Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1976
21
Palestínskur^- skæruliði skýtur
með sovézkri'véíbyssu á stöðVar
hægri manna í Beirút. Bardagar
halda áfram þrátt fyrir vopnaFTlé.
Neyðarfundur þingsins
í Líbanon á laugardag
— miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á meðan hann stendur
Beirut 6. apríl Reuter.
LÍBANSKA þingið mun koma
saman til sérstaks fundar á
laugardag til að reyna að finna
bráðabirgðalausn á þeim gffur-
legu vandamálum sem við hefur
verið að glíma, sfðan borgara-
styrjöldin I landinu brauzt út.
Lögreglu- og hermannagæzla
verður I hámarki við þinghúsið á
meðan fundurinn stendur, þar
sem mikill ótti er rfkjandi um að
reyndar verði árásir á þingstað-
inn.
tölu munu njóta gæzlu um 300
sérþjálfaðra öryggisvarða meðan
fundurinn stendur yfir, en hann
verður haldinn í auðu húsi
skammt frá „landamærum" krist-
inna og múhammeðstrúarmanna í
Beirut. A þinghúsið sjálft sem er í
miðborg Beirut hefur hvað eftir
annað verið ráðizt upp á síðkastið
og er það því sem nær í rústum.
Mikil spenna er nú í höfuðborg-
inni eftir að tilkynnt hefur verið
um neyðarfund þingsins. Asaad
sagði að megintilgangur hans
væri að ræða stjórnarskrármál
sem gætu orðið til að þrýsta enn á
Suleiman Franjieh »vo að hann
fáist til að segja af sér. Verður og
hugsanlega rætt um hver ætti að
taka við af Franjieh en kjörtíma-
bil hans rennur út á hausti
komanda. Tilskilinn meirihiuti
þingmanna hefur þegar undir-
ritað áskorun til forsetans um að
segja af sér, en þeirri skoðun vex
æ meiri fiskur um hrygg að for-
senda þess að varanleg lausn fáist
á hinum djúpstæða ágreiningi sé
að forsetinn vfki endanlega úr
sessi.
Enn harðna
deilur á Ítalíu
Rómarborg 6. aprfl Reuter
LlKUR á þvf að kosningar fari
fram á Italfu f júnf jukust tölu-
vert f dag þegar enn hafði verið
deilt hart án þess að niðurstaða
fengist um nýja fóstureyðingar-
löggjöf ’ landsins. Leiðtogar
Sósfalistaflokksins, en stuðning-
ur þess flokks á þingi er stjórn-
inni mjög mikilvægur, voru á
stöðugum fundum f allan morgun
til að skipuleggja hvernig að mál-
um yrði staðið og munu hittast
aftur f kvöld. Heimildir Reuter-
fréttastofunnar töldu ósennilegt
að samkomulag um tillögu að
fóstureyðingarlöggjöfinni næðist
við kristilega demókrata.
Ef kosningar verða ákveðnar
verður Leone forseti að leysa upp
þingið fyrir miðja næstu viku.
Frestað var f dag þingstörfum
vegna fundahalda um fóstur-
eyðingarmálið. Sósfalistar stað-
hæfa að kona verði sjálf að fá rétt
f hendur hvort hún vill láta fram-
kvæma á sér fóstureyðingu innan
90 daga frá getnaði, en kristilegir
demókratar hafa neitað að fallast
á þessa afstöðu og vilja að læknar
hafi úrslitaorðið.
Spánn:
Madari-
aga kominn heim
Madrid 6. apríl Reuter
SALVADOR de Madariaga, einn
mestur spánskra höfunda nú og
þekktastur útlagi Franeostjórnar-
tfmabilins, hefur snúið heim til
Spánar með leynd og mun ræða
við hlaðamenn á morgun, mið-
vikudag, að því er Reuterfrétta-
stofan kvaðst hafa eftir áreiðan-
legum heimildum f dag.
Þar sagði að rithöfundurinn,
sem er að verða níræður, hafi
komið til Saragossa í gærkvöldi
með einkaþotu frá Sviss en þar
hefur hann verið búsettur um
langa hríð.
Madariaga er heimsþekktur
höfundur og nýtur mikillar
virðingar sem boðberi frjáls-
lyndra skoðana Hann fór frá
Spáni við upphaf borgara-
styrjaldarinnar árið 1936 og hefur
verið í sjálfvalinni útlegð frá ætt-
Salvador de Madariaga
landi sínu sfðan. Hann kenndi
árum saman við Oxfordháskólann
í Bretlandi og hefur unnið í þágu
spánskra flóttamanna í Sviss.
Afstaða gegn sérréttind-
um strandríkja harðnar
Það var talsmaður þingsins,
Kamel As-Asaad, sem tilkynnti í
dag að neyðarfundur þessi hefði
verið ákveðinn eftir að hann
hafði ráðfært sig við ýmsa þing-
fulltrúa og einnig rætt um
öryggisvörzlu við yfirvöld.
Vopnahléið, sem lýst var yfir á
föstudaginn af hálfu Kamal Jun-
blatt, foringja vinstrimanna,
rennur út um nónbil á mánudag.
Ljóst er að vopnahléið hefur að
mestu verið virt enda þótt leyni-
skyttur hafi verið á kreiki og skot-
hvellir heyrzt sérstaklega í Beirut
þegar skyggja tekur.
Þingmennirnir sem eru 99 að
Sameinu þjóðunum 6. apríl. Reuter.
AMERASHINGHE forseti haf-
réttarráðstefnu Sameinu þjóð-
anna í New York sagði i dag að
staðan fari nú harðnandi gagn-
vart tillögum sem miða að þvi að
strandriki fái sérréttindi í efna-
hagslögsögu sinni.
Amerashinghe sagði að þetta
gæti orðið til þess að samningum
um málið yrði stofnað í hættu.
Hann skoraði á sendinefndir sem
hefðu sérstakan áhuga á málinu
að hittast óformlega og freista
þess að komast að einhvers konar
samkomulagi til að ekki yrði farið
út i endalaust málskraf og karp á
nefndafundunum.
Fram til þessa hefur verið talið
að ráðstefnumenn nálguðust
hröðum skrefum að koma sér
saman um frumtillögur um reglu-
gerð um 200 milna efnahagslög-
Framhald á bls. 20
Sagt var að spánskur kaupsýslu-
maður hefði sent Madariaga boð
um að koma og dveldist höfundur-
inn i klaustri skammt fyrir utan
Saragossa og fengu blaðamenn
strengileg fyrirmæli um að raska
ekki ró hans að sinni. Madariaga
hafði marglýst þvi yfir að hann
myndi aldrei hverfa heim til
Spánar fyrr en að Franco látnum.
Madariaga lét mjög stjórnmál
til sin taka á árunum 1920—1936
hann var meðal annars sendifull-
trúi lands síns i Washington og
Paris var varaforseti spánska
Framhald á bls. 20
Auðmaðurinn og sérvitringur-
inn Hughes lézt ífgrrakvöld
Um árabil undi Hughes sér hvergi betur
en I návist þokkafullra kvikmyndaleik-
kvenna. Þessi mynd var tekin af honum
og övu Gardner árið 1946.
Houston Texas 6. apr. Reuter.
HOWARD Hughes, hinn umtalaði
milljónamæringur og sérvitringur, lézt i
gærkvöldi úr hjartaslagi um borð í flug-
vél* á leið frá Acapulco i Mexico til
Houston i Texas, en þar átti hann að
ganga undir læknisrannsókn. Hann var
sjötugur að aldri er hann lézt.
Howard Hughes hefur síðustu 28 árin
lifað sérstæðu lífi sem hefur orðið til að
magna hvers kyns sögusagnir um hann
en hann hefur ekki komið fyrir sjónir
annarra en nánustu samstarfsmanna
sinna i öll þau ár.
Auðæfi þau sem hann lætur nú eftir
sig eru feiknaleg. Hann erfði eftir föður
sinn fyrirtæki sem seldi tæki til olíu-
vinnslu og undir stjórn Hughes óx fyrir-
tæki hans hröðum skrefum og spannaði
að lokum yfir flugfélag, flugvélaverk-
smiðju, spilaviti, rafeindafyrirtæki og
auk þess átti hann milljónir dollara i
lausum aurum.
Howard Hughes lenti I flugslysi árið
1948 og eftir það kom hann naumast
fyrir almenningssjónir. Hann var sjúk-
dómahræddari öðrum mönnum og
sagnir um furðulegar varnir hans á þc:~
sviðum urðu fleygar. Hann hafði ein-
hverju sinni lýst yfir að hann vildi að
eftir dauðann yrði hann djúpfrystur unz
læknavísindum hefði fleygt svo fram að
unnt yrði að lifga hann við-
Á yngri árum var Howard Hughes
gleði- og samkvæmismaður hinn mesti,
umgekkst kvikmyndastjörnur og giftist
nokkrum þeirra, var á fleygiferð um
heiminn að stjórna málum sinum og lét
mjög að sér kveða. Öðru hverju kom upp
sá kvittur á síðustu árum að hann væri
látinn og nýlega kröfðust nokkrir hlut-
hafar í einu fyrirtækja hans þess að
dómsrannsókn yrði framkvæmd á þvi
hvort hann væri enn lifandi. Þeirri
kröfu var hrundið.
Howard Hughes hefur verið á stöðugu
ferðalagi líka nú síðustu árin, enda þótt
þau ferðalög hafi öll virzt farin í þeim
tilgangi að forða honum frá samgangi
við umheiminn og annað fólk. Sagan
segir að sézt hafi til hans er honum var
með leynd komið frá bækistöðvum sin-
um í Las Vegas árið 1970 og hrikalegar
lýsingar gefnar á útliti hans. Er ekki
vitað til að tekin hafi verið af honum
mynd síðan. Hann hefur haft búsetu í
Nassau á Bahamaeyjum lengst af seinni
árin.
Meðan Hughes hafði afskipti af kvik-
myndalífinu i Hollywood framleiddi
hann og nokkrar kvikmyndir sem urðu
vinsælar þá og má nefna „Hells’ angels“
„Scarface“ og „The Outlaw“ sem gerði
Viðurkenning frá Roosevelt vegna
flugafreks hans 1936.
fræga kvikmyndaleikkonuna Jane
Russel.
Árið 1972 komst Hughes enn á for-
síður blaða þegar tilkynnt var að útgáfu-
fyrirtæki McGraw í New York ætlaði að
gefa út ævisögu hans eftir Clifford
Irving. Varð nú uppi hið mesta fjaðrafok
og Hughes hringdi i eigin persónu frá
Bahamaeyjum og lýsti ævisögu Irvings
Framhald á bls. 20