Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1976 Brezku togararnir á vesturleið: Grímseyjarbátur varð að snarbeygja - þegar veiðiþjófarnir ösluðu fram hjá Grímsey Brezku togararnir 15, sem héldu af Austfjarðamiðum til Vestf jarðamiða í fyrrinótt nálguðust Vestfirðina f gærkvöldi en ekki var vitað hvcrt þeir ætluðu að halda nákvæmlega. Þrjú brezk herskip fylgdu togur- unum, tveir dráttarbátar og birgðaskip, en fslenzkt varpskip var einnig á þessum slóðum. Þegar togaraflotinn sigldi fram hjá Grímsey um kl. 8 í gær- morgun sleit einn togarinn í sundur línu línubáts frá Grímsey, en að sögn fréttaritara okkar i Grímsey, Alfreðs Jónssonar, varð skipstjóri línubátsins að snar- beygja sitt á hvað til þess að lenda ekki fyrir þeim sex togurum sem hann sá í muggunni, en þetta átti sér stað um 5 mílur frá Grímsey og einni mílu utar sigldi hrezkt herskip. Á Austfjarðamiöum voru eftir í gær 15—19 togarar, tvö herskip og birgðaskip. Samvinnubankinn tapaði 5—10 niillj. kr. á Air Viking AÐALFUNDUR Samvinnubank- ans var haldinn að Hótel Sögu s.l. laugardag og kom þar fram að innlánsaukning bankans á s.l. ári var 37,7% og tekjuafgangur 45,2 millj. kr. Formaður bankaráðs, Erlendur Einarsson forstjóri, flutti skýrslu um starfsemi bank- ans á s.l. ári. Kom þar meðal annars fram, að þróun peningamála hjá innlána- stofnunum á liðnu ári hefði verið mun hagstæðari, þegar á heildina væri litið, en á árinu 1974. Heild- arinnlán innlánsstofnana hefðu aukizt á árinu um 29.1%, Samsvarandi aukning 1974 var 26.3% Utlán innlánsstofnana í heild jukust um 26.0%, sem er um það bil helmingi minni aukn- ing en árið áður, þá var hún 49.0%. Lausafjárstaða innláns- stofnana gagnvart Seðlabanka batnaði einnig verulega á árinu. I fréttatilkynningu frá Sam- vinnubankanum segir m.a. varð- andi uppgjör Samvinnubankans og Air Vikings: í skýrslu bankastjóra kom fram, að almennar kröfur Sam- vinnubankans í þrotabú Air Vik- Bingó Óðins MÁLFUNDAFELAGIÐ Öðinn heldur bingó að Hótel Borg í kvöld, 7 apríl, og hefst það kl. 9. Aðalvinningurinn verður utan- landsferð, en auk þess eru fleiri verðmætir vinningar og fjölmarg- ir aukavinningar. Ljósmynd Mbl. Frióþjófur. Þessari boldungsgraðýsu var verið að landa úr báti í Keflavfk, en einn og einn þorskur sést fljóta þarna með. ing næmu nú um 30 millj. kr., en af þeirri upphæð hefði bankinn öruggar tryggingar fyrir 15 millj. kr., auk persónulegra ábyrgða. Að þessum ábyrgðum yrði þó ekki gengið, fyrr en uppgjöri þrotabús- ins lyki. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú lægju fyrir, mætti gera ráð fyrir, að tap bankans vegna ábyrgðarinnar, sem hann var í vegna flugvélakaupa Air Viking gæti orðið milli 5 og 10 millj. kr. Reynir dr. Henry Kissinger fiskveiðideiluna? að leysa Gert er ráö fyrir að Henry Kissinger utanríkis- ráðherra reyni að mióla máium í fiskveiðideilu ts- lendinga og Breta á ráð- herrafundi NATO í Ósió í maí að því er fréttaritari NTB sagði í frétt frá Reykjavík í gærkvöldi. í fréttinni segir að Einar Ágústsson utanríkisráð- herra ætli að bera upp deil- una á fundinum en ekki náðist í utanríkisráðherra í gærkvöldi. Haft er eftir NATO-heimildum að erfiðara muni reynast að leysa deiluna þar sem James Callaghan hefur verið valinn forsætisráð- herra Breta, en þessu vísar Einar Ágústsson á bug samkvæmt fréttinni. Fréttamaður NTB hefur eftir Einar Ágústssyni að varla geti reynzt erfiðara að finna lausn þótt Callag- han sé orðinn forsætisráð- herra en annars viti hann ekkert hvernig hann muni halda á málinu. Samkvæmt heimildum fréttamanns NTB er ein af ástæðunum til þess að Bandaríkjamenn muni láta deiluna til sín taka sú að þeir vilji heldur reyna að koma til leiðar diplo- matiskri lausn en lána eða selja landhelgisgæzlunni hraðbáta. Ævintýraleg frásögn í Stern: Spinola kom til V-Þýzka- lands til að kaupa vopn - og blaðamaður blekkti hann og þóttist semja við hann Hamborg 6. apr. Reuter ÞVZKA vikuritið Stern sagði frá því I dag, að Antonio de Spinola, fyrrverandi forseti Portúgals, hefði komið f leyni- lega heimsókn til Vestur- Þýzkalands fyrir tólf dögum til að leita eftir því að fá að kaupa vopn og fá fjárstuðning til að undirbúa valdarán f Portúgal. Lögfræðingur nokkur frá Köln dr. Georg Meinecke, sagði Stern að hann hefði verið við- staddur fund í Diisseldorf milli Spinola og þekkts vesturþýzks blaðamanns GUnter Wallraff, sem er vinstrimaður en hefði látizt vera fulltrúi hægrisinn- aðra samtaka. „Það verður að binda enda á kommúnistabylt- inguna með valdi,“ hafði blaðið eftir hershöfðingjanum á þess- 'um fundi. Stern birti það sem sagt var vera hljóðritun af fundi þess- um milli hershöfðingjans og blaðamannsins, þar sem blaða- maðurinn spurði meðal annars hvernig afhenda skyldi vopnin. Spinola á þá að hafa sagt að annaðhvort yrði að flytja þau sjóleiðina og skipa þeim á land í Algarve í Suður-Portúgal, þar sem liðsmenn hans hefðu ráð undir rifi hverju, eða beint til yfirstjórnar MFA sem er hreyf- ing hersins í Portúgal. Meinecke lögfræðingur sagði að Spinola hershöfðingi hefði gengið undir nafninu „Walter hershöfðingi" þegar hann flaug til Þýzkalands þann 25. marz frá Sviss. Talsmaður Park Hotels í Dusseldorf staðfesti f dag, að tveir aðstoðarmenn Spinola hefðu dvalið á gisti- húsinu dagana 24.—26. marz. Eftir því sem segir í frásögn Stern afhentu aðstoðar- mennirnir Wallraff lista yfir þau vopn sem þeir töldu sig þurfa á að halda, þar á meðal 6 Spinola þúsund riffla og vélbyssur og 350 fallbyssur. Þeir kváðust einnig þurfa að fá tíu milljónir marka í peningum. Þá er haft eftir Spinola að vel mætti flytja hluta vopnanna, handsprengjur og sprengiefni, með flugvélum og hefði sá hluti verið ætlaður MFA eða þjóðvarðliðinu. „Og þá náum við þeim,“ á hann að hafa sagt og glott við tönn. Stern birti myndir af Spinola ásamt Wallraff og aðstoðar- konu hans, Hellu Schlumberg- er, þar sem þau eru sögð vera að koma til flugvallarins í Diisseldorf. Spinola er með dökk gleraugu á myndinni og með honum á myndinni er frænka hans Luiz Campos Coelho. „Það er ótrúlegt og satt að segja ömurlegt að sjá hversu auðvelt var að blekkja svo menntaðan mann,“ segir Meinecke við blaðið. Hann tók einnig fram að fundurinn hefði farið fram i Shnellenburg- veitingahúsinu, sem er skammt fyrir utan borgina. Hefði Spin- ola verið bjartsýnn á að „lýð- Framhald á bls. 20 Tveir nýir prófessorar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frétt frá mennta- málaráðuneytinu: Forseti Íslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað dr. Björn Þorsteinsson prófessor i sögu Islands við heimspekideild Háskóla Islands og dr. Sigurð S. Magnússon prófessor í kvensjúk- dómafræði og fæðingarhjálp við læknadeild Háskóla tslands, báða frá 1. apríl 1976 að telja. Fyrirspurnir erlendis vegna líkfundarins ENN hafa ekki verið borin kennsl á likið, sem kom upp í vörpu skuttogarans Arnars HU i Grinda- vikurdjúpi á sunnudaginn. Þykir flest benda til þess að líkið sé af erlendum manni og hefur rann- sóknarlögreglan í Reykjavík gert fyrirspurnir erlendis um það hvort saknað sé sjómanns við Islandsstrendur. Aðalfundur vinnuveitenda AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands Islands verður haldinn í Reykjavík 8. og 9. apríl og hefst hann kl. 13:30 á morgun í húsa- kynnum sambandsins. Auk venju- legra aðalfundarstarfa munu vinnuhópar starfa í hinum ýmsu málaflokkum, m.a. í sambandi við efnahagsmál, verðlagsmál, vinnu- löggjöf og gerð kjarasamninga, eflingu útflutningsframleiðslu, mennta- og fræðslumál og eflingu frjáls atvinnurekstrar. Að lokinni yfirlitsræðu formanns Vinnuveitendasam- bands Islands í upphafi fundar á morgun, flytur Gunnar Thor- oddsen, félagsmálaráðherra ræðu. Semja við Kanadamenn Osló, 6. apríl NTB. STÓRÞINGIÐ samþykkti í dag einróma fiskveiðisamning Noregs og Kanada er á að tryggja hags- muni norskra sjómanna þegar kanadfska fiskveiðilögsagan verður færð út. Samkvæmt samningnum fá Norðmenn aðeins hluta þess sem eftir veróur af heildaraflamagni þegar Kanadamenn hafa veitt það sem þeir geta. Samningurinn hefur ekki áhrif á samstarf landanna um sel- veiðar. Blómsveigur frá Samtökum frjálsra Ungverja FORSETI Samtaka frjálsra Ung- verja, Charles Szolyvai, kom til Reykjavíkur I gær á leið vestur um haf, en skrifstofur samtakanna eru I New York. Hann hefur beðið Morgun- blaðið að skila kveðjum til þeirra Ungverja sem búa á Islandi en hann hafði ekki tíma til að hafa samband við þá alla. Jafnframt biður hann fyrir þakkir til islenzku þjóðarinnar fyrir velvild f garð þeirra Ungverja sem fluttust til íslands eftir uppreisnina 1956. I dag mun Szolyvai leggja blóm- sveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli til að votta tslendingum þakkir Samtaka frjálsra Ungverja fyrir aðstoð við ungverska flóttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.