Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976
Magnús Þorláks-
son - Minningarorð
Margrét Brandsdótt
ir — Minningarorð
Fæddur 2/4 1903
Dáinn 30/3 1976
Hann Magnú.s er dáinn, hefur
kvatt þennan heim, aðeins
nokkrum dögum á eftir eina
sonarsyni sínum, nafna sínum,
sem var honum svo kær.
Aðeins örfáum dögum áður
kvaddi ég hann. Þá var hann
glaður og ánægður, handtak hans
hlýtt eins og venjulega. Mig óraði
ekki fyrir þvi þá, að það yrði í
síðasta sinn er viö sæjumst.
Glaöværö Magnúsar var hans
einkenni, hann var einn þeirra
mann.i er veita glaðværö af ór-
læti. í hans návist leiddist engum.
Hann hafði góöa kímnigáfu,
kunni að segja frá, var síkátur og
kunni að umhera með hógværð.
Það var gott að koma til
Magnúsar og Nýju, þangað áttu
niargir leið þar leiddist engum.
Magnús kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Guðnýju Stefánsdótt-
ur áríð 1932. Þau áttu einn son,
Viðar sem nú er húseltur i
Alaska. Hann var kominn um
langan veg til að fylgja einkasyni
sínum til grafar, er þau veikindi
Magnúsar hófust er urðu svo af-
drifarík. Barnabörn Magnúsar
voru fimm og voru þau honum
mjög kær, og oft talaði hann um
litla krilið, ltarna-barna-barn sitt
og sagði okkur margar skemmti-
legar sögur af litlu stúlkunni.
Bróðursonur Magnúsar, Jens
Guðmundsson, er nú kominn
heim frá Danmiirku til að fylgja
honum síðasta spölinn, en hann
var aö nokkru leyti alinn upp hjá
þeim Magnúsi og Nýju og leit á
þau sem sína foreldra. En Magnús
og Nýja höföu einmitt heimsótt
hann síðastliðið sumar. Sú ferð
var þeim mjög ánægjuleg.
Magnús var vélstjóri og stýri-
maöur að mennt og stundaöi sjó-
mennsku framan af ævi. Siðari
hluta ævi haföi hann eftirlit með
vélum síldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði. Þó Magnús væri góður
starfskraftur og mjiig kunnáttu-
samur í sinu fagi verður hans þó
lengst minnst végna mannkær-
leika og umgengnismáta. Hann
hafði alltaf tima til að vera mann-
legur, rétta hjálparhönd og koma
öðrum í gott skap, nokkuö sem
svo margir gleyma i lífsgæða-
kapphlaupi nútimans.
Viö hér á Eikjuvogi sendum
Nýju og Viðari og barnabörnun-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Þau hafa mikiö misst, en
megi hugljúfar minningar um þá
nafnana verða þeim léttir á
þessum erfiðu stundum.
Pálmi Gíslason.
Afmælis-
o g
minningar-
greinar
ATIIYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að bcrast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
Fædd 25. nóvember 1905
Dáin 31. marz 1976
Frú Margrét Brandsdóttir var
Reykvíkingur. Hér stóð vagga
hennar og hér verður hún til
moldar borin frá Dómkirkjunni I
dag.
Foreldrar hennar voru Jóhanna
Jóhannsdóttir frá Nesjavöllum og
Brandur Jónsson frá Nýjabæ i
Garðahverfi, lengi starfsmaður
Slippfélagsins í Reykjavík.
Hún giftist Haraldi Guðmunds-
syni fyrrum ráðherra 14.2 ’31 og
stofnuðu þau heimili á Seyðis-
firði, þar sem Haraldur var úti-
bússtjóri Utvegsbanka íslands, en
leiðin lá fljótlega til Reykjavikur
aftur, er Haraldur varð atvinnu-
málaráðherra (1934—’38) og síð-
an forstjóri Tryggingastofnunar
ríkisins. Þar stóð heimili þeirra
til dauðadags, að undanskildum
árunum 1957—’63, er Haraldur
gengdi starfi ambassadors í Nor-
egi.
Mann sinn missti frú Margrét
23.10.’71 eftir 40 ára hjónaband.
Þau eignuðust fimm börn, sem öll
eru á lífi. Þau eru:
Haukur f. 13.5. '31, deildarstjóri
hjá Tryggingastofnun ríkisins,
kvæntur Auði Jónsdóttur; Hrafn
f. 11.11. ’32, viðskiptafræðingur
og menntaskólakennari, kvæntur
Ragnhildi Kvaran; Þóra f. 5.2. ’35,
gift August Holme sölustjóra, bú-
sett í Oslo, Rebekka f. 9.3. ’39
sálfræðingur, gift Bent Haugsted
verkfræðingi, búsett i Kaup-
mannahöfn, Jóhanna f. 10.10. ’43
lifefnafræðingur, gift Jens
Josephsen efnafræðingi, búsett i
Hróarskeldu.
Barnabörnin eru 15.
Frú Margrét mun ekki hafa not-
ið mikillar skólagöngu í æsku sök-
um stopullar heilsu þá, en það átti
eftir að sýna sig aó hin unga kona,
sem gjörðist lifaförunautur hins
mikilhæfa stjórnmálamanns Har-
alds Guðmundssonar fyrir 45 ár-
um átti eftir að standast öll próf
með ágætum i lífsins skóla. Þar
kom til að hennar innri maður var
alheilbrigður. Gáfurnar voru góð-
ar, skaphöfnin sterk, en mest var
um vert, að allar hennar athafnir
og ályktanir stjórnuðust af allt-
umfaðmandi velvild. Hún átti
ekki aðeins létta lund og rika
kímnigáfu, heldur bókstaflega
geislaði af henni góðvildin. Hún
var mannþekkjari og mannabæt-
ir. Ekki var hún aðeins börnum
sínum og barnabörnum ástrík
móðir og amma, ættmennum sin-
um og vinum hollráð, heldur mun
margur henni óvandabundinn,
sem átti andstreymi eða í vök að
verjast, hafa komið sterkari og
glaðari af hennar fundi. Manni
sínum var hún hinn góði andi,
stoð og stytta i erilsömum ábyrgð-
arstörfum. Það var mjög kært
með þeim hjónum.
Þrátt fyrir háa þjóðfélagsstöðu
var Margrét Brandsdóttir með
hógværustu og lítillátustu konum.
Með henni er mikilhæf og göfug
kona gengin.
Þorlákur Helgason.
Hinn 31. marz lézt frú Margrét
Brandsdóttir, ekkja Haralds Guð-
mundssonar fyrrverandi ráð-
herra.
Mér er bæði ljúft og skylt að
flytja þakkir mínar og fjölskyldu
minnar til látinnar vinkonu sem
vert er að minnast.
Mikil mannkostakona er kvödd
en umfram allt einstök móðir 5
barna sem öll gátu komið með
vini sína heim en þar var okkur
öllum jafn vel tekið, þá mynduð-
ust traust vináttubönd sem entust
alla tíð.
Þrátt fyrir mikil störf á stóru
heimili ásamt þvi að standa við
hlið eiginmanns síns í skyldu-
störfum hans varð hennar fágaða
framkoma þess valdandi að stór-
um vinahóp var alltaf jafn hlý-
lega fagnað.
Margrét flíkaði ekki tilfinning-
um sínum, en oft fann ég hversu
viljasterk og trúuð kona hún var
og hennar fögru fyrirbænir voru
einlægar og góðar. Fyrir nokkrum
dögum áttum við tal saman og
benti hún réttilega á að það væru
ekki stóru hlutirnir í þessum
heimi sem gæfu lífinu mest gildi
heldur oftast þeir smáu. Hinn
glaðværi hópur, sem svo oft safn-
aðist saman á heimili þeirra
hjóna, hittist þar ekki oftar, en
eftir lifa ógleymanlegar minning-
ar.
Astvinum hennar öllum votta
ég dýpstu samúð.
Hrafnhildur Jónasdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda sam-
úð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns mins, föður,
tengdaföður og stjúpföður
ÓSKARS M.
JÓHANNSSONAR,
Ásvallagötu 69.
Fyrir hönd aðstandenda
Sigrún Eiðsdóttir.
Eiginmaður minn. + VAGN E. JÓNSSON, hæstaréttarlögmaður.
lést aðfaranótt 5 april Laufey Hólm.
t
Mmningarathöfn um skipverja v b Hafrúnar sem fórst 2 marz sl
ÁGÚST ÓLAFSSON,
HARALOJÓNSSON,
JAKOB ZOPHANÍASSON,
JÚLÍUS STEFÁNSSON,
VALDIMAR EIÐSSON.
OG ÞÓRÐ ÞÓRISSON.
verður í Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 10 apríl og hefst kl 2
Aðstandendur.
+
Hjartkær eiginkona mín
SÆUNN SIGURÐARDÓTTIR,
Ásfelli, Innri Akraneshrepp,
lést í sjúkrahúsi Akraness 4 apríl
Hjálmar Jónsson, Ásfelli.
+
Maðurinn minn,
HELGI HJÁLMARSSON,
Kárastíg 14, Reykjavík,
andaðist í sjúkrahúsi, Vestmannaeyja, aðfaranótt 6 april
Fyrir hönd barna og barnabarna,
Sigríður Sigurðardóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
dóttur minnar og sonar
GUÐFINNU ÁRANDÓTTUR BLÖNDAL
og STEINS ÁRNASONAR,
Fyrir hönd aðstandenda r
Ámi Helgason, Akri, Eyrarbakka.
+
Innilegustu þakkir flytjum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og
vináttu vegna andláts og útfarar
ÓLAFAR GUOMUNDSDÓTTUR,
Sléttubóli, Austur Landeyjum.
Guð blessi ykkur öll
Vandamenn. ✓
+
Útför eiginmanns mins og föður okkar
GUÐMUNDAR KRISTINSSONAR.
verkamanns,
Kóngsbakka 11, Reykjavik,
verður gerð frá Fríkirkjunni kl 1 3.30 fimmtudaginn 8 apríl nk
Að ósk hins látna er þeim. sem vildu minnast hans, bent á Félag
Nýalssinna (Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar)
Guðrún Elimundardóttir, Þorgrimur Guðmundsson,
Kristin Guðmundsdóttir, Margrét Pétursdóttir,
Sigurður E. Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson.
+
Sonur okkar og bróðir
JÓN EMIL
Þorfinnsgötu 1 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 8 apríl kl 3.
Fyrir hönd aðstandenda, .... _
Jakobina Guðmundsdóttir,
Reynir H. Jónsson,
Bragi Reynisson.
+
Eiginkona mín
ÁRNÝ ingibjörg jónsdóttir
andaðíst þriðjudaginn 6 april að Elliheimilinu Grund.
Helgi Sigurður Eggertsson.
+
Innilegar þakkir vottum við öllum þeim sem sýnt hafa samúð og
vinarhug í veikindum og viðfráfall
JÓHANNS Ó. ELÍASSONAR
húsgangabólstrara.
Hulda Guðmundsdóttir og fjölskylda.
+
Innilegt þakklæti sendum við öllum, sem sýndu okkur vináttu og
samúð við andlát og jarðarför,
AUÐUNS SÆMUNDSSONAR
frá Minni Vatnsleysu.
Börn, tengdabörn og barnabörn.