Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6, JANUAR 1976 26 Lúðvík Jónsson meinatœknir - Kveðja F. 9.10 1927 D. 20.12 1975. „AldrH devr. þótl allt um þrolni, endurminninR þess sem var. (i. Thomsen. Það var síð sumars 1967. sem ég kynntist fyrst Lúðvík Jónssyni. Þá var hann meinatæknir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en ég leysti yfirlækninn, Pál Gíslason, af ísumarfríi hans. Með okkur tókst þá þegar ágætur kunningsskapur og síðar vinátta, eftir að hann réðst hér að sjúkrahúsinu í Keflavík sem meinatæknir 1972. Þá var verið að taka í notkun nýja, rannsóknastofu í sjúkra- húsinu og var það ómetanlegt að fá I.úðvik Jónsson til þess að veita henni forstöðu strax í byrjun. Hann sá um uppbyggingu rann- sóknastofunnar af sínum alkunna áhuga og dugnaði og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til þess að gera veg hennar sem mestan. Lúðvík var mikill ákafamaður, vildi hrinda hugmyndum sinum í framkvæmd þegar í stað, og kunni illa hangsi og seinlæti. Hann hugsaði þó hvert mál vand- lega og lagði niður fyrir sér áður en framkvæmdir hófust, var frá- bær skipuleggjandi, sem við Kefl- víkingar kynntumst kannski hvað best í sambandi við Keflavíkur- hátíðina 1974, en bærinn átti 25 t Systir okkar og frærtka min. GUÐBJORGMYRVANG. Turistv*i*n 42. Tromsdal. Tromsö. andaðist að kveldi 3 þ m Fyrir hönd barna hennar og annarra aðstandenda Sigurlaug Sigurbjöcnsdóttir. Guðmundur Sigurbjornsson. Sigurbjartur Sigurbjörnsson. Maria S. Óskarsdóttir ára afmæli. Var sú hátíð öll frábærlega skipulögð að allra dómi og mæddi þar mest á Lúðvík, sem var framkvæmdar- stjóri sýningarinnar og virtist hann oft ekki einhamur. Hann vann öll sín störf af frábærri samviskusemi og öryggi. Sí og æ vakandi í starfi og fylgdist með nýjungum i meinatækni af einstakri árvekni. Hann var mjög fjölhæfur maður og úr honum hefði mátt gera marga menn, eins og sagt hefur verið um fleiri Islendinga. Hann var mjög Iistrænn, og málaði talsvert í frístundum sfn- um, og eru sum málverk hans sannköMuð listaverk. Hann var einnig mikill náttúru- unnandi og félagsmaður og starfaði lengi í skátahreyfing- unni, fyrst á Akranesi og síðast hér í Keflavík. Hann hafði mikla söfnunargleði og átti mikið frímerkjasafn ásamt fleirum, en á þvf kann ég þó lítil skil. Lúðvík var ákaflega vel af guði gerður, fluggáfaður, skarpur, minnugur og víðlesinn, síglaður og kátur og geislandi af lifsgleði og fjöri, sem smitaði út frá sér. Hann var einstakur í viðræðum, hugmyndaríkur, hnyttinn og sanngjarn í deilumálum, maður, sem allir þroskuðust af að kynn- ast og umgangast, skapheitur maður og fljótur að reiðast, en fljótur til sátta og búið um leið. Eg kann ekki að rekja ættir Lúðviks Jónssonar, enda talinn mikil skussi f ættfræði, en hann var fæddur á Akranesi 9. okt. 1927 og ólst upp í föðurhúsum, ásamt sex systkinum, en tvö eru dáin. Faðir hans Jón Ágúst Þórðar- son, lifir son sinn og býr i Kópa- vogi, en móðir hans Lovfsa Vflhelmfna Guðmundsdóttir, er dáin. Mestu hamingju lffs síns hlaut Lúðvík 1950 er hann kvæntist t SIGURJÓN GUOI AUGSSON. ' kirmum. Þykkvaba. lézt i Landakotsspitala 4 janúar Pállna Jónsdóttir og vandamenn. t Eiginkona min. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Háaleitisbraut 1 55, andaðist á Landspítalönum föstudaginn 2 janúar. Jarðarförin auglýst síðar. hyrir mína hönd. barna okkar. tengdabarna. barnabarna og annarra ættingja. Garðar Ólason. t Jarðarför konu minnar, SIGURVEIGAR M. GUNNARSDÓTTUR. Réttarholtsvegi 85 fer fram frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 6 janúar kl. 3 e h Fyrir mína hönd, barna okkar. systkína og móður hinnar látnu. Bjarni Viggósson. . \ ' t Eiginmaður minn og faðir okkar INGIBERGUR JENS GUÐJÓNSSON, bifreiðastjóri frá ísafirði, Stigahlið 22, Reykjavík varð bráðkvaddur aðfaranótt laugardagsins 27 desember Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8 janúar kl. 1 0.30 f.h Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vildu heiðra minning hans er bent á líknarfélög Anna Helga Hjórleifsdóttir, Guðjón Sigþór Jensson, Elisabet Jensdóttir, Páll Viðar Jensson. Samstarfsmaður okkar í tæp 4 ár, Lúðvík Jónsson meinatæknir, er nú horfinn sjónum okkar. Eftir stöndum við sem þrumu lostin yfir þessu skyndilega og óvænta fráhvarfi. Mikil eftirsjá er að Lúðvík sem á sínum tiltölulega stutta starfs- ferli hér á Sjúkrahúsi Keflavíkur- læknishéraðs, ávann sér traust bæði sem starfsmaður og félagi. Hann var ávallt örvandi og frjór í öllum umræðum og félagslífi meðal okkar. Einkennandi var hversu oft hann gat komið af stað heilabrot- um meðal fólks með nýstárlegum hugmyndum sínum og því að líta á hin ýmsu mál frá nýjum sjónar- hornum. Hann var áhugamaður um margt, fjölhæfur og manna líkleg- astur til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Enda þótt missir okkar sé mikill er annarra missir meiri. Við viljum votta fjölskyldu Lúð- víks innilegustu samúð á sorgar- stundum. Starfsfólk Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs. eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Sæmundsdóttur úr Reykjavík. Eígnuðust þau átta börn, sem öll eru á lífi og þar af þrjú gift, fimm eru enn í föðurhúsum, það yngsta 10 ára. Á heimili þeírra ríkti hin sanni heimilisandi, þar sem allir virtust sem ein samvirk heild, þar sem hlýjan og kærleikurinn réðu ríkj- um, þar leið manni vel og þaf var gott að koma. Fjölskyldan og heimilið voru honum allt, en ógæfan er aldrei langt undan. Lúðvík mun ekki hafa verið kvartsár maður, en trúlega mun hann þó hafa kennt þess sjúk- dóms, sem dró hann til dauða áður en lokaáfallið kom í desem- ber, en hann lést úr kransæða- stíflu 20 des. s.l. á Landspítalnum. Hann gekk æðrulaus og ótrauður til þessarar sfðustu orustu lifs sins. Skyldurækni hans var svo einstök að hann mætti til vinnu sinnar morguninn, sem hann veiktist, sárþjáður. Slikir menn sem Lúðvfk, skilja eftir sig spor, sem ekki mást. Eg vil að leiðarlokum, þakka Lúðvik fyrir frábært starf í þágu Sjúkrahússins i Keflavfk og ógleymanlega viðkynningu og vináttu. Orð eru oft Iftils megnug, en mikil buggun er það eiginkonu og börnum að hafa átt slíkan eiginmann og föður. Kristján Sigurðsson. Guðný Jóhannesdóttir Stóra-Skógi - Minning F. 24. maf 1907. D. 29. desember 1975. Þegar Guðný Jóhannesdóttir hefur nú lokið göngu sinni og hlotið hvíld, er orðið stórt skarð í samhenta systkinahópinn frá Svínhóli, sem kveður hana í hinsta sinn. Hver og einn hugsar í hljóði, gleðst og hryggist. Ég minnist Guðnýjar systur minnar með stolti og virðingu. Ég minnist þróttmiklu samverustundanna í leik og í starfi, heima í foreldra- ranni. Ég geri ráð fyrir, að sál- rænn andi hennar hafi flutt þakk- arkveðju til foreldra okkar, sem á undan fóru, yfir þau landamerki, er enn skilja vegi. Mér er þakkaróður í huga, vegna þess hve vel hún skildi þeirra hag, strax á unga aldri, og veitti þeim handtök sín, svo styrk og mörg, allt til fullorðinsára. „En svo leið æskan unga“, og Guðný stofnaði sitt eigið heimili, með traustum eiginmanni. Og heimilið var stofnað þar sem hún fæddist fyrir 68 árum, að Stóra- Skógi, „þar sem afi okkar bjó, þar sem amma okkar dó“ ... Þangað var gott að koma. Þar var gott að dvelja. Og þegar leið min lá inn Skógarströnd, og upp Harrastaða- veg, blöstu við reisuleg býli f vel hirtu túni og grænum ökrum, enda Stóri-Skógur orðinn eitt mesta höfuðból í Dalasýslu. t Eiginkona mln. móðir og systir. HREFNA KARELSDÓTTIR BARTELTT, (éður til haimilis »8 Skipasundi 51) lézt I Morgantown Hospital W-Virginia U.S.A. þann 26 desember 1975 Jarðarlör hennar lór fram (30 desember) I W-Virginia U.S.A. Carl A. Bartlatt Minnie K. Woltan og systkini hinnar látnu. t Útför eiginmanns míns ÞORBERGS P. SIGURJÓNSSONAR. kaupmanns. Bergstaðastræti 46, fer fram frá Fossvogskírkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 3 Fyrir hönd barna, tengdabarna. barnabarna og annarra aðstandenda. Kristln Asmundsdóttir. t Systir okkar, KRISTÍN GUOFINNSDÓTTIR. Norðurbrún 1, verður jarðsett frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6 janúar kl 1 3.30 Guðrlður Guðfinnsdóttir, Kristjana Guðfinnsdóttir, Jóhanna Guðfinnsdóttir. t Móðir mín RAKEL ÞÓRÐARDÓTTIR, er lézt ! Kaupmannahöfn 22 desember 1975, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8 janúar kl 1 30 Birgir Lorange. Ég sagði með hrifingu við sam- ferðafólk: þarna býr systir min! Þegar rennt var i hlað hins glæsilega heimilis þeirra kom hún til móts við gesti sfna bros- andi, en með hógværu húsmóður- stolti, og bauð hverjum þeim, sem að garði bar, að ganga f bæinn. Þannig var Guðný, ekki aðeins f sfnum eigin bæjardyrum, heldur hvar sem hún kom, hvert sem hún fór; brosandi, virðuleg, viljaföst og sterk. Vel fór henni að vera veitandí. Margir sátu og við hennar þung- hlöðnu veisluborð, þá rætt var um dag og veg, meðan notið varð hinna rausnarlegu veitinga. Þannig gæti ég haldið áfram að rekja þráð þeirra minninga, sem gerðu hana stóra, og styrktu okk- ar fjöiskyldubönd. Guðný hefur kvatt. — Sveitin okkar góða kveður hana, og þakk- ar samfylgd, og samveru liðinna ára. Kæri Benedikt og synir, Gunn- ar og Billi, og frændkeðjan öll! Hugheilasta samúðarkveðja. Ykkar einlægur Olafur Jóhannesson frá Svlnahóli. t Móðir mín, systir okkar og amma, GUÐBJÖRG ÁSMUNDSDÓTTIR, Hitúni 10, lézt í Landspitalanum laugardag- inn 3 janúar. Erla Egilsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir, Unnur Ásmundsdóttir og barnabörn. t Systir min RAGNHILDUR ERLA ERLINGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju, miðvikudaginn 7 janúar kl. 1 30 Fyrir hönd systkinanna, Bertel Erlingsson. útfaraskreyllngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.