Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1976
35
Haukastúlkur
*
Islands-
meistarar
Haukastúlkurnar sem urðu ls-
landsmeistarar á sunnudaginn,
en höfðu reyndar sigrað I Reykja-
nesmótinu fyrr f vetur. Aftari röð
frá vinstri: Hólmfríður Garðars-
dóttir, Björg Bergsveinsdóttir,
Sigríður Kristinsdóttir, Þórhildur
Þórðardóttir, Hulda Einarsdóttir,
Björg Guðmundsdóttir fyrirliði,
Danfel Hálfdánarson þjálfari.
Fremri röð frá vinstri: Hafdfs
Stefánsdóttir, Sigrfður Ellerts-
dóttir, Sóley Indriðadóttir, Elva
Guðmundsdóttir, Kristfn
Sigurðardóttir, á myndina vantar
Hrafnhildi Garðarsdóttur.
Fóru beint úr fenning-
unni í úrsUtakeppnina
HAUKAR tryggðu sér meistaratitil í 3. flokki kvenna í Islandsmótinu í handknatt-
leik, en úrslit mótsins fóru fram um síöustu helgi i Reykjavík. Ursiit leikja í
úrslitakeppninni urðu þessi:
Haukar — Valur 3:2
Völsungur — ÍBK 4:2
IBK — Valur 5:4
Haukar — Völsungur 5:3
Völsungur — Valur 6:5
Haukar — IBK 4:3
Haukar hlutu 6 stig, Völsungur
4 stig, IBK 2 stig en Valur fékk
ekkert stig.
Björg Guðmundsdóttir er fyrir-
liði Haukaliðsins. Það vakti at-
hygli að hún og önnur liðskona
voru með blóm í hárinu og var
skýringin sú að þær höfðu fermst
á sunnudagsmorguninn. Hún
sagði að 15—20 stelpur æfðu i 3.
flokki Hauka og væri áhuginn
mjög mikill hjá stúlkunum. Þær
urðu einnig Reykjanesmeistarar i
sínum aldursflokki. Daníel Hálf-
dánarson þjálfar stúlkurnar.
GÚSTAF Agnarsson lyftinga-
maður úr KR, vann glæsileg af-
rek á Reykjavíkurmeistaramót-
inu í lyftingum sem fram fór f
LaugardalshöIIinni f fyrrakvöld.
Lyfti hann 163,0 kg í snörun og
202,5 kg f jafnhendingu, og er
það mesta þyngd sem íslenzkur
lyftingamaður hefur jafnhattað.
Aður hafði einum lyftingamanni
tekist að sigrast á 200 kflóa
markinu, en það var Óskar Sigur-
pálsson sem jafnhattaði þá þyngd
á „Norðurlandameistaramótinu"
f fyrra. Bæði 163,0 kg og 202,5 kg
hjá Gústafi eru fslandsmet, en
hins vegar fær hann ekki viður
kennt Islandsmet f samanlögðu
þar sem þyngdin sem hann lyfti f
snörun var f aukatilraun. Hann
varð þvf einnig af Reykjavíkur-
meistaratitlinum. Til marks um
það hversu góð afrek þessi eru
Kári Elfasson hinn efnilegi lyftingamaður, sem setti fslandsmet f
sfnum þyngdarflokki á Reykjavfkurmótinu.
Gústaf setti tvö glœsi-
leg íslandsmet í Igftingum
hjá Gústafi má geta að þau hefðu
nægt honum til bronsverðlauna á
Olympíuleikunum f Miinehen
1972. Má ætla að Gústaf eigi góða
möguleika á að verða meðal
fremstu manna á leikunum f
Montreal f sumar, ef svo heldur
sem horfir hjá honum.
Gústaf reyndi fyrst við 160.0 kg
í snörun en mistókst þrívegis
Fékk hann síðan aukatilraun við 1
163.0 og fór vel upp með þá þyngd
og bætti hann þar með met sitt
um hálft kíló. Eftir að Gústaf
hafði lyft 202,5 kg í jafnhöttun
reyndi hann við 208,5 kg sem ,
hefði verið nýtt Norðurlandamet
hefði lyftan tekist, en það tókst
ekki að þessu sinni.
Gústaf var ekki einn um að
setja met í fyrrakvöld. Kári Elís-
son sem keppnrí fjaðurvigt bætir |
sig á hverju móti og setti nú met í.
snörun með því að lyfta 97,5 kg.'
Hann jafnhattaði siðan 117,5 kg,
þannig að samanlagður árangur
hans var 215 kg sem einnig er
Islandsmet. Gamla metið átti .
hann sjálfur og var það 205 kg. |
Reykjavíkurmeistari i dverg-
vigt., varð Guðmundur Helgason
Á, sem lyfti samtals 120 kg. Sig-
bert Hannesson, Á, varð meistari
í léttvigt, lyfti samtals 190 kg.
Már Vilhjálmsson, A, varð
meistari i millivigt með þvi að
lyfta samtals 200 kg og meistari í
milliþungávigt varð Helgi Jóns-
son. KR, sem lyfti samtals 230 kg.
Sigurvegari í þungavi^t þyngdar
flokki Gústafs Agnarssonar varð
félagi hans úr KR, Björn Hrafns-
son, sem lyfti samtals 210 kg,
þannig að Gústaf var ekki langt
frá þvi að hljóta titilinn af
árangri sínum í jafnhöttuninni
einum saman.
Hörður í KA
HÖRÐUR Hilmarsson, hinn margreyndi landsliðsmaður i knattspyrnu,
hefur nú tilkynnt félagaskipti úr Val i 2. deildar lið KA á Akureyri, en
Hörður starfar sem kennari þar í bæ. Er ekki að efa að KA-liðinu verður
mikill styrkur að fá Hörð til liðs við sig, og má ætla að KA- liðið hafi
fulla möguleika á að blanda sér i baráttuna á toppnum í 2. deildinni í
sumar. Þá hefur einnig annar Valsmaður, Guðjón Harðarson, tilkynnt
félagaskipti i KA, en Guðjón hefur leikið nokkra leiki með meistara-
flokki Vals.
Partizan í heimsókn
HIÐ frábæra júgóslavneska handknattleikslið Partizan Bjelovar er
væntanlegt i heimsókn hingað til lands n.k. fimmtudag, og mun liðið
leika þrjá leiki i íslandsheimsókn sinni. Er Partizan liðið íslendingum
vel kunnugt, en það hefur áður leikið hérlendis, m.a. við FH-inga í
Evrópubikarkeppni meistaraliða í handknattleik, og varla er vafamál að
þarna er um að ræða eitt sterkasta félagslið í heimi. Hefur það i röðum
sínum þrjá núverandi landsliðsmenn i Júgóslaviu og þrjá fyrrverandi
landsliðsmenn. Þekktasti leikmaður liðsins er án vafa Horvant, en hann
er fyrirliði júgóslavneska landsliðsins.
Fyrsti leikur Partizan verður á laugardaginn en þá leikur liðið við
íslandsmeistara FH. Fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni og hefst kl.
1 5.00. Kl. 20.30 á sunnudagskvöld leikur Partizan svo við úrvalslið, og
kl. 20.30 á mánudagskvöld leika Júgóslavarnir við Valsmenn og fer sá
leikur fram i íþróttahúsinu á Akranesi. Eru það Valsmenn sem verða
gestgjafar Júgóslavanna.
í leikjum íslenzku liðanna við Partizan mun ætlunin að haga
dómgæzlu nokkuð á annan veg en tíðkast hérlendis og sníða hana að
reglum þeim sem Júgóslavar hafa í sínum handknattleik. Er dómurum
þá fyrirlagt að stöðva klukkuna við tafir i leiknum, en slíkt þykir leiða
til miklu hraðari og fjörugri handknattleiks.
Þá má og geta þess að allar likur eru á að Jóhann Ingi Gunnarsson
muni stjórna úrvalsliði HSÍ i leiknum við Partizan, en Jóhann Ingi
þekkir íslendinga mest inn á handknattleik i Júgóslaviu og þá ekki sizt
á leik Partizan.
FH-KR í kvöld
I kvöld fer fram einn leikur i undanúrslitum bikarkeppni HSÍ i
Hafnarfirði. Er það leikur KR og FH en sigurvegari i þeím leik mun leika
til úrslita við Val, væntanlega um næstu helgi.
Leikurinn fer fram eins og áður sagði i Íþróttahúsinu i Hafnarfirði,
heimavelli FH. KR-ingar hafa ákveðið að efna til sætaferða á leikinn til
að standa i hafnfirzku áhorfendunum. Verður farið frá KR-heimilinu um
hálf átta og hefur verið fenginn til að stjórna klappliðinu hinn frægi
Egill rakari.
Að leik KR og FH loknum fer fram leikur FH og Fram i kvennaflokki i
undanúrslitum bikarkeppni kvenna.
Fram vann ngtiðana
4 — Oog fœr 3 stig
Antiar leikur Reykjavíkur-
meistaramótsins í knattspyrnu
fór fram á Melavellinum í
fyrrakvöld og áttust þar við lið
Fram og nýliðarnir I 1. deild,
Þróttur. Voru aðstæður fremur
erfiðar til keppni, eins og oftast
er á þessum árstfma.
Leikurinn var nokkuð jafn til
að byrja meðfen eftir að Fram
hafði náð forystu i leiknum
með marki Kristins Jörunds-
sonar náði liðið góðum tökum á
leiknum og bætti þremur mörk-
um við, án þess að Þrótturum
tækist að svara fyrir sig og fá
Framararnir þvi þrjú stig fyrir
leik þennan, samkvæmt reglum
Reykjavíkurmótsins.
Marteinn Geirsson skoraði
annað mark Fram úr vita-
spyrnu og var staðan 2—0 í
hálfleik. I seinni hálfleiknum
bættu þeir Kristinn Jörundsson
og Pétur Ormslev svo mörkum
við fyrir Fram, en Framliðið
lék þennan leik á köflum með
miklum ágætum, og er svo að
sjá að leikmenn þess séu í góðri
æfingu og til alls liklegir.
Framarar skora eitt marka sinna í leiknum við Þrótt.
Heimsmethafinn
varð þriðji
Nikolai Kolesnikov frá Sovétrikjunum
varð Evrópumeistari i lyftingum I fjaðurvigt
og kom sá sigur hans nokkuS á óvart.
Almennt var búizt við aS heimsmethafinn i
þessum þyngdarflokki Todorov frá Búlgaríu
yrSi öruggur sigurvegari en hann var langt
frá sínu bezta og varð að sætta sig vi?
bronsverðlaunin. Helztu úrslit i fjarður-
vigtarflokknum urðu þessi:
Nikolai Kolesnikov,
Sovétrikjunum — 280.0
Todor Todorov,
Búlgariu — 280
Georgi Todorov,
Búlgaríu — 277,5
Grzegorz Cziura,
Póllandi — 270
Bogumil Janowczyk,
Póllandi — 270
Janos Benedik,
Ungverjalandi — 262,5
Frantisek Nedved,
Tékkóslóvakiu — 260
Arne Norrabeck,
SviþjóS — 260
Marian Grigoras, -
Rúmeníu — 257,5
Dominique Bidard,
Frakklandi — 252,5
Búlgari
Evrópumeistari
Búlgarinn Norair Nurikian varS
Evrópumeistari í lyftingum
bantamvigtar en keppni I þeim
þyngdarflokki fór fram á mótinu i
Austur-Berlín i fyrrakvöld. Sam-
tals lyfti Nurikian 255,0 kg,
snaraði 110 kg og jafnhattaði 145
kg. RöS næstu manna var sem hér
segir:
2) Leszek Skrupa.
Póllandi 107,5 — 145,0 —
252,5
3) Karel Prohl,
Tékkóslóvakiu 112,5 — 137,5
— 250,0
4) Imre Stefanovics,
Ungverjalandi 107,5 — 142,5
— 250,0
5) Tadeusz Dembonczyk,
Póllandi 105,0 — 130,0 —
235,0
6) Ladislav Kovacs.
Tékkóslóvakíu 100,0 — 135,0
— 235,0
7) Kurt Pittner,
Austurriki 105,0 — 135,0 —
235,0
8) Jean-Claude Chavigny,
Frakklandi 95,0 — 132,5 —
227,5
Víkingur
Aðalfundur handknattleiksdeildar
Víkings verður haldinn í kvöld, 7 april,
kl 20.30 • Félagsheimili Víkings við
Hæðargarð
Fram
Aðalfundur handknattleiksdeildar
Fram verður haldinn fimmtudaginn 8
apríl n.k. i Félagsheimili Fram við Safa-
mýri
Haukar
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins
Hauka í Hafnarfirði verður haldinn i
Haukahúsinu við Flatarhraun. 12 april
nk og hefst klukkan 20 00