Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 32
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.JUDAGUR 6. JANUAR 1976
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976
19
Sagt eftir jafnteflisleikitin
Loks tókst það sem
við œtluðum okkur
— sagði Viðar Símonarson
— Eg er auðvitað ánægður með útkomuna, sagði Viðar Sfmonarson. landsliðsþjálfari.
eftir leikinn á lauRardaginn, en bætti þvf síðan við að óneitanlega hefði verið
skemmtilegra að sigra. — En þeir voru með kniittinn á lokamfnútunni og líku mjög
skynsamlega, sagði Viðar — náðu út úr þvf vfti og tókst að jafna.
— Varnarleikurinn tókst mjög vel hjá okkur f þessum leik, sagði Viðar, — nú loksins
náðum við að útfæra hann eins og við höfðum ætlað okkur að gera, t.d. á móti
Júgóslövunum og baráttuandinn sem ekki hefur verið nægjanlegur f liðinu til þessa
var nú nægur og fleytti liðinu yfir erfiðan hjalla. fig álít, að nú só samæfing
leikmannanna loksins að koma fram, en auðvitað þyrfti hún að verða betri og getur
orðið betri með meiri samæfingu. Það tekur mjög langa tfma að ná því bezta út úr þessu
liði, a.m.k. þannig að það geti leikið leik eftir leik af öryggi.
Þegar Viðar var að þvf spurður hvort hann teldi að frammistaða Rjarna Jónssonar f
þessum leik myndi ekki tryggja honum fast sæti f landsliðinu f vetur svaraði hann:
— A þvf tel íg engan vafa. fig hef alltaf haft augastað á Rjarna sem landsliðsmanni,
og það er mikill fengur að þvf að hann skuli vera kominn inn f liðið aftur — jafngóður
og harður f horn að taka eins og hann er svo oft.
Ekki frnmlegnr haníknatt-
leiknr en árangnrsríknr
- sagði Ewtouschenko, þjálfari Sovétmanna
— Ég get ekki annað sagt en að fslenzka liðið hafi komið mór gffurlega á óvart, sagði
Anatoli Ewtouschenko, aðalþjálfari sovózka handknattleikslandsliðsins, f viðtali við
Morgunblaðið eftir landsleikinn á laugardaginn. — Eg sá fslenzka liðið leika úti f
Júgóstavfu s.l. sumar og hika ekki við að fullyrða að það lók nú miklu betur en þá. Það
var gffurleg barátta í liðinu að þessu sinni, og það er skipað svo góðum handknattleiks-
mönnum að þegar það nær upp baráttunni er það ákaflega erfitt viðureignar. Hitt
verður Ifka að taka með f reikninginn að mfnir menn áttu ekki góðan dag að þessu
sinni, og náðu aldrei að útfæra það sem fyrir þá var iagt. Hafði það örugglega sfn áhrif
að Maximow gat ekki leikið með vegna meiðsla, en hann er gffurlega sterkur
leikmaður.
Ewtouschenko lýsti yfir aðdáun sinni á fslenzka liðinu f leiknum á laugardaginn og
sagði, að þótt allur samanburður væri auðvitað erfiður, þá væri óhætt að slá því föstu að
fslenzka liðið væri ekki slakara en lið beztu Evrópurfkjanna, þegar þvf tækist vel upp.
— Það er eiginlega ekki hægt að lýsa fslenzka liðinu. sagði hann. — Handknattleikur-
inn sem það leikur er ekki frumlegur, en hann er árangursrfkur og erfitt að finna svör
við honum.
Þegar þjálfarinn var að þvf spurður hverjir fslenzku leikmannanna væru beztir að
hans dómi, svaraði hann að bragði að það væru leikmenn númer 7 og 8, þ.e. Hlafur H.
Jónsson og Olafur Einarsson.
Gaman að koma
inn í þetta aftur
— sagði Bjarni Jónsson
— Það er gaman að vera kominn inn f þetta aftur, sagði Bjarni Jónsson eftir leikinn á
laugardaginn, þar sem hann sat og var að ná umbúðum af öklanum á sór, en Bjarni
meiddist snemma í leiknum. — Hann stökk á mig og sneri mig þannig niður að óg
meiddist, sagði Bjarni. — en eftir að búið var að búa um öklann leið mór strax skár og f
hita og hörku leiksins mátti óg ekkert vera að því að hugsa um sársaukann.
— Þetta sovózka lið er geysilega sterkt, sagði Rjarni, — og leikmenn þess harðir í
horn að taka og greinilega þrautþjálfaðir. En fslenzka liðið náði góðum leik að mfnum
dómi og það eina sem var leiðinlegt við leikinn var að við sk.vldum ekki sigra. — Við
hefðum átt það skilið.
Ekkert eftir gefið. Stefán Gunnarsson lætur sig vaða inn í teiginn eftir hraðaupphlaup Islendinga og skorar.
íslenzkur handknattleikur
fékk uppreisn með jafntefli
gegn einu bezta liði heims
ÍSLENZKUR handknattleikur
fékk mikla uppreisn á laugardag-
inn, er landsliðið gerði jafntefli,
13:13 við Sovótmenn f landsleik
sem fram fór í Laugardalshöll-
inni. Þetta er afrek sem eftir
verður tekið og verður munað,
þar sem það er allra álit að Sovét-
menn eiga nú á að skipa bezta
landsliði heimsins — liði sem
hefur t.d. tekið Júgóslava í
kennslustund bæði á útivelli og
heimavelli. Eftir allt sem á undan
er gengið er þessi árangur
íslenzka landsliðsins ákaflega
kærkominn. Hann er sönnun þess
að við stöndum enn jafnfætis
þeim beztu þegar vel tekst til.
Hann er einnig staðfesting á því
að hérlendis er breiddin það
mikil að liðið getur náö slíkum
árangri, jafnvel þótt nokkrir leik-
Tel það mikinn heiður
að leika með landsliðinu
— Ég hef alltaf talið það sérstak-
an heiður að vera valinn í íslenzka
landsliðið, sagði Jón Hjaltalín, í við-
tali við Morgunblaðið eftir leikinn á
sunnudagskvöldið, — og mun álfta
það áfram, verði ég valinn. Hins
vegar finnst mér eðlilegra að ræða
það fvrst við HSÍ og landsliðsþjálf-
arann hvort ég eigi heima f liðinu,
áður en ég lýsi þvf vfir í blöðunum
að ég sé tilbúinn að leika. Það kem-
ur þarna margt til, m.a. atvinna
mín í Svfþjóð og hvort unnt er að
samræma æfingar með landsliðinu
við hana.
Jón sagði að því væri ekki að neita
að það hefði verið erfitt að koma inn í
íslenzka liðið á sunnudagskvöldið. —
Ég var fyrst boðaður til leiksins á
laugardagskvöld og hef ekki leikið
með strákunum í tvö ár. Kerfin sem
við lékum voru hins vegar tiltölulega
fá, þannig að ég fann mig mjög vel í
fyrri hálfleiknum. 1 seinni hálf-
leiknum settu Sovétmenn undir þann
leka, og þá fannst mér ég ekki fá
nægjanlega aðstoð. Slíkt er auðvitað
mjög eðlilegt — við höfðum aldrei
æft andsvör við þeim aðgerðum sem
Sovétmenn beittu.
Þegar Jón var beðinn að gera
samanburð á íslenzka landsliðinu og
því sænska, svaraði hann því til að sér
virtust þessi lið mjög áþekk að getu.
Munurinn væri sá að sænska liðið
æfði miklu meira saman og því væri
meira öryggi í leik þeirra — það ætti
sjaldan mjög lélega leiki. — Við get-
um hins vegar náð toppleikjum, en
síðan dottið niður fyrir það sem
teljast verður meðallag, sagði Jón. —
Þarna kemur til að aðstaðan er alltof
slæm hérna, ekki einu sinni hægt að
fá æfingahúsnæði. Með því að veita
meiri peninga og tíma í landsliðið er
ég viss um að við gætum náð okkur
upp og verið stöðugt við toppinn,
sagði Jón.
Sem kunnugt er starfar Jón Hjalta-
lín sem verkfræðingur hjá sænsku
skipasmíðastöðinni Kockum. Hann
sagði að það hefði verið tilgangur
sinn með því að dvelja áfram i Sví-
þjóð að loknu námi, að öðlast reynslu
i starfi og hann hefði það ágætt úti í
Svíþjóð. Hann væri hins vegar ákveð-
inn í að koma heim aftur. — Það er
aðeins tímaspursmál hvenær ég flyt
aftur heim, sagði Jón, — ég bíð eftir
góðri vinnu og góðu tækifæri hér
heima.
manna, sem taldir eru beztir, séu
ekki með, en að þessu sinni vant-
aði þrjá þeirra leikmanna, sem
dvelja í Þýzkalandi í vetur.
Viðar Símonarson, landsliðs-
þjálfari, segir í viðtali sem birtist
á öðrum stað, að nú loks hafi
samæfing landsliðsins komið
fram en hún þurfi þó að vera
langtum meiri. Örugglega eru
þetta orð að sönnu hjá landsliðs-
þjálfaranum. Islenzka liðið sýndi
í leiknum á laugardaginn hvers
það er megnugt, en flestir þeir
sem fylgzt hafa með handknatt-
leik hérlendis síðasta áratuginn
vita Iíka að því miður skortir
okkur öryggi til þess að vera á
borð við þá beztu í leikjum. Það
er oft of skammt milli frábærs
árangurs landsliðsins okkar og
herfilegra skella sem það hlýtur,
og þar er örugglega engu öðru um
að kenna en að leikmennirnir æfa
ekki nógu mikið saman. Auðvitað
höfum við enga aðstöðu til þess að
búa okkar mönnum sömu aðstöðu
og t.d. Sovétmennirnir hafa,
a.m.k. ekki meðan stjórnvöld hafa
jafntakmarkaðan skilning á gildi
íþrótta og afreksmennsku og þau
augljóslega hafa.
íslenzka landsliðið sýndi á
laugardaginn bezta leik sem und-
irritaður hefur séð það leika,
sennilega síðan liðið gerði jafn-
tefli við rúmensku heimsmeist-
arana um árið. Liðinu tókst allan
leikinn að útfæra leikkerfi sem er
það eina sem dugar á móti liði
eins og Sovétmönnum sem byggja
allt' sitt upp á þrautskipulögðum
leikkerfum. íslenzk lið hafa oft
náð upp Ieikköflum í landsleikj-
um þar sem jafnvel hefur til tek
izt en -aldrei náð að færa betur
út heilan leik. Sannast sagna var
vörn íslenzka liðsins í leiknum
frábærlega útfærð — svo vel að
Sovétmennirnir sem skorað hafa
yfir 20 mörk i hverjum einasta
landsleik sem þeir hafa leikið að
undanförnu, komust oft í mikil
vandræði og sóknarleikur þeirra
jaðraði oft við að vera hrein leik-
leysa. Kerfin öll voru stöðvuð í
fæðingu og leikmennirnir höfðu
ekki framtak til þess að losa sig
undan þeim. Alltaf þurfti að
byrja að nýju og stilla upp í
ákveðnar stöður.
Til þess að útfæra slíka vörn
sem íslenzka liðið sýndi í leiknum
þurfa • leikmennirnir að sýna
gífurlega baráttu. Þegar
,,senterarnir“ fara svo langt út og
þeir gerðu í leiknum til þess að
trufla, reynir mikið á snerpu
annarra varnarleikmanna, þar
sem auðvitað er alltaf hætta á að
þeir missi menn inn fyrir sig. En
hver einasti leikmaður íslenzka
liðsins barðist eins og ljón og
sýndi ótrúlega mikið úthald. Eina
veilan sem greina mátti í vörninni
var í upphafi leiksins, er hinn
mjög svo hávaxni Chrernushow
var ekki stöðvaður nógu framar-
lega. Gerði hann 4 mörk á fyrstu
20 mínútunum, en si*an var
algjörlega sett fyrirþann leka og
hann komst ekki einu sinni i skot-
færi.
Það er erfitt að hrósa einum
leikmanni íslenzka liðsins öðrum
fremur fyrir varnarleikinn. Þar
áttu allir nokkurn veginn jafnan
hlut að máli. Því er þó ekki að
neita að Ólafur H. Jónsson sem
var í ákaflega erfiðu hlutverki í
leiknum, skilaði því gjörsamlega
óaðfinnanlega. Bjarni Jónsson
var liðinu mikill styrkur í vörn-
inni, og nýliðinn Steindór
Gunnarsson sýndi hversu mikill
handknattleiksmaður hann er. t
leik sem þessum hefði sannarlega
verið hætta á að taugar leikmanns
sem var að leika sinn fyrsta leik
gæfu eftir en það var eitthvað
annað hjá Steindóri. Stundum
fannst manni hann vera óþarflega
grófur í varnarleik sínum, en
hann slapp þó við áminningu og
útafrekstur þangað til skamml
var til leiksloka.
Sóknarleikur íslenzka liðsins
var einnig mjög vel útfærður.
Hann var ef til vill ekki eins
beittur og við höfum oftsinnis séð
hann, en sóknarloturnar voru
langar og beðið var eftir færum.
Nýtingin var þar af leiðandi mjög
góð. Aðeins einu sinni í leiknum
var dæmd töf á íslenzka liðið,
enda alltaf mikil ógnun í sóknar-
leiknum, þótt loturnar væru
langar, og fríköstin sem íslenzka
liðið fékk dæmd voru óteljandi.
Þarna kom Bjarni Jónsson vel að
notum, en hann ,,keyrði“ jafnan
vel inn í sovézku vörnina ög
varnarmennirnir urðu að stöðva
hann með brotum, til þess að
hann fengi ekki færi.
Vissulega veikti það liðið að
Björgvin Björgvinsson lék ekki
með, en þeir Árni Indriðason,
Steindór Gunnarsson og Stefán
Gunnarsson hreyfðu sig allir
mjög vel á línunni og opnuðu með
því bæði sér og öðrum möguleika.
Sem fyrr segir var Ólafur H.
Jónsson bezti leikmaður islenzka
Iiðsins i leiknum og hefur senni-
lega ekki átt betri leik fyrr né
síðar. Afturkoma Bjarna Jóns-
sonar var liðinu ómetanlegur
styrkur, og ef til vill sá maður nú
betur en áður í vetur hversu
Bjarni er góður handknattleiks-
maður. Frammistaða hans í þess-
um leik ætti að tryggja honum
fast sæti í landsliðinu á þessu
keppnistímabili. Þá var Olafur
Einarsson atkvæðamikill í sókn-
inni og mun rólegri og yfirvegaðri
en hann hefur oftast verið áður.
Þau voru t.d. ekki mörg skotin
hans sem ekki nýttust í leiknum.
Sigurbergur Sigsteinsson og
Páll Björgvinsson léku mjög
framarlega á vellinum í vörninni
og stóðu báðir vel í þeirri stöðu,
sérstaklega þó Sigurbergur, sem
var fljótur að skjótast fram og
aftur og var erfitt fyrir Sovét-
mennina að átta sig á honum.
Þegar á heildina er litið verður
ekki annað sagt en að hver einasti
einstaklingur landsliðsins hafi átt
þarna toppleik — gert það sem
við var húizt af honum og meira
að ségja vel það.
Stjl.
Baráttan tók sinn toll af þreki
íslenzku leikmannanna og sovézkn
birnirnir sigruðn í seinni leiknnm
ÞAÐ vantaði ekki baráttuna, kraftinn og viljann til að vinna í seinni landsleik
íslands og Sovétmanna á sunnudagskvöldið í Laugardalshöllinni. íslenzka
liðið náði að sýna mjög góðan leik í fyrri hálfleiknum og landinn leiddi með
einu marki, 9:8, þegar gengið var til leikhlés. Fljótlega kom svo í Ijós í seinni
hálfleiknum að hin mikla barátta í fyrri leiknum og fyrri hálfleik síðari
leiksins hafi tekið sinn toll af þreki leikmanna og náðu sovézku birnirnir að
síga framúr í hálfleiknum. Urslitin urðu 19:15 þeim í vil, en íslenzku
leikmennirnir gátu verið stoltir af árangri slnum í leikjunum tveimur gegn
hinum annaðhvort risavöxnu eða samanreknu sovézku vöðvabúntum.
Fyrri hálfleikur seinni leiksins var
mjög vel leikinn af íslenzka liðinu og
var þar sennilega um bezta leikkafla
íslenzka liðsins í leikjunum tveimur að
ræða. Sérstaklega í vörninni, en
sóknarleikurinn var einnig mjög líflég-
ur og þó nýtingin væri ef til vill ekki
nægilega góð, þá var leikið af skyn-
semi og samvinna var fyrsta boðorðið
Rússarnir léku með 1 5 leikmenn að
þessu sinni — reglur gera ráð fyrir 1 2
i liði — og þeir sem á undanþágunni
komu í lið Rússanna voru markvörður-
inn Ischienko og Maximov, sá er af
flestum er talinn snjallastur handknatt-
leiksleiksmanna austur í Rússlandi
Styrktu þessir tveir leikmenn lið Rúss-
anna mjög og var það því mun
ánægjulegra að sjá hversu vel íslenzka
liðið lék
En á íslenzka liðinu hafði líka orðið
ein breyting Sá snjalli leikmaðúr
Bjarni Jónsson gat ekki leikið þennan
leik vegna tognunar á ökla, sem hann
hlaut i fyrri leiknum og í hans stað kom
Jón Hjaltalín Magnússon í íslenzka
landsliðið Munaði mikið um Jón,
hann var stöðug ógnun rússnesku
vörninni, auk þess sem hann skoraði
gullfalleg mörk.
Allur fyrri hálfleikurinn var mjög
jafn, munurinn aldrei meiri en 2 mörk,
og íslenzka liðið oftast yfir Þrátt fyrir
að íslenzka liðið - tapaði knettinum
nokkrum sinnum á klaufalegan hátt —
skref 4 sinnum — þá gáfu þeir hvergi
eftir og með snilldarleik í vörninni
rugluðu þeir andstæðingana algjörlega
í ríminu. Kerfi þeirra gengu engan
veginn upp, Maximov var eltur og
örvæntmg greip um sig meðal leik-
manna liðsins Ekki yar ástandið betra
á varamannabekknum sovézka þar sem
þjálfari liðsins hundskammaði leik-
menn sina, bölvaði og ragnaði og jók
með því taugaveiklunina meðal leik-
manna liðsins.
Það hefur örugglega verið talað
rækilega yfir hausamótunum á sovézku
leikmönnunum í leikhléi og það tók
sinn tima því sovézka liðið lét ekki sjá
sig fyrr en talsvert var komið fram yfir
venjulegan hvíldartíma Byrjaði
sovézka liðið af miklum krafti í seinni
hálfleiknum og lék nú vörnina framar
en áður og kom það íslenzku leik-
mönnunum talsvert á óvart Er leið á
leikinn og Rússarnir höfðu komizt yfir
fóru þeir að tefja, en landinn gafst ekki
upp. Munurinn minnkaði úr 13:10
niður í 14r13 Rússunum í vil, en þá
loks kom að vendipunktnum í leiknum
Arna Indriðasyni var vikið af velli í 2
mínútur og með 2 mörkum Maximovs
úr vítum og einu marki Klimovs
komust Rússarnir i 17 13 Er hér var
komið sögu var orðin lítil ógnun í leik
íslenzka liðsins. Leikmennirnir höfðu
ekki kraft til að brjótast framhjá
sovézku vörninni og í uppstökkunum
settu skytturnar afturendann í Rússana
í stað þess að láta kné fylgja kviði eins
og þær höfðu áður gert Rússarnir
héldu sinni fjögurra marka forystu og
unnu leikinn 19:1 5
Það sem íslenzka liðið sýndi í
leikjunum tveimur gegn Sovét er það
bezta sem landsliðið hefur sýnt í vetur
Má vel vera að árangurinn af sam-
æfingu liðsins í Danmörku fyrir jól hafi
fyrst komið í Ijós í þessum leikjum,
þreyta hafi setið í mannskapnum í
leikjunum við Júgóslava. Það var mikil
stemming í liðinu í þessum leikjum og
þá einkanlega í vörninni Markvarzlan
lét þá heldur ekki á sér standa og stóð
Ólafur Benediktsson sig frábærlega vel
í markinu allar þær 1.20 mínútur, sem
leikið var við Sovétmennina að þessu
sinni Það fer ekki á milli mála að
Rússarnir eiga mjög sterku liði á að
skipa, en þrátt fyrir reynslu leikmanna
þess þá virtist svo sem þeir færu úr
jafnvægi við hversu vel íslenzka liðið
lék. Voru þeir lengi að finna ráð við
varnarleik islenzka liðsins og gátu
reyndar aldrei notað kerfi þau sem liðið
er frægt fyrir
Nokkrir leikmanna íslenzka liðsins
skáru sig úr að þessu sinni. Skulu þar
fyrstir nefndir nafnarnir Ólafur H
Jónsson og Ólafur Benediktsson, Jón
Hjaltalín Magnússon og Stefán
Gunnarsson Allir léku þessir leikmenn
mjög vel, sérstaklega vel Óli Ben
veggur í markinu, Óli Jóns heilinn í
leik liðsins og stöðug ógn hvort sem
var á línu eða fyrir utan — klettur í
vörn, Jón Hjaltalín sannkölluð fall-
byssa, sem kallaði iðulega á tvo af
varnarmönnunum sovézku og loks
Stefán Gunnarsson, baráttumaðurinn
ódrepandi Auk þeirra þá vex Árni
Indriðason með hverjum leik, Steindór
Gunnarsson, Valsmaðurinn ungi, sem
nú lék sína tvo fyrstu landsleiki, en er
kominn til að vera Ólafur Einarsson
átti ágætan dag og lét nú knöttinn
ganga betur en í fyrri leiknum, Páll
Björgvinsson sem stóð sig betur nú en
í síðustu leikjum í sókninni og gætti
Maximovs vel í vörninni, Jón Karlsson
stóð sig allvel, sömuleLðis Sigurbergur
en hann var lítið notaður Hörður Sig-
marsson meiddist snemma i leiknum
og varð að sauma nokkur spor í skurð
á enni, þannig að hann gat ekki leikið
meira með Þá er aðeins ónefndur
Guðjón Erlendsson, sem ekki kom inn
á í leikjunum tveimur, enda ekki
ástæða til — slík var frammistaða
Ólafs Benediktssonar
Þó svo að íslenzka liðið tapaði seinni
leiknum þá var hann ánægjulegur að
mörgu leyti, sérstaklega vegna þess að
islenzka liðið lék saman sem lið, sem
heild, eins og Ólafur H Jónsson
orðaði það að leiknum loknum -- áij
Jón Hjaltalfn Magnússon var mikill ógnvaldur Sovétmanna 1 seinni
leiknum og tóku þeir hann um tíma úr umferó. Þarna hefur Jón náð aó
lvfta sér og andartaki sfðar hafnaði knötturinn f marki Sovétmanna.
c/
. I stuttu máli
Fyrri leikurinn 13—13
t STl'TTl' MAU:
LANDSLEIKUR 1 HANDKNATTLEIK
LAUGARDALSHÖLL 3. JANÚAR
ÚRSLIT: ISLAND — SOVÉTRlKIN 13—13
(9—7)
GANGÚR LEIKSINS:
MlN. ISLAND SOVÉTRlKIN
4. Stefán 1:0
4. 1:1 Chrernushow
5. Ölafur E. 2:1
7. 2:2 Chrernushow
8. 2:3 Plaehotin
9. Ólafur E. 3:3
10. 3:4 Chrernushow
15. Ólafur E. 4:4
16. Ólafur J. 5:4
20. 5:5 (,'hrernushow
21. Ólafur J. 6:5
22. 6:6 Lagutin
23. Árni 7:6
24. 7:7 Iljin
25. ólafur J. 8:7
29. Steindór 9:7 HÁLFLEIKUR
39. 9:8 Chiku n
I STl'TTÚ MALI:
LANDSLEIKÚR I HANDKNATTLEIK I
I.AÚG ARDALSHÖI.L 4. JANÚ AR.
ISLAND — SÖVÉTRlKIN 15:19 (9:8)
GANGÚR LEIKSINS:
MlN. ISLAND RCSSLAND
3. ólafur J. 1:0
4. 1:1 W'asili
5. 1:2 Krawson
8. Arni 2:2
10. Ólafur E. 3:2
10. Stefán 4:2
15. 4:3 Kliniov
16. 4:4 Wasili
16. Jón Hjaltalín 5:4
17. Páll 6:4
21. 6:5 Mazelijarskas
26. 6:6 Maximov
27. Jón Iljaltalín 7:6
28. 7:7 Fedjutkin
28. 7:8 Maximov
29. Jón Hjaltalín 8:8
30. Ólafur J. 9:8
LEIKHLE
32. 9:9 Krawson
33. Ólafur E. 10:9 ■
33. 10:10 Klimov
36. 10:11 Wasili
37. 10:12 Maximov
41. 10:13 Wasili
42. ólafur J. 11:13
46. Páll 12:13
47. 12:14 Mazeljanskas
49. Jón Karls. 13:14
51. 13:15 Maximov (v)
51. 13:16 Klimov
40. 9:9 Lagutin (v)
42. Jón 10:9
44. Ólafur E. 11:9
47. 11:10 Kzawehow
49. 11:11 Kidaew
51. Stefán 12:11
52. 12:12 Lagutin
55. Jón K. (v) 13:12
60. 13:13 Lagutin (v)
MÖRK ISLANDS: Ölafur Einarsson 4.
Ólafur II. Jónsson 3. Slefán Gunnarsson 2.
Jón Karlsson 2. Sleindór Gunnarsson 1. Arni
Indriðason 1.
MÖRK SOVÉTRIKJANNA: Chrernushou
4. Juri Lagutin 3. Vietor Plaehotin I. Anatoli
Fedjukin 1. Wassili Iljin I. Chikun 1.
Wladimir Kzawchow I. Juri Kidaew 1.
BROTTVÍSANIR AF VELLI: Steindór
Gunnarsson og Ólafur Einarsson í 2 mín.
MISHEPPNAÐ VlTAKAST: Ekkert
DÓMARAR: Gunnar Knudsen og Knud
Hjuler frá Danmörku og dæmdu þeir leikinn
mjög vel. Höfðu góð tök á honum. en leyfðu
hins vegar öllu meira en við eigum að
venjast hérlendis.
stjl.
—19
55. 13:17 Maximov (v)
55. Árni 14:17
59. 14:18 Kidjaliew
60. 14:19 Lagutin
60. Jón Karls. (v) 15:19
MÖRK ISLANDS:
Ólafur H. Jónsson 3, Jón Hjaltalin
Magnússon 3, Árni Indriðason 2,
Ólafur Einarsson 2, Páll Björgvins-
son 2, Jón Karlsson 2, Stefán Gunn-
arsson 1.
MÖRK SOVÉTMANNA: Maximov 5,
Wasili 4, Klimov 3, Krawzon 2,
Mazeljanskas 2, Lagutin 1,
Fedjutkin 1, Kidjaliew 1.
BROTTVÍSANIR AF LEIKVELLI: Árna
Indriðasyni og Kidjaliew var báðum
vísað af velli í tvær minútur.
MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Ólafur
Benediktsson varði vitakast frá
Maximov i fyrri hálfleik.
DÓMARAR: Knudsen og Hjuler.
Dæmdu þeir leikinn allvel og þurftu
islenzku leikmennirnir að minnsta
kosti sjaldan að kvarta yfir dómum
þeirra. Hins vegar fannst undirrituð-
um þeir vera helzt til ragir við að
dæma vitköast.
ÁHORFENDUR: 2400 keyptu sig
inn.
Seinni leikurinn 15