Morgunblaðið - 17.02.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 17.02.1976, Síða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 Á hættu- slóðum í ísrael Sigurður Gunnarsson þýddi inn lýsir ugg og ótta. Hún gleymir ekki því, sem Bedúínarnir sögöu í dag: „Sandstormurinn kemur innan skamms.“ Stundum stendur sandstormurinn að- eins í tvær kiukkustundir, og það er alltaf mjög tilfinnanlegt, en stundum stendur hann líka yfir dögum og jafnvel vikum saman, og þá er það miklu tilfinnanlegra, eins og nærri má geta. Þá þeytir hann burt öllum tjöldum, svo að enginn veit, hvað um þau verður, og grefur sérhvert spor og sérhvern stíg undir þykka sandskriðu. Stundum grefur hann líka menn undir sitt þykka og misk- unnarlausa teppi. Enginn gamall maður, sem dvelur í tjaldi í eyðimörkinni, getur komizt lifs af, ef stormurinn er í sínum versta ham, — og þá ekki heldur barn- ung stúlka. En ennþá er veðrið gott í eyðimörk- inni. Það er logn að kalla, heiður himinn og sólin hellir geislaflóði sínu yfir víðáttumikla sandauðnina. Og nú líður að kvöldi, og innan skamms sezt sólin. Gamli maðurinn og stúlkan unga hafa nú gengið út úr tjaldinu og upp á hæð nokkra. Þau viröa fyrir sér umhverfið og sjá sólina setjast í fjarska bak við grá- brúnar sandöldurnar. Það er enginn veg- ur í eyðimörkinni, aðeins gamlar götur á stöku stað eftir úlfaldalestirnar. Og þarna koma nú þrír úlfaldar brokk- andi, hver á eftir öðrum, og þrír hvít- klæddir menn sitja á þeim hverjum um sig. Reiðmennirnir fara hljóðir fram hjá og hverfa brátt á bak við hæðina. Þetta eru Bedúínar, sem eru að halda heim að loknu dagsverki. Hér sjást hvorki hús né tré, aðeins þyrnirunnar á stöku stað í eyðimerkursandinum eða kaktusar, sem eru gulbrúnir á lit og bera engin blóm. Nú er síðasti sólargeislinn horfinn bak við sjóndeildarhringinn, og það dimmir eftir örskamma stund. Já, myrkrið skellur á í eyðimörkinni, líkt og svart flauelsteppi væri dregið yfir hana í skjótri svipan. Áður var fjarska hlýtt, jafnvel alltof heitt, en nú verður skyndilega svalt. Allt i einu segir unga stúlkan: „Sjáðu, — þarna kemur tunglið.“ „Já, María, tunglið kemur upp og svífur yfir landið okkar, ísrael.“ Þannig talar afi gamli. Hann er nú meira en áttatíu ára gamall. Það er að- eins ein ósk, sem hefur búið í huga hans þetta síðasta ár, aðeins eitt, sem hann þráir að sjá, áður en hann hverfur af sjónarsviði. Það er Negev, eyðimörkin, sem ennþá er gjörsamlega gróðurlaus sandauðn. En eftir tíu ár verður Negev ef til vill orðinn kunnur staður, þar sem döðlupálmar vaxa og appelsínur hanga eins og gul ljósker á trjánum. Já, þá rennur kennski líka upp sú stund, að sporvagnar ganga þar, sem nú eru aðeins úlfaldaslóðir. Eyðimörk er ekki öruggur staður fyrir gamlan mann og unga stúlku. En Móses gamli, afi Maríu, hafði fengið hana til að fara með sér, og nú höfðu þau dvalið í tvo sólarhringa í þessu tjaldi, lítið eitt sunnan við syðstu vinina í eyðimörkinni. Gamli maðurinn hefði séð það, sem hann þráöi að sjá. Hann gat verið þrár, eins og gamall og þver úlfaldi, og eitt sinn hafði hann verið sterkur sem ljón. Nú var hann hamingjusamur. María stóð hjá honum og hélt í hand- legg hans. Þau horfðu á tunglið, þegar það kom upp yfir eyðimörkina, eins og stórt, rauðglóandi hjól. Tjaldið á bak við þau varð kynlega fjarlægt og lágkúrulegt í tunglsljósinu, og skuggar þeirra teygð- ust út á sandinn eins og dökk, löng sverð. En allt í einu hvarf tunglið í dökkgráa skýjabólstra. Þá varð henni að fullu ljóst, hvað nú var að gerast? Og öldungurinn kallaði hátt með hásri rödd: „Það er sand- Ekki veit ég hvort það borgar sig að látast svona bullandi áhugasamur í skólanum — þeg- ar allt kemur til alls. Má ég biðja yður að koma að dyrunum heima hjá mér til að sanna fyrir konunni minni sak- levsi mitt? Snúlli minn ég hef áhyggjur af því, að þú skulir ganga með svona mikla peninga á þér. Ekki veit ég hvernig strákar eru gerðir — en ég veit að allir pabbar eru einn peningur. Við skulum ekki rugla saman stórmennum og kraftamönn- um, þegar við lesum þessa kennslubók, börnin góð. Má ég þá koma aftur og skoð'ann þegar daginn er farið að lengja. Tommi kom heim úr skólan- um alveg forviða. — Mamma, hrópaði hann, kennarinn okk- ar, sá er nú vitlaus. I gær sagði hann að 4 og 1 væri 5, en I dag sagði hann að 2 og 3 væru 5. X Dómari einn I Svíþjóð gifti eitt sinn hjón, er hann var þreyttur og illa fyrir kallaður. Fyrst spurði hann stúlkuna, hvort hún vildi ganga að eiga manninn, sem stæði við hlið hennar. Þegar hún svaraði ját- andi, sneri hann sér að mannin- um og sagði: — Hvaða varnir hefurðu fram að færaf málinu? X — Svo þú elskar mig ekki lengur. Hér áður fyrr varstu að segja, að ég væri þeir meira virði en allur heimurinn. V_____________________________ — Há, en nú hef ég aukið mjög við landafræðiþekkingu mlna. X -----Hvers vegna kallaðirðu ekki á mig, þcgar stúdentinn reyndi að kyssa þig? -----Já, en mamma, hann ógnaði mér svo hræðilega. -----Ognaði hann þér? Hvernig þá? -----Hann sagðist aldrei myndi kyssa mig framar, ef ég kallaði á þig. X -----Hvers vegna ferðu ekki I bíó fyrir aurana, sem ég gaf þér? Bróðir unnustunnar:-------- Af þvf að mér finnst miklu meira bfó að horfa á ykkur Grétu. V Með kveðju frö hvTtum gesti Jóhanna Kristjóns 49 16. kafli. A lögreglustöðinni voru aiiir að tala um málið og fundu sér ýmis- legt til að geta tafið þar lengur. Atburðurinn hafði gerzt á öldung- is réttu andartaki, einmitt þegar allir voru orðnir hundleiðir á að fjaila um hitabylgjuna, sem gengið hafði yfir slðustu dagana . . . Morðingi . . . og meira að segja kvenmaður. Það var góm- sætara umræðuefni en svo að hægt væri að láta eins og ekkert væri. . . Wexford kom inn og flokkur- inn dreifðist að nokkru, en allir horfðu þó I aðra röndina spyrj- andi á hann. — Getið þið ekki unnið vegna hitans, hvæsti hann illskulega og hvarf inn á skrifstofu sína. Glugginn hafði verið opinn en engu að sfður var loftið kæfandi heitt. — ! guðanna bænum dragið tjöldin fyrir, Burden, og setjið toftræstinguna f gang, sagði hann og henti jakkanum af sér á stól. — Hverjum dettur I hug að hafa gluggana opna f svona veðri. Loft- ræstingin starfar ekki af neinu gagní þegar þeir eru opnir. Burden yppti öxlum og hlýddi fyrirmælum vfirmanns síns. Hann sá að Wexford var I hinu fúlasla skapi og vissi að slúðrið og umræðurnar um málíð höfðu reitt hann mjög til reiði. Wexford hafði setzt niður og lagt bréfabunkann, samtals hvorki meíra né minna en hundrað þrjátfu og fjögur bréf, á borðið. Þessi bréf hafði Doon skrifað Minnu en ekkert hafði verið sent frá heimili Quadrants. Wexford hafði fundið þau I skrif- borði Douglas nokkru áður . . . — Haldið þér hann hafi vitað allt um þetta, þegar hann kvænt- ist henni? spurði Burden og fór að blaða f bunkanum. Wexford sneri sér I stólnum sfnum. Hann virtist ögn vera að sefast f skapinu. — Það veit heilög hamingjan, sagði hann. — Eg held hann hafi alltaf verið þeirrar skoðunar að hann væri uppfylling óska- drauma hverrar konu og þar af leiðandi hlyti hún að glevma sam- stundis öllu um Minnu, þegar þau væru gift. Hann sló með fingur- gómunum á borðið og leit ekki beint á Burdcn þegar hann sagði: — Eg efast um að þetta hjóna- band hafi nokkurn tfma verið nema nafnið tómt — ég efast um þau hafi nokkru sinni lifað saman cins og maður og kona . . . — Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir hann, sagði Burden. — Sennilega hefur hann þess vegna leitað á önnur mið, bæði hjá Helen Missal og . . . — Mér skjátlaðist um hana — frú Missal á ég við. Hún var hrifin af honum I alvöru — alveg afskaplega veik fyrir honum. Þegar hún gerði sér grein fyrir hver frú Parsons var og mundi hvað hafði gerzt þegar þær voru skólastúlkur hélt hún það hefði verið Quadrant sem drap hana. Hún setti það scnnilega i sam- band við hegðun hans, þegar þau voru saman úti f skóginum þennan dag. Getið þér ekki séð hana fyrir yður, Burden? Wexford var um megn að slaka á, Burden horfði á hann og velti fvrlr sér hversu lengi hann gæti afborið þá taugaspennu sem hann var f. — Getið þér ekki fmyndað yður að hvaða niðurstöðu hún hefur komizt þegar ég sagði henni hver frú Parsons var? Hún hlýtur að hafa munað eftir þvf hvað Douglas Quadrant var áfjáður f að þau ækju einmitt þessa leið og sfðan hafði hann látið hana bfða f bflnum og sfðan — þegar þegar henni fór að lengja eftir honum — hafði hún farið á eftir honum og hefur séð hann bregða upp eldspýtu inni f rjóðrinu —og hún hlýtur að hafa munað hversu mjög honum var brugðið þegar hann kom aftur til hennar. Eg talaði við hana f gær og þá fann ég að hún hafði sterka löngun til að segja mér frá Fabiu. Iiún hefði sagt mér allt af létta ef Missal hefði ekki komið f sömu andrá. Svo hringdi hún til Quad- rant á meðan ég var á leiðinni til hans. Ég spurði hana þegar ég hitti hana sfðar um daginn hvort hún væri að fara f bfó! Og svo kom hann ekki. Sennilega hefur hann haft f ærnu að snúast með Fabiu. Svo hringdi hún til hans aftur um kvöldið og sagðí honum að hún vissi að Fabia væri Doon og hún vissi Ifka um tilfínningar Fabiu til Margaret þcgar þær voru unglingsstúlkur. Þá hlýtur hann að hafa sagt að hann þvrfti að komast inn f hús Parsons til að ná f bækurnar ef vera kynni að okkur hefði yfirsézt þær. Þú verður að muna að hann hafði aldrei séð þessar bækur og vissi ekki hvað þær höfðu að geyma. Frú Missal hafði tekið eftir aug- lýsingunni og hún hefur sagt Quadrant að Parsons yrði að heiman fyrri hluta dagsins. — Og Fabia hafði lykil að liúsi Parsons-hjónanna, sagði Burden. — Lvkillinn sem aldrei fannst og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.