Morgunblaðið - 27.03.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
Sveinn Benediktsson:
Stórtjón af verkföllum
HÉR fer á eftir yfirlit, seni
Sveinn Benediktsson skrifar í nv-
útkomið dreifibréf Félags ísl.
fiskm jölsframleiðenda sem er
hið þriðja á þessu ári og út kom
hinn 25. mars sl.
stortjon af
VERKFÖLLUM
Verkföllum Sjómanna-
sambandsins og Alþýðusambands
Austfjarða frestað eftir hörð átök.
Sjómannasamband íslands boð-
aði verkfall á bátaflotanum og
togurum undir 500 tonnum.
Skyldi verkfallið hefjast hinn 15.
febr., en allsherjarverkfall það,
sem Alþýðusamband íslands
hafði boðað, tveim dögum siðar.
Á mörgum stöðum stöðvaðist
móttaka á loðnu til bræðslu strax
og verkfall hafði verið boóað, sök-
um þess að hafnað hafðí verið af
sumum hinna ýmsu verkalýðs-
félaga, beiðni frá forráðamönnum
verksmiðjanna um að heimila
vinnslu á þeirri loðnu, sem yrði i
þróm verksmiðjanna, þegar verk-
fallið hæfist.
A Eskifirði eyðilögðust af þess-
um sökum verðmæti, sem skipta
milljónum króna.
Loðnan er jafnan fitumest fyrri
hluta vertíðar og þá eru af-
urðirnar hlutfallslega mestar.
Loðnuaflinn, sem gekk lands-
mönnum úr greipum vegna
verkfallanna, var ýkjulaust a.m.k.
100.000 tonn.
Verðmæti þessarar loðnu mun
ekki vera minna en um kr.
1.000.000.000,— þ.e. um einn
milljarður króna í mjöli og lýsi, að
fob-verðmæti til útflutnings (út-
flutningsgjöld meðtalin).
Tjón bænda vegna verkfallanna
varð mikið. Neyddust þeirtil þess
að hella niður nýmjólk í stórum
stil. Einnig varð rýrnun á öðrum
búsafurðum sökum skemmda við
geymslu þeirra og lækkunar á
málnytinni. Heildartjón bænda
vegna verkfallanna hefur numið
mörgum milljóna króna og sumir
telja, að það muni verða yfir 100
milljónir, þegar öll kurl koma til
grafar.
Allsherjarverkfallinu var aflétt
eftir tvær vikur, en þá höfðu ekki
tekist samningar um kaup og kjör
á bátaflotanum. Voru samnings-
drög, sem fulltrúar aðila höfðu
fallist á fyrir milligöngu sátta-
semjara ríkisins ýmist samþykkt
eða felld í sjómannafélögunum á
hinum ýmsu stöðum. Þátttaka í
atkvæðagreiðslum um
samningana var með fádæmum
lítil, þar eð aðeins nálægt einn
maður af skipi greiddi atkvæði að
meðaltali.
Samt skyldi sjómannaverk-
failinu haldið áfram. Mánudag og
þriðjudag 1. og 2. marz kom fram
svo almenn óánægja hjá sjómönn-
um með verkfall þetta, að
Sjómannasambandið og flest
félög sjómanna ákváðu að fresta
verkfallinu á bátaflotanum um
óákveðinn tima. Mörg sjómanna-
og verkalýðsfélög á Austfjröðum
kröfðust hærri skiptakjara og
kauptryggingar. Var því kennt
um, að hinar flóknu breytingar á
kjörum bátasjómanna og á togur-
um undir 500 tonnum, sem leiða
af breytingum á sjóðakerfi sjávar-
útvegsins, hafi ekki verið skýrðar
nægilega fyrir sjómönnum, en
þeir eru, svo sem í Ijós kom á s.l.
ári, mjög trotryggnir vegna þeirra
millifærslna innan sjávarút-
vegsins, er viðgengist hafa undan-
farin ár.
Nokkur félög, sem voru með
fasta samninga, tóku þátt i
samningsgerðinni vegna þess að
niðurfelling sjóðagjalda hlaut að
leiða til lækkunar skiptaprósentu.
Sjómannafélag Reykjavíkur
frestaði verkfalli á þeirri for-
sendu, að rétt væri að það kæmi i
ljós, hvaða áhrif framangreindar
breytingar hefðu í för með sér
áður en endanleg ákvörðun yrði
tekin.
Sama hefur loks orðið uppi á
teningnum hjá Alþýðusambandi
Austfjarða, að formaður þess, Sig-
finnur Karlsson, hefur lagt til og
fengið samþykkt, að verkföllum
skuli frestað meðan samningaum-
leitanir fara fram fyrir milli-
göngu sáttasemjara.
Ef slík vinnubrögð hefðu verið
viðhöfð fyrr i hinum víðtæku
vinnudeilum, væri fjöldi fólks og
fyrirtækja nú betur stæður en
raun ber vitni. — „Sá er eldurinn
sárastur, er á sjálfum brennur."
ANSJOVETUVEIÐAR
VIÐ PERU
HEFJAST MEÐ ÖSKÖPUM
í síðasta dreifibréfi Félags ísl.
fiskmjölsframleiðenda (FÍF) var
skýrt frá því að Perúmenn hafi
bannað ansjóvetuveiðar undan
ströndum landsins allstaðar nema
syðst á svæðinu. Gekk bannið í
gildi hinn 1. febr. s.l.
Hinn 18. febr. höfðu Perúmenn
veitt frá áramótunum siðustu í
svokallaðri tilraunaveiði um
420.000 tonn af ansjóvetu og öðr-
um bræðslufiski. Fiskurinn var
mjög blandaður smáfiski (pela-
dilles). Þess var vænst að veiðar
myndu vart hefjast almennt fyrr
en 15. marz; vegna þess að Haf-
rannsóknastofnunin þar í landi
(IMARPE) vill koma í veg fyrir
meiri ofveiði á ansjóvetustofnin-
um. Stofninn er talinn í mikilli
hættu. Frá því um 1970 hefur
stofninn minnkað vegna ofveiði
niður í 'A—V* af því sem hann var
Sveinn Benediktsson
áður. Öttast IMARPE enn frekara
hrun og jafnvel eyðileggingu
stofnsins, nema fyllsta aðgæzla sé
viðhöfð.
Hershöfðingjastjórnin í Perú
ákvað 12. marz að leyfa veiði fyrst
um sinn frá 15. marz.
Svo sem kunnugt er voru bæði
fiskiskipaflotinn og verk-
smiðjurnar tekin eignarnámi af
ríkinu árið 1973 og er hvort
tveggja, veiðarnar og vinnsla
aflans, rekið af ríkisfyrirtæki,
sem nefnt er Pesca-Perú og
annast fyrirtæki þetta reksturinn
að öllu leyti.
Sjávarútvegsráðherra landsins
hafði í samráði víð Hafrannsókna-
stofnunina ákveðið, að 400 fiski-
skip skyldu halda til veiða og
hreyfðu sjómannafélögin, sem
ráðherrann ræddi við, ekki and-
mælum I fyrstu, en formaður sam-
bands sjómannafélaganna í Perú
krafðist þess, að send yrðu strax á
veiðar 600 fiskiskip í stað 400,
sem áður hafði verið samþykkt.
Að tillögu formanns sjómanna-
sambandsins var samþykkt, að
ekkert fiskiskip skyldi láta úr
höfn, nema því aðeins að skipin
yrðu 600. Var formaður sam-
bandsins þá tekinn hödum eftir
tveggja daga þóf fyrir að hlýða
ekki fyrirmælum stjórnar rikis-
fyrirtækisins Pesca-Perú.
Hundruð fiskimanna fóru i mót-
mælagöngu og kváðust ekki
myndu taka upp samninga um
lausn verkfallsins fyrr en for-
manninum yrði sleppt úr haldi.
Sjávarútvegsráðuneytið til-
kynnti,að óhlýðni við fyrirskipun
þess gæti aðeins leitt til þess,að
aðrir sjómenn kæmu til starfa.
Þessi afstaða muni aðeins leiða til
óbætanlegs tjóns fyrir fjárhag
landsins, fyrirtækið og starfs-
menn þess og muni þannig gera
efnahagskreppu landsins ennþá
alvarlegri en hún sé þegar orðin.
Eftir þriggja daga verkfall var
þvi aflýst. Segir svo í fréttaskeyti
Reuters eftir talsmanni sambands
fiskimanna — að verkfallið hafi
verið afturkallað vegna
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar
um að ríkisfyrirtækið Pesca-Perú
gæti sagt sjómönnunum upp
starfi, ef þeir kæmu ekki aftur til
vinnu samdægurs þ.e. fimmtu-
daginn 18. marz.
Þau 400 ríkisreknu skip, sem
fóru á veiðar, lönduðu um 55.000
tonnum eftir sólarhringsútivist.
Skv. Reutersfrétt eru veiðihorf-
ur nú taldar afbragðsgóðar á
þessu ári. Bendi ýmislegt til þess,
að ársaflinn 1976 gæti orðið yfir 6
milljónir tonna eða tvöfalt meiri
en 1975.
Hæpið er að áætla ársaflann
eftir veiði eins sólarhrings. Fisk-
mjölseinkasalan I Perú
(EPCHAP) hefur ekki látið til
sín heyra eftir þennan 1. veiði-
dag.
Hvað sem líður aðvörunum Haf-
rannsóknastofnunarinnar í Perú,
þá hefur þessi góða sólarhrings-
veiði vakið vonir um mikla veiði
við Perústrendur á þessu ári og
haft i för með sér minnkandi
eftirspurn á fiskmjöli.
Það hefur verið margoft skýrt
frá því í dreifibréfum FlF að und-
anförnu, að markaðsverð á fisk-
mjöli hafi verið óstöðugt m.a.
vegna mikils framboðs á ýmsum
korn- og öðrum fóðurvörum frá
Bandaríkjunum, Brasiliu, öðrum
Suður-Ameríkuríkjum og víðar í
heiminum. 20/3/76
AGÆT LOÐNUVEIÐI
NORÐMANNA.
Loðnuveiði Norðmanna hefur
verið mjög góð á þessu ári. Hinn
17. marz stöðvuðu þeir móttöku á
loðnu i bili sökum þess hve mikið
barst að. Höfðu þeir þá aflað um
828.000 tonna af loðnu, sem er
þrefalt magn á móti því sem
veiðin var á sama tíma i fyrra.
UR skvrslu verzlunar-
raðuneytis usa
Horfur á auknu framboði á
m jöli og lýsi á þessu ári.
Horfur eru á því að framboð á
fiskmjöli muni aukast á þessu ári.
Framleiðsla á menhadenmjöli í
Bandaríkjunum verður sennilega
meiri en 1975, nema óhagstætt
veður dragi úr veiði.
Talið er að aflinn á menhaden í
Mexicoflóa og við Atlantshafs-
strönd USA verði um5% meiri en
1975. Auk þess er þess vænzt, að
framleiðsla heima fyrir í Banda-
ríkjunummuni aukast.
Stjórn veiðimála í Californíu
hefur heimilað aukna veiði á
ansjóvetu til bræðslu, sem nemi
um 50 þús. tonnum á komandi
vertíð.
Það sem ýtir undir aukinn inn-
flutning til Bandarikjanna er að
hærra verð er þar á fiskmjöli en í
VesturEvrópu eða Járntjalds-
löndum. Loks ýtir það undir inn-
flutninginn, að Perúmenn hafa
ekki enn staðið við afhendingu á
250 þús. tonnum af ansjóvetu-
mjöli, sem þeir hafa selt til USA.
IIM 65% SKIPANNA VEIÐA NÆRRI 90% LOÐNUNNAR.
Tonn % af afla % af afla samt. % af skipum % af skipum samt.
2 skip yfir 11.000 (onn = 22.761 = 7.27 2.63
2 skip milli9 og 10.000 tonn = 18.630 = 5.95 13.22 2.63 5.26
3 skip mílli 8 og 9.000 tonn = 24.951 = 7.97 21.19 3.95 9.21
3 skip milli 7 og 8.000 tonn = 22.770 = 7.28 28.47 3.95 13.16
9 skip milli 6 og 7.000 tonn = 58.703 = 18.76 47.23 11.84 25.00
7 skip millí 5 og 6.000 tonn = 38.850 = 12.42 59.65 9.22 34.22
11 skip milli 4 og 5.000 tonn = 48.985 = 15.65 75.30 14.47 48.69
12 skip milli 3 og 4.000 tonn = 41.547 = 13.28 88.58 15.79 64.48
5 skip milli 2 og 3.000 tonn = 11.997 = 3.83 92.41 6.58 71.06
11 skip mílli 1 og 2.000 tonn = 17.758 = 5.67 98.08 14.47 85.53
11 skip undir 1.000 tonnum = 5.974 = 1.92 100.00 14.47 100.00
76 skip 312.926 100% 100% 100% 100%
Úr aflanum 24.3. 1976, sem er 327.000 lonn, má iætla að fáisl um 50.000 tonn af mjöli og 15.000
tonn af lýsi.
Dr. Bjarni Helgason:
Lítil vöruþekking alvar-
legt vandamál í verzluninni
A verzlunarráðstefnu Sjálf-
stæðisflokksins flutti dr.
Bjarni Helgason erindi um
verzlunarþjónustu í Reykjavík.
I erindi þessu vék hann m.a. að
vöruþekkingu starfsfólks I
verzlunum. Fer sá kafli erindis-
ins hér á eftir:
Ég fór nýlega í nokkrar bygg-
ingavöruverzlanir til að skoða
handlaugar og salerní. Það var
Um furðumargar gerðir að ræða
og verðið breytilegt eftir því. I
einni af stærri verzlununum
var verð á salernisskálum
frá rúmlega 20.000 kr. upp
í næstum 50.000 kr. Ég spurði
þrjá afgreiðslumenn, hvers
vegna þessi mikli verðmunur
væri og fékk sama svarið
hjá þeim öllum: annað er
finnskt
en þetta er dýrara frá Belgíu.
Útaf fyrir sig gott og gilt
svar, en samt heldur þunnt.
— Af því að ég kannað-
ist við einn kaupmann á þessu
sviði, spurði ég hann og fékk
harla einfalt og upplýsandi
svar: ólíkur leir og glerungur í
umræddum skálum og gæða-
munur því geysilegur.
Það er þessi næstum tak-
markalausi skortur ávöruþekk-
ingu starfsliðsins, sem er alvar-
legur. Oft fær maður það svar,
þegar spurt er um gæði: jú, jú,
þetta er ágætt, við höfum engar
kvartanir fengið.
En þessi svör sýna okkur ann-
að og meira en hlið seljandans.
Þau sýna okkur hve dæmalaust
neytandinn getur verið nægju-
samur og þolinmóður. Hafið
þið nokkurn tíma komið í
verzlun og spurt hvaða efni er í
þessu, og fgngið hið frábæra
svar: þetta er gerfiefni. Öneit-
anlega minnir slík vöruþekking
á miðann á sítrónflöskunni, þar
sem stendur: „ekta kjarna-
drykkur með gerfikjörnum“.
Þarna þarf alveg augljóslega
að gera mjög alvarlegt átak til
úrbóta, því að kröfur neytenda
um áreiðanlegar upplýsingar
koma til með að vaxa mjög á
næstu árum. — Það er ekki
nóg, að kaupmaðurinn geti ráð-
ið einhvern strák eða stelpu
utan af götunni, sem kannski
tollir svo ekki nema í þrjá mán-
uði, til að standa bak við búðar-
borðið. Verzlunarmannafélagið
þarf lika að eiga hlut að máli og
upplýsa félagsmenn sína og
væntanlega félagsmenn um
fleira en verkfallsrétt, upp-
sagnarrétt, vinnutíma, matar-
tíma, kaffitíma og því um líkt.
Það þarf að upplýsa verzlunar-
fólkið um þá hlið og það andlit,
sem snýr að hinum nægjusama
og þolinmóða og jafnvel áhrifa-
gjarna neytanda. — En fyrst og
síðast verður kaupmaðurinn
sjálfur að vita eitthvað meira
um eðli verzlunarstarfsins en
skrifa út nótur eða fylla út toll-
pappíra.
Þetta leiðir mig beint að öðru
máli, og það eru kvartanir neyt-
andans. Ég var á tímabili ásamt
öðrum svolítið viðriðinn starf
Neytendasamtakanna hér i
Reykjavík. Ég vona, að allir hér
hafi heyrt þeirra einhvern tíma
getið, þó ekki væri nema fyrir
það, að þau hafa vanrækt þetta
og hitt. Á undanförnum árum
hafa borizt um 1000 kvartanir
árlega til samtakanna vegna
meintra galla á vöru eða þjón-
ustu. Og meiri hluti þessara
kvartana orsakaðist af ófull-
nægjandi vöruþekkingu en var
stundum beinlinis vegna vill-
andi upplýsinga. Áberandi var,
hve margar kvartanir hlutfalls-
lega beindust að sömu verzlun-
um, sem jafnframt gátu verið
ansi tregar til að bæta neytand-
anum sanngjörnustu kröfur.
Þetta hlýtur að leiða huga
okkar að því, hvernig bezt sé að
verjast óréttlátum og jafnvel
ólögmætum verzlunarháttum
annars vegar og ösanngjörnum
r fram-
undan í
verzlun
y
lands-
manna?
kröfum neytandans hins vegar.
Reynslan af Neytendasamtök-
unum, þótt þau séu fámenn og
vanmegnug, bendir ótvirætt til,
að nauðsynlegt sé að hafa greið-
an aðgang að einhverjum aðila,
sem geti leyst a.m.k. úr minni-
háttar deiluefni neytenda og
seljenda, annað hvort eða
hvorttveggja i senn sem beinn
aðili sátta eða jafnvel sem úr-
skurðaraðili. — Þarna hefur
sem sé komið i ljós mjög ákveð-
in eyða eða gloppa i verzlunar-
þjónustunni, sem nauðsynlegt
er að ráða bót á.
Við getum velt því fyrir okk-
ur, hver þessi aðili eigi að vera,
t.d. opinber embættismaður,
þ.e.a.s. umboðsmaður neytenda
eins og einhver þingmaður