Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 17 Lýsisframleiðslan í USA verður liklega meiri 1976 en 1975, svo fremi að veðurskilyrði verði hag- stæð til veiða. Aukningin byggist á meiri afla til bræðslu á menhaden og ansjóvetu. Eftirspurn eftir lýsi framleiddu í USA er á hinn bóginn daufari en 1975. Þetta á einkum við um út- flutning, sem sennilega fer enn minnkandi. Ásætðurnar fyrir þessu má rekja til lágs verðs á sojaoliu og til mikilla birgða af sojabaunum, pálmaolíu og aukinni framleiðslu á lýsi í öðrum löndum. Einnig hefur metfram- boð á gerviefnum, sem koma í stað jurtafeiti og jurtaolíu, áhrif til minnkandi eftirspurnar á lýsi. Búist er við því, að verð á soja- olíu verði lágt enn um skeið og hefur það áhrif til lækkunar á lýsi, þegar til lengdar lætur. Þegar saman fer meira framboð og minni eftirspurn, þá mun það sennilega hafa i för með sér lækkun á lýsisverðinu. „Svo virðist að ekki verði komist hjá verðlækkun á lýsi á hinu byrjandi ári til þess að bæta samkeppnisaðstöðu þess.“ Lauslega þýtt úr grein um fisk- iðnaðarframleiðslu, er birtist í febr. mánuði sl. í skýrslu Verzlunarráðuneytis USA Economic and Marketing Research Division. ERFITT AÐ RÁÐSTAFA BIRGÐUM AF MJÓLKURDUFTI Ákvörðun Efnahagsbandalags Evrópu um 2% íblöndun á mólkurdufti, þ.e. alls 600.000 tonnum, í fóðurblöndur, hefur sætt mótmælum frá Bandarikjun- um og mikilli tregðu frá Bret- landi. Er enn óvíst hvernig því máli verður ráðið til lykta. Talið er að birgðir af mjólkurdufti séu á aðra milljón tonna og miklum hluta þess sé ekki ennþá ráðstaf- að. Ákvörðunin um íblöndun mjólkurduftsins i fóðurblöndur í löndum Efnahagsbandalagsins er sögð vera gerð að kröfu Frakka. UM 65% SKIPANNA VEIÐA NÆRRI 90% LOÐNUNNAR. S.l. föstudagskvöld 19. þ.m. var loðnuaflinn skv. skýrslum Fiski- félags Islands samtals 312.926 tonn á 76 skip, en á sama tíma í fyrra nam heildaraflinn 426.440 tonnum á 107 skip. Þá (þ.e. 19.3.76) höfðu 65 skip aflað meira en 1.000 tonn. I dag nemur heildaraflinn um 327.000 tonnum á móti 432.000 tonnum á sama tíma í fyrra. Mis- munurinn er um 105 þús. tonn. Heildaraflinn á loðnuvertíðinni í fyrra nam 457.400 tonnum. 24/3/76 Sv.Ben. (Sjá töflu) flokksins flutti þingsályktunar- tillögu um fyrir nokkrum árum, — og gleymdi svo!! Mundi sér- stök nefnd eða ráð leysa þetta verkefni, og hverjir eru þá hin- ir sönnu fulltrúar neytenda í slíku ráði. Eru það fulltrúar Alþýðusambandsins eða stærstu sérfélaga þess eins og í 6-manna nefndinni hálf-sálugu, sem átti að sjá um verðlagningu landbúnaðarafurða Ég játa, að ég kem ekki auga á lausnina, en mér finnst samt sem einum af fulltrúum ein- staklingshyggjunnar i þessum flokki, að hin frjálsu samtök geti haft hér hlutverki að gegna. Það er jafnljóst, að við ramm- an reip er að draga, því að áhugi fólksins hefur frómt frá sagt ekki verið fyrir hendi til að halda uppi því þróttmikla starfi, sem nauðsyn ber til. Samhliða þessu skulum við átta okkur á því, slík frjáls samtök geta lent á pólitískum villugöt- um, ef þannig er að málum staðið, en félagslegt gildi þeirra er óhemjumikið, ef rétt er á spilum haldið. — Vegna þess hve ég tel starf slikra frjálsra neytendasamtaka geta haft mikið gildi til þess að brúa bil, sem kann að vera milli neyt- enda og seljenda, og einstakra Framhald á bls. 20 Tvær óbyggðar lóðir við Gnitanes nr. 4 og nr. 6.TÍ1 vinstri Gnitanes 2 byggt eftir skipulagi frá 1967, raðhúsin fjögur við Einarsnes í baksýn. Fimm hús — fern skipulagsákvæði? Herra ritstjóri: Vegna fyrirhugaðrar breyt- ingar á skipulagi við Gnitanes hér i borg, langar okkur til þess að koma á framfæri fáeinum orðum, ef þér sæjuð yður fært að ljá þeim rúm i heiðruðu blaði yðar. „Fá mál skipta framtíðina meira en skynsamleg meðferð skipulagsmála. Mistök á flestum sviðum hverfa sem betur fer í gleymskunnar djúp. Það á þó ekki við um skipu- lagsmistök. Þau geta skapað leiðindi, vandræði og oftlega stórfellt efnahagslegt og menningarlegt tjón, sem seint eða aldrei verður bætt. Ef stjórnendur borga og bæja ættu þess kost að leiðrétta mis- tök liðinna áratuga eða alda, er ég ekki i vafa um, að margir þeirra, jafnvel flestir, vildu framar öllu eiga þess kost að leiðrétta það, sem miður hefur farið í skipulagsmálum.“ Þessi orð eru upphaf á grein, sem Páll borgarlögmaður Líndal skrifaði í Þjóðmál, blað frjáls- lyndra og vinstrimanna i júlí 1972 og nefndi „Giidi skipulags i nú- tímaþjóðfélagi", en hann hefur mjög verið viðriðinn skipulags- mál. Finnst okkur þau rétt og sönn og ölum þá von, að hugur fylgi máli, að þau mistök sem verða í skipulagningu, séu af van- gá, en ekki gerð af ásetningi. Síðar í greininni segir hann: „Þetta hlýtur að leggja miklar skyldur áþá, sem að skipulags- málum vinna Það hiýtur að skapa hinu opinbera miklar skyldur til að búa sem best að skipulagsmálum. Það hlýtur að valda því, að gera verði þær kröfur til almennings, að hann sinni skipulagsmálum, gagn- rýni það sem miður fer —.. (leturbreyting okkar). Við tökum lika undir þessi orð, að æskilegt væri, að borgarinn léti meira til sín heyra um opin- bera stjórnsýslu þar með talin skipulagsmál og það, sem úr- skeiðis fer í þeim efnum. En al- menningur telur, og sumir að fenginni reynslu, að rödd hans hljómi ekki hátt í eyrum emb- ættismanna kerfisins. Kannski má vænta þess, að eyra þeirra verði þynnra framvegis en verið hefur, ef rétt eru höfð eftir borgarstjóra, Birgi ísl. Gunnars- syni, í Morgunblaðinu þ. 15. febrúar 1973, ummæli á blaða- mannafundi. Orðin féllu svo: „Þróunarstofnun Reykjavikur- borgar stefnir að því aó gefa almenningi kost á að fylgjast með mótun skipulagsins með beinum tengslum við hinn al- menn borgara." (leturbreyting okkar). Ekki ætlum við að gera að um- talsefni skipulagsmál Reykja- vikur almennt og væri þó af ærnu að taka fyrir þann, sem hefði hug á og tíma til þess að fara ofan i þau mál. Nú eru uppi áætlanir í skipu- lagsnefnd borgarinnar um að breyta skipulagi í Skildinganesi a.m.k. i þriðja sinn siðan skipulag var staðfest þar 1959. Er i annað skipti ætlunin að breyta skipulagi við Gnitanes, sem er í því hverfi. Af þvi tilefni höfum við skrifað Borgarráði eftirfarandi bréf: Bréf til borgarráðs „Til Borgarráðs Reykjavíkur, Reykjavík Skipulag bæja er þýðingar- mikið mál fyrir fbúa bæjanna, hvort sem litið er á íbúana í heild eða hvern einstakling. Skiptir því miklu máli, að vel takist til um skipulagið og að það sé í föstum skorðum. Það er skiljanlegt að þau hverfi, sem nú eru byggð í Reykjavík eða verða reist á næst- unni, sé skipulögð með öðrum hætti en hin, sem risu fyrir löngu. Eins er sjálfsagt að taka þurfi til athugunar gömul hverfi, sem komin eru að falli, hvort eigi að jafna þau við jörðu og byggja ný eða halda þeim við og varðveita svipmót liðins tíma. Þegar hverfi hefur hins vegar verið skipulagt og það skipulag samþykkt af yfirvöldum, verður að gera þá kröfu, að ekki sé hringlað með það skipulag á fárra ára fresti meðan, hverfið er í byggingu. Sé það gert, er annað- hvort, að skipuleggjendur hafa ekki kunnað nógu vel til verka, ellegar aðrar hvatir ráða breyt- ingunni. Gildir einu hvort er, það kemur niður á íbúum hverfisins, sem þegar hafa byggt sín hús, en myndu hafa reist þau annan veg eftir öðru skipulagi. Þeir búa við algert öryggisleysi. Nú eru komnar fram breytinga- tillögur, að minnsta kosti í þriðja sinn síðan 1959, á skipulagi í Skildinganesi. Hvað eina götu í hverfinu — Gnitanes — varðar, kemur það mál við okkur. Á árunum 1964—65 byggðum við þar hús eftir skipulagi sam- þykktu 1959. Var það fyrsta húsið, sem byggt var við þá götu og er nr. 8. Arið 1970 var byggt hús sunnan við það og er nr. 10. Þegar það hús reis kom i ljós, að það fylgdi ekki skipulagi frá 1959. Hafði nýtt skipulag verið sam- þykkt 1967 og varð okkur þá fyrst kunnugt um þá skipulagsbreyt- ingu, er það hús var byggt. Var þetta hús teygt mun lengra fram í lóðina en okkar hús og þegar byggt verður norðan við hús okkar verður því í raun skákað inn í sund milli nábúahúsanna tveggja. Þegar húsið nr. 10 var byggt kom og á daginn, að brotið var i bág við þennan nýja skipu- lagsuppdrátt og skilmála í honum i veigamiklum atriðum. Við grennsiuðumst eftir því hjá borgaryfirvöldum á sínum tima hvað ylli þessari skipulagsbreyt- ingu við Gnitanes og fengum senda greinargeró samda af Aðal- steini Richter, skipulagsstjóra borgarinnar, dags. 18. júní 1971. Þar segir: „Fijotlega var þó sýnt, að eigi yroi komist hjá nánari deili- skipulagningu hverfisins, enda sóttu lóðareigendur fast á um breytingar til stækkunar á byggingarmöguleikum." (leturbreyting okkar). Um þessar mundir — síðsumars 1971 — áttum við tal í síma við tvo af lóðareigendum við Gnita- nes, eigendur lóðanna nr. 2 og nr. 6. Tjáðu þeir okkur, að þeim væri ókunnugt um skipulagsbreyting- una og ættu engan hlut aó henni. Sjálf höfðum við af gildum ástæð- um ekki óskað eftir þvi, að bygg- ingareitur á þessurn litlu lóðum beggja megin við okkur yrði þan- inn út. Voru þá eftir tvær lóðir, nr. 10 og nr. 4, en þær voru báðar í eigu sama man'ns, Arnbjörns Öskarssonar, kaupmanns, og var þá honum einum til að dreifa að sækja fast á um stækkun á byggingarmöguleikum við þessa götu. En því getum við þessa svo ýtarlega, að það varpar ljósi á meðferð skipulagsstjóra borgar- innar á staðreyndum í þessu til- viki. Nú er enn i ráði skipulagsbreyt- ing við Gnitanes. Var okkur til- kynnt um þá breytingu í bréfi dags. 14. janúar 1976, undir- skrifuðu af Aðalsteini Richter. Segir í bréfinu, að tilkynning þessi sé send að fyrirmælum borgarráós til allra eigenda hús- eigna og lóða i Skildinganesi. Ber að meta það, að ekki er sama launung höfð á þessum tillögum og hinum fyrri. Breytingartillögur þessar miða enn að stækkun húsa við Gnita- nes. Ekki á þó í þetta sinn að stækka byggingareiti, enda væri þá litið eftir af lóðunum, en nú skal hækka húsin. Er það gert þann veg að ætla mishá gólf („split level“) í þeim húsum og hækkar sá hluti, sem veit frá götu. Þýðir þetta þá i raun, að fremri hluti húsanna er á tveimur hæðum í stað þess, að nú er til- skilið að húsin séu einnar hæðar. Nú eru aðeins 2 lóðir óbyggðar við Gnitanes nr. 4 og nr. 6. Feng- um við þær upplýsingar hjá skrif- stofu lóðaskrárritara þ. 16. þ.m., að þær væru enn á hendi sömu aðila og þær voru 1971, nr. 4 í eigu Arnbjörns Öskarssonar, kaupmanns, en nr. 6 í eigu Sig- riðar Ingvarsdóttur. Þessi fyrirhugaða breyting kæmi illa við okkar hús nr. 8, því þá yrði þvi sökkt niður í gjá til viðbótar því að vera skákað inn í húsasund eins og fyrr er getið. Þá kemur þetta lika illa við húsið nr. 2, risi tveggja hæða hús rétt sunn- an við það. Sýnist okkur að litið muni þá njóta suðursólar á því húsi. Þ. 16. þ.m. töluðum við við Helga J. Sveinsson, eiganda húss- ins nr. 2 við Gnitanes. Sagðist hann engar óskir hafa borið fram um breytingar á skipulagi við Gnitanes og væri sér siður en svo í mun að fá hærra hús sunnan við sig en áætlað væri eftir skipulagi frá 1967. Sama dag áttum við simtal við Sigríði Ingvarsdóttur, eiganda lóðar nr. 6 við Gnitanes. Ekki sagðist hún hafa komið á fram- færi neinum hugmyndum um breytingar á skipulagi við götuna og raunar ekki hirt um að kynna sér þessar tillögur. Þá áttum við tal við eigendur raðhúsanna nr. 4. 6. 8 og 10 við Einarsnes, þau Ilarald Guð- mundsson, Björgu Lilju Guðjóns- dóttur, Svein Jónsson og Hannes N. Magnússon, en þau hús standa austan við Gnitanes og snúa fram- hlið að þeirri götu. Ekkert þeirra hafði leitt hugann að breytingu á skipulagi viðGnitanes og var öðru nær en að þeim væri akkur i, að hús framan við glugga raðhús- anna væru hækkuð frá því, sem skipulag leyfði þegar þau festu kaup á húsunum. Hafi þá einhver þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta við Gnita- nes, borió þessar tillögur í skipu- lagsnefnd Reykjavíkur, er ekki nema einum til að dreifa, þ.e. eiganda lóðarinnar nr. 4 og kemur þá í hug aðdragandi skipulags- breytingar 1967. Ekki tölum við fyrir aðra en okkur tvö. Við mótmælum þeirri fyrir- huguðu skipulagsbreytingu við Gnitanes, að leyfð verði þar hærri hús en skipulag frá 27. febrúar 1967 gefur heimild til. Við leggjum hér meó ljósrit af bréfaskiptum við borgarverk- fræðing. Virðingarfyllst, B jarni Jónsson (sign.) Þóra Arnadóttir (sign.) Innl.: 2 ljósrit“ Tilefni þess, að við hreyfum þessu á opinberum vettvangi er það, að okkur er mikil forvitni á að vita hvað skipulagsnefnd borgarinnar hefur að leiðarljósi, þegar hún hyggst breyta nýlegu skipulagi í hverfi, sem er í bygg- ingu, og ekki aðeins einu sinni heldur æ ofan í æ. Er okkur kunn- ugt um ýmsa, sem myndu slíkar upplýsingar kærkominn fróðleik- ur, en þó kunna hinir að vera miklu fieiri, sem við ekki vitum um og eru sama sinnis. Ætti það að vera kærkomið tilefni opin- berri nefnd að leggja fyrir al- menning starfsreglur sínar og or- sakir þess að breyta skipulagi á fárra ára fresti. Hljóta til þess að liggja brýnar orsakir og vel þarf að huga að því, að ekki þrengi þær breytingar kosti þeirra, sem byggt hafa eftir fullgildu skipu- lagi. Við Gnitanes eru aðeins fimm lóðir. Ef nú þessi skipulagsbreyting næði fram að ganga og þau tvö hús, sem óbyggð eru, yrðu byggð samkvæmt henni, þá væru húsin fimm við Gnitanes byggð eftir þrennum skipulagsákvæðum. Setjum svo, að dráttur yrói á byggingu fimmta hússins og skipulagsbreytingar yrðu jafn ör- ar og verið hefur, þá kynni svo að fara, að húsin fimm við Gnitanes yrðu byggð eftir fernum skipu- lagsákvæðum. Má hver og einn hafa það sér til gamans að hugleiða hvernig væri umhorfs við lengstu götur borgar- innar ef sami háttur væri hafður þar á og við þessa, sem er ein af þeim stystu. Reykjavik, 24. mars 1976, Bjarni Jónsson Þóra Arnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.