Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976 33 VELA/AKAPJDI Velvakandi svarar í'síma 10-100 kl 14—1 5, frá rriánudegi til föstu- dags. 0 Óblíðir veðurguðir Þork. Hjaltason skrifar: Óhætt er að fullyrða að veður- guðirnir i vetur hafa ekki verið okkur, sem búum á suðvestur- horni landsins, neitt sérlega vin- veittir, endalausir umhleypingar og lotulangir æsivindar, oft úr öllum fjórum höfuðáttunum á sama sólarhringnum og að sjálf- sögðu með allmargbreytilegum tilbrigðum. Einna mest hefur þetta tíðarfar bitnað á loðnusjó- mönnum, er oft gátu ekki svo dægrum skipti athafnað sig á sjó vegna slæmra veðurskilyrða. Og svo bætti nú verkfallið ekki um. Hníga því öll rök að frekar lélegri vertíð, eins og nú horfir. Ekki meira um það að sinni. 0 Vísur þakkaðar I sjónvarpsþættinum „Það eru komnir gestir", er Arni Gunn- arsson stjórnaði í marzmánuði sl. komu fram þrír ágætir heiðurs- menn, sinn úr hvorum landsfjórð- ungi, og höfðu allir sitthvað að segja úr sínum heimahögum. Mál- glaðastur þessara þremenninga virtist mér Jón fyrrum bóndi Bjarnason og laus við alla minni- máttarkennd, að því er séð varð. — Nú, Strandamaðurinn og Hún- vetningurinn voru líka ágætir, hver á sinn máta. Nú vil ég i þessu stutta rabbi mínu þakka J.B., fyrrum bónda, vísurnar tvær, er hann setti saman til varnar Jóni G. Sólnes og stjórnun hans á málum Kröfluvirkjunar. Vísurnar voru verðugt svar til andstæðinga virkjunarinnar og hittu beint i mark. Þvi mál er að linni skitkasti þessara manna um sinn. — Ég vil hér og nú lýsa fyllsta trausti með okkar fyrir- hugaðar raforkuframkvæmdir, er Jón G. Sólnes og Gunnar Thor- oddsen orkumálaráðherra hafa af miklum dugnaði beitt sér fyrir, og koma munu til framkvæmda á næstu árum, eftir þvi sem hentug- ast þykir á hverjum tíma. 0 Gott út- varpsefni Svo minnst sé nokkurra atriða, er mér hafa vel líkað og ánægjulegt hefur verið að hlusta á i útvarpi, nefni ég fyrst prýði- lega þætti Valborgar Bentsdóttur á hverjum þriðjudegi, er hún nefnir „Hin gömlu kynni“. Efnið í þættina er ágætlega valið með hressilegum söng og ýmsu öðru efni, er til skemmtunar og fróð- óþolinmóður. — Það þætti mér með mestu ólíkindum. Eg sagði Robert Debray einnig þá skoðun mfna. — Það er fólk sem ég hef gleymt að minnast á við þig, sagði David og síðan sagði hann frá Lazenbysystkinunum og þeirri einkennilegu tilviljun að þau væru alltaf nærstödd þegar eitt- hvað kæmi uppá. — Þau voru í matsalnum, þegar Helen og ég vorum að ræða um að fara upp á hæðina að hitta Mme Desgranges. Hann var í for- salnum, þegar ég var að tala við þig í símanum. Þau eru á kraft- miklum bíl og ég sá þau á bfl í grennd við þorpið skömmu eftir að Boniface var keyrður niður. Eg veit ekki hvort þetta hefur ein- hverja þýðingu. Finnst þér að ég ætti að segja Debray frá þessu? Gautier velti vöngum stutta stund. — Ég myndi bíða átekta, sagði hann. — Þú ert alltaf að ráðleggja mér að bfða átekta. Eg er ekki viss um að það sé skynsamlegt að vera stöðugt með svona mikla gætni. TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAM NÁMSKEIÐ í INNHVERFRI IHUGUN ALMENNUR KYNNINGARFYRIRLESTUR verður haldinn I salarkynnum Arkitektafélags íslands, Grensás- vegi 11, miðvikudaginn 7. apríl kl. 20.30 Fjallað verður um áhrif Innhverfrar íhugunar á andlegt atgerfi og heilsu einstaklingsins svo og áhrif hennar á samfélagslif. Sýndar verða vísindalegar rannsóknir þar að lútandi. Öllum er heimill aðgangur. Mafiarishi Mahesh Yogi Stofnandi Visindanna um Sköpunargreindina leiks má verða. Eg þakka þættina. Hafi Valborg þá sem lengst í sinni umsjá. 1 leiðinni vil ég geta hins und- urfagra lags Gylfa Þ. Gíslasonar við ljóð Tómasar Guðmundssonar ,,Ég leitaði blárra blóma". Ekkert oflof er að segja, að með þessu lagi skipar Gylfi sér á bekk góðra tónskálda. Að síðustu vil ég geta tveggja atriða, er heyrst hafa í fjölmiðlum, að undanförnu og ég er afar lítið hrifinn af og kann alls ekki að meta, en það er ljóða- lestur listaskáldanna vondu, er svo kalla sig. Slík ljóð geymast ekki i minni og enginn nennir að la'ra hið órímaða ljóðform. Sama máli gegnir um tónlistar- og ljóða- flutning Megasar. Þessi hermilist hans er viðsfjarri mínum smekk. Nei, þá vil ég heldur hin hefð- bundnu ljóð, er geymst geta í minni manna um aldir, eins og mörg dæmi sanna. Má i því sam- bandi minna á „Hallgríms dýru ljóð", er kynslóðirnar hafa lært og lesið um þriggja alda bil. Og hefur verið þjóðinni vitaðsgjafi og andlegur heilsubrunnur fram á þennan dag. Og lifir enn góðu lifi i þjóðarsálinni, og svo mun fram halda enn lengi, langt inn i óræða framtið tima og rúms. Her- dís Andrésdóttir skáldkona orti 1920, við lát frænda.síns Matthías- ar Joehumssonar, stutt en áhrifa- mikið og myndríkt ljöð og verða þær ljóðlínur lokaorð í þessu spjalli minu: „Gleðin smækkar, hryggðin hækkar, hróður bráát um andans völl. Skáldum fækkar, landið lækkar, loksins sjást hér engin fjöll“. 0 Bréfritar- inn kona U. Baum Hansen hringdi og þakkaði birtingu á bréfi sinu, sem Velvakandi snaraði úr dönsku og birti í þessum dálkum. En honum varð þar á i messunni. U. Baum Hansen er kona, en Velvakandi gerði hana að karlmanni i kynn- ingunni, hefur líklega talið sjálf- sagt að það væri karlmaður, sem vildi fá að kaupa góð vin eða áfengi, ef hann langaði til, og ekki láta sprengja svona upp verðið á guðaveigunum. En ef betur er að gáð, er bréfið sýnilega frá ein- hverjum, sem kann að umgangast vín og þekkir eðalvín, og vin- þekkjari getur að sjálfsögðu verið hvort sem er kona eða karlmaður. Þetta var bara fljótfærni, sem Velvakandi biðst velvirðingar á. HÖGNI HREKKVÍSI Jæja, þá fær Tryggur til tevatnsins hjá honum. í Kerlingarfjölliim - sólskinsparadís - ekki alltaf, en lygilega oft Og ekki skaðar fjallaloftið. Skellið ykkur I Kerlingarf jöll i sumar. Skiðakennsla, gönguferðir, náttúrufegurð, lúxus matur, fjörugar kvöldvökur, heit böð og skálalif. I einu orði sagt: ÆVINTÝRI. skíðanámskeiðin 1976 Nr. Frá Rvik Tegund námskeiðs Lágm.gj. 1 22 júni 6 d Ungl 1 2— 1 6 ára 19.800’) 2 27. júni 6 d. Ungl 1 2— 1 6 ára 19 800’) 3 2. júlí 6 d. Fjölskyldunámskeið 21.000 4 7. júli 6 d. Fjölskyldunámskeið 21 000 5 12. júll 7 d Almennt námskeið 23 900 6 18. júli 7 d Almennt námskeið 23 900 7 24. júli 7 d Almennt námskeið / 23.900 8 30. júlí 5 d Almennt námskeið 1 7.900 9 3. ágúst 6 d Fjölskyldunámskeið 21.000 10 8. ágúst 6 d Fjölskyldunámskeið 21 000 1 1 13 ágúst 6 d Ungl 14— 1 8 ára 19.800’) 12 18 ágúst 6 d Ungl. 1 4— 1 8 ára 19.800’) 13 23 ágúst 7 d Þjálfun f. keppnisfólk í) %Fargjald innifalið 2) Sérverð Hópafsláttur f iþróttafélög. Bókanir og miðasala: Ath.bidjid um upplýsi ngal>ækl i ng. FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 SH Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum SIGGA V/öGA í \tLVl%AU ^lÍG VÍ£P9/ ÚKLZGA Aí) &,\Í)\A ^KKl 4Tí /Á) WtA WAW tö) sefjA ‘516 \ HfK VÓTsPoÁ [B*hKASTiðir)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.