Morgunblaðið - 06.01.1976, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.01.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 35 Afríkuflutningar Flug- leiða ganga sæmilega VÖRUFLUTNINGAR Flugleiða milli Kanó, Lagos og Jedda í Afrfku hafa gengið sæmilega, að því er Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi félagsins, tjáði Mbl. f gær. Flutningar þessir áttu að hefj- ast 17. desember og standa í um mánaðartíma, en nokkrar tafir urðu í byrjun hvað snerti lestun vélarinnar i Saudi Arabíu og voru þá áhafnirnar sjálfar komnar í að hlaða þær. Síðan hafa fengizt betri tæki til hleðslunnar og gengur allt eftir áætlun. í fyrrinótt var væntanlega farin 20. ferðin milli Jedda og Kanó af þeim 38 sem samið var um. Er Dc-8 leiguvél notuð til þessara flutninga, en hins vegar annast Cargólux þann hluta flutninga- samningsins sem snýr að ferðum milli Jedda og Kanó, en samtals eru það 7 ferðir sem þar er um að ræða. Búið er að fara þrjár þessara ferða en þá varð það óhapp að lyftari rakst á Cargólux- þotuna og verður að fljúga með vélina til Luxemborgar til við- A AÐFANGADAG voru undirrit aðir f Moskvu samningar um sölu á 8.000 lestum af hraðfrystum fiski til afgreiðslu á árinu 1976. Kaupandi er V/O Prodintorg, en seljendur Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild S.I.S. Heildarverðmæti samningsins er um 1064 millj. kr. miðað við núverandi gengi og greinist megnið í 5.000 lestir af flöskum og 3.000 lestir af heilfrystum fiski, nokkrar verðbreytingar urðu á milli fisktegunda. í frétt frá SH og Sjávarafurða- deild S.l.S. segir, að hér sé aðeins um að ræða hluta af þvi magni freðfisks, sem gert sé ráð fyrir í viðskiptasamningi milli ríkjanna, svokölluðum rammasamningi, sem undirritaður var í Reykjavík 31. október s.l. og tekur til næstu fimm ára. 1 þeim samningi er gert ráð fyrir árlegum afgreiðslum, er nemi 12.000 til 17.000 smálestum af flökum og 4.000 til 7.000 smá- lestum af hraðfrystum fiski. Segir að Sovétmenn hafi ekki talið henta sér að semja um meira magn að sinni, en búist sé við að gengið verði frá samningum um viðbótarmagn, þegar kemur fram á árið 1976, þannig að heildarvið- skiptin á árinu verði i samræmi við ákvæði hins nýundirritaða rammasamnings. Samningsgerðina af hálfu tslands önnuðust Árni Finn- björnsson, sölustjóri Sölumið- Tillögur fiskveiðilaga- nefndar lagðar fram um mánaðamót Fiskveiðilaganefnd er þessa dagana að ljúka störfum og er gert ráð fyrir, að hún leggi fram sínar tillögur um mánaðamótin janúar-febrúar. Már Elísson fiski- málastjóri, sem er formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að sá hluti nefndar- innar, sem annaðist allar rann- sóknir, eða Rannsóknarnefndin, hefði verið tilbúin með sínar hug- myndir í ágúst s.l. Síðan þá hefðu 7 alþingismenn bætzt í nefndina og miklar annir þeirra hefðu kom- ið i veg fyrir hraðan gang mála. AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 I JHorflxm&tetúb gerðar áður en hægt verður að Ijúka flutningunum. Alls dveljast þarna ytra um 4 áhafnir á vegum Flugleiða, 2 hleðslustjórar og einn afgreiðslu- stjóri eða hátt i 20 manns. Innbrot í 2 kirkjur INNBROT voru framin f 2 kirkjur höfuðborgarinnar um helgina. t Langholtskirkju var stolið mikra- fónum og magnara. Höfðu ungl- ingar verið þar að verki og náðust þeir. Reyndust þeir einnig hafa á samvizkunni 2 innbrot í Voga- skóla, en þar var stolið kassettu- tæki. Ennfremur var brotist inn í Bústaðakirkju. Komust þjófarnir inn í kjallarann, þar sem Borgar- bókasafnið er til húsa. Ekki virt- ist þjófunum lítast of vel á bók- menntirnar því þeir sneru frá án þess að stela nokkru. stöðvar hraðfrystihúsanna, og Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins. Loðnunefnd til- búin í slaginn „Við erum tilbúnir í slaginn og getum tekið til starfa um leið og fréttist um veiði,“ sagði Gylfi Þórðarson, formaður loðnulönd- unarnefndar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði, að fyrsti fundur nefndarinnar á þessu ári yrði í dag, þar sem starfið yrði skipulagt nánar. Búið væri að ráða alla starfsmenn og nefndin yrði til húsa á sama stað og áður, þ.e. í húsnæði verðlags- ráðs sjávarútvegsins við Tjarnar- götu. — Þúsundir Framhald af bls. 2 skáta og aðstoðuðu þeir lögregl- uná við flutning á fólki, sem ekki komst til síns heima vegna ófærð- ar. Alls voru 11 bifreiðar björg- unarsveitanna í þessum flutningi auk fimm jeppa frá lögreglunni. Strætisvagn bilaði á leið í Breið- holtshverfi og urðu bilar björg- unarsveitanna að flytja fólkið. Slökkviliðið átti í miklum erfið- leikum með sjúkraflutninga úr Breiðholti. Bíll með drifi á öllum hjólum fór frá Slökkvistöðinni í Öskjuhlfð kl. 19.30 og sótti fyrst sjúkling í Efra-Breiðholt, en tók annan sjúkling í bakaleiðinni i Neðra-Breiðholti. Á slysavarðstof- una kom bíllinn ekki fyrr en kl. 20.30 en venjulega tekur um 30 mínútur að fara þessa leið. I nótt var snjóbíll frá Hjálparsveit skáta staðsettur í Arbæjarstöð Slökkvi- liðsins og var hann útbúinn með sjúkrakörfu og slökkvitækjum og átti að sinna útköllum í Árbæ og Breiðholti ef með þyrfti. Færð var mjög stirð innan- bæjar í Kópavogi og Hafnarfirði í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar. Vegurinn milli Reykjavíkur og Kópavogs var tepptur öðru hvoru vegna bíla, sem festst höfðu í sköflum, en leiðin frá Kópavogi til Hafnarfjarðar var ófær um tíma. Undir miðnætti var búið að opna Hafnarfjarðarveginn, en hálka gerði mönnum erfitt fyrir. Sömu sögu er einnig að segja frá Keflavík og Mosfellssveit. Kefla- vfkurvegurinn var fær lengst af nema hvað nokkur snjór var í brekkunni hjá Kinnahverfinu svonefnda. — Nimrodþota Framhald af bls. 2 leytið og tekið póst og aukaklipp- ur, sem gæzluvélin Sýr hafði fyrr um daginn látið falla til jarðar við kauptúnið. Um borð í varðskipun- um voru tveir íslenzkir frétta- menn, þar á meðal blaðamaður frá Morgunblaðinu og menn frá tveimur brezkum sjónvarpsstöðv- um. Um klukkan 21 á laugardags- kvöld klippti varðskipið Ægir á togvíra tveggja brezkra togara um 48 sjómílur austur af Gerpi. Togararnir voru Prince Philip GY-138 og Ross Resolution GY- 527. Skipherra á Ægi er Þröstur Sigtryggsson. Slapp Ægir óséður fram hjá herskipi og gat klippt. Naut Ægir þarna aðstoðar Fjall- foss sem var á siglingu á þessum slóðum og ruglaði Bretann í rim- inu. Annað íslenzkt skip sigldi þarna um siðir og varð þá aftur fjaðrafok meðal brezku togar- anna. Ægir hélt til lands eftir klippinguna, því klippur þess festust I vörpu Prince Philip og slitnuðu. Voru nýjar klippur sótt- ar. — Stöðva Framhald af bls. 36 greiða 2 krónur fyrir hvert kg af loðnu að meðaltali, hæsta verðið fyrst og síðan lækkandi, eftir þvi sem hún Ieggur af og er hér átt við skiptaverð. Þessar tölur eru byggðar á því, að hægt verði að fá 400 dollara fyrir proteineining- una af mjölinu og 330—340 doll- ara fyrir lýsistonnið. Útgerðar- menn og sjómenn segja að þetta verð sé of lágt og lítill grundvöll- ur fyrir veiðum ef meðalverðið verði ekki hærra. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér hjá mjöl- og lýsisseljendum í gær, hafa litlar fréttir borizt af mörkuðum er- Iendis frá því fyrir áramót. Menn eru hins vegar nokkuð uggandi um lýsisverðið, því að soyabauna- olía hefúr lækkað í verði að und- anförnu. — Ófært Framhald af bls. 2 Holtavörðuheiði allt til Akureyr- ar fyrir stóra bíla og vegurinn frá Akureyri um Dalsmynni til Húsa- víkur var opnaður í gær. Vegur- inn til Siglufjarðar var talinn fær í gær en ófært var til Ólafs- fjarðar. Á Norðurlandi voru flestir vegir taldir ófærir og á Austfjörðum átti í gær að reyna aó opna veginn frá Egilsstöðum út að Eiðum og eins inn að Hallormsstað, svo og Fagradalinn og Fjarðarheiði. Hins vegar er mikil ófærð suður með fjörðun- um, Lónsheiðin er algjörlega ófær og leiðin austur og vestur um allt í Rangárvallasýslu að miklu leyti ófær talin. Þá hefur einnig gengið erfið- lega að halda uppi flugsamgöng- um síðustu daga vegna veðurs. A laugardaginn hafði Flugfélag ts- lands t.d. ráðgert 10 ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar en vegna slæmra veðurskilyrða reyndist aðeins unnt að fara 6 ferðir með um 300 manns hvora leið. Á sunnudag var síðan ekkert fært fram eftir degi nema til Hornafjarðar, en í gærkvöldi rof- aði til bæði á Akureyri og Egils- stöðum, svo að þangað var hægt að fljúga. Fór fyrsta vélin kl. 20.53 og var flogið fram til kl. 4.26 aðfaranótt mánudagsins, samtals 8 ferðir, þar af 6 til Akureyrar. Voru samtals um 570 farþegar fluttir á þessum tíma, og leystist þar með mesti hnúturinn sem ver- ið hefur varðandi flugsamgöng- urnar við Akureyri. Gærdagurinn var einnig anna- samur fram eftir degi og flognar tvær ferðir til Akureyrar, Patr- eksfjarðar og ein ferð til Húsavík- ur, Egilsstaða og Þingeyrar. Síðan átti eftir að fara 2 ferðir til við- bótar á Egilsstaði, einnig til Sauð- árkróks og 3 ferðir til Akureyrar en Morgunblaðinu er ekki kunn- ugt um hversu mörgum þessara ferða tókst að koma í kring áður en Reykjavíkurflugvöllur lokað- ist í gærdag. - Innyfli og slóg Framhald af bls. 2 erlendis, hefur þótt virkara og hafa varanlegri verkanir. Hjá dr. Sigmundi kom fram, að söluverð á heparini erlendis er mjög hátt og er talið að fyrir það magn, sem vinna má úr sauðfjár- innyflum hér á landi árlega fáist um 250 milljónir króna en ekki liggja enn fyrir tölur um hver gæti orðið framleiðslukostnaður lyfsins hér. Dr. Sigmundur sagði að efnið væri framleitt í stórum stíl erlendis, en þar væri hráefnið takmarkandi þáttur og hefðu lyfjafyrirtæki erlendis sýnt áhuga á framleiðslu þessa lyfs hér. Ef hægt verður að nota inn- yfli hvala og fiskslóg til viðbótar innyflum sauðfjár til þessarar framleiðslu, sagði dr. Sigmundur að fengið væri verulegt magn hrá- efnis og þar af leiðandi ykist hag- kvæmni slíkrar framleiðslu hér á landi. — Flugslys Framhald af bls. 36 að vélin hafi verið að mestu á kafi, þegar hún stöðvaðist. I fyrstu ætlaði ég út um dyrnar á henni, en tókst ekki að opna þær, þar sem snjórinn náði upp á glugga á hurðinni. Ég tók það þá til bragðs að brjóta framrúð- una og út um hana komst ég. Ég leit i fyrstu aðeins á vélina og þó að hún sé ekki mikið brotin, þá er hún skökk og undið er upp á vængina. Annars var min fyrsta hugsun að láta vita af mér. Maður frá einum bænum hafði heyrt í vélinni og siðan þegar hún skall niður. Lét hann strax vita og maður frá Hvann- stóð kom á móti mér," sagði Kolbeinn. Kolbeinn sagði, að þetta hefði verið sin þriðja ferð til Borgar- fjarðar i gærmorgun og allt gengið vel fram að því er óhappið varð. Margir farþegar hefðu þurft að komast til Egils- staða og fyrir utan þessar þrjár ferðir, sem hann hefði farið, hefði stærri vél Flugfélags Austurlands, sem er af gerðinni Beechcraft Bonanza, farið eina ferð. Flugvélin TF-OIA komst i eigu Flugfélags Austurlands þann 7. febrúar á s.l. ári og hafði hún verið mikið notuð milli staða á Austurlandi, en vélin gat flutt 4 farþega. — Tap bænda Framhald af bls. 13 fóðureiningu. Af heyfeng ársins 1974 þurfti að meðaltali ekki nema 1,82 kg af heyi i fóðurein- ingu. Fram kom að bændur verða að mæta þessari fóðurrýrnun með aukinni kjarnfóðurgjöf en einnig munu hin Iélegu hey draga mjög úr framleiðslu landbúnaðarvara. — Sigið í Axarfirði Framhald af bls. 36 dagsmorgun vaknaði fólk í Keldu- hverfi og nágrenni við mjög snarpan kipp sem mældist 5 stig. Sr. Sigurvin sagði að svo virtist sem smásig væri stöðugt á 5 km belti, eins og áður hefur verið getið í Mbl. Snjór er yfir öllu en greinilega má þó sjá breytingar á honum vegna sigsins. Hann sagði að við Veggjarenda hefði hann talið 8—9 skörð á eins km belti. Við Lindarbrekku og Framnes kvaðst sr. Sigurvin hafa talið á veginum 10—12 glufur, 1—5 cm breiðar. Sunnar á þessu sprungu- belti, við Tóvegg og Hlíðargerði taldi hann 13 sprungur í veginum, margar í framhaldi af gömlum gjám. Væru þær breiðastar 35 cm. Á Austurlandi var einnig sig í veginum. Vegaeftirlitsmenn hafa fylgst náið með ástandi vega á þessum slóðum og hefur verið reynt að gera við þá eftir föngum. — Ford varar Sovétmenn Framhald af bls. 1 einskorðað við einstakar frelsis- hreyfingar heldur alla Angóla- búa. 1 fréttum frá Zambíu í dag segir að 100 þúsund manns hafi fallið í átökum i Angóla á sl. ári, einkum bændur og búalið. Var þessi tala höfð eftir talsmönnum Alþjóða Rauða krossins í Huamba, sem áður hét Nýja Lissabon. Skv. heimildum Rauða krossins munu aðeins vera um 30 læknar eftir í Angóla fyrir 6 milljónir manna. — Skógræktar- stjóri Framhald af bls. 3 skaðlegs áróðurs hinna svonefndu „skógræktarmanna" hér á landi, en ég er reiðubúinn að mæta þeim til rökræðna i fjölmiðlum eftir samkomulagi." Morgunblaðið leitaði til Hákons Bjarnasonar, skógræktarstjóra og bað hann rekja álit sitt á þessum orðum búnaðarmálastjóra. Hákon sagði: „Ég hef aðeins bent á að alltof margt sauðfé er haft í hög- um landsins og þetta hafa rann- sóknir staðfest. Þáþýðirekkert að berja höfðinu við steininn, menn verða að koma með rök gegn máli mínu, ef til eru. Gífuryrði og full- yrðingar sanna ekkert i þessu máli. Þetta er áskorun um rök- ræður og ekki skal standa á mér.“ — Fimm Framhald af bls. 34 kaþólikka. Þeir voru myrtir er vígamenn ráðust inn í tvo af- skekkta bóndabæi suður af Bel- fast. Einnig særðust 40 manns í sprengjuárásum á tvær krár yfir helgina. Talið er að morðin hafi verið hefnd fyrir morð á þremur mótmælendum s.l. föstudag er sprengja sprakk í krá einni. — Endurmat Framhald af bls. 34 raddir eru uppi innan NATO vegna þessa, m.a. vegna þeirrar innbyrðissamkeppni aðildar- landa sem kemur fram í ólíkum vopnabúnaði þeirra og vopna- framleiðslu án samráðs við önn- ur bandalagslönd, en þetta hefur bæði í för með sér óþarf- an aukakostnað, óhagræðingu og sundrungu, (t.d. geta mörg NATO-skip ekki tekið eldsneyti í höfnum annarra NATO-landa án þess að til sé fenginn sér- stakur útbúnaður). Var ákveðið á fundunum í desem- ber að gera gangskör að því að samræma framkvæmdir aðildarlanda i þessum efnum, m.a. með stofnun sérstakrar nefndar. Þá eru ekki síður uppi gagn- rýnisraddir á hina pólitisku for- ystu bandalagsins i Brússel. M.a. er hin 14 manna hermála- nefnd sem er ráðgefandi NATO-ráðsins, gagnrýnd fyrir getuleysi i að taka skipulags- legar ákvarðanir til langs tíma. Og framkvæmdastjóri NATO, Joseph Luns, er gagnrýndur frá tveimur hliðum, — annars vegar saka frjálslyndari öfl (einkum í Hollandi og Norður- Iöndum) hann um íhaldssemi, sem t.d. speglaðist í fylgi hans vi<J fyrrverandi stjórn i Grikk- landi, og hins vegar frá hernum fyrir að hafa mistekizt að beina athygli bandalagslanda að aðkallandi framtíðarmálum NATO. — Helgi Ólafsson Framhald af bls. 3 um og i þremur þeirra tapaði hann niður öruggum vinningum. Hefur hann gert jafntefli í tveim- ur síðustu skákunum, gegn Eng- lendingunum Speelmann og Littlewood. Sagði Helgi að hann hefði staðið mun betur að vígi ef hann hefði haft með sér aðstoðar- mann á mótið. Efstur í mótinu er Inkiov frá Búlgariu með 6 vinn- inga af 8. í siðustu umferðinni teflir Helgi við Rússann Kochiev. Helgi lét hið bezta af öllum að- búnaði á mótsstað. Rússar kaupa fisk fyrir 1064 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.