Morgunblaðið - 27.03.1976, Qupperneq 32
32
MORGUNBI.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísrael™,1'
Sigurður
Gunnarsson þýddi
hún snuprar hann fyrir þaö aö vera svo
eini'aldur, þar sem hann sé prófessor, aö
ganga hér um og gæta hænsna. ()g meöan
þau kýta um þetta, kankvís á svip, gagga
fimmtán þúsund hænur í kór, svo að þú
getur ekki ímyndað þér annan eins
hávaóa. En á kvöldin kennir pról'essor-
inn hænsnastúlkunni, hvernig hún á aö
verða prófessor. Þá lesa þau saman
þykkar bækur. ()g á eftir kennir hún
prófessornum hæsnafræði, svo að hann
geti orðið yfirmaður hænsnabúsins,
þegar hún l'ær prófessorstitilinn.
Já, þetta er vissulega furðulegt iand,
— og einnig líka l'urðulegt fólk. Land
mikilla andstæðna: mikill hiti, miklar
auönir og vatnsskortur, en einnig líka
mikil ræktun og frjósemi á vissum stöð-
um. Og hve yndislegt það er oft, að fá að
baða sig í ánni Jórdan. En erfitt þykir
mér aö strita við að þurrka upp mýrarnar
norðan við Djúpavatn. Og unaðslegt er
að ganga heim á kvöldin. En hugsaóu þér
ástandið hérna: Viö erum neydd til aó
sofa meö hlaðnar byssur við rúmstokk-
inn, og það er harla ólíkt því, sem við
þekkjum frá uppvexti okkar.
Við fáum enga greiðslu fyrir það, sem
við gerum hér í samyrkjubúinu. 1 sam-
yrkjubúi fá allir ókeypis það, sem þeir
þuri'a, en laun fá þeir ekki. Ég fór nýlega
á pósthúsið, þar sem ég þurfti að senda
bréí heim. Ekki var minnzt á greiðslu
l'yrir frímerkið. Allt ókeypis eins og
annað hér. Nýlega vildi svo til, aö ég reil'
skyrtuna mína í tætlur og átti því miður
ekki nema þessa einu skyrtu. En þau
sögðu mér bara að fara yfir í búðina og
þar fengi ég strax ókeypis skyrtu. En
kaup þarl'tu ekki að búast viö að fá. Og
þaö er vissulega dálítið skrítið miðað við
það, sem þekkist heima.
Hvort þetta fyrirkomulag er betra eða
verra en það, sem gildir hjá okkur heima,
skal ég ekkert um dæma. En ég efast
bara um, aö krakkarnir hérna í sam-
yrkjubúinu viti nokkuó um peninga og
gildi þeirra, og það finnst mér raunar
dálítið vafasamt uppeldisatriði.
Börnin búa ekki hjá foreldrum sínum í
svona samyrkjubúum. Þau sofa á barna-
heimilinu og borða þar, en koma heim til
foreldra sinna hvern dag, síódegis. Sum-
um l'innst þessi skipan góó, en öðrum
ekki, eins og gengur. Og um þetta jagast
l'ólkió, og sitt hvað fleira, og sumir eru
lítið betri en brytinn á EÁLKANUM. En
l'lestir eru ágætir, og þó er María bezt ai'
þeim öllum. Eiginlega finnst mér nú
skammarlegt, að ég skuli aldrei hafa
kært mig neitt um stelpur, því að kannski
eru þær l'leiri jafn ágætar og María.
Ég vildi bara óska þess, Andrés, að við
gætum i'undið eyrnalokkinn hennar. En
því miður eru litlar líkur til þess, því að
Arabarnir stálu honum. Sumir segja, að
Arabar selji alltaf þá hluti, sem þeir
nema þannig á brott. Þaó er því hugsan-
legt, að þú kynnir, í einhverri Austur-
landal'erð þinni, að rekast á eldrauðan
eyrnalokk, sem er líkur vatnsdropa í
laginu. Kauptu hann þá tafarlaust, því að
það er eyrnalokkur Maríu.
vUO Qt
MORö'JKejýv"
kaff/nu \\ :
Hann er að þvo gólflistana í Lofaðu mér að hjálpa þér og
eldhúsinu, drengir. taka þungu möppuna?
Hann hefur neistann? Er það ekki rétt skilið — til
einhverrar neðanj arðarstarf-
semi?
Tvö skáld hittust í kaffihúsi.
— Hvað starfarðu núna?
Hefurðu fengið vinnu?
— Ekki beint vinnu. Eg er að
fást við húsgagnasölu eins og
stendur.
— Nú, já, hefurðu selt mik-
ið?
— Öll mín.
X
— Hvernig líður honum
frænda þínum?
— Það er nærri ár síðan
hann dó.
— Það er sennilega af þvf,
sem ég hef ekki séð hann á
gangi svona lengi.
X
Móðirin: — Þú ættir ekki að
vera að hugsa um að ganga
menntaveginn, væna mín. Þú
skalt bara gifta þig eins og þú
ert, því að karlmennirnir vilja
hel/.t ómenntaðar og heimskar
konur.
Dóttirin: — Það hefur ef til
vill verið þannig f þínu ung-
dæmi, en nú er það alit brevtt.
X
Piparmærin var að skrifta og
játaði á sig skírlífsbrot. Skrifta-
faðirinn hristi höfuðið og sagði
alvarlegur í bragði:
— Þetta er ljótt að hevra um
stúlku á þínum aldri. Það væri
kannski skiljanlegt, ef um
ungling væri að ræða.
— Já, en það gerðist líka
fvrir 35 árum, svaraði stúlkan,
ég tíunda það bara endrum og
eins til þess að rif ja það upp.
X
Kaupandinn: — Hvað kosta
þessi föt?
Kaupandinn: — 12 þúsund
krónur.
Kaupandinn: — Þau mættu
nú vera dýrari.
Kaupmaðurinn: — Jæja, þú
skalt fá þau fvrir 15 þúsund.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
29
að atburðinum núna er ég ekki f
vafa um að þeir munu svara því
til að þeir geti ekkert aðhafzt. Við
verðum einhvern veginn að safna
staðreyndum, áþreifanlegum
staðrevndum, áður en við getum
snúið okkur fil lögreglunnar.
— Eg er vitni, sagði Helen.
— Jæja, sagði Gautier og bað-
aði út höndum — í hamingju
bænum skýrið þá frá þessu . . .
— Einhver hlýtur að hafa séð
bflinn á leiðinni uppeftir og veitt
honum athygli, sagði David —
alveg sérstaklega þegar við höf-
um hugfast að bílar eru aldrei á
ferli þarna. Gætum við ekki not-
fært okkur það. Er það ekki á
móti lögunum að aka um gamla
hverfið?
— Eg held það sé nú kannski
ekki bannað í lögum, sagði
Gautier. — En auðvitað brýtur
það i bága við almenna skynsemi.
Eíns og þið sáuð sjálf er eiginlega
ógerningur að fara á bflum um
göturnar þarna uppi á hæðinni.
— Tja . . . David leit á Helen
og hún yppti öxlum.
— Hann hefur sjálfsagt rétt
fvrir sér, sagði hún. — An þess
við höfum neitt f höndunum
getum við ekki búizt við þeir geti
hjálpað okkur agnarögn. Þeir
trúa okkur kannski, ef bezt lætur,
en þeir geta ekki annað gert en
klappa okkur hughreystandi á
kollana og sent okkur heim.
— Tja, sagði David aftur. — Þá
verðum við einhvern veginn að
safna sönnunargögnum.
Gautier sagði mvnduglega.
— I fyrsta iagi. Hverjir vissu að
þú ætlaðir uppeftir f kvöld?
David hugsaði sig um.
— Yfirþjónninn á gistihúsinu?
— Hvernig í ósköpunum hefði
hann átt að vita um það? sagði
Helen undrandi. — Við minnt-
umst ekki á það við borðið var
það?
— Við gerðum það revndar.
Jacques og ég vorum að tala um
að Mmc Desgranges væri ekki
heima hjá sér. Þjónninn sem bar
á borð fvrir okkur hefði getað
heyrt það.
Gautier virtist ekki sannfærð-
ur.
— Það er auðvitað möguieiki
sagði hann. En hver gætu verið
tengsl hans við þetta mál?
— Mér er sagt að starfsfólkið á
gistihúsinu sé allt hliðhollt
Marcel Carrier . . .
Iielen greip andann á lofti.
— Ó. . .
— Helen mfn. Hvað átti þessi
upphrópun að merkja?
— Við vitum að tengsl eru á
milli. Við fréttum það f kvöld.
Frá Valentin sjálfum. Svo virðist
sem Mme Desgranges hafi í ár-
daga verið ástkona Marcels.
Gautier andvarpaði.
— Alveg rétt, já. Eg var alveg
búinn að glevma því.
— Var þér kunnugt um það?
spurði David.
— Já. Þetta er Htill bær. Maður
heyrir margt. En stundum held
ég að of mikið sé gert úr slfku.
Þegar allt kemur til alls er langt
um liðið sfðan.
— Kannski það. En ég er að
reyna að búa til einhverja heild
úr þessu. Lfk konunnar finnst f
húsi sem Mmc Desgranges virnur
í. Mme Desgranges hafði — fyrir
mörgum árum að vfsu — náin
skipti við Marcel. Marcel hefur
þennan Ifka áhuga á mér, er
áfjáður f að hitta mig. Vinir
Marcels vita að ég hcf áhuga á að
fara og hitta Mme Desgranges og
vita ekki að Helen ætlar að fara
með mér. Hvar var hann f gær,
Helen? Veiztu um það?
— Ég get sagt þér það. Hann
var á veiðum.
— Er þetta rétti árstfminn fvrir
það?
— Já. Það er ekkert athugavert
við það. Valentin mun Ifka bera á
borð fvrir þig villibráð og fugla ef
þig iangar i.
— Þér er þó ekki alvara, er það,
sagði Gautier.
— Að Marcel Carrier sé flæktur
f málið? Ég veit það ekki. Ég er
opinn fyrir öllum hugmyndum.
Og einhvers staðar verður maður
að byrja og opna málið.
— Er hugur háskólamannsins
nú að starfi? sagði Helen strfðnis-
lega. Hún hafði hreiðrað vel um
sig f sófanum og var hin makinda-
legasta.
— Ég vildi óska ég vissi hvað
það er sem þeir — hverjir sem
þeir nú eru — vilja ekki að ég fái
að vita, sagði David. — Ég geri
mér grein fyrir að einhvers staðar
lúrir einhver á vitneskju sem
reynt er af öllu afli að koma f veg
fyrir að ég fái veður af. Og ég veit
ekki hvar ég á að byrja að reyna
að hugsa, þar sem ég hef ekki
hugmvnd um hvað gæti verið um
að ræða.
— Það hlýtur að vera eitthvað
sem þú gætir komizt að með þvf
einu að vera hér, sagði Helen
hugsandi. — Annars gæti engin
skýring verið á því að það er
aðeins hér sem reynt hefur verið
að myrða þig. En þó hlýtur þeim
að vera Ijóst að þú veizt ekkert
um hvað málið snýst. Og þeir hafa
áhuga á að koma f veg fvrir að þú
fáir nokkra nasasjón af þvf.