Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 50,00 kr. eintakið Veiðiþjófnaður ís- lenzkra fiskiskipa Fyrir u.þ.b. viku voru átta íslenzkir togbátar teknir að ólöglegum veið- um undan Suðurlandi. Á þeim slóðum, sem bátar þessir voru teknir, var þeim heimilt að veiða upp að þriggja sjómílna mörk- um, en þeir reyndust vera allt upp undir 800 metra frá fjöruborðinu. Það var flugvél Landhelgisgæzl- unnar, sem kom að bátun- um, og að mati skipherrans á flugvélinni höfðu all- miklu fleiri bátar verið að ólöglegum veiðum á þess- um slóðum, en sloppið. Þegar í stað var kveðinn upp dómur í málum skip- stjóranna á bátunum átta og þótt sá dómur hafi vafa- laust komið við pyngju þeirra og viókomandi út- gerða, heföi þó mátt ætla, að dómur almenningsálits- ins hefði orðið þessum skipstjórum enn þungbær- ari og að þetta tilvik hefði orðið öðrum íslenzkum fiskimönnum áminning um að halda þær reglur, sem settar hafa verið um veiðar íslenzkra fiskiskipa. Ekki sízt, þar sem við eig- um í hörðu þorskastríði við Breta og þarf ekki að eyða mörgum orðum að því hvað þaó skaðar málstað okkar íslendinga út á við, þegar fregnir berast að ólögleg- um veiðum okkar eigin fiskimanna. En þrátt fyrir þetta gerast þau fáheyrðu tíðindi á sunnudagskvöld og mánudagsmorgun, að varð- skip stendur tíu báta að því að vera með netatrossur inn á alfriðuðu hrygn- ingarsvæði á Selvogs- banka. í viðtali við Morgunblaðið í gær vegna þessa atviks sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra: „Ég er bókstaf- lega orðlaus yfir þessari ósvífni og ég hefði ekki trú- aö því, aó óreyndu að slík- ur hugsunarháttur væri til eftir allt þaö tal, sem búið er aö vera um friðun og nauðsyn friðunaraðgerða, að menn hagi sér með þess- um hætti. Það sæmir ekki svona mönnum að tala um ólöglegar veiðar út- lendinga. Fiskimiðin eru okkur íslendingum kærari en útlendingum,“ sagði sjávarútvegsráðherra við Morgunblaðið. Við höfum í upplýsinga- starfsemi okkar á erlend- um vettvangi lagt áherzlu á, að framtíð íslenzku þjóðarinnar væri i voða, ef ekki tækist að draga úr veiðum á íslandsmiðum og frióa fiskstofnana og byggja þá upp á ný. Viö höfum veitzt harkalega að brezkum togurum vegna þess, að þeir hafa veitt á friðuðu svæði úti fyrir Norðausturlandi, svæði sem hefur verið lokaó ís- lenzkum fiskiskipum og þau ekki gert tilraun til þess að veiða á og nú síðustu vikur og mánuði hefur gagnrýni okkar á Breta ekki sízt beinzt að því, að þeir hafa í engu virt þær friðunarráðstafanir, sem íslenzkir fiskimenn verða að hlíta. 1 einu vet- fangi slá sjómenn á 18 fiskibátum þessi vopn úr höndum okkar Islendinga. En kannski er bezt að spara sér stóru orðin. Þess- ar ólöglegu veióar íslenzkra fiskiskipa eru mikið áfall fyrir málstað okkar í landhelgismálinu og ekki þurfa menn að ef- ast um, að Bretar munu notfæra sér þetta fram- ferði til þess að halda því fram, að íslendingar hugsi um það eitt að losna við erlend fiskiskip til þess að þeir geti setið einir að því að láta greipar sópa um fiskimiðin án nokkurs til- lits til ástands fiskstofn- ana. Nú mega menn ekki láta þetta framferði fiskibát- anna átján verða til þess að íslenzka sjómannsstéttin í heild verði fordæmd af þeim sökum. Hér er um verknað tiltölulega fárra manna aó ræða og vonandi verður hann til þess að opna augu manna fyrir því, að ef slíkir atburðir endur- taka sig getum við gjör- samlega misst alla tiltrú annarra þjóöa á að við meinum það sem við segj- um, þegar við höldum því fram, að framtíð íslenzku þjóðarinnar í þessu landi sé undir því komin, að okk- ur megi takast að friða fiskstofnana á íslandsmið- um og byggja þá upp á nýjan leik. Gunnar Thoroddsen á Alþingi um Kröfluvirkjun: Aðdragandi Samkvæmt lögum nr. 21 frá 10. apríl 1974 um jarðgufuvirkjun við Kröflu eða við Námafjall í Suður-Þingeyjarsýslu er rikisstjórninni heimilað að fela væntan- legri Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa og reka jarðgufuaflsstöð við Kröflu eða austanvert Námafjall með allt að 55 MW afli til framleiðslu á raforku og leggja þaðan aðalorkuveitur til tenginga við aðalorkukerfi Norður- lands og Austurlands. Heimildarlög þessi voru samþykkt samhljóða á Alþingi 4. apríl 1974 að loknum ítarlegum umræðum. Á undanförnum árum hafa farið fram viðtækar rannsóknir á Kröflu- og Náma- fjallssvæðinu með tilliti til fyrirhugaðr- ar jarðgufuvirkjunar þar. Hér er um að ræða fyrstu meiriháttar gufuaflsvirkjun hér á landi, en siðan 1969 hefur verið rekin lítil gufuaflsstöð á vegum Laxárvirkjunar í Bjarnarflagi. 21. júní 1974 skipaði iðnaðarráðherra nefnd sem hafa skyldi það verkefni að undirbúa jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall í samræmi við heimildar- lög um Kröfluvirkjun. I nefndinni eiga sæti: Bragi Þorsteinsson, verkfræðingur, Ingvar Gislason, alþingismaður, varafor- maður, Jón Sólnes, alþingismaður, for- maður nefndarinnar, Páll Lúðvíksson, verkfræðingur og Ragnar Arnalds, alþíngismaður. Lögð var sérstök áhersla á að hraðað yrði, svo sem frekast væri unnt, tækni- legum og fjárhagslegum undirbúningi virkjunarinnar, vegna tilfinnanlegs orkuskorts á Norðurlandi. Framkvæmdaaöilar mannvirki staðsett ofarlega í Hlíðardal, 500—1500 m frá fyrirhuguðu borsvæði. Með tilliti til hins mikla orkuskorts sem verið hefur á Norðurlandi á undan- förnum árum var ákveðið að hraða bygg- ingu virkjunarinnar svo sem kostur væri. Kröflunefnd gerði samning um verk- fræðilega ráðgjöf og hönnun við Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen og verkfræðifyrirtækið Rogers Engineering. Seint á árinu 1974 var leit- að tilboða í vélar virkjunarinnar. I apríl 1975 var samið um kaup á aðalvélum virkjunarinnar, 2x30 MW vélasamstæðu, frá japanska fyrirtækinu Mitsubishi. Framkvæmdir á árinu 1975 Framkvæmdir við vegagerð og stöðvarhús hófust snemma sumars 1975. Hafa framkvæmdir gengið eftir áætlun og var stöðvarhúsið fokhelt fyrir s.l. ára- mót. Á árinu 1975 var tekin ákvörðun um að aðeins fyrri vélin yrði tekin í notkun á árinu 1976 en hinni síðari frestað um sinn. Orkustofnun hóf sumarið 1975 borun vinnsluhola. Voru boraðar 3 holur. Arangur þeirra borana var sá, að fyrsta Rannsóknir hafa sýnt að næg orka er fyrir hendi á Kröflusvæðinu. Framangreind áætlun miðast við að fá megi nægilegt gufumagn með sem minnstri áhættu. Gufuveita — affallsvatn I júni 1975 gerði Orkustofnun samning við Verkfræðistofuna Virki og Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen um hönnun á aðveitukerfi gufu frá borhol- um að stöðvarhúsi og hönnun kælilóns fyrir affallsvatn. í nóvember 1975 kom út á vegum Orkustofnunar skýrsla ráðgjafarverk- fræðinganna um forhönnun aðveitu Kröfluvirkjunar. Samkvæmt forhönnun aðveitukerfis- ins er gert ráð fyrir 12 borholum i notkun samtimis og tveimur til vara þegar stöðin er fullgerð. Aætlað er að meðalafköst hverrar bor- holu verði 40—50 kg/sek og að inn- streymishiti verði 270°C. Þessi afköst eru talin fullnægjandi fyrir vélar virkj- unarinnar, en það þýðir að meðalafköst hverrar borholu yrðu 5—6 MW. Gert er ráð fyrir byggingu veitunnar í tveimur áföngun, fyrri áfangi verði veita frá neðra borsvæði og ljúki honum 1. október 1976, síðari áfangi veita frá efra Áhrif jarðskjálfta á mannvirki virkjunarinnar hafa verið athuguð af sérfræðingum. Stöðvarhúsið, svo og önnur byggingar- mannvirki Kröfluvirkjunar, er reiknað fyrir jarðskjálftaáraun, sem nemur 220 cm/sekH. Hér er um að ræða tvöfalt meiri kröfur um styrkleika mannvirkja, heldur en gerðar eru nú til bygginga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta samsvarar 20% þyngdar og væri sambærilegt við þá áraun, sem mætti búast við í jarðskjálfta af stærð 7 (Richter), er ætti upptök sín í námunda við stöðvarhúsið. Ekki er talið líklegt, að svo stór jarðskjálfti geti átt sér stað á Kröflusvæðinu. Því veldur jarðhitinn, en einmitt hinn mikli hiti í jarðskorp- unni á þessum stað hindrar, að mikil spenna geti safnast saman í skorpunni. Stórir jarðskjálftar gætu hins vegar komið í norðurenda sprungusveimsins, þar sem ekki gætir jarðhita í miklum mæli. Öllum tækjum í Kröfluvirkjun (aflvél- um, rafbúnaði og öðrum tækjum) verður komið fyrir með tilliti til jarðskjálfta- áraunar, hinnar sömu og áður er getið þ.e. 7 stig (Richter). Er sérstaklega gengið frá öllum festingum og undir- stöðu allra véla og tækja með tilliti til þessarar áraunar. Fram hefur komið sú spurning hvort steypuvinna sé framkvæmanleg, einkum mikilvægir hlutir svo sem áflvélaundir- stöður, á meðan búast má við jarðskjálft- um. Rannsóknir sýna, að næg orka er á Kröflusvæðinu Uppsetningu fyrri vél- ar lokið fyrir áramót Hér er um viðamikið verkefni að ræða og hefur undirbúningur þess verið á vegum Kröflunefndar, Orkustofnunar og Rafmagnsveitna ríkisins. Verkaskipt- ing þessara aðila hefur verið sem hér segir. Kröflunefnd hefur séð um byggingu stöðvarhúss og kaup á öllum vélbúnaði tilheyrandi virkjuninni svo og kæli- turnum o.þ.h. Orkustofnun hefur haft með höndum rannsóknir á jarðhitasvæðinu, borun vinnsluhola og virkjun þeirra, enn- fremur lagningu gufuveitu og fram- leiðslubúnaðar til vinnslu á gufunni þar til hún fer inná vélar virkjunarinnar. Þá hefur Orkustofnun haft með höndum undirbúning þeirra mannvirkja sem taka munu við affallsvatni frá virkjun- inni. Rafmagnsveitur ríkisins hafa unnið að undirbúningi og hönnun háspennulínu frá Kröflu til Akureyrar og tengingu þeirrar linu á Akureyri. Kröflunefnd hefur hins vegar undir- búið tengingu línunnar við tengivirki Kröfluvirkjunar. A s.l. ári ákvað ráðherra að efna til formlegs samstarfs þessara þriggja aðila undir forystu iðnaðarráðunéytisins til að samræma starf og áætlanir við virkjunarframkvæmdir. Undirbúningsstarf árið 1974 A sfðari hluta árs 1974 var unnið að rannsóknarborunum á Kröflusvæðinu í framhaldi af þeim rannsóknum sem far- ið höfðu fram á árunum 1970—1973. Boraðar voru á árinu 1974 tvær 11- 1200 m rannsóknarholur. Mældist hiti í annarri holunni allt að 300°C og var gert ráð fyrir í skýrslu Orkustofnunar að niður á 2000 m dýpi mætti búast við allt að 330—340° hita. Þó var gert ráð fyrir að meðalhiti innstreymis í holuna yrði lægri þar sem kaldara vatn streymdi inn í holurnar ofar. Niðurstaða þeirra borana og rann- sókna varð sú, skv. skýrslu Orkustofnun- ar, að Kröflusvæðið stæði undir 50—60 MW gufuvirkjun og hugsanlegri síðari stækkun. Mælt var með því að hafist yrði handa um að bora vinnsluholur í Kröflu á árinu 1975. Gerð var grein fyrir samanburði á Kröflusvæðinu og Námafjallssvæðinu. Kröflusvæðið er talið 'fast að tífalt stærra að flatarmáli en Námafjalls- svæðið og líkur á að það sé öruggara i vinnslu og standi undir verulegri stækkun síðar. Að loknum þessum rannsóknum og gaumgæfilegum athugunum að öðru leyti lagði Orkustofnun til að jarðhitinn á Kröflusvæðinu yrði virkjaður og holan, hola 3, (rannsóknarholurnar frá árinu 1974 eru taldar nr. 1 og 2) var frágengin til gufuvinnslu og gaf hún gufumagn, sem svaraði til 5—6 MW raf- orkuframleiðslu. Við borun á annarri vinnsluholunni, holu 4 komu í ljós miklir erfiðleikar vegna mikils þrýstings. Holan braut af sér loka í byrjun janúar og blés eftir það óbeisluð og hrundi síðan saman. Nú hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að fá öflugri búnað fyrir þær bor- holur sem boraðar verða í ár. Verður þá mögulegt að ráða við þann þrýsting sem komið getur á þær holur sem boraðar verða héðan í frá. Þriðja holan, hola 5, var boruð niður á 1300 m dýpi og er gert ráð fyrir að hún verði dýpkuð þegar boranir verða hafnar nú í ár. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir á þessu ári I fjárlögum og lánsfjáráætlun fyrir árið 1976 er gert ráð fyrir fjáröflun á þessu ári að upphæð 2809 millj. kr. Auk þess er gert ráð fyrir fjármögnun með vörukaupalánum 1214 millj. kr., eða samtals 4023 millj. kr. Skiptist þetta þannig: Framkvæmdir Vöru- á vegum: Fjáröflun kaupalán Samtals Kröflunefndar 1694 1084 2778 Orkustofnunar 600 130 730 Rafmagnsveitna ríkisins 515 515 2809 1214 4023 Það sem af er þessu ári hefur verið unnið að byggingu stöðvarhúss og undir- stöðum véla. Aðalvélar virkjunarinnar eru nú fullsmíðaðar í Japan og hafa verið prófaðar þar. Er ráðgert að uppsetning fyrri vélar og tilheyrandi búnaðar geti hafist snemma sumars og verði lokið fyrir n.k. áramót, eins og framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir. Fyrirhugaðar boranir 1976 Skv. áætlun Orkustofnunar á að hefja boranir með Jötni i byrjun april. A þessu ári er áætlað að bora 4 holur og á árunum 1977 og ’78 8. holur til viðbótar. Fyrstu 2 holurnar verða boraðar í 15—1600 m dýpi með möguieika á að dýpka þær síðar ef hagkvæmt þykir. Þegar borun þessara tveggja hola er lokið verður tekin afstaða til þess, hvort dýpka skuli framangreindar holur eða bora fleiri holur 15—1600 m djúpar. borsvæði, sem mætti ljúka í október 1977 en áætlað er að hvor áfangi fyrir sig dugi fyrir eina aflvél virkjunarinnar. I upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að affallsvatni yrði veitt i uppi- stöðulón I Þríhyrningadal, en í áður- nefndri skýrslu er lagt til að þvi verði veitt í tilbúið lón í Hlíðardal af tæknileg- um og rekstrarlegum ástæðum. Ekki er það talið hafa teljandi áhrif á stofn- kostnað á hvorum staðnum lóninu er valinn staður. Kostnaðaráætlun gufuveitunnar og af- fallslóns er: Fyrri áfangi, byggður árið 1976 410 millj. kr. Síðari áfangi 310 millj. kr. Samtals 720 millj. kr. Háspennulína Rafmagnsveitur rikisins hafa undir- búið lagningu háspennulínunnar frá Kröflu til Akureyrar. Kostnaður er áætlaður 515 millj. kr. Staurar í línuna eru komnir til lands- ins. Gert er ráð fyrir að línan verði tilbúin í desember þessa árs. Horfur Komið hefur fram sú hugmynd að fresta Kröfluvirkjun um eitt ár. Verða í þessum kafla rakin þau atriði sem talin eru skipta máli í því sambandi. Eldgosið í Leirhnúk og jarðskjálftahrina samfara því Hinn 20. desember 1975 braust út eld- gos í Leirhnjúk. Jafnframt upphófst mikil jarðskjálfta- hrina. Náði sú hrina hámarki síðari hluta janúar, en upp úr mánaðarmótum janúar/febrúar fór smátt og smátt að draga úr jarðskjálftunum. Til skýringar skal þess getið að um miðjan janúar voru skjálftar stærri en 3 á Richterskvarða um 50 á viku. Um mánaðamótin janúar/febrúar voru skjálftar af sömu stærð um 40 á viku. Um miðjan febrúar voru ekki nema u.þ.b. 5 slíkir skjálftar á viku. Síðan 18. febrúar hefur, samkvæmt upplýsingum frá Raunvísindastofnun Háskólans, enginn jarðskjálfti með styrkleika 3 eða meira fundist á Kröflu- svæðinu. Hinn 19. janúar s.l. rituðu 4 sér- fræðingar i jarðvísindum við Raunvis- indastofnun Háskólans iðnaðarráðherra bréf, þar sem þeir telja að meðan jarð- skjálftahrinan sem hófst 20. desember 1975 stendur yfir telji þeir óráðlegt að halda áfram framkvæmdum við Kröflu- virkjun öðrum en þeim, sem stuðla að verndun þeirra mannvirkja sem þegar hefur verið fjárfest í. Með hliðsjón af því sem að framan greinir má gera ráð fyrir að jarðskjálfta- hrina sú sem hófst um s.l. áramót sé liðin hjá. Rétt er að geta þess, að smáskjálftar, þ.e.a.s. skjálftar minni en 3 að styrk- leika, hafa fundist á Kröflusvæðinu siðan á miðju sumri 1975 og finnast enn. Miðað við núverandi aðstæður eru við- horf Orkustofnunar og Kröflunefndar þau, að rétt sé að halda áfram óbreyttri framkvæmdaáætlun. Viðhorf við núverandi aðstæður eru viðhorf Orkustofnunar og Kröflunefnd- ar þau að rétt sé að halda áfram óbreyttri framkvæmdaáætlun. Viðhorf Orkustofnunar kemur fram í bréfi til ráðuneytisins, þar sem segir m.a.: „Nú hefur dregið úr jarðskjálftavirkni við Kröflu. Hafa nú upp á síðkastið ekki komið stærri skjálftar en í fyrrasumar og haust, meðan boranir stóðu þar yfir. Skjálftar af þeirri stærð valda ekki vandkvæðum við boranir og verður bor- inn því sendur að Kröflu að núverandi aðstæðum þar óbreyttum, þegar borun við Laugaland lýkur.“ Vegna náttúruhamfara gæti fyrst og fremst verið um hættu af völdum jarð- skjálfta og hugsanlegs eldgoss að ræða. Sú hætta er ávallt að vissu marki fyrir hendi, þegar um er að ræða mannvirki á hinu virka eldgosabelti landsins. Jarðskjálftar Það er álit vísindamanna eins og áður var sagt að jarðskjálftahrina sú sem hófst fyrir alvöru með eldgosinu sé liðin hjá. Hugsanlegt sé hins vegar að hún geti hafist að nýju, en ómögulegt sé nú um það að segja á þessu stigi. Að athuguðu máli verður að telja, að engin sérstök áhætta sé þessu samfara, og steypuvinna þurfi af þessum sökum ekki að tefjast. Er hér stuðst við athuganir á þessu atriði sem gerðar hafa verið í Japan við líkar aðstæður. Þá hafa sérfræðingar og athugað áhrif jarðskjálfta á borun og mannvirki gufu- veitu. Nokkrir skjálftar af styrkleika um 4 á Richterkvarða áttu upptök sin á Kröflu- svæðinu meðan borun stóð þar yfir sumarið 1975. Bormenn urðu þeirra lítt varir og höfðu skjálftarnir engin merkjanleg áhrif á borunina, þótt upp- tökin væru nærri bornum. Ekki er talið að borholum stafi hætta af jarðskjálft- um. Ólíklegt er, að lögn gufuleiðsla frá borholum að stöðvarhúsi þurfi að tefjast þótt einhver skjálftavirkni verði á svæð- inu. Álíta verður, að leiðslunum sjálfum sé lítil hætta búin í jarðskjálftum vegna þess sveigjanleika, sem er í slíku mann- virki. Ekki er talið að háspennulínu stafi teljandi hætta af jarðskjálftum enda liggur hún að meginhluta utan svæðis- ins. Eldgos, hraunvarnir Með hliðsjón af fyrri viðburðum i Mývatnseldum er ekki talið útilokað að eldgos gæti hafist að nýju. Allar spár í þessu efni eru vitanlega mjög erfiðar. Ef til slíks kæmi er talið líklegast að það yrði á hinu virka sprungusvæði frá Bjarnarflagi norður fyrir Leirhnjúk, en mannvirki Kröfluvirkjunar i Hliðardal og borholusvæðið liggja nokkuð austan við hið virka sprungusvæði. Án þess að talin séu'mikil líkindi fyrir sliku gosi kemur til greina að gerðir verði varnargarðar á tveim stöðum til þess að bægja frá þeirri hættu að hraun renni um ofanverðan Hlíðardál. Horfur um gufuöflun Eins og áður er fram tekið er gert ráð fyrir að bora 4 holur á svæðinu sumarið 1976. Er þar lýst nánar tilhögun þeirrar borunar. Alltaf er nokkur óvissa í sambandi við gufuboranir. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að næg orka er fyrir hendi á Kröflu- svæðinu. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af þvi að næg gufa verði tiltæk á þessu ári fyrir fyrri vélasamstæðuna með fullum afköstum en það eru 30 MW. Fari hinsvegar svo mót von að ekki hafi fyrir árslok náðst þetta gufumagn að fullu er unnt að reka stöðina í upphafi með minna afli. Enda þótt horfið yrði að því ráði að fresta virkjuninni í eitt ár hníga öll rök að því að gufuborunum yrði haldið áfram samkvæmt upphaflegri áætlun. Fjárhagsleg atridi Búið er að reisa mannvirki, festa kaup á vélum og búnaði og gera samninga um marga þætti virkjunarinnar og mun þegar varið til Kröfluvirkjunar nokkru á annan milljarð króna. Eins og fram kemur áf því sem rakið hefur verið gefa náttúruhamfarirnar í vetur ekki tilefni til að fresta virkjun- inni. Samt sem áður Verður hér gerð grein fyrir því, hvaða útgjöldum væri hugsanlegt að fresta i ár, ef ekki ætti að koma virkjuninni í gang fyrr en siðla árs 1977. Samkvæmt lánsfjárskýrslu fyrir árið 1976 er áætlað fé til framkvæmda á vegum Kröflunefndar 2778 millj. kr. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen telur að unnt væri að fresta uppsetningu tækja og búnaðar, byggingaframkvæmd- um og tengdum liðum að fjárhæð 356 millj. kr. Að þvi er tekur til gufuveitunnar telja ráðgjafaverkfræðingar Orkustofnunar að hægt sé að fresta til ársins 1977 útgjöldum að upphæð 153 millj. kr. Framkvæmdir við gufuboranir á svæðinu voru í framkvæmdaáætlun árið 1976 að upphæð 280 millj. kr. Enda þótt horfið yrði að því ráði að fresta framkvæmdum við sjálfa Kröflu- virkjun og gufuveitu í eitt ár, er ekki fært að fresta borunum eftir gufu á svæðinu. Kostnaður við háspennulínu frá Kröflu til Akureyrar á árinu 1976 er áætlaður 515 millj. kr. Fest hafa verið kaup á efni til línunn- ar. Nema þau vörukaup samtals um 300 millj. kr. Ef um frestun Kröflufram- kvæmda um eitt ár væri að ræða yrði lækkun útgjalda um 215 millj. kr., sem er kostnaður við lagningu línunnar., Yfirlit yfir hugsanlega fjármagns- frestun 1976 Framkvæmdir Kröflunefndar Gufuveita Gufuborun Háspennulína ■o £ co > ' x, e E 5 2 $ ti, ‘03 C ÖjO co c E 2 Œ Qi • >—j , h £ 2778 356 450 153 280 0 515 215 4023 724 Aukinn kostnaður vegna frestunar Frestun Kröfluvirkjunar mundi hins vegar hafa m.a. eftirfarandi annmarka í för með sér: a) Gera verður ráð fyrir að kostnaður við framkvæmd þeirra verkþátta, sem frestað yrði til næsta árs mundi hækka um a.m.k. 20% b) Vextir á byggingatíma mundu hækka sem svarar ársvöxtum af fjárfesting- unni. c) Verulegt tekjutap vegna seinkaðrar gangsetningar. d) Gjaldeyriseyðsla vegna dieselorku- vinnslu. Orkuskortur á Norð- urlandi og orku- markaður Það er kunnara en frá þurfi að segja að Norðurland hefur búið við tilfinnan- legan orkuskort að undanförnu. Hefur hann m.a. komið fram í því að síðustu árin hefur þurft að neita fjölda umsókna um húshitun á þessu svæði, og þegar alvarlegar truflanir hafa komið í Laxárvirkjun hefur stundum ríkt neyðarástand á þessu orkuveitusvæði. Orkuskortur hefur staðið iðnaði mjög fyrir þrifum. Þurft hefur að grípa til mikillar dieselorkuvinnslu með ærnum tilkostnaði. Siðustu mánuði ársins 1975 var álag diselvéla að degi til nokkuð stöðugt á bilinu 10—12 MW. Frá áramótum s.l. hefur orkuframleiðsla með diselvélum verið tvöfalt meiri, en á sama tima á s.l. ári, þrátt fyrir það að engar teljandi rekstrartruflanir hafi átt sér stað vegna istruflana í Laxá. Vitað er að mjög vaxandi áhugi er á Norðurlandi á aukinni raforkunotkun. Sem dæmi má nefna að Samband isl. samvinnufélaga hefur leitað eftir kaup- um á 10—12 MW viðbótarafli fyrir iðn- fyrirtæki sín á Akureyri. Þá hefur KEA leitað eftir möguleikum á raforkukaup- um til hinnar nýju mjólkurstöðvar, - 8—10 MW, breytilegt eftir árstíma. Einnig er áhugi á aukinni raforku- notkun til iðnaðar á öðrum stöðum norðanlands svo sem Húsavik, Sauðár- króki og Blönduósi. Gæti þar verið um 5—6 MW aflþörf að ræða. Hér er i flestum tilfellum um að ræða val milli innlendra orkugjafa og olíu- notkunar. Það gefur auga leið að skipa þarf mál- um á þann veg að hinn innlendi orku- gjafi verði fyrir valinu. Til þess að svo megi verða, þarf að stefna að því að nægileg raforka verði fyrir hendi norðanlands þegar á næsta vetri. Orkuvinnsla á Norðurlandi öllu, að undanskildu Skeiðfossvirkjunar- svæðinu, nam s.l. þrjú ár sem hér segir: Heildar orkuvinnsla 171 Gwst 181 Gwst 201 Gwst Þar af diselorka 32 Gwst 16 Gwst 18,6 Gwst Ar 1973 1974 1975 Á árinu 1977 má gera ráð fyrir að orkuþörfin verði ekki undir 280—300 GWst. Miðað við þessa orkuþörf og erfiðar aðstæður i Laxá, gæti þörfin á diesel- orkuvinnslu numið allt að 70 GWst á því ári og er þá m.a. höfð hliðsjón af því að 1973 þurfti að framleiða 32 GWst í dieselstöðvum. Þegar hafðar eru í huga tíðar truflanir í Laxá verður dieselorkuvinnslu varla útrýmt og aukinni eftirspurn fullnægt nema Kröfluvirkjun taki til starfa svo fljótt sem verða má, því að jafnvel Þó kleift yrði að flytja um Norðurlínu allt að 8 MW leysir það ekki vandann nema að hluta til. Rétt er að taka fram að heimild er í lögum um Kröfluvirkjun fyrir lagningu stofnlinu til Austurlands og unnið er að undirbúningi þeirrar linu. Kostnaður við dieselframleiðslu og gjaldeyriseyðsla En til frekari skýringa á því hvað í húfi er skal ég nefna hér tölur um þá geigvænlegu gjaldeyriseyðslu og fjár- austur i diesel-framleiðslu sem fram- undan kynni að vera. Samkvæmt upplýsingum frá Raf- magnsveitum ríkisins er meðalfram- leiðslukostnaður á kilóvattstund í diesel- stöðvum um 13 krónur. Af þvi er erlend- ur gjaldeyri um tveir þriðju hlutar. Verði ástandið þannig, að á næsta ári þurfi að framleiða allt að 70 gigavatt- stundum í dieselstöðvum, mundi kostnaðurinn verða um 900 milljónir króna, þar af erlendur gjaldeyrir um 600 milljónir. Framleiðslukostn- aður Kröflu Gerður hefur verið samanburður á framleiðslukostnaði nokkurra virkjana og er þá miðað við að þær séu fullgerðar og fullnýttar og miðað við verð við stöðvarvegg. Niðurstaðan er sú, að framleiðslu- kostnaður á kilóvattstund í Sigöldu og Hrauneyjarfossi verði á bilinu kr. 1.50 til 1.80, f Kröfluvirkjun um 1.80, í Vill- inganesvirkjun í Skagafirði um 2.30. Er framleiðslukostnaður Kröflu þvi mjög sambærilegur við hagkvæmustu vatnsaflsstöðvar. Því er haldið fram, að með virkjun Kröflu sé stigið of stórt spor í einu og að við eigum að virkja á þann veg, að afl og orka sé fullnýtt um leið og aflstöðin tekur til starfa. Það er ekki hægt að fallast á þetta viðhorf. Það myndi leiða af sér næstum sífelldan orkuskort, lama atvinnulifið og valda erfiðleikum og óhagræði fyrir al- menning. Fyrr á árum kom þetta allt of oft fyrir. En sem betur fer hefur önnur stefna orðið ríkjandi. Dæmi skal hér nefnd. Árið 1953 tók til starfa trafoss- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.