Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 Mærín á glerfjallinu ríkið,“ sagöi konungur. ,,Þú hefir til hvorstveggja unnið“. Var síðan slegið upp brúðkaupsveizlu og öllum boðið, sem reynt höfðu að komast upp glerfjallið, og skemmt sér gátu þeir og etið og drukkið, þó þeir kæmust ekki upp fjallið, og best gæti ég trúað að veizlan stæði enn. Úfríða konungsdóttirin EINU SINNI voru konungur og drottn- ing, sem engin börn áttu og það þótti drottningunni mjög leitt, svo slæmt, að hún leit varla glaðan dag. Og alltaf var hún að kvarta og kveina um það, hve eyðilegt væri í konungshöllinni, og dauft, þegar þar væri ekkert barn. „Ef við bara ættum börn, þá skyldi verða hér líf og fjör,“ sagði hún. AIls staðar þar sem hún fór um ríki sitt voru einhver ókjör af börnum, jafnvel í fátæklegustu hreysum, og hvarsemhún kom, heyrðihún mæður barnanna vera að skamma litlu skinnin. Nú höfðu þau aftur gert þetta og hitt af sér. Og það fannst drottningunni gaman að heyra, — ja, það var ekki trútt um að hana langaði líka til þess að gera slíkt. Þú ert heldur skjátuleg núna, en því kipp- Að lokum tóku konungshjónin að sér litla munaðarlausa telpu, hana ætluðu þau að ala upp sem sitt eigið barn og ávíta hana samkvæmt því. Dag einn var litla fósturdóttirin að leika sér fyrir framan höllina og var með gullknött. Þá kom þangað beiningakona, sem líka var með litla telpu með sér og þaö leið ekki á löngu þar til þær tvær telpurnar voru farnar að leika sér saman og kasta gullknettinum á milli sín. Þetta sá drottningin, þar sem hún sat uppi við hallargluggann, og þá barði hún í glugg- ann og benti fósturdóttur sinni að koma inn til sín. Hún gerði það strax, en litla fátæka telpan kom með henni og þegar þær komu inn í salinn, héldust þær í hendur og leiddust. Drottningin fór nú að ávíta fósturdótt- ur sína: „Það er þér ekki samboðið að leika við svona krakka,“ sagði hún og ætlaði að reka hina telpuna út aftur. „Ef drottningin vissi, hvað hún mamma mín getur,“ sagði þá litla stúlkan ókunna, „þá myndi hún ekki reka mig á dyr,“ og þegar drottning fór að spyrja hana betur um þetta, sagði sú litla að móðir sín gæti komið því svo fyrir, að hún eignaðist barn. Þessu vildi drottn- ingin ekki trúa, en telpan sagði, að það væri dagsatt og drottningin skyldi bara tala við mömmu hennar. Þá sendi drottningin telpuna eftir móð- ur hennar. „Veiztu hvað dóttir þín segir?“ spurði hún, þegar þær mæðgurnar komu inn til hennar í salinn. Nei, ekki vissi förukonan það. „Hún segir, að þú getir orðið þess ráðandi, að ég eignist barn, ef þú vilt,“ sagði drottningin. „Drottningin á ekki að vera að hlusta á ruglið úr krakkakjána,“ sagði förukonan og þaut út aftur. Þá reiddist drottningin og ætlaði að fara að reka litlu telpuna út, en hún hélt sínu fram og sagði að hvert orð sem hún hefði sagt væri satt. „Drottningin ætti bara að gefa mömmu minni að smakka á víni, svo hún yrði kát,“ sagði telpan, „þá myndi hún gera eitthvað fyrir yður.“ Þetta vildi drottningin reyna, hún lét sækja förukonuna aftur og gaf henni vín og mjöð, eins mikið og hún vildi, og þá leið ekki á löngu þar til losnaði um málbeinið í henni. MORö'dK/- kafr/Nu Blossaóur hættu þessu þrasi. Nýr pels enn á ný? — Ef það væri maðurinn minn, vrði hann hreint snarvitlaus. Þú færð kojuna á morgun. Þú átt leik, — því má ekki glevma. Konan á tvö bitur vopn, sem hún kann að nota — neglurnar og tunguna. X Sfmastúlkan: — Símtalið kostar 300 krónur. Maðurinn: — Er ekki hægt að fá sérstök kjör ef maður bara hlustar? Ég ætla að hringja til konunnar minnar. X Jói endaði rifrildi sitt við Sirrý með þessum orðum: — t hvert sinn, sem ég horfi á þig, finnst mér ég hafa svikið ríkið um skemmtanaskatt. X Rithöfundurinn: — Ég fékk 200 þús. krónur fvrir síðustu skáldsögu mfna. Vinurinn: — Nú, hver borgaði það? Rithöfundurinn: — Vátryggingafélagið. Handritið brann. X Fékkstu ekki ávísunina, sem ég sendi þér. Jú, blessaður vertu, tvívegis meira að segja. Fvrst frá þér og sfðan frá bankanum. X Hann: — Þarna er stúlkan. sem ég var með í fvrra. Hún: — Jæja, hvað hefur hún, sem ég hef ekki? Hann: — Bankabókina mína. X Kennarinn. — Geturðu sagt mér, hvers vegna vatnið á Tjörninni frýs? Nemandinn: — Já, til þess að hægt sé að fara á skauta. X Dómarinn: — Hefurðu sam- vizkubit? Akærður: — Augnablik, ég ætla að spvrja lögfræðing minn. Meö kveöju frö hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns 13 Það var frú Missal. Og ég get sagt yður að frú Missal hefur ákaflega góðan smekk og Sihrisk Zone fer skínandi vel við rauða hárið á henni. — Hvað er langt sfðan? sagði Burden. — Hvcnær fenguð þér annars þessa sendingu? — Augnablik. Hann renndi augum vfir pönt- unarlista. — F’immtudag f fyrri viku. Sem sagt nákvæmlega ein vika síðan. Ég seldi ungfrú Clements varalit- inn eiginlega strax eftir að við fengum sendinguna. Sennilega á föstudaginn. A laugardaginn var ég í fríi og á mánudögum er ákaf- lega dra-m sala yfirleitl. A þriðju- dag lokum við snemma og ég veit að við seldum engan f gær. Það hlýtur þvf að hafa verið árdegis á þriðjudaginn. — Þér hafið verið mér ákaflega hjálplegur, sagði Burden alúð- lega. — Það hefur verið mér ána'gja. Þér hafið fa-rt örlitla spennu inn f þetta tilbrevtingarlausa Iff mitt. Annars get ég bent vður á að frú Missal býr f glæsilega húsinu sem er beint á móti The Olive and I)ove og frú Darrell býr í tveggja herbergja nýrri fhúð í blokkinni við Queens Street. Svo heppilega vildi. til að ungfrú Clements var með varaliti sfna báða í veskinu sfnu. Hún var þegar hvrjuð að nota sinn og hinn sem adlaður var til gjafar var óupptekinn f pakkningu sinni. Þegar Burden fór af fasteignasöl- unni, leit hann sem snöggvast á armbandsúrið sitt. Klukkan var hálf sex. Hann hafði þó alténd marið þetta ’fvrir lokun. Hann náði tali af frú Darrell hvar hún var að drekka te með nágranna- konu sinni. Hún skundaði ínn til sín og kom fimm mínútnm síðar með ónotaðan varalit, Sibrisk Zone, og verðmerkið á réttum stað. Farþegabfllinn frá Stowerton til Pomfret var á leiðinni upp hæðina, þegar hann gekk vfir göt- una að The Olive and Dove. Klukkuna vantaði nú tfu mínútur í sex. Sennilega hafði hflnum seinkað frá Stowerton, það kom kannski iðulega fvrir. Fjárinn mátti eiga allar þessar kerlingar og varalitina þeirra hugsaði hann, það hlaut að hafa verið Parsons sem hafði drepið konuna sfna. Glæsilega húsið sem afgreiðslu- maðurinn hafði bent honum á að væri heimili frú Missal var hið fburðarmesta. Gömul skips- klukka við dyrnar og Burden lamdi hana með koparhamri sem hékk f snúru til þeirra nota. Eins og hann hafði búizt við kom enginn til dyra. Bflskúrinn var tómur og dvrnar stóðu opnar. Hann gekk aftur niður þrepin og arkaði til lögreglustöðvarinnar og velti fvrir sér hvort Brvant lög- regluþjónn hefði orðið einhvers vfsari f rafstöðinni. Hann heyrði ekki betur en Wexford vrði hinn kátasti þegar hann sagði honum frá niðurstöð- um í rannsóknarleiðangri sínum. Þeir biðu eftir þvf að Brvartt ka-mi aftur og ákváðu að bregða sér sfðan á The Olive and Dove til að fá sér kvöldverð. — Ég sé ekki betur en Parsons sé hreinsaður af öllum grun, sagði Wexford. — Hann fór af vinnustað klukkan 17.30 og þó líklega aðeins seinna. Að minnsta kosti ekki fvrr. Þvf er óhugsandi að hann hafi náð vagninum klukkan 17.32. — Nei, sagði Burden — enda þótt honum væri það þvert um geð. — Og þá hefur na-sti vagn ekki farið fvrr en klukkan tvær mfnútur vfir sex. Þeir gengu inn f matsalinn og Wexford hað um borð við gluggann svo að þeir gætu haft auga með dvrunum hjá frú Missal. Þegar þeir voru búnir með lambasteikina og langt komnir með eftirmatinn voru bflskúrs- dvrnar enn opnar upp á gátt og enginn hafði farið inn í húsið né komið þaðan út. Burden sat eftir við borðið en Wexford fór á stúf- ana til að borga reikninginn og f sömu mund og hann stóð á fætur og atlaði að fara f áttina til Wex- fords sá hann ljósha>rða stúlku beygja inn f High Street frá Sewinghury Road. Hún gekk framhjá kirkjunni og einbýlis- húsunum og hljóp upp tröpp- urnar á húsi frú Missals. — Komið Burden, sagði Wex- ford. Þeir lömdu hressilega á skips- kiukkuna. Þvflfk tilgerð, sagði hann. — Svona útbúnað get ég hreint ekki þolað. Þeir biðu örstutta stund. Svo opnaði ljósha>rða stúlkan dvrnar. — Er frú Missal heima? — Hjónin og börnin eru ekki heima, sagði hún. Þeir hevrðu að hún talaði með útlenzkum hreim. — Þau fóru niður að strönd. — Við erum frá lögreglunni, sagði Wexford. — Hvenær búizt þér við þeiin heim? — Bfðum við. Klukkan er sjö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.