Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 15
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson,
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 40,00 kr. eintakið.
Verðbólgan
á undanhaldi
Einhver mesti böl-
valdur í íslenzku efna-
hagslífi hin síðari ár hefur
verið hin taumlausa óða-
verðbólga, sem hér hefur
geisað og komst á skrið á
tímum vinstri stjórnar.
Þessi verðbólga. náði því
marki að nema 54% á
árinu 1974, má segja að þá
hafi Islendingar slegið öll
Evrópumet í verðbólgu og
leita yrði til alþekktra
verðbólguríkja í Suður-
Ameríku, eða stríðshrjáðra
þjóða í Asíu til að finna
þjóðir, sem stæðu okkur
jafnfætis í verðbólguvexti.
Þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum, var
það eitt höfuðmarkmið
hennar að ná tökum á þess-
ari verðbólguþróun. Því er
ekki að leyna að framan af
sýndist svo sem sú viður-
eign mundi ganga afar
erfiðlega. En nú er komið í
ljós, að mjög verulegur
árangur hefur náðst í
viðureign rfkisstjórnarinn-
ar við verðbólguna á árinu
1975, og eru það einhverjar
mestu gleðifréttir úr ís-
lenzku efnahagslífi, sem
fram hafa komið misserum
saman. Nú liggur fyrir, að
frá ársbyrjun til ársloka
1975 hefur verðbólgan
minnkað úr 54% í 40% og
er það út af fyrir sig mjög
mikill árangur. Ánægju-
legra er þó, að þegar tekið
er mið af verðbólguvext-
inum á síðari hluta ársins,
kemur í ljós, að verðbólgan
er komin niður í 25—30%
á ársgrundvelli og er þar
með komin niður fyrir
verðbólguvöxtinn á árinu
1973.
Þetta eru fyrstu áber-
andi merki þess, að stefna
ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálum er að bera
verulegan árangur. Þetta
eru fyrstu alvarlegu merki
þess, að ríkisstjórninni er
að takast að leggja grund-
völl að heilbrigðu efna-
hagslífi á ný á Islandi.
Þótt ánægja manna
hljóti að vera mikil við
þessi tíðindi, ber þó að
ganga hægt um gleðinnar
dyr. Við verðum að gera
okkur grein fyrir því, að
þótt þessi árangur hafi
náðst, hefur það kostað
miklar fórnir og áfram-
haldandi árangur í viður-
eign við verðbólguna bygg-
ist á því, að við kunnum
fótum okkar forráð í efna-
hagsmálum á hinu ný-
byrjaða ári. Þar er að sjálf-
sögðu margt, sem þarf til
að koma. Útlánatakmörk-
un bankanna hefur átt
mikinn þátt í því, að þessi
árangur hefur náðst. Þá
hafa verið gerðar sérstakar
ráðstafanir til þess að
draga úr útlánaaukningu
fjárfestingarlánasjóðanna,
sem varð um 60% á árinu
1975, en samkvæmt láns-
fjáráætlun þeirri, sem
ríkisstjórnin lagði fram á
Alþingi skömmu fyrir jól,
er gert ráð fyrir, að útlána-
aukning fjárfestingarlána-
sjóðanna nemi aðeins um
13% á næsta ári. Þá hefur
Alþingi afgreitt fjárlög,
sem fela í sér 24,7% aukn-
ingu á útgjöldum ríkissjóðs
á hinu nýbyrjaða ári, en til
samanburðar má geta þess,
að útgjaldaaukning ríkis-
sjóðs milli áranna 1974 og
1975 nam um 60% og
verður ekki dregið í efa, að
þessi nýja fjárlagastefna
mun gera sitt til þess að
halda verðbólguvextinum í
skefjum.
Nú standa hins vegar
fyrir dyrum almennir
kjarasamningar og á næstu
vikum verða teknar örlaga-
ríkar ákvarðanir um kjör
almennings í landinu. Það
ríður á miklu, að menn geri
sér grein fyrir því, að nú er
ekki grundvöllur til
almennra kjarabóta. Verði
kjarasamningum þessum
haldið innan skynsamlegra
marka munu þeir og stuðla
að því að halda verðbólg-
unni í skefjum, og vafa-
laust er það mesta hags-
munamál launþega nú um
þessar mundir, eins og for-
ystumenn Alþýðusam-
bands íslands hafa ítrekað
bent á undanfarnar vikur
og mánuði. Afleiðingar
þess, að kjarasamningarnir
fari úr böndum eru einnig
öllum ljósar.
Óðaverðbólgan kæmist á
skriö á ný og það mikla
starf, sem unnið hefur
verið á undanförnum
mánuðum til þess að ná
verðbólgunni niður hefði
þá verið unnið fyrir gíg.
Það er því ljóst, að mjög
mikil ábyrgð hvílir á samn-
ingamönnum vinnuveit-
enda og verkalýðssamtak-
anna svo og á ríkisstjórn-
inni, sem mun væntanlega
koma mjög við sögu við
gejð þessara kjarasamn-
inga.
Matthías Johannessen:
Framtíð í
samtímanum
Hugleiðingar umTómas og ljóð hans
Vart gat hjá því farið að viðkvæmt og
nýstárlegt Reykjavíkurljóð eins og Um
sundin blá vekti athygli, þegar það birtist í
Oðni 1919, og ekki sízt fyrir þá sök að
skáldið var aðeins rétt 18 ára gamall mennt-
skælingur sem átti sér þann „hugarheim,
þar sem fegurðin ein var hvort tveggja í
senn, takmarkið og vegurinn að takmark-
inu“, eins og Tómas komst að orði löngu
síðar. I þessu kvæði sló hann strax á þá
strengi sem hann bætti við hörpu íslenzkrar
ljóðlistar, þótt hann breytti mörgu, þegar
Ijóðið var birt fremst í fyrstu ljóðabók hans,
Við sundin blá, 1925:
— en nóttin er hljóð eins og ósungin ósk
og æskunnar kærasta þrá ...
verður t.a.m.:
um sofandi varir fer viðkvæmt bros
meðan vornóttin gengur hjá.
Hér leynir sér ekki mýkt ljóðlínunnar þeg-
ar í upphafi. En þversögnin kom síðar.
Tómasi hefur síðan tekizt að leggja í leik
strengja sinna svo margvísleg tónbrigði að
sjaldgæft er: láta mun nærri að bragarhætt-
irnir séu jafnmargir og fjölbreytilegir og
ljóðin sjálf, og ljóðmálið verður ekki síður
nýtt og í samræmi við þá fögru veröld sem
blasti við ungu rómantísku fólki á árunum
fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Þannig urðu
fyrirheitin í ljóðum Tómasar ekki minni en
heillandi ævintýri og húmanistísk birta
þessara ára. Síðar komu „undarlegir tímar
og miklir af sjálfum sér“.
Fáir hafa átt meiri þátt í endurnýjun
íslenzkrar ljóðlistar en Tómas. Þjóð sem
átti sér í sömu andrá hann og Einar Bene-
diktsson, sem fór fallegum orðum um ljóð
þessa unga vinar síns, hefur leyfi til að gera
miklar kröfur til skálda sinna. En hún
verður þá jafnframt að sætta sig við að
fulltrúar svo fullkomins ljóðstíls hafi ósjálf-
rátt gert þær kröfur til ungra skálda að þau
Ieituðu ljóðum sínum og hugsunum nýrra
farvega, enda hefur Tómas fagnað þeirri
þróun sem orðið hefur í íslenzkri ljóðlist og
sagt að nútímaljóð eigi sér margar og gaml-
ar rætur og því óþarfi að vera móðgaður út
af þeim eða líta ungu skáldin hornauga.
„Þetta er það sem hefur alltaf gerzt og
eiginlega ættu menn þá fyrst að vera ugg-
andi, ef það hætti að gerast,“ segir hann í
Svo kvað Tómas.
tslendingar hafa borið gæfu til að velja
þjóðskáld sín úr hópi þeirra sem hlotið hafa
alþýðuhylli af góðum skáldskap. Þessi heið-
urstitill hefur því verið meira en orðin tóm
og er það ekki sízt skemmtileg staðreynd nú
á tímum auglýsingaskrums og fjölboða sem
leggja meiri áherzlu á stundarvinsældir og
gróðavon en gæði, svo að nú eru jafnvel
bögubósar kallaðir snillingar. En við þurf-
um ekki að örvænta um álit íslenzkrar
ljóðlistar, meðan listaskáld á borð við Tóm-
as ber þjóðskáldstitil. Og ef rétt er sem sagt
hefur verið að sérhver þjóð eignist þau
skáld sem hún á skilið, má kalla Tómas til
vitnis um að íslenzka þjóðin er betur á vegi
stödd um andlega velferð sína en sumir
vilja vera láta.
Þegar því var lýst yfir í margtilvitnuðu
ljóði í Stjörnum vorsins, að cand. jur. Tóm-
as Guðmundsson væri hættur að praktísera,
hlýtur það að hafa vakið nokkrar vonir um
að brotið væri blað í menningarsögu okkar;
að gera mætti kröfur til þess að ljóðskáld
gæti lifað af list sinni. Tómas hefur ávallt
verið bjartsýnn maður og óliklegt að nokkr-
um öðrum en honum hefði dottið í hug að
bera fram svo fráleitar sjálfstæðiskröfur á
hendur þjóðfélagi sínu — og það í upphafi
sjálfrar kreppunnar. Ágæti verka hans og
óvenjulegar vinsældir voru auðvitað sá bak-
hjarl sem treysta mátti. Hann hafði jafnvel
hlotið í vöggugjöf hæfileika til að breyta
vatni kreppuþjóðfélags í vín yndis og unað-
ar.
Hvert smáorð í ljóðum hans er þaulhugs-
að: Við Vatnsmýrina í Fögru veröld gat ekki
heitið I Vatnsmýrinni, „það var of þving-
andi að mínum smekk“, hefur hann sagt,
„að eiga alla Vatnsmýrina eins og á stóð!“
Og þegar hann kom með handritið að Fögru
veröld í prentsmiðjuna, ráðlagði prentarinn
honum að setja hljómleika eða söngleik í
stað konserts, því að hann yrði annars
gagnrýndur fyrir útlenzkuslettur. Tómas
breytti, en setti svo aftur konsert:
En niðri í mýri litla lóan æfir
lögin sín undir konsert morgundagsins.
Ástæðan var sú, hefur hann sagt mér, að
annað orð samrýmdist ekki anda Ijóðsins. I
þá daga komu erlendir listamenn og héldu
konserta, en ekki hljómleika — það gerðu
íslendingar.
Lóan kom eins og útlendur gestur „að
halda fyrir okkur konserta. Og þeir voru á
heimsmælikvarða".
Þannig eiga ljóð Tómasar rætur í þeim
tíma, sem þau eru sprottin úr: í nótt hefur
vorið verið á ferli ..., „þessar línur eru
afsökun fyrir að vaka frameftir". Skáldið
segir að höfuðatriðið sé að ljóðið segi satt.
Þegar hann hefur ort ljóð, fer hann yfir það
frá orði til orðs til að ganga úr skugga um,
að þar sé ekki að finna eitt orð sem segi
ósatt. En það var ekki alltaf auðvelt að vera
skáld fyrr á árum frekar en nú: haustið
1970 kom Tómas til mín í Austurstræti og
sagðist hafa séð tvær blómarósir sem hefðu
minnt sig á að eitt sinn hefði hann sagt f
ljóði: Þið ungu lauslátu konur . . ., en hon-
um hefði verið ráðlagt að breyta því, svo að
hann yrði ekki gagnrýndur fyrir að yrkja
ástaróð til lauslætisins. „Það gat einnig
verið erfitt að vera ungt skáld fyrir fjörtíu
árum,“ sagði hann.
Ljóð Tómasar hafa aldrei vérið tízkufyrir-
brigði, þó að þau hafi á sínum tíma verið
fersk nýjung og mikil og óvenjuvinsæl
opinberun. Og kalla má æskuna til vitnis
um þá fullyrðingu að Tómas Guðmundsson
er kunnur af verkum sínum, en ekki frægur
og umtalsverður af frægð sinni einni
saman, eins og oft vill verða um klassíska
listamenn. Ungt fólk getur notið Ijóða hans
á sinn hátt, eignazt nýja reynslu af kynnum
við þau, svo að vel mætti segja, að ljóð
Tómasar séu nú ein traustasta brúin milli
kynslóða á erfiðum og ófyrirsjáanlegum
umbrotatímum. í þeim hefur fólk ólíkra
tíma eignazt athvarf; kynslóðaskipti
þekkjast ekki í ljóðum Tómasar. Hvað
skyldi t.a.m. standa ungu fólki nær en sú
hugsun sem skáldið hefur sjálfur orðað á
þessa leið: „að reyna að koma list sinni og
viðleitni sem næst því bezta, sem okkur
getur orðið eiginlegt“.
Öll reynum við einhvern tíma á ævinni, að
— næsta dag, þegar dalurinn rfs á fætur
er skógurinn horfinn að heiman, frá sfnum
trjám.
Átaka- eða sársaukalaust verðum við
ekka vitni þeirra óumflýjanlegu örlaga. En
þá er gott að eiga traust og hald í þvf bezta
sem Tómasi er eiginlegt. Kannski er sú
vitneskja að f skáldskapnum séu verðmæti
ofar jarðneskum kröfum, ein helzta skýring
þess undarlega fyrirbæris, að enn á þessum
hávaðasömu tímum þegar allt er lagt að
jöfnu, skuli aftur vera leitað af ástríðufullri
þörf til ljóðlistar, bæði gamallar og nýrrar.
Sum skáldverk og ósjaldan þau sem hafa
átt lengst Iff fyrir höndum, hafa verkað á
samtfmann eins og „slysalegt lykkjufall f
veizlu“, svo að gripið sé til líkingar í verki
eftir ungan höfund. En Tómas hefur notið
þeirrar sjaldgæfu hamingju að finna Ijóð-
um sínum öruggan stað í samtíð sinni:
honum hefur tekizt að vera samtiða sjálf-
um sér, þó að —
hefði ég verið uppi á undan mér,
ég eflaust nyti þess betur
að komast f kvnni við mig.
Einn helzti bókmenntafræðingur lands-
ins sagði á prenti, þegar hann fyrir mörgum
árum sá Tómas í Kirkjustræti, að hann væri
„til prýðis á mannlausri götunni“.
Þannig hefur skáldið einnig verið í vit-
und þeirra sem hafa lifað með honum og
ljóðum hans, og þannig mun hann ávallt
standa fámennri þjóð sinni fyrir hugskots-
sjónum.
Samt skyldi enginn halda að það hafi
ávallt verið honum auðvelt hlutverk að
yrkja svo að öllum líkaði. Og þegar ljóðin
um Reykjavík komu út i Fögru veröld í
upphafi heimskreppunnar, malbikið fór
jafnvel að anga og sundin urðu loksins blá,
þótti sumum nóg um, eins og fyrr er drepið
á, enda gat nafn bókarinnar eitt út af fyrir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
23
sig virzt móðgandi fjarstæða í miðri krepp-
unni.En fátt lýsir Tómasi betur en einmitt
þetta nafn á þessum tíma. Slik lotning fyrir
lífinu er fágæt; að kalla jörðina fögru
veröld bjartsýni sem á eitthvað skylt við
bæn; minnir á orð Hamsuns: að við fengum
lífið að láni. Og ég þakka fyrir lánið.
„Ég vandist fljótt á að skyggnast fyrir um
það sem væri skemmtilegt og fallegt við
bæinn,“ hefur Tómas sagt, „og kannski
reyndi ég að gera mér meira far um það
vegna þess að mér fannst óeðlilegt, hvað
margir risu öndverðir gegn umhverfi sfnu.“
Unaður Sogsins kallaði ekki á fordóma,
heldur gleði yfir ungri borg sem var að
vakna af svefni.
Góður vinur Tómasar, embættismaður úti
á landi og smekkmaður á bókmenntir, skrif-
aði honum bréf skömmu eftir að Fagra
veröld kom út og sagðist ekkert skilja í
honum — að geta verið að yrkja þessi kvæði
um Reykjavik, asfalt- og kolakrana, það er
hjákátlegt, sagði hann. En síðar, þegar
hann fluttist til bæjarins eftir langan em-
bættisferil úti á landi, sagði hann að nú
væri svo komið að sér fyndist stórum bæri-
legra að flytjast til Reykjavíkur eftir að
Tómas hefði ort ljóð sín.
En þó að skáldið hafi átt því láni að fagna
að sjá ljóð sín vaxa inn í þjóðarsálina, þætti
honum sjálfum, ef ég þekki hann rétt, æski-
legast að geta kvatt þau eins og ungan vin
og fylgzt með því, án allrar íhlutunar,
hvernig þeim reiðir af. Undanfarna áratugi
hefur hann ónáðað þau eins lítið og unnt
hefur verið og ekki séð ástæðu til, frekar en
skógurinn sem „stendur ferðbúinn frammi
við vatnið" að sá til nýrra skóga. Þð hefur
hann á siðustu árum bætt nýjum perlum við
íslenzka ljóðlist, m.a. ort nýtt undurfagurt
minningarljóð um bezta vin sinn, hundinn
Stubb, og birtist það í jólalesbók Morgun-
blaðsins.
Þegar ég hafði lesið þetta ljóð upphátt í
viðurvist skáldsins varð mér að orði að nú
væri mér líklega eins innanbrjósts og kyn-
slóð Tómasar þegar Stjörnur vorsins og
Fagra veröld komu fyrst út. Það var eins og
að upplifa fögnuð og gleði þeirrar stundar,
þegar þessi tfmamótaverk fóru tilfinninga-
eldi um taug og hjarta ungrar og eftirvænt-
ingarfullrar kynslóðar. Við gröf síns bezta
vinar austur við Sog litur skáldið til baka
yfir sína fögru veröld og segir allt sem segja
þarf:
Æ, hversu sjaldan gefum við því gaum
hve gæfu vorrar ævitið er naum.
Og flestum aðeins verður hún að vana
unz vér f greipar dauðans missum hana.
Og máski skilst oss farsæld vor þá fvrst
til fulls, er hún er Iffi voru misst.
Og hvað fær sárar samvizkuna kvalið
en svik við það, sem ábyrgð vorri er falið.?
Og svo kveður hann sitt eigið líf eins og
hann hafði gert áður í Fljótinu helga
(1950), en með öðrum hætti:
Hve allt varð hljótt, — f rökkursýn ég sá
þar sjálfur mína ævi ganga hjá
sem kæmi hún að kveðja f hinzta sinni...
I Kvöldljóði um draum í Fljótinu helga
segir:
Og enn f kvöld ég mæti sjálfum mér.
Eg mæti ungum sveini, er bát sinn dregur
f lága vík...
í nýlegu ljóði er þessi áleitna líking: að
jörðin svæfir — sölnuð grösin.
leggur blað við blað að liðnu sumri,
og raðar hverju hausti vfir annað.
Og I þjóðhátíðarljóðinu 1974 segir hann
m.a.:
A vængjum, sem ei veröld þekkir grennri,
þeir báru með sér heila himna af vori...
Og ennfremur:
En hugann grunar eld f undirdjúpum
og hvljir gjánna stara úr stjörfu mvrkri
sem augu full af fornum, botnlausum
himni...
Með svo fagurt ag myndrænt mál að leið-
sögn hlýtur að vera þó nokkurt ævintýri að
vera ung-manneskja á Islandi í dag. En það
er ekki síður áskorun, ægileg og skilyrðis-
laus krafa á hendur ungum skáldum um að
kasta aldrei höndum til nokkurs orðs. Ljóð
eru minning þess sem var. En við eignumst
þau ekki frekar en aðra list fyrir fullt og
allt fyrr en höfundurinn stendur ekki
lengur milli þeirra og okkar. „Það er ekkert
nýtt að bækur beri af höfundum sínum,“
sagði Tómas eitt sinn við mig. En það á samt
ekki við um hann. Það segir meir um mann-
inn Tómas Guðmundsson en löng lofgrein.
Ljóð boða okkur mikinn fögnuð og marg-
vísleg sannindi, ef við lesum þau opnum
huga og hjarta. Þegar þau eignast vini er
eins og tilfinning kalli á tilfinningu. Þá
myndast trúnaður sem dýpkar reynsluna.
En ljóð eru ekki síður hólmganga við tím-
ann, þau ségja: Við vorum hér einnig á ferð
— og gefa tilverunni, svo hverful og afstæð
sem hún er, fasta viðmiðun. Að opna góða
ljóðabók er eins og að fara i ferðalag. Við
getum kvatt, en þó verið kyr; verið kyr og
þó skilið við allt sem engu skiptir.
Menn geta dottið án þess að þekkja
þyngdarlögmálið, hefur Tómas sagt. En án
þess að þekkja ljóð hans og lífsstarf getur
enginn skilið til fulls viðleitni þessarar litlu
þjóðar til að bera höfuðið hátt, því siður er
hægt að leggja rétt mat á íslenzkt samtíma-
líf án þess að vera handgenginn verkum
hans, svo djúp spor hafa þau markað í þessu
landi þar sem:
— oft fram á nætur fjöll þess ræddust við
sem himintungl, er talast við í öldum.
Og það sem meira er: fáir virðast geta
staðizt freistingar einræðistízkunnar án
þess sama innra þreks sem er aðal og inntak
ljóða Tómasar. Af þeim sökum hafa þau
ekki sízt átt brýnt erindi við okkar öld. „Til
allrar hamingju hefur það aldrei verið neitt
leyndarmál," segir hann í Svo kvað Tómas,
„hvað heilbrigt fólk getur af fúsu geði lagt
mikið í sölurnar fýrir jafn einfaldan hlut og
þann — að mega lifa eins og manneskjur."
En það sem þó er mest um vert og ráða
mun úrslitum um það, hvernig ljóðum hans
reiðir af, er sú vitneskja, að þau spegla þá
skugga „sem framtfðin kastar inn í nútím-
ann eins og hann sjálfur hefur komizt að
orði af öðru tilefni. Því má bæta við að list,
sem er nógu góð til að lifa af, er í senn
fortíð sem vitjar nútímans og lifir f honum
'—og nútími sem tengist framtíðinni órjúf-
andi böndum.
Samtíð okkar á ekki betri fulltrúa í fram-
tíðinni en ljóð Tómasar, sem eru oft og
einatt svo nálægt daglegu tungutaki að
engu er likara en þau lúti ekki neinum
bragreglum, en slikt er ekki á færi nema
stórskálda. „Sjötta erindið í kvæðinu
Konan með hundinn í Stjörnum vorsins,"
hefur hann sagt við mig, „er eiginlega ekk-
ert annað en ein setning í óbundnu máli.“
Og vrði suðrænt sólskin
á sumardegi björtum
of heitt tveim ungum hjörtum,
þá heldur ekki brást það,
að nóttin kæmi að austan
með fangið fullt af stjörnum
handa feimnum jarðarbörnum
til að unnast við og dást að.
Og á þessari úfnu vargöld eiga ljóð Tóm-
asar sér athvarf í fyrirheiti fegurra mann-
lífs. En hitt er samt mikilsverðara, að í
þeim eigum við einnig skjóls að vænta. Þau
eiga sízt af öllu fyrir höndum að hverfa inn
í skugga örlaga sinna á þann hátt að —
þekkja sig ekki framar
fvrir hin sömu tré.
Kristján Karlsson:
Tómas og
Stj örnur
vorsins
Mér þykir vænst um Stjörnur vorsins af
bókum Tómasar Guðmundssonar, en samt
ekki fyrir þá sök, að ég sé þess fullviss að
þar sé að finna fleiri ágætustu kvæði hans
en í Fögru veröld eða í Fljótinu helga.
Þessar þrjár bækur eru hver með sínu móti
eftir innri fjölbreytni; hins vegar er fyrsta
bók Tómasar, Við sundin blá, svo samfelld,
að nærri liggur að líta á hana sem eitt kvæði
um huglæga, algilda fegurð ástarinnar. En
nú, eftir á, má oss vera ljóst, að þar koma
fyrir flest þau sannindamerki, sem gera
Tómas Guðmundsson einstakan meðal
íslenzkra skálda: hin óviðjafnanlega mýkt
Ijóðlínunnar; þversögnin, sem siðar verður
uppistaða í hugmyndaheimi hans; hið
órjúfanlega samband gleði og trega, sem
ljómar upp skáldskap hans.
Svo fylgir oss eftir á lestaferð ævilangri
hið ljúfa vor, þegar alls staðar sást til vega.
Því skin á hamingju undir dagana angri
og undir fögnuði daganna glitrar á trega.
Eftirmáli, Stjörnur vorsins.
í annarri bók sinni, Fögru veröld, snýr
Tómas frá hinu almenna yrkisefni fyrstu
bókar sinnar að samtímanum og Reykjavík.
Hann verður fyrstur til að yrkja um hina
nýju fegurð, sem fólk hennar, stræti, höfn
og garðar húa yfir, og honum tekst með
einkennilegum töfrum að gefa mynd henn-
ar eins konar sögulega dýpt í ljósi endur-
minninga um horfna æsku. í Fljótinu helga,
síðustu bók sinni, leitar skáldið upphafs
sins, alla leið aftur fyrir fyrstu bók sína.
Fljótið í heiti bókarinnar er Sogið, sem
fellur um æskustöðvar skáldsins. i mynd
þess speglast fyrstu minningar hans, en
jafnframt verður fljótið ímynd tímans
sjálfs. 1 ljóðagerð Tómasar Guðmundssonar
er minningin ekki griðastaður heldur mátt-
arvald, sem hann eflir gegn ágengni tímans.
Dýpt kvæðanna og jafnvægi er fólgið í því,.
að rök hverfulleikans eru ekki sniðgengin;
tvísýna kvæðanna er líf þeirra; málstaður
skáldsins sá, að hann man.
Þvf minningin um morgunlandið bjarta
um myrka vegu lýsir þfnu hjarta
f veröld þá, sem ósýnileg er,
en Aladdín f minni sfnu ber.
Þannig kveður skáldið í mjög persónu-
legu kvæði, sem er upphafsljóð að Stjörn-
um vorsins. Samt er það ekki þáttur minn-
ingarinnar, sem gerir mér Stjörnur vorsins
hugstæðastar af bókum Tómasar
Guðmundssonar, heldur stíll hennar.
Öll ljóðagerð Tómasar er vitsmunaleg,
líka viðkvæmustu tilfinningaljóðin. Sjálf
þversögnin er rökvísi í gervi órökvisi.
Svo Iftil eru takmörk þess,
sem tfminn leggur á oss.
Hann tekur jafnvel sárustu
þjáninguna frá oss.
Vitsmunir birtast með ýmsu móti í skáld-
skap, en fyrst og fremst í fullkomnun stíls.
I Stjörnum vorsins nýtur sín til fullnustu
málfar skáldsins, eins og það er eiginlegast:
í senn viðhafnarlegt og alveg óhátíðlegt. 1
öllum kveðskap hans er þessi stíll hvorki
meira né minna en ófrávíkjanleg afstaðatil
lífsins, en í Stjörnum vorsins reynir ennþá
meira á mýkt stilsins og sveigjanleik en
annars staðar, af þvi að hér hefir skáldið
máð burt arflæga sundurgreiningu gamans
og alvöru í skáldskap. 1 fyrsta lagi eru
kvæði, sem alls ekki verða flokkuð sam-
kvæmt venjulegum hugmyndum vorum,
eins og Nú er veður til að skapa. Og hins
vegar gamankvæðin, til dæmis: Þegar ég
praktíseraði, sem fjalla um nærtækustu og
hversdagslegustu efni, en búa engu að siður
stílsins vegna við fullt jafnrétti gagnvart
nokkrum af fegurstu ljóðrænum kvæðum
tungunnar: í klausturgarðinum, Bæn til
dauðans, Þjóðvísu, Ljóði um unga stúlku
sem háttar.
Hinn djarfi leikur að andstæðum til-
finningum, sem einkennir Stjörnur vorsins,
heppnast fyrir öryggi stílsins. Sem heimild
um skáldskap er þessi bók til þess fallin að
minna oss á þann sannleik, að efni og
búningur ljóðs verða ekki sundurgreind, og
að viðfangsefni kvæðis nær aldrei hærra,
né fellúr það lægra en stíllinn ákveður.
Með því er auðvitað ekki sagt, að tvö
jafngóð kvæði hljóti að hafa jafnmikla
þýðingu. Ef mér væri gert að velja eitt
kvæði í Stjörnum vorsins, sem mér þætti
mest um vert, myndi ég vafalaust kjósa 1
klausturgarðinum. Það er meira kvæði en
til dæmis Þjóðvísa, Garðljóð eða VIxil-
kvæði, af því að það tekur yfir stærra og
flóknara vitundarsvið. En hitt væri mark-
laust að kalla það betra kvæði. Stíll
skáldsins birtisi jafnskýrt í öllum þessum
kvæðum, sem ég nefndi, og þar með afstaða
hans, hin ástúðlega virðing fyrir lífinu.
(Þessi grein er formáli fyrir nýrri úigáfu AB á Stjörnum
vorsins og skrifaður i tilefni af ára afmæli Tómasar
Guðmundssönar).