Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1976 Wilson kveður HAROLD Wilson, sem nú hefur formlega látið af starfi forsætisráðherra í Bretlandi, hefur verið kallaður bezti leiðtoginn sem brezki Verkamannaflokkurinn hefur átt. Fáir brezkir stjórnmálamenn hafa betur kunnað tökin á Neðri málstofunni og flokksmönnum sínum, ef til vill enginn nema Harold Macmillan frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar eöa Stanley Baldwin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Flokksbróðir hans, Richard Crossman, hélt því fram að hann væri slyngasti flokks- leiðtogi Breta síðan Lloyd George leið. Verkamannaflokkurinn var margklofinn þegar Wilson tók við forystu hans af Hugh Gaitskell 1963, en hann breytti ástandinu á örfáum dögum. Allan þann langa tíma sem hann var leiðtogi flokks- ins og forsætisráðherra, lengur en nokkur annar síðan Herbert Asquith foringi frjálslyndra snemma á öldinni, var engin alvarleg hætta á klofningi í flokknum, þótt ágreiningurínn í röðum hans' hafi aldrei verið jafn- aður. Á hinn bóginn þótti á skorta að Wilson væri víðsýnn þjóðar- leiðtogi og þótt hann væri síður en svo miskunnarlaus þótti hann smámunasamur. Honum verður því vart skipað á bekk með stjórn- skörungum á heimsmælikvarða. DÚXí SKOLA Harold Wilson fæddist 11. marz 1916 í Huddersfield í Yorkshire, þar sem faðir hans vann í verk- smiðju og móðir hans var kennslukona og var einkabarn. Þegar hann var átta ára gamall fór faðir hans með hann á Wembley-sýninguna í London og þá var tekin af honum Ijósmynd fyrir framan embættisbústað brezkra forsætisráðherra i Downing-strætí. Alþýðlegur smekkur hans á brezka vísu frá uppvaxtarárunum (meðal annars dálæti á HP-sósu með alls konar mat og stuðningur við skátahreyf- inguna og fótboltaliðið í Hudders- field) kom honum að góðu liði á stjórnmálaferlinum. Hann hafði einnig í veganesti óslökkvandi stjórnmálaáhuga, vinnusemi, viljafestu, kaldhæðni og einfaldar lífsvenjur. Wilson var ,,dúx“ í menntaskóla í Cheshire, sem fjölskyldan fluttist til, og fékk styrk til náms í sagnfræði í Oxford, þar sem hann lagði hart að sér en tók lítinn þátt í íþróttum nema víðavangshlaupi og málfundum og gekk ekki i klúbb stuðningsmanna Verka- mannaflokksins (sennilega vegna þess að kommúnistar voru þar allsráðandi), heldur í klúbb frjáislyndra. Hann stundaði einn- ig nám i bókmenntum, lærði þýzku á sex vikum og lauk prófi með ágætiseinkunn. Síðan varð hann fyrirlesari við háskólann og aðstoðarmaður Sir William Beveridge (höfundar velferðar- áætlunar á stríðsárunum) og varð fyrir áhrifum frá einum fremsta menntamanni Verkamanna- flokksins, G.D.H. Cole, sem hann kynntist. UNGUR RAÐHERRA Á stríðsárunum gegndi Wilson embættisstörfum eins og margir aðrir Oxford-kennarar og endur- skipulagði tölur um kolafram- leiðslu sem þótti hæfa hæfileik- um hans vel. Hann samdi einnig fyrstu bók sína, („New Deal for Coal“) sem fjallaði um þjóð- nýtingu og átti þátt i því að hann var valinn frambjóðandi í Orms- kirk, þar sem hann vann auðveldan sigur i kosningunum 1945, þótt hann ætti i höggi við vinsælan þingmann Ihaldsflokks- ins (Stephen King-IIall sjóliðsfor- ingja). Hann fékk strax starf aðstoðarverkamálaráðherra, en var fijótlega gerður ráðherra utanríkisviðskipta og fór til Moskvu, þar sem hann gerði við- skiptasamning við Rússa. Arið 1947 var hann skipaður viðskipta- ráðherra, aðeins 31 árs gamall, og varð þar með yngsti ráðherra Breta með sæti í rikisstjórn á þessarí öld. I því starfi varð hann fyrir áhrifum frá Sir Stafford Cripps, skarpgáfuðum meinlæta- manni úr vinstri arminum, og endurskipulágði kvikmynda- iðnaðinn. Stjórn Clement Attlees inn- leiddi ókeypis læknisþjónustu en Hugh Gaitskell lagði til þegar hann var fjármálaráðherra 1951 að almenningur yrði að borga fyrir falskar tennur og gleraúgu. Það varð til þess að Harold Wilson sagði af sér ásamt Nye Bevan, hinum málsnjalla foringja vinstri manna. Þannig treysti Wilson stöðu sína í vinstri armi flokksins og var einn helzti „bevanítinn“ í flokknum. Hann sneri þó baki við vinum sínum þegar flokkurinn fór í stjórnar- andstöðu og „skuggaráðuneyt- inu“ 1954, var sakaður um henti- stefnu, en sagði að skoðanir sinar hefðu ekki breytzt. Hann fór með fjármál í skuggaráðuneytinu og árásir hans á R.A. Butler Wilson þegar hann hafði tilkynnt að hann mundi segja af sér. Ljósmyndin sem var tekin af Wil- son átta ára gömlum við Downing- stræti 10. Tólf ára gamall skrifaði hann skólaritgerð um hvað hann mundi verða 25 ára og sagði að hann yrði þá f jármálaráðherra. fjármálaráðherra þóttu skemmti- leg tilbreyting í Neðri málstof- unni sökum klókinda hans, hörku og háðs. Þegar Macmillan tók við kallaði Wilson hann „Mac the Knife“, en það viðurnefni varð aðeins til að auka vinsældir hans. SIGURVEG- ARINN Wilson var einn skeleggasti málsvari Verkamannaflokksins í kosningunum 1959 og þegar Bevan lézt ári síðar fékk hann stuðning margra fylgismanna hans. Þó sigraði Gaitskell hann auðveldlega í kosningu um stöðu formanns þingflokksins og George Brown sigraði hann jafn- auðveldlega í kosningu um stöðu aðstoðarleiðtoga flokksins. Wilson fannst Gaitskell gera of mikið veður út af umdeildum málum og fórna þannig einingu flokksins og barðist fyrst og fremst gegn honum á þeirri for- sendu þótt þvi væri haldið fram að ágreiningur um kjarnorku- afvopnun væri undirrótin. Þegar Gaitskell lézt i ársbyrjun 1963 var hins vegar meiri eining í flokkn- um en nokkru sinni. Wilson keppti við George Brown og James Callaghan um stöðu Gaitskells og sigraði í annarri at- kvæðagreiðslu. Wilson háði glæsilega baráttu gegn Ihaldsflokknum 1964, lagði á það áherzlu að flokkurinn hefði sóað til einskis 13' árum í ríkis- stjórn og að Verkamannflokkur- inn væri flokkur nýs tíma og nýrr- ar tækni, stóð fyrir beinskeyttum árásum i sjónvarpi á leiðtoga ihaldsmanna og tryggði flokki sín- um sigur. En meirihluti hans i Neðri málstofunni var aðeins fjögur atkvæði. Þegar hann tók við embætti forsætisráðherra lýsti hann því yfir, að fyrstu 100 dagar nýju stjórnarinnar yrði timi kraftmikilla aðgerða, en við það hræddust erlendir kaupsýslu- menn og fjárfestingaraðilar og eitt fyrsta verk Wilsons i starfi var að innleiða innflutningshöft. Þó virðist hann sigla í gegnum öll vandamál. Þannig hélt hann að stjórn hvíta minnihlutans í Rhódesíu mundi falla á nokkrum vikum eða mánuðum þegar hann greip til efnahagslegra refsiað- gerða eftir einhliða sjálfstæðis- yfirlýsingu hennar, en málið veikti ekki stöóu hans heldur þvert á móti, enda fékk hann íhaldsflokkinn til að styðja stefnu sina. Stjórn Ihaldsflokksins hafði skilið eftir sig mikinn greiðslu- halla, Wilson færði sér það sniðuglega i nyt og þegar hann efndi til nýrra kosninga í marz 1966 fékk hann öruggan meiri- hluta, 95 þingsæti fram yfir Ihaldsflokkinn. STÖÐUG VANDAMAL Kjörorð Wilsons i kosningunum var að kjósendur vissu að Verka- mannaflokkurinn kynni að stjórna og hann virðist hafa sann- fært marga um að flokkurinn væri „mannlegri" en Ihaldsflokk- urinn og betur fær um að stjórna landinu. En stjórn hans átti í stöðugum erfiðleikum: þjóóhags- áætlun var gerð en lögð á hilluna, hagvöxtur dróst saman, ástand efnahagslifsins versnaði við það að ýmist var reynt að örva það eða draga saman seglin, gengið var fellt 1967 þótt Wilson legðist gegn því þremur árum áður þegar gengisfelling hefði verið árangursrikari og félagslegri þjónusta hrakaði þrátt fyrir skattahækkanir. Wilson hafði verið frábitinn aðild að Efnáhags- bandalaginu, en sneri við blaðinu og sótti um aðild og De Gaulle forseti sagði „nei“, sem Wilson kvaðst ekki taka sem gilt svar. Verkamannaflokkurinn stóð illa að vígi í skoðanakönnunum frá 1967 til april 1970, en þá batnaði staða flokksins og Wilson ákvað að efna til kosninga í júní 1970. Hann háði rólega kosningabar- áttu, sem var sennilega röng ákvörðun, því að ihaldsflokkur- inn vann öruggan sigur undir forystu Edward Heaths. SÖMU vandamalin Wilson sneri sér að ritstörfum og sendi frá sér 800 síðna bók um stjórnarárin 1964—70 (sagt er að The Times hafi greitt honum 250.000 pund fyrir að birta kafla úr bókinni). Efnahagserfiðleik- arnir jukust undir stjórn Heaths og Wilson réðst aftur til atlögu. Heath efndi til kosninga á óheppi- legum tima fyrir Ihaldsflokkinn, í febrúar 1974 þegar orkukreppan Wilson ásamt fyrirrennara slnum í stöðu leiðtoga Verkamannaflokks- ins, Hugh Gaitskell. Ilann sigraði Callaghan og George Brown í annarri atkvæðagreiðsiu. Wilson f sumarfrfi. Hann og Mary kona hans eiga kofa á Scillyeyju og nota frfið aðallega til að lesa glæpareyfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.