Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1976
SPORVAGNINN GIRND 1 ALLRA SlÐASTA SINN.
1 kvöld (miðvikudagskvöld 7. aprfl) er síðusta sýning á leikriti
Tennessee Williams, SPORVAGNINN GIRND, sem sýnt hefur
verið frá því í haust. Sýningar eru nuð orðnar 30 talsins.
Leikhúsgestir virðast kunna vel að meta þetta verk og hafa lokið
miklu lofsorði á sýninguna og leikarana í aðalhlutverkunum:
Þóra Friðriksdóttir leikur hið erfiða hlutverk Blanche, Krlingur
Gfslason er Stanley Kowalski, Margrét Guðmundsdóttir Stella
kona hans, og Róbert Arnfinnsson leikur Mitch. Leikstjóri
sýningarinnar er Gísli Alfreðsson.
Ánægjuleg samkoma
og góður skólabragur
Bæ, Höfðaströnd, 28. marz.
SUNNUDAGINN 28. marz var
kirkjuleg samkoma haldin í Hóla-
dómkirkju, þar sem Ingimar Páls-
son söngkennari skólans byggði
upp mjög athyglisverða dagskrá
með söng og upplestri ritningar-
greina.
Ávörp ^fluttu sr. Sigurpáll
Oskarsson og Haraldur Árnason
skólastjóri, en sönginn annaðist
kór barna- og bændaskólanema og
Söngfélagið Harpa. Auk þess
komu nokkrir einsöngvarar fram.
Samkoman var öllum þeim, er
fylltu Hóladómkirkju út úr dyr-
um, til mikillar ánægju og á söng-
kennarinn þakkir skilið fyrir
þessa kynningu á Hólastað.
Frá Hólum er annars allt gott
að frétta og hefur skólabragur
allur verið ágætur í vetur. Skól-
inn er fulhsetinn og nú þegar er
farið að sækja um skólavist, og
margar fyrirspurnir borizt um
skólavist næsta vetur.
Ráðsmaður skólabúsins sagði
mér að ekki væri keppt að stórbúi
á staðnum, en þar eru nú 20
Framhald af bls. 36
að næg gufa yrði tiltæk á þessu
ári fyrir fyrri vélasamstæðuna
með fullum afköstum en það eru
30 MW. Færi hins vegar svo mót
vonum manna, að þetta gufumagn
hefði ekki náðst fyrir árslok yrðí
unnt að reka stöðina i upphafi
með minna afli.
Ráðherrann vék einnig að fram-
leiðslukostnaði Kröfluvirkjunar
og sagði að gerður hefði verið
samanburður á framleiðslu-
kostnaði nokkurra virkjana og
væri þá miðað við, að þær væru
fullgerðar og fullnýttar. Sá
samanburður sýndi, að fram-
leiðslukostnaður á kílóvattstund í
Sigöldu og Hrauneyjafossi yrði
kr. 1.50—1.80, i Kröfluvirkjun um
kr. 1.80 og í Villinganesvirkjun í
Skagafirði um kr. 2.30. Sagði
Gunnar Thoroddsen að sam-
kvæni: þessu væri framleiðslu-
kostnaður Kröfluvirkjunar því
mjö sambærilegur við hag-
kvá ri 11 st u vatnsaflstöðvar.
Gunnar Thoroddsen fjallaði um
ork aöinn á Norðurlandi og
mi: íilfinnanlegan orkuskort
þar ridanförnu. Hann sagði
áhn vaxandi orkunotkun þar
o; t sem dæmi, að Samband
fsl. unufólaga hefði leitað
ef: kaupum á 10—12 MW
vi t ii fyrir iðnfyrirtæki sín
á Þá hefði KEA leitað
( leikum á raforkukaup-
r i';/i nýja mjólkurstöð sem
tn. 0 MW. Áhugi væri á
aukíuiú orkunotkun til iðnaðar á
öði- im Vum svo sem Húsavík,
Sauðárkróki og Blönduósi. Gæti
þar verið um 5—6 MW aflþörf að
iðnaðarráðherra að á
mjólkandi kýr, um 500 fjár og
nokkuð á annað hundrað hrossa.
Sigtryggur Björnsson er kennari í
búfjárfræði og skiptir nemendum
niður í verklegu námi. Sauðfjár-,
hrossa- og nautgripadómar eru
kenndir og auk þess tamning á
hrossum, sem Hólasveinar og
meyjar eiga sjálf eða fá lánuð hjá
skólabúinu. Eins og áður eru tré-
og járnsmíðar kenndar og áherzla
lögð á að nemendur fái sem hag-
nýtasta kennslu undir væntanlegt
lífsstarf við búskap.
Ráðamenn staðarins hugsa og
vinna að borun á hitasvæði á
Reykjum f Hjaltadai, en lítil von
er til að borað verði þar fyrr en
1977.
Nú þegar er farið að hugsa fyrir
100 ára afmæli bændaskólans á
Hólum, sem verður 1982. Þó
nokkur tími sé til stefnu, er áhugi
vaknaður á undirbúníngi þeirrar
hátíðar. Unnendur Hólastaðar
eru glaðir þegar þar gengur flest
að óskum, enda eiga Hólar að vera
óskabarn okkar og heim að Hól-
um eigum við alltaf að segja.
Björn í Bæ.
næsta ári mættí gera ráð fyrir að
orkuþörfin á Norðurlandi mundi
nema 280—300 GWst, en miðað
við þá orkuþörf og erfiðar að-
stæður í Laxá gæti þörfin á dísil-
vinnslu numið allt að 70 GWst.
Þessari dísilvinnslu yrði ekki út-
rýmt og aukinni eftirspurn full-
nægt nema Kröfluvirkjun tæki
hið fyrsta til starfa því að jafnvel
þótt hægt væri að flytja allt að 8
MW með byggðalínu leysti það
ekki vandann nema að hluta til.
Loks benti ráðherrann á að
heimild væri í lögum fyrir
lagningu stofnlinu til Austur-
lands og væri unnið að undir-
búningi þeirrarlfnu.
— Eldur
Framhald af bls. 36
Einhverjar skemmdir urðu af
reyk og eldi en það var ekki full-
kannað i kvöld. Meðal annars
kunna að hafa orðið skemmdir á
vélum en skemmdirnar voru ekki
taldar verulegar. Reykháfurinn
var vel einangraður frá þakinu
þannig að ekki var talin hætta á
að kviknaði í því.
— Spinola
Framhald af bls. 2
ræðisöflunum tækist að bjarga
Portúgal".
Stern segir að aðstoðarmenn
hershöfðingjans sem voru einn-
ig á þessum gabbfundi hafi sagt
Wallraff að þeir yrðu að fá
vopnin í maí eða í júní í síðasta
lagi. Wallraff mun hafa komizt
í samband við MDLP-samtökin
í borginni Braga f Norður-
Portúgal og kveðst hafa talið
þeim trú um að hann væri
áhugasamur fylgismaður þeirra
og Spinola hersöfðingja. Hann
segir að MDLP-talsmenn hafi
sagt sér að þeir ættu þrjá
„trausta menn“ í byhingarráði
hersins og voru þeir nafn-
greindir. MDLP sögðu honum
einnig að þeir hefðu náið sam-
starf við Miðdemókrata í land-
inu, CDS, sem hefði veitt þegj-
andi samþykkt sitt fyrir vopna-
öflun þessari.
— Afstaða
Framhald af bls.21
sögu og myndu mestar auðlindir
heims falla undir þessa lögsögu,
bæði ólía, gas og námuefni.
Búizt er við að fundum ljúki
þann 7. maí en gert ráð fyrir að
áfram verði haldið áður en full-
trúar hafa komið sér saman um
lokaniðurstöður er síðar yrðu
undirritaðar í Caracas, en með
öllu er óljóst hvenær það gæti
orðið.
— Hughes
Framhald af bls. 21
sem gabbi og þeir hefðu aldrei
hitzt. Málið fór fyrir dómstóla og
Irving var fundinn sekur og
dæmdur í fangelsi og eiginkona
hans sem tók þátt í svikunum sat
einnig i fangelsi um hríð fyrir
aðild hennar að málinu. Hann
flæktist einnig um tima inn í
Watergate-málið, þegar það var
dregið fram í dagsljósið að hann
hefði látið smíða sérstakt björg-
unarskip í samvinnu við CIA sem
átti að freista þess að ná
rússneskum kafbáti upp af hafs-
botni á Kyrrahafi.
Ungur var Howard Hughes
hinn mesti ævintýramaður. Hann
var snjall flugmaður og árið 1938
flaug hann umhverfis jörðina á
mettima, 91 klst. 14 minútum og
28 sekúndum.
Við lát hans eru eignir Howard
Hughes metnar á milljarða
dollara. Skýrt verður frá erfða-
skrá hans á næstu dögum en sögu-
sagnir eru á kreiki um að megnið
af þeim muni renna til lækna-
vísinda og tæknimála.
— Spánn
Framhald af bls. 21
þingsins um hríð, átti sæti á af-
vopnunarráðstefnunni 1934 og
var kennslumála óg dómsmálaráð-
herra Spánar 1934 og fulltrúi
Spánar hjá Þjóðabandalaginu
1934 og 1935. Skömmu áður en
hann fór frá Spáni árið 1936 hafði
hann verið kjörinn í Akademíuna
þar. Hann hefur gefið út ljóða-
bækur og ritað bækur um
Sheylley og Calderon og söguleg
efni, auk fjölmargra greina um
alþjóðamál. Þrátt fyrir að skáldið
drægi aldrei dul á andstöðu sína
gegn Franco birtust greinar eftir
hann um bókmenntir og alþjóða-
mál að staðaldri i spænskum blöð-
um og hann naut hylli í heima-
landi sínu sem annars staðar.
— Humphrey
Framhald af bls. 1
við Carter um tilnefninguna,
en Carter var spáð sigri.
Humphrey hefur ekki viljað
taka þátt í forkosningunum en
tjáð sig fúsan til að taka við
tilnefningu sem forsetaefni
demókrata á flokksþinginu.
Ýmsir eru farnir að efast um
að hann geti stöðvað Carter úr
þessu.
1 New York fékk Henry
Jackson óvæntan stuðning frá
aðalfulltrúa Rússa hjá SÞ,
Jakob Malik, því hann afhenti
mótmælaorðsendingu þar sem
gagnrýndar voru árásir fram-
bjóðenda í kosningabaráttunni
á Sovétrikin. Sagt var í kvöld
að Jackson yrði að vinna stór-
an sigur til að treysta stöðu
sína.
— íþróttir
Framhald af bls. 34
Róbert Gunnarsson, Ö 108,4
Stökk drengja 15—16 ára:
Stig
Kristinn Hrafnsson, Ö 197,9
Guðmundur Garðarsson, Ö 180,7
Jón Konráðsson, Ó 144,0
Norræn tvíkeppni drengja 13—14 |
ára:
Stig
Gottlieb Konráðsson, Ó 509,54
Haukur Hilmarsson, Ó 410,05
Róbert Gunnarsson, Ö 404,52
Norræn tvíkeppni drengja 15—16
ára:
Guðmundur Garðarsson, Ó 455,83
Kristinn Hrafnsson, O 454,60
Jón Konráðsson, Ó 452,29
3x5 kflómetra skfðaganga:
Stig
Sveit Ólafsfjarðar 73,34
B-sveit Ólafsfjarðar 78,17
A-sveit Isafjarðar 80,18
Ölafsfjörður sigraði í stiga-
keppni mótsins, hlaut 48 stig,
Reykjavík og ísafjörður hlutu 46
stig, Akureyri 44 stig, Húsavik 21
stig, Siglufjörður 5 stig.
— Foot
Framhald af bls. 1
Tilkynningar um breytingar á
stjórninni er ekki að vænta fyrr
en á morgun eða jafnvel síðar í
vikunni.
Callaghan hefur verið tregur til
að tilkynna breytingar á stjórn-
inni fyrr en Denis Healey hefur
skýrt frá fjárlagafrumvarpi sínu
sem hann lagði fram í dag. Hinn
nýi forsætisráðherra hefur beðm
Healey að halda áfram starfi sínu
og herða á tilraunum til að draga
úr verðbólgu.
Callaghan kom fram i fyrsta
skipti sem forsætisráðherra f
fyrirspurnartíma i Neðri málstof-
unni í dag og tók við árnaðarósk-
um stuðningsmanna og and-
stæðinga, þar á meðal frú
Margaretar Thatcher, leiðtoga
ihaldsflokksins.
„Hún afvopnar mig,“ sagði
Callaghan brosandi, „og það er
stórhættulegt." Hann bætti við:
„Ég geri ráð fyrir að fá tíu hveiti-
brauðsdaga i mesta lagi. Síðan
fáum við að heyra hin fleygu orð:
fáum Harold aftur.“ (þ.e.
Wilson).
— Baskar
Framhald af bls. 1
héraðanna og hinir voru úr öðrum
ólöglegum samtökum eins og
Iberisku frelsishreyfingunni, sem
aðhyllist stjórnleysisstefnu. Lög-
reglan segist hafa komið í veg
fyrir tilraun sem ETA hafi gert í
fyrra til að koma til leiðar svipuð-
um fjöldaflótta úr Segovia-
fangelsi í fyrra.
Jafnframt hefur lögreglan
handtekið 50 meinta félaga úr
ETA og stuðningsmenn þeirra í
Baskahéruðunum. Handtökurnar
fylgja í kjölfar öldu mannrána og
tilræða, sem samtökin hafa staðið
fyrir. Stjórnmálafréttaritarar
segja að fangaflóttinn og starf-
semi ETA treysti stöðu hægri-
sinna, sem krefjast þess að stjórn-
in hægi á umbótum.
— Healey
Framhald af bls. 1
verkalýðsfélögin ganga að tilboð-
inu.
Bætur sem fyrirtæki fá til að
halda atvinnuleysi í skefjum
verða tvöfaldaðar, skattar sem
fyrirtæki greiða verða 52% sem
fyrr en smáfyrirtæki fá skattaaf-
slátt og virðisaukaskattur á lúxus-
vöru verður lækkaður um
helming i 12H%.
Healey sagði að verðbólgan
hefði verið 14% á síðara árs-
helmingi í fyrra miðað við 38%
fyrra árshelming en kvað Breta
ekki geta slakað á baráttunni
gegn verðbólgu sem enn væri
meiri en í öðrum iöndum.
Fjárlagafrumvarpið fékk mis-
jafnar undirtektir, en pundið
hækkaði um eitt cent gagnvart
dollar.
Healey var tiltölulega bjart-
sýnn á útlitið og kvað unnt að
minnka verðbólguna niður fyrir
10 af hundraði fyrir næsta vetur
og fækka atvinnulausum, sem nú
eru 1.261.000 eða 5.5% vinnu-
færra manna. Hins vegar spáði
hann því að lánsfjárþörf vegna
almennings framkvæmda yrði
12.000 milljónir punda í stað
10.750 milljóna í fyrra. Hann
benti á minnkandi greiðsluhalla,
sem nú er 2.000 milljónir punda,
og taldi að hann mundi ekki
aukast.
Jafnframt taldi Healey að
Bretar mundu ekki eiga erfitt
með að fá þau lán, sem þeir
þyrftu og að aukning þjóðarfram-
leiðslu yrði 4%.
— Kýpur
Framhald af bls. 1
hópurinn hafði brennt banda-
ríska flaggið vörpuðu bandarískir
hermenn á lóð sendiráðsins tára-
gassprengjum út fyrir vegginn og
lagði mannfjöldinn þá á flótta.
— Embættis-
veiting
Framhald af bls. 36
mundi Brekkan, Tómasi Á. Jóns-
syni og Snorra P. Snorrasyni. Hér
fer á eftir upphaf og endir bréfs
þessa:
Reykjavík 8. marz 1976
„Forseti læknadeildar Háskóla
Islands, prófessor Ólafur
Bjarnason.
Efni: Embætti prófessors í
kvensjúkdómum og fæðingar-
hjálp.
Á fundi í læknadeild Háskóla
Islands hinn 5. marz 1976 var
tekið fyrir og afgreitt fyrsta aug-
lýsta dagskrármálið: Nefndarálit
um prófessorsembætti í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp.
Af tilefni afgreiðslu þessa máls
óskum vér, undirritaðir kennarar
við læknadeild eftir því að koma
eftirfarandi greinargerð og til-
mælum á framfæri:
1. Skipun dómnefndar og störf
hennar. Vér fögnum því, að
menntamálaráðherra og stjórn
læknadeildar skyldi að þessu
sinni hafa skipað dómnefnd
þannig, að telja verður, að skil-
yrðum um faglega hæfa, óvilhalla
og hlutlæga nefnd sé tryggilega
fullnægt. Vér fögnum einnig þvi,
að nefndin skuli, að lokinni vand-
legri skoðun hafa skilað vel unnu
og rökstuddu einróma áliti um
ritverk og störf umsækjenda og
röðun þeirra eftir hæfni. — Vér
teljum að hér hafi verið unnið af
hálfu ráðuneytis, deildarstjórnar
og dómnefndár á þann bezta og
óhlutdrægasta hátt, sem gildandi
reglur leyfa. Eigum vér þar
einkum við aðferð deildarforseta
og stjórnar deildarinnar við til-
nefningu hinna tveggja erlendu
sérfræðinga, þar sem farið var
eftir ábendingum hlutaðeigandi
læknadeilda og þar með algjör-
lega tryggð óhlutdrægni.
Afgreiðsla frá læknadeild.
A grundvelli nefndarálits þess,
sem oft hefur verið vikið að hér
að framan, var gengið til atkvæða-
greiðslu um umsækjendurna, Dr.
med. Gunnlaug Snædal og Dr.
med. Sigurður S. Magnússon. Úr-
slit þeirrar atkvæðagreiðslu urðu
þau, að Sigurður hlaut meðmæli
meirihluta viðstaddra, eða 22 at-
kvæði, Gunnlaugur hlaut 16
atkvæði en einn atkvæðaseðill var
auður.
Með niðurstöðu atkvæða-
greiðslu þessarar virðist oss sem
meirihluti fundarmanna hafi
röksemdalaust lýst vantrausti á
málsmeðferð menntamálaráð-
herra og deildarstjórnar. Vér
itrekum þó, að vér teljum deildar-
stjórn hafa staðið rétt að þessu
máli og vér teljum dómnefndar-
álit prófessoranna Þorkels
Jóhannessonar, Ingelman-
Sundmark og Ingerslev standa
óhaggað og vera einan rökheldan
grundvöll fyrir veitingu
prófessorsembættis í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp.
Vegna ásakana þeirra, sem
fram komu á deildarfundi á
hendur dómnefndarmönnum um
hlutdrægni, teljum vér, að erfitt
sé að afgreiða málið á grundvelli
þeirrar atkvæðagreiðslu sem
fram fór, nema dómnefndar-
mönnum sé áður gefinn kostur á
að svara ásökunum.
Benda má ennfremur á að at-
kvæðamunur er lítill og u.þ.b.
20% atkvæðisbærra meðlima
deildarfundar voru ekki á fundin-
um.“
— Krafla