Morgunblaðið - 27.03.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 27.03.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 11 r Avarp eftir Eugene Ionesco Árið 1959, þegar mér veittist sá heiður og ánægja að sitja þing AlþjóðaleiKhússtofnunar- innar í Helsinki, ræddi ég um Nýja leikhúsið, sem nú er ekki lengur nýtt, en gekk á þeim tima undir nafninu Framúr- stefnuleikhúsið. Ég lauk ávarpi minu með því að segja: „Framúrstefna er frelsi“. Flestir fulltrúarnir á þinginu, jafnt vestrænir og austrænir, töldu þessa skilgreiningu eða yfirlýsingu bæði hættulega og byltingarkennda. En margt hefur breytzt siðan þá. I þá daga voru leikhúsmenn enn rígbundnir við borgaralega raunsæisstefnu eða sósíalreal- isma af einhverju tagi, en hræddust allt hugarflug. Raun- sæi í einni eða annarri mynd er enn ríkjandi bæði i „stofu“- leikhúsum og „hugsjóna“- leikhúsum, en allt það nýja og áhugaverða sem komið hefur fram síðustu 15—20 ár hefur miðað að því að losna úr viðjum raunsæis og þröngsýnisstefnu. Mörg okkar hafa fordæmt raun- sæi af þeirri einföldu ástæðu, að raunsæi sé ekki raunsætt og vegna þess, að það er aðeins ein af mörgum stefnum, formum eða hefðum. Það er orðið fræði- legt og þar af leiðandi stein- dautt. Við höfum líka fordæmt „hugsjóna“-leikhúsið vegna þess, að það er í sjálfu sér skerðing. Það er orðið fangi hugmynda, kenninga og full- yrðinga, sem leikritahöfundum leyfist ekki að gagnrýna. Sannleikann er að finna í ímyndunaraflinu. Leikhús hugarflugsins er leikhús hins ómengaða sannleika og ósvikin heimild þess sem er að gerast. Engin heimild getur verið full- komlega sönn eða frjáls, af þeirri einföldu ástæðu að henni er alltaf vikið við, svo að hún þjóni ákveðnum tilgangi. imyndunaraflið segir ævinlega satt. Það túlkar hugarástand okkar, áhyggjur okkar vegna þess sem á eftir að gerast eða hefur gerzt, það viðkemur fólki á öllum aldri, höfðar til nú- timans, kafar djúpt i mannssál- ina. Maður sem aidrei dreymir, er sjúkur. Draumar gegna grundvallar-hlutverki, og hlut- verk ímyndunaraflsins er ekki síður mikilvægt. Listamaður, sem fær ekki að beita ímynd- unarafli sínu óskertu, verður framandi. Byltingamennirnir miklu og fyrirrennarar þeirra voru dreymendur — áttu sitt draumaland. En jafnskjótt og þetta draumaland er orðið ríki, með öllum þess kvöðum og lagaboðum, breytist það i mar- tröð. Frægur sálfræðingur hefur sagt, að draumur sé dramatískt verk, þar sem við séum i senn höfundar, leikarar og áhorfendur. Leikhúsið er byggt upp á óbeizluðu ímyndunarafli. Öll þurfum við að gerast uppfinn- ingamenn. Gleði uppfinninga- mannsins hefur komið mér til að skrifa leikrit. Það er engin dægradvöl forréttindastétta að nota imyndunaraflið og sköp- unargáfuna. Við getum öll orðið listamenn, hvert og eitt okkar. Hið svokallaða alþýð- lega, hefðbundna og hlutdræga leikhús, sem tekur við skip- unum frá fulltrúum ríkisins, stjórnmálamönnunum, er ekki alþýðlegt leikhús, heldur ein- rátt fangabúða-leikhús. Leik- hús hugarflugsins er aftur á móti alþýðlegt og í sannleika frjálst leikhús. Pólitískir hugsjónafræðingar hafa verið áfjáðir í að gera leik- húsið að verkfæri, sem þeir geti gripið til, ef þeir sjá sér hag i því. En listin er ekki, eða ætti ekki að vera ríkismálefni. Öll skerðing á sköpunargleði er glæpur gegn anda mannsins. Ríkið er ekki samnefnari þjóð- félagsins, en stjórnmálamenn- irnir vilja móta starfsemi leik- hússins og nota hana til áróð- urs. Og satt að segja er leik- húsið í sjálfu sér kjörið áróð- urstæki, tengt því sem kallað er „pólitískt uppeldi", afskræm- ingu sannleikans og heila- þvotti. Stjórnmálamenn ættu aðeins að vera þjónar listarinn- ar, og þá ekki sízt leiklistarinn- ar. Þeir ættu ekki að segja henni fyrir verkum, og umfram allt ekki beita hana þving- unum. Eina hlutverk þeirra ætti að vera að gera listinni — og þá einkum leiklistinni — kleift að starfa frjálst og taka framförum. En imyndunaraflið skelfir þá. Þess vegna beita rikisstjórnir svo margra landa listþvingunum. En vei þeim stjórnum, sem óttast andstöðu. Þær eru valtar i sessi. Margar ríkisstjórnir, einkum á Vesturlöndum, eru frjálslynd- ari en stjórnarandstaðan, og það er hún sem beitir listþving- unum. Fulltrúa þessara and- stöðuhópa þyrstir í völd, þá þyrstir i einræði, þeir vilja steypa allt í sama mótið. Þeir beita siðferöilegum þrýstingi og kúgun hugsjónum sinum til framdráttar. I mörgum til- vikum eru slíkir sjálfskipaðir spekingar miklu þröngsýnni og miskunnarlausari en stjórnir þeirra, með þeim afleiðingum að listamennirnir neyðast til að setja sjálfum sér takmörk. Vei þeirri andstöðu, sem ótt- ast gagnrýni, og vei þeim lista- mönnum sem í nafni svokall- aðra byltingar- eða gagnbylt- ingarhugsjóna hindra að sköp- unargleðin fái útrás og ímynd- unaraflið geti notið sin. Hverj- um einstökum borgara er heimilt að aðhyllast þær póli- tísku skoðanir sem honum sýnist. En listamaðurinn, sem tekur engu sem sjálfsögðum hlut, þarf að vera frjáls. Þess vegna er svo áríðandi fyrir leik- listarmenn og rithöfunda hvar sem er að losa leikhúsið undan áhrifum stjórnmálanna, eða öllu heldur skeyta hvorki um ríkisvald né sjálfskipaða spek- Dagur eldra fólksins í Hallgrímskirkju EUGENE IONESCO N.K. SUNNUDAG, 28. marz, held- ur Kvenfélag Hallgrímskirkju hinn árlega dag eldra fólksins í kirkjunni. Hefst samkoman i Hallgrímskirkju kl. 2 með guðs- þjónustu, en þar prédikar fyrr- verandi sóknarprestur, dr. Jakob Jónsson, en sr. Karl Sigurbjörns- son þjónar fyrir altari. Siðan verður öldruðum boðið til kaffi- drykkju i safnaðarheimilinu, og munu kvenfélagskonur veita þar af sinni alkunnu rausn. Þar mun Kristinn Hallsson óperusöngvari skemmtagestum með söng. Dagur eldra fólksins hefur ver- ið árviss viðburður i safnaðar- starfinu, og hafa kvenfélagskonur ætíð borið hita og þunga af undir- búningi og umsvifum hans. Hafa þær unnið þetta starf af mikilli gleði og fórnfýsi og ætíð hefur verið mikið fjölmenni og áreiðan- lega allir snúið glaðir til síns heima. Ég vil hvetja eldra fólkið til þess að fjölmenna í Hallgrims- kirkju á sunnudaginn kemur, og njóta þess, sem þar er á boðstól- um. Vænti ég, að viðurgerningur verði góður bæði fyrir líkama og sál. Ragnar Fjalar Lárusson. inga, sem vilja tryggja sig í sessi. Sagt er, að listin þekki engin landamæri. Leikhúsið ætti heldur ekki að skorða sig innan ákveðinna landamerkja. Það á að vera hafið yfir hugsjóna- ágreining, stéttaskiptingu, kyn- þáttamismun, þjóðernisremb- ing og hagsmuni einstakra landa. Það á að verða alþjóðleg- ur vettvangur allra þeirra, er ala í brjósti sömu vonir og bera sömu áhyggjur, allar þær til- finningar sem ímyndunaraflið vekur. Þaö ætti að verða hvorki gerræðislegt né raunsætt, heldur lýsa því sem sameinar okkur, gerir okkur að einni heild. Skapandi listamönnum verð- ur ekki skipað fyrir! Látum þá ekki taka við neinum fyrirmæl- um frá ríkisstjórnum! öi þvddi. Bankamenn fá6% launa- hækkun SAMNINGAR hafa tekizt milli bankamanna og bankanna um 6% launahækkun bankamanna frá og með 1. marz 1976. Samn- inganefnd bankastjóra lagði fram tilboð um 6% launahækk- un og láglaunabætur í sam- ræmi við það sem samið var um við ASl og BSRB. Stjórn Sam- bands islenzkra bankamanna tók tilboðinu, en með skil- yrðum þó. Stjórnin lét bóka eftirfar- andi: Stjórn Sambands ís- lenzkra bankamanna samþykk- ir fyrir sitt leyti tilboð bank- anna um að frá og meó 1. marz 1976 til 30. júrií n.k. verði laun bankamanna greidd með 6% — sex prósent — álagi, auk lág- launabóta. Stjórnin lítur á til- boð þetta sem leiðréttingu á gildandi samkomulagi og legg- ur áherzlu á að þessi samþykkt megi á engan hátt hafa áhrif á þær viðræður um kjör banka- manna, sem nú eru hafnar, og undirstrikar að með þvi viki hún í engu frá þeim kröfum, sem lagðar hafa verið fram.“ Til þessa hefur Samband ís- lenzkra sparisjóða ekki verið aðili að samningaumleitunum við SlB, en nú hefur sparisjóða- sambandið ákveðið að tilnefna mann í samninganefnd, þannig að við gerð næstu kjarasamn- inga bankamanna munu einnig vera gerðir samningar fyrir hönd starfsfólks sparisjóðanna Sparisjóðirnir hafa þó til þessa greitt laun samkvæmt kjara- samningi bankamanna BOSCH rafmagns - handverkfæri KYNNING Laugard. 27. marz Sunnud. 28. marz kl.14—18 KYNNIR HR. VOSER FRÁ BOSCH MEÐFERÐ BOSCH — HANDVERKFÆRA Sýntveröur: „BLÁA LÍNAN" FYRIR IÐNAÐARMENN „GRÆNA LÍNAN" FYRIR ÁHUGAMENN í VOLVOSALNUM, SUÐURLANDSBRAUT 16. Sýningargestum verður gefinn kostur á að taka ókeypis þátt í verðlaunagetraun. VINNINGAR: Bosch verkfæri Exergenie þjálfunartæki. íumai <54b£ekóöon kf. Veglegasta hlutavelta hérlendis veröur íhúsi lönaðarmanna v/lngólfsstræti ídag, laugardag kl. 2—6 Meðal vinninga eru: keramikvörur-skartgripir-snyrtingaríklippingarog lagningar) - ritsöfn - bækur- heimilistæki auk fjölda annara nytsamra vinninga. x Happdrætti - Engin núll - Engin vonbrigöi Nú má enginn láta sig vanta Komið þar sem fjöldinn er. Verö miöa 100 kr. ÍSLENZKIR UNGTEMPLARAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.