Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976
3
H-moU messa Bachs hámark
þess sem kór getur í ráðizt
— sagði söngstjórinn um tónleika ”t
Pólgfónkórsins um páskana Hl
Mjórnandi Pólyfónkórsins, Ingólfur Guðbrandsson, ásamt formanni fjáröflunarnefndar Kristni
Sigurjónssyni, gjaldkeranum, Guðmundi Guttormssvni, og stjórnarformanninum, Friðrik Eirfkssvni
með auglýsinguna um flutning H-moII messu Bachs um páskana.
UM páskana gefst tækifæri til
að heyra H-moll messu Bachs,
sem Polýfónkórinn ætlar að
flytja þrisvar sinnum I
Háskólabíói. Er það f fyrsta
sinn sem þetta verk er flutt í
heild hér á landi, en fyrir 8
árum flutti kórinn það stytt og
þótti þá I mikið ráðizt, að þvf er
stjórnandinn, Ingólfur Guð-
brandsson, tjáði blaðamönnum.
Sagði hann að verkið gerði
gffurlegar kröfur til flytjenda,
og væri flutningur þess hámark
þess sem kór gæti færzt í fang.
H-moll messan verður frum-
flutt á skfrdag í Háskólabfói og
endurtekin á föstudaginn langa
og e.t.v. einnig á laugardag, ef
aðsókn getur tilefni til.
Flytjendur eru 145 söngvarar
Pólýfónkórsins, 33ja manna
hljómsveit og sex einsöngvarar
og stjórnandi Ingólfur
Guðbrandsson. Uppistaðan f
hljómsveitinni er Kammersveit
Reykjavíkur og konsert-
meistari Rut Ingólfsdóttir. Eru
þar samankomnir margir
fremstu hljóðfæraleikarar
landsins og fara margir með
einleikshlutverk. A blaða-
mannafundi vegna tónlcikanna
var nefndur Lárus Sveinsson,
trompetleikari, sem færi með
eitt vandasamasta hlutverk
sem til er fyrir hljóðfærið.
Einnig Rut Ingólfsdóttir, er
leikur á fiðlu, Jón 11. Sigur-
björnsson á flautu, Kristján Þ.
Stephensen á óbó, Cristina
Tryk á horn, en með kortinu-
hlutverk fara Pétur Þorvalds-
son á selló, Einar Waage með
kontrabassa og Hörður Askels-
son með orgel.
Einsöngvarar eru allir úr röð-
um kórfélaga að Ruth L.
Magnússon undanskilinni, sem
syngur alt-aríur verksins.
Dúetta syngja Guðfinna D.
Ölafsdóttir, sópran, og Asta
Thorsteinsen, alto. Með tenór-
hlutverkið fer ungur söngvari,
Jón Þorsteinsson, fyrrverandi
kórfélagi, sem nú er við söng-
nám í Noregi. Er þetta frum-
raun hans hér, en hann hefur
margsinnis komið fram f
Noregi, t.d. sl. sunnudag þegar
hann fór með tenórhlutverkið í
Magnificat Bachs f Ósló.
Bassaarfur syngja Ingimar
Sigurðsson og Halldór
Vilhelmsson.
Æfingar á verkinu hófust
fyrir alvöru í janúar, að því er
söngstjórinn sagði og hafa stað-
ið yfir síðan. Var í fyrstu æft
tvisvar i viku, en nú síðast 3—4
sinnum og hljómsveitaræfingar
eru sex. Gefa söngvarar vinnu
sína, en greiðsla fyrir hljóm-
sveit er þyngsti kostnaðurinn
við að koma verkinu upp. Sagði
Ingólfur að heildarkostnaður
við þessar 3 hljómleika mundi
tæplega vera undir 3 milljónum
og gæti miðasala ekki brúað
bilið. En gjaldkerar sögðu að
fólk, sem hefði áhuga, og fyrir-
tæki legðu ætíð fé til þessarar
menningarstarfsemi. Reiknuðu
forstöðumenn kórsins að gamni
sinu kostnað þann, sem yrði, ef
söngvarar fengju greitt tima-
kaup, 1000 kr. á tímann, en þá
kostaði kórinn 22 milljónir.
Auk söngstjórans Ingólfs Guð-
brandssonar hafa þau Elísabet
Erlingsdóttir, Ásta Thorsten-
sen, Friðbjörn G. Jónsson og
Elín Guðmundsdóttir semball-
leikari aðstoðað við þjálfun
kórsins og æfingar. Pólýfónkór-
inn hafði hug á að flytja H-moll
messuna einnig á Listahátíð í
Reykjavík og fá þá erlenda ein-
söngvara en þvi var hafnað.
Mörg undanfarin ár hefur
Pólýfónkórin fyllt Háskólabíó í
3 daga í röð með flutningi á
verki af þessu tagi, m.a.
Mattheusarpassíunni. Og Jó-
hannesarpassíunni eftir Bach
og Messías eftir Hándel. H-moll
messa Bachs er eitt af mestu
listaverkum tónlistarheimsins.
Bach samdi hana í Leipzig á
árunum 1733—35, en ekki er
talið að verkið hafi nokkurn
tíma verið flutt í heild um hans
daga og ekki fyrr en árið 1859 í
Berlín. Verkið er samið fyrir
5—8 radda blandaðan kór, ein-
söngvara og hljómsveit með
þeim ibúðarmesta búnaði, sem
þekktist um daga Bachs, enda
var fyrsti hluti þess saminn í
tilefni af valdatöku Ágústusar
2. kjörfursta af Saxlandi og
fylgdi því beiðni um titil hirð-
tónskálds. Yfir verkinu er sér-
stakur hátíða- og glæsibragur
og það býr yfir sliku andríki,
formsnilld og tilfinningaauð-
legð að það heyrir til mestu
afreka mannsandans, segir i
frétt kórsins.
Þegar er mikið selt af miðum
á tónleika Pólýfónkórsins um
páskana. Þeir eru til sölu hjá
Ferðaskrifstofunni Útsýn,
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og Hljóðfærahúsi
Reykjavikur.
Frá 100. stjórnarfundi Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. T.f.v. Gunnar S. Björnsson, Gunnlaug-
ur Pálsson, Sigfús örn Sigfússon, Haraldur Asgeirsson forstjóri RB, Guðmundur Magnússon formaður
stjórnar RB, Gissur Sfmonarson, Pétur Stefánsson, Hákon Ólafsson og Halldór Jónsson.
100. stjórnarfundur Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins
100. stjórnarfundur Rann-
sóknastofnunar byggingariðnað-
arins vr haldinn 31. marz sl. Var
þá einnig tekinn f notkun hluti
nýbyggingar við stofnunina og
gat formaður stjórnar RB þess að
þetta gjörbreytti starfsaðstöðu
stofnunarinnar.
Lét hann og f Ijós
von um að stjórnvöld og framá-
menn f byggingariðnaði leggðust
á eitt við að nýta þessa ba*ttu
aðstöðu til öflugrar framþróunar
í bvggingarstarfseminni. A
þessum fundi varð einnig sú
breyting á stjórn stofnunarinnar
að Halldór Jónsson verkfræð-
ingur tók sæti Sigfúsar Arnar Sig-
fússonar sem er á förum til starfa
við Alþjóðahankann í Washing-
ton.
Á þessum 100. fundi kom einnig
fram að byggingarvisitala var svo
til óbreytt frá 1. nóvember til
áramóta sl., og hækkunin á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs var óveru-
leg eða um liðlega 5%. RB vann
að nýrri aðferð við útreikninga á
visitölu byggingarkostnaðar á sl.
ári.
Þá var einnig rætt um starf RB
og Húsnæðismálastofnunar ríkis-
ins en þessi samvinna hefur veru-
lega styrkt margvislegar rann-
sóknir við RB.
Einnig hefur verið töluvert
samstarf við Vegagerð rikisins og
fagnaði stjórnin því að verið er að
ganga frá samningi við Vega-
gerðina um verulega aukna rann-
sóknavinnu og vegarannsóknir
hjá RB. Samvinnan við Vegagerð-
ina var hvati að stofnsetningu
jarðtæknirannsókna við RB og
auknum tækjabúnaði.
Ennfremur lét stjórnin i ljós
áhuga á framhaldi þeirra um-
ræðna sem nú eru hafnar við
Verkfræði- og raunvisindadeild
Háskóla Islands um aðstöðu fyrir
prófessora við Háskólann til rann-
sókna við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Telur
stjórnin slík tengsl geta verið
n^kilvægur þáttur til þróunar
rannsóknastarfsemi i landinu.
Stórgjöf Lions-
manna í Hafnarfírði
— til heimilis fyrir þroskaheft börn
FIMMTUDAGINN 1. apríl, 1976,
afhenti Stefán Rafn, formaður
Lionsklúbhs Hafnarfjarðar,
fyrsta framlag klúbbsins til
heimilis fvrir þroskaheft börn f
Hafnarfirði og nágrenni.
Við gjöfinni sem var ávísun að
upphæð kr. 500.000,— tók Árni
Gunnlaugsson bæjarráðsmaður,
að viðstöddum Árna Grétari Finn-
syni bæjarráðsmanni, Kristni 0.
Guðmundssyni bæjarstjóra og
nokkrum Lionsmönnum.
Af afhendingu lokinni þágu við-
staddir kaffiveitingar i boði
bæjarstjórnar.
Á s.l. ári beitti Lionsklúbbur
Hafnarfjarðar sér fyrir stofnun
foreldrafélags þroskaheftra
barna í Hafnarfirði og nágrenni,
með það fyrir augum að stuðla að
stofnun heimilis fyrir þroskaheft
börn, en þörfin fyrir slikt heimili
er mjög brýn.
Þegar leitað var til bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar um
stuðning við málið ákvað hún að
hluti hins nýja dagheimilis við
Miðvang yrði tekinn til þessara
nota.
Bæjarbúar hafa stutt málið
dyggilega með fjárframlögum,
þegar Lionsmenn hafa heimsótt
þá í söluferðum sínum.
Frá afhendingu gjafarinnar.