Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976
13
Húsmæðrafélagið mót-
mælir verðhækkunum
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá framkvæmda-
nefnd Húsmæðrafélags Reykja-
víkur:
Framkvæmdanefnd Húsmæðra-
félags Reykjavíkur mótmælir
harðlega þeim gegndarlausu verð-
hækkunum sem orðið hafa á
nauðsynjavörum undanfarið.
Nefndin telur að launahækkan-
ir þær sem fengust í síðustu
kjarasamningum séu þegar
farnar út í verðlagið og vel það.
Það er staðreynd að stórvægilegar
hækkanir á hita, rafmagni og
síma sem eru nauðsynlegir liðir á
hverju heimili, ásamt hækkunum
á nauðsynlegum matvælum koma
verst niður á þeim heimilum sem
síst þola.
Það er óraunhæft að ætla að t.d.
ellilifeyrisþegar geti greitt hús-
næði með rafmagni og hita, keypt
ofan í sig mannsæmandi fæði
hvað þá fengið sér nauðsynlegan
fatnað, miðað við það verðlag sem
ríkir i dag.
Einnig má ætla að bág sé
afkoma 4—6 manna fjölskyldu ef
hún á að lifa af launum einnar
Ályktun stjórnar
Mjólkursamsölunnar
Á stjórnarfundi Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík þ. 18. mars var
eftirfarandi ályktun samþykkt
samhljóða:
„Stjórn Mjólkursamsölunnar
fagnar framkomnu frumvarpi til
laga um að bjarga mjólk frá
eyðileggingu í vinnslu, þegar
verkfall er. Mál nr. 190 e.d. flutt
af Jóni Ármanni Héðinssyni.
Stjórn Mjólkursamsölunnar
mælir eindregið með samþykkt
frumvarpsins, en telur þörf á að
taka í frumvarpið ákvæði, er
tryggi flutning mjólkur að mjólk-
ursamlagi."
Samhljóða ályktun var einnig
samþykkt á fundi stjórnar Mjólk-
urbús Flóamanna 19. mars.
fyrirvinnu úr hópi meðaltekju-
manna.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
hefur frá upphafi haft á stefnu-
skrá sinni að standa vörð um
hagsmuni heimilanna, nefndin
skorar á alla þá sem annast
innkaup til heimila að vera vel á
verði gagnvart vörugæðum og
stuðla þannig að bættri þjónustu,
framleiðslu og dreifingaraðila.
Þá vill nefndin enn einu sinni
mótmæla harðlega því ástandi
sem ríkir hér í þeirri stofnun sem
nefnist GRÆNMETISVERSLUN
LANDBÚNAÐARINS. Það er því
miður -ekki einsdæmi að ísl.
neytendur þurfi að sætta sig við
óætar kartöflur og jafnvel
kartöfluleysi svo vikum skiptir.
Sú einokun sem ríkir í innflutn-
ingi og sölu grænmetis hlýtur að
teljast orsök þessa ófremdar-
ástands. Nefndin skorar því á
háttvirta ríkisstjór'n að beita sér
fyrir afnámi slíkrar einokunar og
gefa frjálsa sölu og dreifingu á
kartöflum og öðru grænmeti.
Danskur
kabarett í
Þjóðleikhúsinu
Danskur gestaleikflokkur frá
Folketeatret I Kaupmannahöfn
kemur í heimsókn til Islands um
miðjan maí og sýnir i Þjóðleik-
húsinu kabarett sem hefur verið
sýndur við miklar vinsældir í
Danmörku í eitt ár. Efni verksins
fjallar um árin milli heimstyrjald-
anna.
Næsta verkefni hjá Þjóðleik-
húsinu fyrir utan Fimm konur,
sem er að fara á svið í næstu
viku, er Imyndunarveikin sem
kemur upp i maibyrjun. Þá undir-
býr Þjóðleikhúsið einnig þátttöku
í Listahátíð með stórri danssýn-
ingu sem byggist á íslenzka dans-
flokknum og brúðuleikhússýn-
ingu á Litla prinsinum.
— Ljósm.: Friðþjófur.
Skyldi þessi föngulega blómarós, sem ljósmyndarinn hitti f Austur-
stræti vera á leið að heimsækja gamla starfsfélaga?
Bryndfs, Kristfn Anna, Margrét og Brfet f Fimm konum.
„5 konur”í nœtursvalli
NÆSTKOMANDI fimmtudags-
kvöld (8. apríl) verður frum-
sýning á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins á nýju norsku leikriti,
FIMM KONUR, eftir Björg Vik.
Leikrit þetta var frumsýnt í
Ósló fyrir rúmu ári og vakti
þegar í stað mikla athygli og
var fljótlega tekið til sýninga
víða um Noreg. I vetur hefur ,
það verið sýnt í hverju leikhús-
inu á fætur öðru i Noregi,
Svíþjóð og Danmörku við mikl-
ar vinsældir, en verkið fjallar
um fimm konur, stöðu þeirra og
vandamál og hefur víða þótt
ágætt framlag til þessara mála
á kvennaári og í framhaldi af
þvi. Leikritið gerist eina kvöld-
stund og nótt á heimili einnar
hinna fimm kvenna, en þær eru
gamlar skólasystur og vinkon-
ur, sem senn eru að nálgast
fertugsaldurinn. Sú, sem
stendur fyrir heimboðinu, er
nýskilin við mann sinn og farin
að skoða lif sitt og sjálfa sig,
vinkonur og umhverfi í nýju
ljósi. Eftir þvi sem á samkvæm-
ið líður, gerast þær vinkonur æ
opinskárri og ýmislegt óvænt
skýtur upp kollinum, áður en
nóttin er öll.
Leikstjóri Fimm kvenna er
Erlingur Gíslason, leikmynd er
eftir Þorbjörgu Höskuldsdótt-
ur. Þýðinguna gerði Stefán
Baldursson og konurnar fimm
leika þær: Bríet Héðinsdóttir,
Bryndis Pétursdóttir, Margrét
Guðmundsdóttir, Sigríður Þor-
valdsdóttir og Kristin Anna
Þórarinsdóttir, sem ekki hefur
leikið í Þjóðleikhúsinu frá því
hún var að ljúka leiknámi en
var um árabil leikkona hjá
Leikfélagi Reykjavikur.
Björg Vik er kunnur rit-
höfundur i Noregi og reyndar
víðar um Norðurlönd, hún var
t.d. annar tveggja höfunda, sem
Norðmenn sendu eftir verk til
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs nú síðast. Björg Vik
er á svipuðum aldri og konucn-
ar, sem hún lýsir í þessu leik-
riti, hún starfaði í nokkur ár
sem blaðamaður, áður en hún
tók til að semja smásögur, en
hún hefur gefið út þrjú
smásagnasöfn: Söndag eftir-
middag (1963), Nödrop fra en
myk sofa (1966) og Det grádige
hjerte (1968). Þá hefur hún
samið amk. tvær skáldsögur:
Grát elskede mann (1970) og
Kvinneakvariet (1972). Hún
hafði samið eitt leikrit, áður en
hún samdi FIMM KONUR, heit-
ir það Húrra, það var stelpa! og
hefur verið sýnt viða um
Noreg. Von er á Björgu Vik
hingað til lands í tengslum við
frumsýningu leikritsins nú.
Björg fékk árið 1974 árleg verð-
laun bókmenntagagnrýnenda í
Noregi.
Fuglaverndarfélag
skorar á Alþingi
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
áskorun aðalfundar Fuglavernd-
arfélags Islands til löggjafar-
þings Islands um að taka til at-
hugunar þrjú mál, þ.e. að cndur-
skoða eiturlöggjöf til útrýmingar
svartbak, að valdhafar athugi all-
ar aðstæður áður en sökkt verði
miklu landi undir vatn á Auð-
kúluheiði og að ekki verði anað
að framkvæmd á ályktun Búnað-
arþings um leyfi til að skjóta gæs-
ir um varptfmann. 1 fréttatil-
kynningu Fuglaverndarfélagsins
segir nánar um þessi atriði.
1. Að endurskoða eiturlöggjöf
þá sem nú er i gildi til útrýmingar
svartbak. Að allra dómi er eitur-
útburður gagnslaus til útrýming-
ar svartbak en á s.l. ári fundust 3
arnarhræ sem allar líkur benta til
að drepizt hafi af völdum eiturs.
Félagið vill einnig benda á að í
raun er reglugerðin ekki fram-
kvæmanleg, enda er eitrið notað
öðruvisi en fyrir er mælt.
2. Að valdhafar athugi til hlítar
allar aðstæður áður en ráðizt
verði í að sökkva 62 ferkm undir
vatn á Auðkúluheiði. Þarna eru
viðáttumikil varplönd ýmissa
fuglategunda auk þess að hér er
um að ræða gróðurvin. Ef vel er
athugað má virkja fallvötn án
þess að sökkva landi, sem Islend-
ingar hafa ekki efni á. Minnast
má eyðileggingu Stíflunnar i
Fljótum nyrðra, sem er mestu
náttúruspjöll sem unnin hafa ver-
ið hérlendis, þegar fegurstu sveit
Skagafjarðar var sökkt, en vel
hefði verið hægt að hafa uppi-
stöðu þannig að sveitin hefði ekki
horfið.
3. Fundurinn skorar á valdhafa
að athuga gaumgæfilega áður en
til framkvæmda kemur ályktun
Búnaðarþings um leyfi til þess að
skjóta gæsir um varptimann. Tjón
af völdum gæsa er mjög umdeilt
og er auðvelt að fæla gæsir frá.
Gæsastofninn trúlega ekki stór og
í mörgum héruðum sjást ekki
gæsir. Fráleitt er að leyfa skot-
mönnum að fara um varplönd,
enda eftirlit með hvað þeir skjóta
mjög erfitt.
VARAH LUTAVE RSLU N
Kerti, platínur, kveikjulok, kveikjuhamrar, þéttar, háspennukefli, flautur, allskonar Ijós,
þokuluktir, Ijósaperur, og fl. og fl.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820