Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976
7
Könnun á
skipulagi heil-
brigðisþjónustu
Læknarnir Sverrir Berg-
mann (F) og Oddur Ólafs
son (S) hafa flutt á Alþingi
svohljóðandi þingsálykt
unartillögu:
„Alþingi ályktar að
skora á rlkisstjórnina að
hlutast til um, að fram fari
könnun á skipulagi eftir-
greindra þátta heilbrigðis-
þjónustunnar:
1. Heimilislækningum.
2. Sérfræðilæknisþjón-
ustu.
3. Þjónustu við sér-
staka sjúklingahópa.
4. Rekstri sjúkrahúsa
með tilliti til þess, hvort
hægt sé með skipulags
breytingu að stuðla I senn
að bættri heilbrigðisþjón-
ustu og umtalsverðum
sparnaði.
j könnun þessari skulu
eftirfarandi atriði sérstsk-
lega tekin til athugunar:
a. Að greiðsla til
heimilislækna eftir gild-
andi númerakerfi verði
lögð niður. en þess I stað
teknar upp greiðslur fyrir
beint unnin læknisstörf
eingöngu.
b. Að sérfræðileg lækn-
isþjónusta verði i éföng-
um eingöngu unnin á
sjúkrahúsum jafnt fyrir þá
sjúklinga. er þar liggja
sem og hina, er sllkrar
þjónustu þarfnast án inn-
lagningar á sjúkrahús.
c. Að sérfræðileg lækn-
isþjónusta við sérstaka
sjúklingahópa verði fastur
liður I starfsemi einstakra
sérdeilda við sjúkrahúsin
og
d. að samanburður
verði gerður á óliku
rekstrarfyrirkomulagi
sjúkrahúsa hérlendis sem
erlendis með tilliti til
þess. að hverju rekstrar-
fyrirkomulagi megi vænta
beztrar og hagkvæmastr-
ar nýtingar tækja, að-
stöðu og vinnuafls miðað
við Islenzkar aðstæður.
Þá segir:
Athugun þessi fari fram
( sambandi við yfirstand-
andi endurskoðum á lög-
um um heilbrigðisþjón-
ustu og lögum um al-
mannatryggingar."
Áfangasigrar
á einni öld
í ræðu Odds Ólafssonar
um þetta mál komu fram
fjölmörg fróðleiksatriði.
Hann gat þess m.a. að
fyrir 100 árum hefði verið
hér einn læknir á hverja
4.500 íbúa. Nú væri einn
læknir á hverja 600 ibúa.
Fyrir 100 árum hefði ver-
ið hér eitt sjúkrarúm á
hverja 2360 íbúa. Nú
væri eitt sjúkrarúm á
hverja 800 landsmenn.
Að auki styddust læknar
nú við fjölmennar og vel
menntar heilbrigðisstéttir,
sem ekki hefðu verið til
staðar áður fyrr. Mann-
dauði var þá 24 af þús-
undi, nú 6,9. Ungbarna-
dauði var 240 af þúsundi
fæddra barna, nú deyja
10.6 af þúsundi innan
árs. Árið 1974 var meðal-
ævi karla komin i 71.2 ár
og kvenna ( 76.7 ár. i
þessu sambandi gat Odd-
ur þess að nærri 35% af
ríkisútgjöldum okkar nú
færi til heilbrigðis- og
tryggingamála. Þetta væri
há fjárhæð — og tilgang-
ur tillögu þeirra læknanna
væri, að það yrði kannað
til fulls, hvert skipulag
tryggði bezta nýtingu
þessa fjármagns og árang-
ursrikasta þjónustu við
landsfólkið.
Leitað eftir
sjúkdómum á
byrjunarstigi
Oddur Ólafsson rakti (
itarlegu máli þróun heil-
brigðisþjónustu á Íslandi.
Hann lagði áherzlu á, að
þá fyrst. er læknar fóru að
leita eftir sjúkdómum á
byrjunarstigi, hafi veru-
legur árangur sagt til sin i
heilsugæzlunni. Nefndi
hann þar sem dæmi bar-
áttuna við berklaveikina.
Þau vinnubrögð, sem og
fyrirbyggjandi ráðstafanir
margs konar, væru bezta
heilsuvörnin, spöruðu ella
óhjákvæmilega sjúkra-
húsaþjónustu og tryggðu
fámennu þjóðfélagi verð
mætaskapandi vinnuafl.
Heilbrigðisþjónustan væri
þvi þjóðfélaginu arðsöm,
auk þess að stuðla að heill
og hamingju einstakling-
anna.
Síðari tíma
sjúkdómar
Það var einkar athyglis-
vert i ræðu læknisins og
þingmannsins, er hann
ræddi um siðari tima sjúk-
dóma, orsakir þeirra og
afleiðingar, sem og óhjá-
kvæmileg viðbrögð. Þetta
væru sjúkdómar sem
hefðu veruleg áhrif á ævi-
iengd einstaklinganna (
landinu. Þar á meðal
nefndi hann:
0 — 1- Reykingar, en
reykingafólk myndi á
komandi árum fylla
sjúkrahúsin i landinu ( æ
rikara mæli, ef að likum
léti.
0 — 2. Áfengis- og vlmu-
gjafasjúklingar sköpuðu
æ stærra vandamál i þjóð-
félaginu, sem væri yfir-
gripsmeira en flestir
gerðu sér grein fyrir.
0 — 3. Umferðarslys
tækju upp æ stærra rými (
sjúkrahúsum og skildu
eftir sig hörmulega örorku
oft á tiðum.
0 — 4. Offita og ofeldi
væri vaxandi heilbrigðis-
vandamál.
0 — 5. Atvinnusjúkdóm-
ar, samfara nýjum at-
vinnugreinum og nýjum
efnum, sem meðhöndluð
voru, segðu til sin í vax-
andi mæli.
Vöntun á
sjúkrarými
Afleiðingin af þessum
nýju sjúkdómavöldum
væri m.a. sú, að brýn þörf
væri á auknu sjúkrarými,
enda þótt hlutfallslegt
sjúkrarými hér væri ekki
minna en i nágrannalönd-
um. Samhliða þvi að auka
sjúkrarými, þyrfti að nýta
tiltækt sjúkrarými betur
með hagkvæmara skipu-
lagi. Umbætur í heimilis-
lækningum gæti og dregið
verulega úr þeirri eftir-
spurn, sem nú væri um
sjúkrarými. Og siðast en
ekki sizt væri hægt með
fyrirbyggjandi ráðstöf-
unum i heilsugæzlu og
heilsuvernd að sporna
verulega gegn þvi heilsu-
tjóni, er leiddi til vaxandi
þarfar á sjúkrarými. Þessa
efnisþætti alla hefðu
flutningsmenn framan-
greindrar tillögu i huga
meðflutningi hennar.
^Ný sending^
af þessum vinsælu sófasettum
Klædd riffluðu flaueli.
Litir: brúnt - drapplitað - flöskugrænt - sinnepsgult
HAGSTÆTT VERÐ
Vörumarkaðurinn hl.
Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112
Matvörudeild S-86-111, VefnaSarv.d. S-86-
i-113 ífi
^jazzBaLLeCdsKóLi búhj
Dömur
athugið
líK<ifli/f(ckl
■Á Nýtt námskeið hefst
1 2. apríl
Á- Líkamsrækt og
megrun fyrir dörrwjr
á öllum aldri.
h Morgun — dag — kvöldtímar
Tímar 2svar eða 4 sinnum í viku.
-^- Sturtur — sauna — tæki — Ijós.
-^- Upplýsingar og innritun í síma 83730
jazzbalietdakóli bópu
5
Werzalit þarf ekkert viðhald er auðvelt að þrífa
og er sérstaklega áferðarfallegt.
WERZALIT SÓLBEKKIR
fást í marmara, palisander og eikarlitum.
Afgreiðsla í Skeifunni 19
Werzalit er góð fjárfesting.
^ TIMBIRVIRZLUNIN VÖIUNDUR hf.
Klapparstíg 1. Skeifan 19.
Simar 18430 — 85244
SÝNING
í SUNDABORG
Við sýnum alla
daga frá 2 — 7
þessar amerísku
kerrur
Einnig sýnum við margar
tegundir af hjólhýsum
og tjaldvögnum
Gísli Jónsson & Co. hf.
Sundaborg — Klettagarðar 1!, sími 86644.
ipa np: