Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 29
'IMrtí’rtnnTiToiSiíS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 15 Slask burstaði Gummersbach PÖLSKA liðið Slask Wroelaw sigraði VFL Gummersbach frá Vestur- Þýzkalandi 22—15 f fyrri leik liðanna f átta liða úrslitum Evrópubikar- keppni meistaraliða f handknattleik, en liðin mættust f Varsjá á laugardaginn. Staðan f hálfleik var 12—6 fvrir Slask. Mörk Slask f leiknum skoruðu: Jerzv Klempel 10, Zdzislaw Anteczak 4, Bogdan Faleta og Stanislaw Piekarek 3 hvor, Andrzej Kocjan 1 og Andrezej Sokolowski 1. Fvrir Gummersbach skoruðu: Jochen Deckarn 8, Klaus Westebbe 3, Hansi Schmidt 2, Reiner Brand og Joachim Henkels 1. Sfðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Gummersbach, en harla er ólfklegt að Þjóðverjunum takist að vinna upp 7 marka forskot Pólverj- anna. RAÍVGERS í FORYSTl GLASGOW Rangers hefur nú tek- ið forystuna í skozku 1. deildar keppninni f knattspyrnu. A laug- ardaginn sigraði liðið Hearts á útivelli, 2:1, á meðan Celtic varð að láta sér nægja jafntefli á heimavelli gegn Dundee, 3:3. Bæði Celtic og Rangers hafa hlot- ið 26 stig eftir 20 leiki, en Mother- well sem er f þriðja sæti hefur hlotið 25 stig og Hibernian sem er í fjórða sæti hefur hlotið 24 stig, en leikið einum leik minna en hin liðin, þannig að með sigri f leiknum sem félagið á inni gæti það náð efstu liðunum að stigum. Celtic virtist hafa leikinn við Dundee á laugardaginn í hendi sér. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Celtic og snemma í seinni hálfleik breytti Celtic stöðunni í 3—1. Var það svo ekki fyrr en undir lok leiksins að Dundee tókst að skora tvö mörk og jafna. Mörk Celtic í leiknum gerðu Dixie Deans og Kenny Dalglish tvö. Eitt marka Dundee var sjálfsmark Celtic en hin mörkin tvö skoruðu Hoggan og Mackintosh. I belgíu tókst liðinu sem Guð- geir Leifsson leikur með, Char- leroi, að sigra í viðureign sinni við Beringen á útivelli, 2—0, og kom sá sigur verulega á óvart, en Standard Liege, lið Ásgeirs Sigur- vinssonar, varð hins vegar að sætta sig við tap gegn einu af neðstu liðunum í deildinni. Jafntefli og naumt tap gegn bezta handknattleiksliði heims var uppskera fslenzkra handknattleikslands- liðsins um helgina, og eftir misjafnt gengi liðsins að undanförnu var þessi árangur ákaflega kærkomin sönnun þess að enn eru fslenzkir handknattleiksmenn f fremstu röð. Myndin sýnir tvo leikmanna sovézka liðsins nota alla krafta sfna til þess að stöðva Jón Hjaltalfn Magnússon f leiknum á sunnudagskvöldið. og svo sem sjá má helgar tilgangurinn meðalið. A blaðsíðu 18 og 19 er fjallað um leikina tvo á laugardag og sunnudag. Fréttamenn hafa einnngis fjallað nm hið neikvæða — Viðhorf fþróttafrétta- manna til handknattleiks- fþróttarinnar hafa verið neit- kvæð allt frá þvf í fyrravor, og það kom að þvf að við sem stöndum f þessu gátum ekki lengur orða bundizt. Það sem ég sagði í sjónvarpinu s.I. laugardag var ekki einungis mfn skoðun á þessu máli, heldur túlkaði ég einnig við- horf annarra landsliðsmanna. Þannig fórust Ólafi H. Jóns- syni, fyrirliða íslenzka hand- knattleikslandsliðsins, orð ívið- tali við Morgunblaðið í gær, en s.l. laugardag kom Ólafur fram í sjónvarpinu og lýsti þar þeirri skoðun sinni að islenzkir íþróttafréttamenn hefðu verið mjög neikvæðir í garð hand- knattleiksíþróttarinnar að undanförnu og hefðu jafnvel verið með niðurrifsstarfsemi. íþróttafréttamennirnir hefðu ekki sett sig úr færi að vera með persónulegar ádeilur á menn, jafnt leikmenn sem þjálfara og forystumenn. Þessi ummæli Ólafs vöktu mikla athygli, en heldur er óvenjulegt að íþróttamenn svari fyrir sig þótt þeir verði fyrir gagnrýni í fjöl- miðlum. — Islenzkir íþróttafrétta- menn draga dám af starfsfélög- um sínum á Norðurlöndunum, sagði Ólafur í viðtalinu við Morgunblaðið, — þar er mjög til siðs að ráðast að mönnum og þar er þjálfurunum lítil grið gefin. 1 Þýzkalandi er málum öðru vísi farið. Þar fær þjálfar- inn að vera í algjörum friði fyrir fréttamönnum, a.m.k. fyrir leikina, og val landsliðsins þar er ekki gagnrýnt, jafnvel manna orki tvímælis, eins og jafnan þegar valin eru úrvals- lið. — Ég held að íþróttafrétta- menn geri sér ekki almennt grein fyrir þvi valdi og þeim áhrifum sem þeir hafa, sagði Ólafur. — Þeir móta skoðanir alls almennings á þvf sem þeir fjalla um, og ein neikvæð fyrir- sögn getur breytt viðhorfum fjöldans. Þannig tel ég, að um- fjöllun fjölmiðla að undan- förnu hafi orðið til þess að fólk missti trúna á íslenzka landslið- ið. Vissi hreinlega ekki hvar það stóð — hverju það átti að trúa. Auk þess finnst mér að íslenzkir íþróttafréttamenn hafi sýnt það sjálfir að þeir hafa ekki haft mikla trú á getu okkar og get ég nefnt það sem dæmi að þegar íslenzka lands- liðið fór til Júgóslavíu s.I. sumar, þá var nánast ekkert fjallað um þá ferð í íslenzkum fjölmiðlum. Ríkisútvarpið sendi reyndar mann með okkur, en við höfðum það á tilfinningunni að það væri ein- ungis gert til þess að verða vitni að því að okkur yrði endanlega slátrað. — Það voru mörg atriði sem voru farin að fara i taugarnar á okkur, sagði Ólafur, — og einn- ig farin að verka á liðið, þannig að við töldum óhjákvæmilegt að okkar sjónarmið kæmist á framfæri. Við landsliðsmenn- irnir spjölluðum mikið um þetta í Danmerkurferðinni fyrir jólin, og auðvitað fundum við fyrir því að enginn íslenzk- ur fréttamaður fylgdist þá með landsliðinu. Þetta var í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að leika með íslenzka handknattleiks- landsliðinu að enginn frétta- maður taldi okkur þess virði að fylgjast með leik okkar við Dan- mörku, en hingað til hafa lands- leikið við Dani jafnan verið taldir stórviðburðir i íslenzku íþróttalifi. Jafnvel fyrir hinn áríðandi leik við Júgóslava 18. desember fundum við fyrir þvi að heldur andaði köidu i okkar garð í fjölmiðlunum, og þegar öll smáatriðin sem við fundum fyrir söfnuðust saman virkuðu þau niðurdrepandi á okkur. Ég er heldur ekki í vafa um að sá neikvæði tónn sem ríkt hefur i fjölmiðlum hefur dregið úr að- sókn að landsleikjum hérna, og það hefði einhvern timann þótt saga til næsta bæjar að ekki komu nema 1200 manns að horfa á leik gegn Sovétmönn- um, sem var þó vitað fyrirfram að ættu að skipa einu bezta handknattleikslandsliði heims- ins. — Hitt er svo annað mál, sagði Ólafur, — það þessi nei- kvæða afstaða fréttamanna og þá um leið fjölda annarra varð til þess að við vorum ákveðnir í að sanna i leikjunum við Sovét- menn hvers við værum megnugir. Fyrir leikinn rædd- um við um það að leikur þessi væri prófsteinn á islenzkan handknattleik. Fengjum við slæman skell í þeissum leikjum myndu ótal aðilar bíða fyrir utan dyrnar, tilbúnir að krafsa í okkur. Ég held að það, að við gerðum okkur allir ljósa grein fyrir þessu, hafi orðið til þess að ná upp verulegum baráttu- anda í liðinu — betri en svo oft áður, og okkur tókst það sem við ætluðum okkur. Við höfum staðið gagnrýnina af okkur og nú finnst okkur sanngjarnt að við njótum þess hve frammi- staðan var í raun og veru góð. — En þvi verður heldur ekki á móti mælt, og sízt skyldi það vanþakkað, sagði Ólafur, — að íslenzkir fréttamenn hafa lengst af veitt handknattleiks- íþróttinni gífurlega mikinn stuðning og þeir eiga sinn þátt i að auka og viðhalda þeim áhuga sem verið hefur á þessari iþróttagrein hérlendis. En með tillit til þessa kemur það manni meira á óvart þegar skyndilega verður kúvending hjá fréttamönnum og þeir reyna að draga allt hið nei- kvæða fram í dagsljósið, í stað þess að horfa á jákvæðu hlið- arnar einnig. Og þarna á ekki einn, heldur allir fjölmiðlar sömu sök á málum. Að lokum var Ólafur að því spurður hvort hann teldi að is- lenzkir iþróttamenn hefðu ekki nægjanlega þekkingu á hand- knattleiksíþróttinni. — Ég tel að yfirleitt fjalli íþróttafréttamenn um hand- knattleik af nægjanlegri þekk- ingu, þótt fæstir þeirra hafi leikið með handknattleiks- liðum, sagði Ólafur, — hitt skortir miklu fremur að íþrótta- fréttamenn setji sig inn í and- rúmsloftið sem jafnan fylgir erfiðum leikjum, bæði fyrir þá og eftir. Leikmenn gera sér oft- ast sjálfir góða grein fyrir því hvort þeir hafa staðið sig vel eða illa í viðkomandi leikjum og taka því ekki gagnrýni nærri sér, en íþróttafréttamaður getur hins vegar brotið íþrótta- mann niður með ósanngjörnum ummælum, þar sem þeir vita að það sem fréttamaðurinn segir er yfirleitt tekið sem hinum eina sannleika meðal iþrótta- áhugafólksins. — stjl. r Rœtt við Olaf H. Jónsson, fyrir- liða handknattleikslandsliðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.