Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976 Sigursveit Reykjavlkur í flokkasvigi 13—14 ára pilta. Frá vinstri: Jóhannes Revnisson, Einar (Jlfarsson, Trausti Sigurðsson og Arni Þ. Arnason. Þessir piltar eru allir I Armanni. Olafsfjarðarunglingar beztir ígöngu og stökki 1 blaðinu I gær var skvrt frá úrslitum I Alpagreinum á Unglingameistaramóti tslands sem fram fór um helgina. Þá var jafnframt keppt I sklðagöngu og stökki og fór göngukeppnin fram við Sklðaskálann í Hveradölum, en stökkkeppnin I svonefndri Flengingabrekku. Var keppt I stökki I tveimur flokkum 13—14 ára og 15—16 ára og voru keppendur aðeins sex, allir frá Ölafsfirði, en það er helzt þar sem rækt er lögð við þessa íþróttagrein. Þátttaka var hins vegar meiri í göngukeppninni, en þar var keppt í flokki 13—14 ára pilta og 15—16 ára pilta. Urðu það piltar frá Ólafsfirði sem hrepptu sigur í báðum þessum greinum, þannig að framtíðin ætti að vera björt hjá Ólafsfirðingum í norrænu grein- unum. Hér á eftir fara helztu úrslit i þeim greinum sem ekki var getið um í blaðinu í gær: Alpatvíkeppni drengja 13—14 ára: Stig Björn Olgeirsson, H 0,0 Valdimar Birgisson, I 16,2 P'innbogi Baldvinsson, A 65,6 Trausti Sigurðsson, R 95,6 Stefán Rögnvaldsson, S 98,5 Jónas Reynisson, R 100,2 Alpatvíkeppni stúlkna 13—15 ára: María Viggósdóttir, R 30,7 Steinunn Sæmundsdóttir, R 77,9 Nína Helgadóttir, R 82,1 Svava Viggósdóttir, R 89,4 Jónina Jóhannsdóttir, A 113,6 Sigurlaug Vilhelmsdóttir, A 131,6 Björn Víkingsson frá Akureyri sem sigraði I stórsvigi pilta. Alpatvfkeppni drengja ára: 15—16 Stig Jónas Ólafsson, R 48,6 Þórður Svanbergsson, A 108,0 Halldór Svanbergsson, A 148,6 Hjörtur Þórðarson, R 157,3 Ragnar Einarsson, R 162,6 Flokkasvig drengja 13—14 ára: Stig Sveit Reykjavíkur 392,84 Sveit Akureyrar 404,56 Sveit Siglufjarðar 409,40 Flokkasvig stúlkna 13—15 ára: Stig Sveit Reykjavíkur 458,92 Flokkasvig drengja 15—16 ára: Stig Sveit Isafjarðar 424,62 Sveit Akureyrar 425,14 7,5 km ganga drengja 15—16 ára: Stig Jón Konráðsson, Ó 31,29 Jón Björnsson, I 31,55 Guðmundur Garðarsson, Ó 32,49 Kristinn Hrafnsson, Ó 34,12 Hans Gústafsson, I 34,54 Valur Hilmarsson, Ó 34,55 5 km ganga drengja 13—14 ára: Stig Gottlieb Konráðsson, Ó 21,54 Halldór Ólafsson, I 22,42 Sveinn V. Guðmundsson, R 22,47 Hjörtur Hjartarson, I 23,19 Róbert Guðmundsson, Ó 23,38 Gunnar Svavarsson, I 25,52 Stökk drengja 13—14 ára: Stig 182,6 154,3 Haukur Hilmarsson, Ó Gottlieb Konráðsson, Ó Framhald á bls. 20 Skozkt blaklið, Jordan IIill College, er nú I heimsókn hérlendis og lék fvrsta leik sinn við gestgjafa sfna, Þrótt, I fyrrakvöld. Lauk leiknum með sigri skozka iiðsins 3:2. Urðu úrslit í einstökum hrinum: 5:15, 15:7, 13:15, 15:1 og 15:2 fvrir skozka liðið. Jordan Hill College leikur í skozku 1. deildinni og er eitt af betri liðunum þar. I gærkvöldi lék liðið við Reykjavíkurúrvai, í kvöld, miðvikudag, leikur það kl. 21.30 við Víking í Réttarholtsskólanum, á morgun kl. 20.15 leikur það við IS I Iþróttahúsi Háskólans, á laugardag leikur liðið við Laugarvatnsúrval að Laugarvatni og kl. 15.15 á sunnu- dag leikur Jordan Hill College svo siðasta leik sinn í Islandsheimsókn- inni og mætir þá úrvali úr 1. deild í Vogaskóla. Valdimar Jónasson skellir á skemmtilegan hátt I leiknum gegn Skotunum. Skozkt blak- liö í heimsókn 18 ára pilturhljóp á9,9 sek BANDARÍSKI spretthlauparinn Harvey Glance jafnaði heimsmetið í 100 metra hlaupi á móti sem fram fór í Kaliforníu um helgina. Hljóp hann á 9,9 sekúndum og er hann áttundi hlaupar- inn sem nær þessum árangri. Þrátt fyrir þennan árangur er Glance engan veginn öruggur að komast á Olympíu- leikana í Montreal þar sem Bandaríkja- menn eiga nú mikinn fjölda sprett- hlaupara sem hafa náð góðum árangri. Má búast við að bandaríska úrtökumót- ið fyrir leikana í Montreal verði ekki síður erfitt fyrir hlauparana en sjálfir Olympíuleikarnir. Mót þetta mun fara fram í Eugene, og búa bandarískir frjálsíþróttamenn sig nú af kappi undir það. Er álitið að allt að 60 spretthlaupar- ar í Bandaríkjunum geti náð þvi lág- marki sem Olympíunefndin setti fyrir þátttöku tveggja manna í sömu grein frá sömu þjóð, en aðeins þrír verða sendir í hverja grein, þar sem reglur alþjóðaolympíunefndarinnar kveða á um slíkt. Bandaríkjamenn munu leggja mjög mikla áherzlu á að endurheimta gull- verðlaun í spretthlaupunum, en sem kunnugt er hreppti sovézki hlauparinn Valeri Borzov gull bæði í 100 og 200 metra hlaupum á leikunum í Múnchen 1972. Hefur Borzov lýst því yfir að hann telji sig eiga góða möguleika á að leika afrek sitt frá þeim leikum aftur í Montreal og að undanförnu hefur hann æft sérstaklega vel undir stjórn Valentin Petrovskij sem sagt er að hanni hlaupara eins og aðrir hanna flugvélar. Bandarískt tímarit sem fjallar eingöngu um frjálsar íþróttir skýrir ný- lega frá því að það hafi gengist fyrir skoðanakönnun meðal bandarískra frjálsíþróttaleiðtoga og þar hafi komið í ljós að þeir hafi verið á einu máli um að Steve Williams myndi vinna 100 metra hlaupið á leikunum í Montreal, Kúbu- maðurinn Silvio Leonard yrði í öðru sæti og Borzov í þriðja sæti. Báðir hafa þeir Williams og Leonard hlaupið á 9,9 sekúndum bezt en þeim árangri hefur Borzov aldrei náð. Á hinn bóginn hefur hann hlaupiö 100 metrana eigi sjaldn- ar en fimm sinnum á 10,0 sek. ATOMIC bfður Steinunni og Signrði fjrirgreiðslu ITALSKA sklöafyrirtækið ATOMIC er reiðubúið að veita þeim SÍKurði Jónssvni frá lsafirði og Steinunni Sæmundsdóttur frá Revkjavík fvrirgreiðslu til þess að þau geti stundað a-fingar og keppni erlendis á na-sta keppnistímabili. Er það umboðsaðili ATOMIC hérlendis, Verzlunin Sportval, sem hefur haft milli- göngu í máli þessu og sagði Jón Aðalsteinn Jónsson, eigandi verzlunarinnar, I viðtali við Morgunblaðið I ga>r, að líkur bentu til pess að fvrirtækið mvndi veita fleiri íslenzkum ungmennum fyrirgreiðslu, og þá sérstaklega til þess að vera á skföanámskeiði sem haldið verður í ágúst. — Við höfðum samband við forsvarsmenn fyrirtækisins og óskuðum eftir því að þeir veittu þessum efnilegu ungmennum fyrirgreiðslu, sagði Jón Aðalsteinn, — svör fyrirtækisins voru strax mjög jákvæð, en það verður síðan að vera mál þess og v íðkomandi skíðafólks hveri.ig samningar verða þeirra á milli. Við höfum haft samband við þau Steinunni og Sigurð, en ekki mun endanlega frá því gengið hvort þau þiggja boð verk- smiðjunnar, né þá heldur hvernig frá málunum verður gengið. Hefur Sigurður reyndar þegar notið nokkurrar fyrirgreiðslu frá ATOMIC. Sigurður sigraði Óljmpíu- meistarann SIGURÐCR Jónsson, skíða- maðurinn ungi frá Isafirði, náði fráha-rum árangri í svig- keppni ítalska meistaramótsins sem fram fór 3. apríl s.l. Varð hann þar í áttunda sæti, en keppendur í mótinu voru á ann- að hundrað og meöal þeirra fiestir beztu skíðamenn ltalíu. Var tími Sigurðar aðeins rúm- lega 2 sekúndum lakari en hins heimsfræga kappa Piero Gros sem varð sigurvegari f keppn- inni. Ilefur Sigurður nú unnið sig upp í annan ráshóp í meiri háttar mótum, og munar slíkt verulegu fyrir hann. Meðal þeirra sem Sigurður sigraði I keppninni á Italíu var Spánverjinn Francisco Fernandez Ochoa sem hlaut gullverðlaun í svigi á Olvmpíu- leikunum I Sapporo 1972. Var samanlagður tfmi hans tæplega sekúndu lakari en tfmi Siguröar. Sigurvegari varð Piero Gros á samanlögðum tíma 93,91 sek. Ronaldo Thoeni varð I öðru sæti á 94,34 sek., en saman- lagður tfmi Sigurðar var 96,68 sekúndur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.