Morgunblaðið - 17.02.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976
Ríkissjóður tekur erlent
lán að upphæð 3244 millj.
FIMMTUDAGINN 12.
febrúar var undirritaður í
París samningur um opin-
bert lánsútboð ríkissjóðs
að fjárhæð 15 millj.
Evrópureikningseininga
Víðtæk verkföll
Framhald af bls. 36
ingum. Er í tillögunni gert ráð
fyrir 24% fiskverðshækkun og að
á móti komi lækkun skipta-
prósentu en óvisst var hve sú
lækkun var ráðgerð mikil þegar
Morgunblaðið hafði siðasi fregnir
um miðnætti. Önnur atriði voru
ekki tekin fyrir í tillögunni, svo
sem sérkröfur. Deiluaðilar höfðu
tillöguna til athugunar og út-
reiknings, og áttu þeir að skila
svörum til sáttanefndar fyrir
klukkan 2 í nótt.
0 Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
íslands, sem á sæti í sérstakri
nefnd á vegum ASt, sem fjallar
um undanþágubeiðnir vegna
verkfallsins, sagði við Mbl., að um
klukkan 23 í gærkvöldi hefði
komið beiðni um undanþágu til
mjólkurframleiðslu og dreifingar.
Guðmundur sagði, að raunar
hefði legið fyrir frá fulltrúum
Verkalýðsfélaganna á Selfossi og
Borgarnesi að ef slík undanþága
yrði veitt væri verkfallið á þess-
um stöðum runnið út í sandinn.
Jafnframt þvl hefði beiðni
mjólkurbúanna verið ruddalega
fram sett og tekið fram að annað-
hvort vildu þeir fá undanþágu
fyrir alla framleiðslu mjólkur eða
enga. Var þessari beiðni hafnað.
Guðmundur kvað launþegafélög-
in vera treg tíl að veita undanþág-
ur að þessu sinni. Þó væri það
grundvallaratriði að veita Land-
helgisgæzlunni alla þá þjónustu
sem hún þarfnaðist.
• Þetta er víðtækasta verkfall
sem orðið hefur hér á landi frá
fyrstu tíð, að sögn Björns Jóns-
sonar, forseta Alþýðusambands-
ins, og stöðvar það að mestu
ásamt yfirstandandi sjómanna-
verkfalli allt athafnalff hér á
landi, bæði í framleiðslu- og
þjónustugreinum. Á miðnættu
komu til framkvæmda boðuð
verkföll hjá nær 60 aðildarfélög-
um ASt, en innan vébanda þeirra
eru milli 30 og 35 þúsund manns.
Á næstu dögum munu bætast við
um 15 félög til viðbótar, og verk-
fall þetta mun þá ná til vel yfir
90% allra félaga Alþýðusam-
bandsins.
Að sögn Björns standa engin
stór launþegafélög innan ASl
utan við þetta verkfall, heldur
kvað hann þar fyrst og fremst
vera um smá félög að ræða með
fáa félagsmenn, sem ekki hefði
verið lögð nein áherzla á að fá til
þátttöku I þessu verkfalli, og jafn-
vel í sumum tilfellum fremur latt
til þess.
Ilannes Jónsson sendiherra Is-
lands í Moskvu
Hannes Jóns-
son veitist að
brezka sendi-
herranum
í Moskvu
AP-fríll frá Moskvu
HANNES Jónsson, sendiherra
Islands í Moskvu, hefur veitt
hinum nýja brezka sendiherra
í Sovétríkjunum, hr. Smith,
ákúrur opinberlega.
I óvenjulegri fréttatilkynn-
ingu s.l. mánudag sagði
Hannes Jónsson, að hann hefði
ekki talið ástæðu til að svara
bréfi frá brezka sendiherr-
anum, en þar var um að ræða
hefðbundna kurteisisorðsend-
ingu um áframhaldandi vin-
samleg samskipti sendiráða
Framhald ð bls. 35
(European Units of
Account), en það er jafn-
virði um 3244 milljóna ís-
lenzkra króna. I fréttatil-
kynningu frá fjármála-
ráðuneytinu kemur fram,
að andvirði lánsins verði
varið til opinberra fram-
kvæmda á grundvelli láns-
fjáráætlunar ríkisstjórnar-
innar fyrir þetta ár, sam-
kvæmt lögum nr. 89/1975.
Lánsútboðið hafa átta bankar
annazt undir forystu Credit
Commercial de France og First
Boston (Europe) Ltd., en allur
undirbúningur lántökunnar af
hálfu ríkissjóðs hefur verið I
höndum Seðlabanka Islands.
Aðrir bankar, er þátt tóku I
lánsútboðinu voru: Kredietbank
SA., Luxembourgeoise, Arab
Financial Consultants Company
S.A.K., Banque Bruxelles
Lambert S.A., Manufacturers
Hannover Limited, Société
Generale de Banque S.A. og West-
deutsche Landesbanka Girozen-
trale.
Sölusamningurinn á skulda-
bréfum milli þessara aðila og fjár-
málaráðherra f.h. rfkissjóðs var
undirritaður af Davíð Ólafssyni,
seðlabankastjóra, . I umboði
Matthíasar A. Mathiesen, fjár-
málaráðherra.
Lán þetta er að fjárhæð 15
millj. Evrópureikningseininga og
eru nafnvextir þess 9‘4% og
skuldabréfin seld á nafnverði.
Lánið er til 7 ára. Lánsútboðið
gekk mjög vel og hlutu skulda-
bréfin góðar viðtökur á markaðn-
KSI vill Knapp
Á stjórnarfundi Knattspyrnusam-
bands tslands f gærkvöldi var
ákveðið að endurráða Tony
Knapp, sem landsliðsþjálfara.
Verður honum á næstu dögum
sendur samningur til undirrit-
unar, en drög að samningum voru
Fram stendur vel
en Armann fallið
FRAMARAR standa vel að vlgi I
1. deildarkeppninni f handknatt-
leik eftir að liðið vann Víking
29:20 (14:11) 1 gærkvöldi. Ar-
menningar eru hins vegar fallnir
niður 1 2. deild, en þeir töpuðu
22:16 fyrir Val f gærkvöldi.
Markhæstir Framara f leiknum
við Vfking voru þeir Hannes
Leifsson með 8 mörk og Pálmi
Pálmason 6, fyrir Vfking skoruðu
mest þeir Páll Björgvinsson (5),
og Stefán Halldórsson (4).
I leik Armanns og Vals var Jón
Karfsson markahæstur með 8
mörk, en Guðjón Magnússon Val
og nafnarnir Hörður Harðarson
og Kristinsson f Armanni
skoruðu allir 5 mörk.
rædd á fundi Knapps og Ellerts
Schram um sfðustu helgi. Mun
Knapp væntanlega koma hingað
til lands f byrjun aprfl og hafa
umsjón með þjálfun allra lands-
liðanna þ.e.a.s. karlalandsliðs og
unglingaliða
SKEMMDIR A BALDRI
Varðskipið Baldur kom til
Reykjavfkur um helgina.
Myndin sýnir skemmdir sem
urðu á varðskipinu vegna
ásiglingar brezku freigátunn-
ar Diomede, á það sl. fimmtu-
dag.
Bretar varla
getað dýft veið-
arfærunum í sjó
MJÖG slæmt veður hefur verið
á miðum brezku togaranna út
af Norð-Austurlandi undan
farna daga og getur varla heit-
ið að þeir hafi getað dýft veið-
arfærum I sjó af þeim sökum.
Hafa þeir látið reka á hafi úti.
I gær voru 8—10 vindstigá
þessum slóðum. Landhelgis-
gæzlan vinni í gær um 33 tog-
ara við landið.
Nær74% þátttaka
í prestkosningum
í Mosfellssveit
Frambjóðandi hefur kært kosninguna
A-listínn sigraði í stjórn-
arkosningunni í Iðju
Bjarni Jakobsson tekur við formennsku
STJÖRNARKJÖR fór fram f Iðju,
félagi verksmiðjufólks f Reykja-
vfk, um helgina. Urðu úrslit þau,
að A-listinn, borinn fram af
Bjarna Jakobssyni og fleirum,
hlaut 594 atkvæði en B-listinn,
listi stjórnar með Runólf
Pétursson f formannssæti, hlaut
356 atkvæði. 4 seðlar voru ógildir
og 9 seðlar auðir. Tekur Bjarni
Jakobsson þvf við formennsku af
Runólfi Péturssyni.
Hinn nýkjörni formaður, Bjarni
Jakobsson, sagði í samtali við
Morgunblaðið I gær, að ástæðan
fyrir klofningnum í Iðju hefði
verið sú, að þegar uppstillingar-
nefnd hefði stillt upp lista fyrir
stjórnarkjör hefði hún stillt
Bjarna Jakobssyni upp sem
formannsefni en Runólfi Péturs-
syni í neðsta sætinu, heiðurssæti.
1 uppstillingarnefnd voru 3 menn
úr stjórninni. Bjarni sagði að
þessu hefði Runólfur ekki viljað
una og varð endirinn sá, að stjórn-
in klofnaði I tvo hópa. Stóðu 6
Bjarni Jakobsson
stjórnarmenn af 10 að A-listanum
en 4 stjórnarmenn stóðu að B-
listanum. Sagði Bjarni að kosn-
ingabaráttan hefði verið hörð.
Bjarni sagðist vera mjög ánægð-
ur yfir sigri síns lista. Hann sagði
að á listanum væri fólk sem vildi
starfa fyrir Iðju og verkalýðs-
hreyfinga og fólk hefði verið valið
á listann með þetta I huga. Bjarni
sagði að sér og mörgum fleiri
hefði fundizt vera of mikil værð
yfir félaginu og þar hefði þurft
breytinga við. „Keppikefli hinnar
nýju stjórnar verður að drífa
félagið upp úr deyfðinni," sagði
Bjarni.
Morgunblaðið náði ekki I gær
tali af Runólfi Péturssyni.
I hinni nýju stjórn Iðju eru auk
formannsins, Bjarna Jakobs-
sonar, Guðmundur Þ. Jónsson,
varaformaður, Jón Björnsson,
ritari, Gunnlaugur Einarsson,
gjaldkeri, og meðstjórnendurnir
Sigríður Skarphéðinsdóttir,
Guðmundur Guðni Guðmundsson
og Unnur Ingvarsdóttir. I vara-
stjórn eru Ásdís Guðmundsdóttir,
Magnús Guðjónsson og Ölafur
Þorbjörnsson.
PRESTSKOSNING fór fram f
Mosfellsprestakalli á sunnudag-
inn. A kjörskrá voru 940 og þar af
neyttu 694 atkvæðisréttar sfns
eða tæplega 74%. Er þetta óvenju
góð þátttaka f prestskosningum
að sögn Sigsteins Pálssonar bónda
á Blikastöðum, formanns sóknar-
nefndar. Atkvæði verða talin á
fimmtudag.
Umsækjendur voru fjórir, sr.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr.
Bragi Benediktsson, sr. Kolbeinn
Þorleifsson og sr. Sveinbjörn
Bjarnason. Að loknum kjörfundi
lét sr. Kolbeinn Þorleifsson bóka
kæru á kosninguna. Var kæran
byggð á þeim forsendum, að f
útvarpsfréttum hefði verið frá
því skýrt, að umsækjendur væru
aðeins þrlr og sr. Kolbeinn ekki
talinn þar á meðal. Leiðrétting
var birt og þess getið þar, að út-
varpið hefði fengið um það upp-
lýsingar á kjörstað, að sr. Kol-
beinn hefði dregið sig til baka.
Mun yfirkjörstjórn fjalla um
þessa kæru og síðan kirkjumála-
ráðuneytið.
Sigsteinn Pálsson tók það fram
af gefnu tilefni að kjörstjórn í
kosningunum á sunnudaginn
hefði ekki haft neitt samband við
fréttastofu útvarpsins og væri
henni ókunnugt um það hvernig
þetta mál væri tilkomið.
7 sóttu um
embætti Hæsta-
réttardómara
NÝLEGA rann út umsóknar-
frestur um embætti dómara
við Hæstarétt.
Umsækjendur um embættið
eru: Bjarni Kr. Bjarnason,
borgardómari, Elías I. Elías-
son, bæjarfógeti, Halldór Þor-
björnsson, yfirsakadómari, Jó-
hann Salberg Guðmundsson,
sýslumaður og bæjarfógeti,
Sigurgeir Jónsson, bæjar-
fógeti, Sigurjón Sigurðsson,
lögreglustjóri, og Þór Vil-
hjálmsson, prófessor.
Landhelgismálið:
Y firlýsing væntanleg
frá ríkisstjórninni
EINAR Ágústsson utanríkis-
ráðherra tjáði Morgunblaðinu
I gærkvöldi, að eftir ríkis-
stjórnarfund I dag yrði
væntanlega gefin út yfirlýsing
um punkta þá, sem dr. Josep
Luns, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins,
sendi hingað eftir fund sinn
með brezkum ráðherrum I síð-
ustu viku. Vildi Einar ekkert
segja um innihald orðsend-
ingar dr. Luns. Efni orð-
sendingarinnar var til umræðu
I þingflokkum I gær.
Tapaði 100
þúsund kr.
MAÐUR nokkur varð fyrir þvf
óhappi I gær að tapa umslagi með
100 þúsund krónum. Gekk hann
úr Utvegsbankahúsinu I Lands-
bankann, aðalbanka, og ætlaði að
leggja peningana þar inn en þeir
glötuðust einhvers staðar á leið-
inni eða I bankanum. Þetta voru 5
þúsund króna seðlar og í um-
slaginu var nafn þess, sem á
reikninginn, sem peningarnir
áttu að leggjast inii á. Ef einhver
hefur fundið umslagið með pen-
ingunum er hann vinsamlegast
beðinn að skila þeim til lögregl-
unnar gegn fundarlaunum.