byggingarkostnaðinn.
Timinn sem þær taka er hins-
vegar mjög sambærilegur við
byggingartímann þó ótrúlegt
megi virðast. Þetta stafar af því
hve staða rannsóknarmála er veik
hér á landi, einkum á þeim svið-
um sem að hafnargerðum snúa.
Þegar rannsaka þarf vegna
hafnargerða er erfiðasta vanda-
málið jafnan tímaskortur þó
fjárskortur kom einnig stundum
Framhald á bls. 25