Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
Kunnir brezkir listamenn:
Berjast fyrir frelsi
Yladimir Bukovskys
London, 5 janúar —
Reuter.
HÓPUR kunnra listamanna
stóú í gærkvöidi fvrir skemmt-
un í Young Vic-leikhúsinu í
London til að vekja athvgli á
baráttunni fvrir því að sovézka
andófsmanninum Vladimir
Bukovsky verði sleppt og til að
safna fé honum til stuðnings.
Nefndin sem skipulagði
skemmtunina, nvtur stuðnings
Amnestv International - en er
m.a. skipuð af leikritaskáldinu
Harold Pinter, leikkonunni
Dame Peggv Ashcroft, leikhús-
stjóranum Peter Hall, franska
kvikmvndaleikstjóranum
Francois Truffaut og sovézka
andófsmanninum Vietor Fain-
herg, sem einnig er vinur
Bukovskvs. IVIeðal helztu atriða
á dagskránni voru „Réttarhöld-
in vf’ir Vladimir Bukovskv“
sem bvggt er á afriti frá hinum
raunverulegu réttarhöldum og
smvglað var frá Sovétríkjun-
um, og leikritið „Austur—vest-
ur“ eftir andófsmanninn og rit-
höfundinn Andrei Amalrik.
Húsfyllir var á skemmtun-
inni, en meðal flytjenda voru
Bukovsky — alþjóðleg barátta
hafin fyrir frelsi hans.
leíkararnir Leo McKern, Sheila
Burrell og Paul Scofield, sem
las ljóð eftir Villiam Blake,
Bertold Brecht og Alexander
Solzhenitsyn. Þá kom gítarleik-
arinn John Williams fram með-
al annarra.
Vladimir Bukovsky er nú 33
ára og dvelst í fangelsi í Valdi-
mir utan við Moskvu eftir að
hafa hlotið dóm upp á tveggja
ára fangelsisvist, fimm ára
stranga þrælkunarvinnu og
fimm ára útlegð fyrir andso-
vézkan áróður. Hann er sagður
vera veikur og farinn að missa
sjón vegna þess að hann hefur
ekki fengið næga læknishjálp.
Eftir að hafa neitað að vinna í
fyrra var hann settur á sérstakt
refsingarfæði og sviptur að
miklu samhandi við móður og
ættingja. Bukovsky hefur eink-
um beint spjótum sfnum að
þeirri misnotkun Sovétstjórn-
arinnar á geðlæknirfræði að
setja heilbrigt fólk á geðveikra-
spftala og Victor Fainberg sagði
í dag að árangur baráttunnar
fyrir frelsun Bukovskys myndi
velta á vaxandi mótmælum frá
geðlæknum í Bretlandi og ann-
ars staðar. „Alþjóðleg nefnd
lögfræðinga og lækna verður
sett upp og send á næstu mán-
uðum til Sovétríkjanna til að
kanna misnotkun geðlæknis-
fræði,“ sagði Fainberg.
Barbruninn í Belgfu — Þannig var Six-Neuve-barinn í
La Louviere f Belgíu útlits eftir brunann mikla á gaml-
árskvöld þar sem 15 manns fórust.
Kvennaárið
lofar góðu
— segir formaður S.Þ. nefndar
Daily Mirror í leiðara:
Ógáfulegt að halda
þorskastríði áfram
London 5. janúar — AP.
BREZKA blaðið Daily Mirror,
sem talið er fremur vinstri sinnað
og styður yfirleitt Verkamanna-
flokk Harold Wilsons forsætisráð-
herra, birtir í dag leiðara þar sem
skorað er á James Callaghan
utanríkisráðherra að „binda endi
á þorskastríðið". Þar segir m.a.:
„Það er ekki sérlega gáfulegt að
láta Breta leika hlutverk alþjóð-
legs uppvöðsluseggs. Fiskveiðar
eru mikilvægar fvrir þetta land.
En þær skipta lífi eða dauða fyrir
smálandið tsland, sem ekki á
neina aðra náttúruauðlind. Ef
mannslífi er fórnað í átökum
varðskips og freigátu konunglega
flotans mun samúð manna ekki
verða með Bretum.
„Það er ekki sérlega gáfulegt að
taka svo harða afstöðu gagnvart
kröfu íslendinga um 200 mílna
fiskveiðilögsögu þegar hinum lög-
legu mörkum verður sennilega
breytt hvort sem er innan tíðar.
Alþjóða hafréttarráðstefnan sem
kemur saman til fundar í marz
mun að því er vænzt er, sam-
þykkja 200 mílna mörkin fyrir
allar þjóðir.
„Það er ekki sérlega gáfulegt að
eyða gríðarlegum fjárupphæðum
í ekki allt of velheppnaða togara-
vernd herskipa og annarra
verndarskipa. Kostnaður fyrir
skattgreiðendur fiskstauta hlýtur
að vera stjarnfræðilega hár.
Bilið milli þess aflamagns sem
íslendingar eru reiðubúnir til að
leyfa okkur að veiða og þess sem
við viljum veiða er ekki svo stórt.
Callaghan, sem er á sinn hátt tals-
verður ,,reddari“, ætti að geta
komizt að sanngjarnri málamiðl-
un. Og málamiðlun er auðveldari
áður en blóð er komið í leikinn."
Q Herskipamenn miður
sín og vondaufir
Blaðið Daily Express segir hins
vegar í frétt að yfirmenn á frei-
gátunum séu „orðnir leiðir á að
vera í tapliðinu“ og þeir efist um
að takast megi að sigra í þorska-
stríðinu. „Mennirnir á herskip-
unum eru óánægðir vegna ófull-
nægjandi skipakosts og veikburða
pólitísks stuðnings. Þeir eru leiðir
yfir því hvernig varðskipin geta
slegið hring um verndarflotann
og þeir óttast að togarar sem eru í
þeirra umsjá taki of mikla áhættu
með því að leita út fyrir verndar-
svæðið" og er þar vísað til togvíra-
klippinganna á laugardag.
Daily Express segir ennfremur
í fréttinni: „Þótt 2.500 tonna frei-
gátur hins konunglega flota líti
stórfenglega út með sínar 4,5
þumlunga byssur og eldflaugar
þá tapa þær oft fyrir varðskipum
sem eru helmingi minni. Og þrátt
fyrir frábæra frammistöðu skip-
stjóra freigátanna eru varðskipin
snarari í snúningum og skipherr-
ar þeirra taka meiri áhættu. Skip-
stjórar freigátanna eru tregir til
að blanda sér í hættuleg átök án
ótvíræðrar fyrirskipunar frá
ríkisstjórninni, — oft með frama-
von í huga,“ segir Daily Express.
New York, 5. janúar
— AP.
ÁRANGUR alþjóðlega kvenna-
ársins er takmarkaður, en hann
er að byrja að koma f Ijós, að þvf
er Ahsraf Pahlavi prinsessa frá
Iran, formaður undirbúnings-
nefndar Sameinuðu þjóðanna fyr-
ir Mexíkóráðstefnuna, segir f
grein í New York Times í dag.
„Það var ef eitthvað er fyrsta
skrefið að vfsu hikandi, Iftil til-
raun til að vekja athygli á og
varpa Ijósi á þau fjölmörgu
vandamá! sem konur um allan
heim búa við,“ segir hún.
1 greininni spyr Pahlavi: „Hafi
kvennaárið í raun og veru áhrif á
lff milljóna kvenna sem búa við
eymd og ómannleg skilyrði?
Minnkaði það þá grimmd sem
konur verða daglega fyrir vegna
aldagamalla boða og banna og fé-
lagslegra hefða? Tókst því jafnvel
að fá konur New Yorkborgar og
New Jersey til að taka ekki þátt f
aðför að jafnréttistillögum. Svör-
in við þessum spurningum hlítur
að vera nei „En hún bætir við að
vandi kvenna hafi engu að síður
hlotið meiri athygli á þessu ári en
nokkru sinni fyrr og nú ríði kon-
um á að virkja krafta sína til að
sannfæra ríkisstjórnir sínar og
löggjafarsamkomur um nauðsyn
úrbóta á aðstöðu kvenna í tengsl-
um við almenn félagsleg og efna-
hagslega vandamál.
Fimm kaþól-
ikkar myrtir
Belfast, 5. jan. — Reuter.
MAÐUR sem sagðist tala fyrir
hönd Mið-Ulster-herdeildar öfga-
samtaka mótmælenda, Varnar-
samtaka Ulster (UDA), hringdi í
dag í dagbiað á Norður-írlandi og
lýsti hana ábyrga fyrir morðum á
fimm kaþólikkum sem grímu-
klæddir vígamenn frömdu í
tveimur árásum i gærkvöldi.
Einnig væri ,,herdeild“ þessi
ábyrg fyrir sex sprengingum frá
jólum, en gaf ekki frekari skýr-
ingar. Mennirnir fimm sem
myrtir voru tilheyrðu allir
Jafnaðarmanna- og Verkamanna-
flokknum, sem einkum er flokkur
Framhald á bls. 35
Endurmatá stöðu fískstotha
eina leiðin til málamiðlunar
segir fréttamaður Observer um deilu íslendinga
og Breta, eftir NATO-fundina í síðasta mánuði
„ENGAR lfkur eru á málamiðl-
un í deilu Breta og fslendinga,
nema ef unnt reynist að fá Is-
lendinga til að fallast á endur-
mat á stöðu fiskstofnanna af
brezkum og fslenzkum sérfræð-
ingum, eða, sem væri betra þótt
brezka rfkisstjórnin hafi ekki
stutt þá hugmynd, af hlutlaus-
um aðila, eins og t.d. Japön-
um.“ Þetta segir fréttamaður
brezka vikublaðsins The
Observer f grein frá NATO-
fundum í Brússel f sfðasta
mánuði. Þar segir hann frá
helztu viðhorfum i málefnum
bandalagsins sem blasa við
eftir fundi þessa.
1 fyrsta lagi er ljóst að Bretar
munu ekki skera niður helztu
framlög sín til varna bandalags-
ins, og kom það fram í samtöl-
um Roy Masons, varnarmálc-
ráðherra Bretlands, við starfs-
bróður sinn frá Vestur-
Þýzkalandi, Georg Leber. Það
þýðir að niðurskurðurinn á
framlögum Breta til varnar-
mála mun bitna á búnaði ýrniss
konar, og gæti numið 200
milljónum sterlingspunda árin
1977—80.
1 öðru lagi hefur NATO nú,
þótt borið hafi verið á móti því,
áhyggjur af málum utan
varnarsvæðis þess. Kom þetta
fyrst og fremst fram í ósam-
komulagi milli James
Callaghan, utanríkisráðherra
Bretlands, og Henry Kiss-
ingers, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, um afstöðu
Vesturlanda til þróunar mála í
Angóla. Kissinger vill veita
frelsishreyfingum þeim, FNLA
og Unita, sem berjast gegn
kommúnistum, stuðning m.a.
með vopnum og herma fregnir
að þær hafi að undanförnu
fengið vopn fyrir um 5 milljón-
ir sterlingspunda. Hins vegar
leggur Callaghan til að allt
erlent herlið verði kallað burt
frá Angóla og vill að Ieitað
verði til Einingarsamtaka
Afríkuríkja um milligöngu
milli stríðsaðila. Brezka ríkis-
stjórnin hefur áhyggjur af því
að íhlutun Suður-
Afríkustjórnar, með stuðningi
Luns — gagnrýndur frá tveim-
ur hliðum
við FNLA og Unita, muni leiða
til þess að öll blökkumannarfki
Afrfku muni styðja hreyfingu
kommúnista, MPLA, sem
Sovétstjórnin hefur veitt
aðstoð.
I þriðja lagi eru Kýpur-
Grikkir og Kýpur-Tyrkir reiðu-
búnir til að hefja viðræður um
lausn á málum eyjarinnar eftir
mikinn þrýsting frá Kissinger
og Callaghan. Hins vegar eru
engar líkur á að hin deilan
innan NATO, þ.e. deila Islend-
inga og Breta, leysist með mála-
miðlun, nema unnt reynist að
fá íslendinga til að fallast á
endurmat á stöðu fiskstofnanna
af brezkum og íslenzkum sér-
fræðingum, eða, sem væri
betra, þótt brezka ríkisstjórnin
hafi ekki stutt þá hugmynd, af
hlautlausum aðila, eins og t.d.
Japönum, að því er Wilson
segir í Observer-greininni.
Þessi hversdagslegu vanda-
mál, segir Wilson, hafa skyggt á
dýpri vanda NATO, þar sem er
stóraukinn vígbúnaður Sovét-
ríkjanna að undanförnu, eink-
um hvað varðar flugvélar og
kafbáta og áhrif þessa á
hernaðarjafnvægið milli aust-
urs og vesturs, sem þegar var
orðið hagstætt austantjalds-
mönnum. Kemur fram í grein
Wilsons að ýmsar gagnrýnis-
Framhald á bls. 35