Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 1
36 SIÐUR
77. tbl. 63. árg.
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Baskafangar
teknir á flótta
Madrid, 6. apríl. Reuter.
SPÆNSKA lögreglan handsamaöi f dag 22 af 29 föngum sem hrutust
út úr fangelsi f Segovia og sá tuttugasti og þriðji féll í skotbardaga hjá
frönsku landamærunum. Þetta er mesti fangaflótti sem um getur á
Spáni sfðan í borgarastrfðinu fyrir f jörtfu árum.
Fangarnir voru aðallega Baskar
og komust um holræsi út úr fang-
elsinu, einu hinu rammgerðasta á
Humphrey
órólegur
New York, 8. apríl. Reuter.
Stuðningsmenn Hubert
Humphreys fyrrverandi vara-
forseta hvöttu demókrata í
Wisconsin í dag til að kjósa
Morris Udall til að stöðva
sigurgöngu Jimmy Carters og
auðvelda Humphrey að berjast
Framhald á bls. 20
CARTER
Spáni. Stúlka ók þeim i sendibif-
reið til Baskahéraðsins Navarre,
sem liggur að Frakklandi, en hún
var einnig handsömuð. Tveir karl-
menn, sem hjálpuðu föngunum,
voru einnig teknir.
Þjóðvarðliði fékk kúlu í annað
stígvélið en sakaði ekki og einn
fanganna, sem voru handsamaðir,
særðist í skotbardaganum. Hinir
fangarnir munu hafa dreift sér og
haldið til Frakklands. Fangarnir
afplánuðu allt frá fimm til 160 ára
fangelsisdóms.
Angel Campano hershöfðingi,
yfirmaður spænska þjóðvarðliðs-
ins, sagði að sveit skæruliða hefði
reynt að fara yfir landamærin frá
Frakklandi til að hjálpa flótta-
mönnunum en flokkur þjóðvarð-
liða hefði hrakið þá til baka. Lög-
reglan tók tvær skammbyssur,
vélbyssu og 25.000 peseta af
föngunum sem virðast hafa villzt
i niðaþoku i skóglendi hjá landa-
mærunum.
33 fanganna voru félagar i
skæruliðasamtökunum ETA sem
berjast fyrir aðskilnaði Baska-
Framhald á bls. 20
Grikkir á Kýpur
ráðast á sendiráð
Denis Healey fjármálaráðherra með „ríkiskassann“, fjárlagatöskuna frægu, við
embættisbústað sinn í Downing-stræti 11.
Healey býður lækkun
skatta með skilyrðum
London, 6. aprfl, Reuter.
DENIS Healey fjármálaráðherra bauðst
til þess í fjárlagaræðu sinni f dag að
lækka skatta ef verkalýðshreyfingin tak-
markaði kaupkröfur við þrjá af hundraði
(í stað sex nú), en tók fram að þjóðin öll
yrði að taka á sig auknar skattabyrðar ef
boðinu yrði hafnað.
Nikosia, Kýpur, 6. april. AP
TVÖ þúsund manna hópur
grfskra Kýpurbúa réðst í morgun
að sendiráði Bandarikjanna f
Nikosfu á Kýpur með grjótkasti
og brennandi bröndum til að mót-
mæla fyrirhugaðri hernaðarað-
stoð Bandarfkjamanna við Tyrk-
land.
Mótmælendahópurinn ruddist i
gegnum varnarkeðju lögreglu-
manna i grennd við sendiráðið og
einum tókst að klífa yfir grind-
verkið og komast inn á lóð sendi-
ráðsins, dró hann fána Bandaríkj-
anna niður en Kýpurfána að húni.
Var bandaríski fáninn brenndur
við fagnaðaróp viðstaddra.
1 hópnum voru stúdentar í meiri
hluta og höfðu mótmælin verið
undirbúin til að láta í Ijós vaxandi
andstöðu Kýpur-Grikkja vegna
þess að Bandaríkjamenn hafa nú
aflétt vopnasölubanni sínu sem
hefur verið á Tyrklandi.
Einn lögreglumanna særðist
þegar hann fékk grjóthnullung i
fótinn og einn andófsmanna var
fluttur burtu lerkaður. Á meðan á
mótmælafundi stóð sem haldinn
var skömmu áður var dreift til
fundarmanna yfirlýsingum þar
sem rakið er innihald samnings
Bandaríkjamanna við Tyrki og
sagt hefur verið frá i blaðinu. i
yfirlýsingunni eru Bandaríkja-
menn fordæmdir og minntir á
innrás Tyrkja á Kýpur, hernám
um það bil 40% lands og eigna-
missi og bana tugþúsunda Kýpur-
Grikkja Bandaríska sendiráðið í
Nikosíu hefur iðulega orðið fyrir
árásum og er þvi sérstaklega
rammgerðar varnir umhverfis
það og stálhlerar eru fyrir glugg-
um og umhverfis bygginguna er
hátt grindverk og ofan á þvi raf-
magnsvír.
Skömmu eftir að mótmælenda-
Framhald á bls. 20
Tilboðið á sér enga hliðstæðu og
verkalýðshreyfingin fær frest til
júni til að taka því. Aðalritari
verkalýðshreyfingarinnar, Lev
Murray, sagði um tilboðið í dag að
hann vildi ekki binda sig til að
ganga að því á grundvelli þess
sem hann hefði heyrt.
Healey kvaðst ábyrgjast að til-
boðið hefði ekki i för með sér
álögur á vinnandi fólk og sagði að
ef verkalýðsfélög væru fús að
færa meiri launafórnir yrðu
skattalækkanirnar þeim mun
meiri. Hann kvaðst aldrei hafa
lagt fram eins mikilvægt fjárlaga-
frumvarp og sagði að það snerist
umfram allt um atvinnu og verð-
bólgu, en kallaði fjárlögin „hlut-
Iaus“ i lok ræðu sinnar.
Hann boðaði tafarlausa
hækkun skattafrádráttar hjóna
vegna barna og frádráttar gamals
fólks er mun kosta rikiskassann
370 milljónir punda, og hækkun
ellilifeyris en á móti koma hærri
skattar á bjór, áfengi og vindlinga
og aukaskattur á bensín sem mun
kosta 70 pens lítrinn. Skatta-
lækkanirnar sem Healey bauð
nema 370 milljónum punda ef
Framhald á bls. 20
V arúðarráðstaf anir í
Peking vegna uppþota
Peking 6. apríl, Reuter. NTB. AP
SPENNA ríkti enn í Peking í dag eftir alvarlegustu
óeirðir sem um getur síðan í inenningarbyltingunni
fyrir tíu árum en kommúnistaflokkurinn flýtti sér að
gera ráðstafanir til að stemma stigu við pólitískri ólgu.
Nokkrum klukkustundum eftir
að þúsundir andófsmanna höfðu
Foot vill fá nýtt
ráðherraembætti
London, 6. aprfl. Reutcr. AP.
JAMES Callaghan varði fyrsta
dcgi sfnum f embætti forsætisráð-
herra f dag til að hugleiða hávær-
ar kröfur vinstrimanna um aukin
áhrif f rfkisstjórn. Hann ræddi
við ýmsa leiðtoga Verkamanna-
flokksins og skipulagði
breytingar á stjórninni.
Einn þeirra sem hann kvaddi á
sinn fund i Downing-stræti 10 var
Michael Foot atvinnuráðherra,
sem kom á óvart með góðri
frammistöðu i keppninni við
Callaghan og aðra áhrifamenn um
leiðtogastöðuna í Verkamanna-
flokknum og sýndi þar með að
áhrif hans hljóta að verða mikil i
næstu ríkisstjórn, að sögn stjórn-
málafréttaritara.
Frammistaða Foots hefur ýtt
undir kröfur vinstrimanna um
aukin áhrif í stjórninni, en nú er
sagt að ekki sé litið á hann
eingöngu sem forsvarsmann
þeirra. Talið er að Callaghan vilji
að Foot verði áfram atvinnuráð-
herra og noti vinsældir sinar í
verkalýðshreyfingunni til að
tryggja vinnufrið þrátt fyrir mik-
ið atvinnuleysi.
Hins vegar mun Foot hafa farið
fram á það við Callaghan að hann
fái aðra ráðherrastöðu, en ekki er
vitað hvað hann hefur i huga.
Framhald á bls. 20
verið fjarlægðir af Torgi hins
himneska friðar birti flokksmál-
gagnið Dagblað alþýðunnar for-
siðuleiðara þar sem því var lýst
yfir að „stéttarfjendur" fengju
makleg málagjöld.
Vopnaðar borgarasveitir tóku
sér stöðu á götum sem liggja að
torginu í dag en rólegt var á
torginu sjálfu. Unglingar reikuðu
þar um og gáfu sig á tal við út-
lendinga en ekki skarst i odda,
þótt gerð væru hróp að þeim.
Öeirðirnar hafa leitt til mesta
haturs í garð útlendinga síðan í
menningarbyltingunni.
Snemma i dag var á ný komið
fyrir blómsveigum með ljósmynd-
um af Chou-En-lai eins og i gær i
stað þeirra sem áður höfðu verið
fjarlægðir frá hetjuminnis-
merkinu á torginu. Áskorun frá
Wu Teh borgarstjóra frá í gær um
að fólk dreifi sér og þar sem segir
að „lítill minnihluti vondra
metnaðargjarnra manna“ eigi sök
á óeirðunum var lesin hvað eftir
annað í hátölurum umhverfis
torgið í dag.
í leiðara Dagblaðs alþýðunnar
eru mótmælaaðgerðirnar i raun
settar i samband við valdabar-
áttuna eftir fráfall Chous. Þar
Framhald á bls. 24
Bankarán á
Manhattan
New York, 6. april. Reuter.
ÞRlR grimubúnir vopnaðir
menn yfirbuguðu tvo öryggis-
verði í New York I dag og
komust undan með 851.000
dollara.
Peningarnir voru í 20 pokum
sem verið var að bera inn í
banka á miðri Manhattan.
Arásarmennirnir voru í skiða-
fötum, og handjárnuðu verð-
ina og tvo bankastarfsmenn
við handrið og drógu pokana
með sér.