Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976
11
stóð sem hæst, og Wilson sigraði,
en fékk aðeins fimm fleiri þing-
sæti en Ihaldsflokkurinn og smá-
flokkar þjóðernissinna og ann-
arra fengu 37 þingsæti. Þegar
Wilson tók aftur við embætti for-
sætisráðherra stóð hann enn
frammi fyrir alvarlegum erfið-
leikum: . kaupkröfum námu-
manna, vaxandi verðhólgu og
greiðsluhalla, sem hafði auk-
izt við fjórfalda olíuhækkun.
Hann skipaði vinstri manninn
Michael Foot atvinnuráðherra,
Foot gekk að kröfum námumanna
og Wilson tók upp stefnu, sem
hann kallaði „Social Contract" og
var óskrifað samkomulag milli
ríkisstjórnarinnar og verkalýðs-
hreyfingarinnar um að kaupkröf-
um yrði stillt í hóf, komið yrði á
verðlagseftirliti, hömlur i lögum á
starfsemi verkalýðsfélaga
afnumdar og stefnt yrði i
eindregnari vinstriátt í ýmsum
þjóðfélagsmálum. Þetta var
stormasamur timi, meirihluti
Verkamannaflokksins var naum-
ur, hæfileikar Wilsons nutu sín
vel og hann var i essinu sinu.
Hann efndi til nýrra kosninga í
október 1974 og þótt hann fengi
aðeins fjögurra þingsæta meiri-
hluta fékk hann 43 þingsæti fram
yfir Ihaldsflokkinn.
EININGIN
_______I HÆTTU_________
Vinstrisinninn Tony Benn var
skipaður iðnaðarráðherra og
stjórnin virtist stefna i róttæka
átt, en Wilson notaði tækifærið
þegar hann gerði breytingar á
stjórn sinni 1975 og flutti Benn i
orkumálaráðuneytið. Um siðustu
áramót hafði Wilson tryggt jafn-
vægi I kaupgjaldsmálum og
boðaði nýja stefnu, sem miðaði að
endurskipulagningu atvinnu-
lifsins á þeirri forsendu, að of
mikið af þjóðartekjum hefði farið
til velferðarmála, en of litið til
arðbærra atvinnugreina. En
þegar hann lætur nú af völdum
eiga Bretar enn við gífurlegan
efnahagsvanda að etja, skuldir
þeirra aukast stöðugt, pundið er
valt, atvinnuleysi mikið og verð-
bólgan i Bretlandi er meiri en í
nokkru öðru vestrænu iðnaðar-
riki. Rhódesia og Norður-Irland
eru óleyst vandamál. Samt hefur
Wilson aldrei glatað bjartsýni
sínu og sjálfstrausti. Þó hafa at-
burðir innan Verkamannaflokks-
ins valdið honum áhyggjum á síð-
ustu mánuðum. Nýlega komst ein-
ing flokksins, sem hann hefur tal-
ið hvað mestu máli skipta, i alvar-
lega hættu þegar vinstrisinnaðir
þingmenn („Tribune -
hópurinn") gerðu uppreisn, sem
leiddi til niðurlægjandi ósigurs
stjórnarinnar í atkvæðagreiðslu
um útgjaldatillögur hennar.
Um þetta leyti sagði Wilson að
„ein vika væri löng í stjórnmál-
um“ og sú setning þykir einkenn-
andi fyrir hann, því hann hefur
til dæmis oft skotið málum á frest
með þvi að skipa nefndir til að
fjalla um þau. Síðan hann varð
fyrst forsætisráðherra hefur
stöðugt hallað undan fæti hjá
Bretum, en sagt hefur verið að
hver þjóð fái þá stjórnendur, sem
Glæsileg fasteign
til sölu
Hef til sölu sérstaklega vandaða íbúð á 2. hæð í
Stórholti um 1 16 fm. 4 herb. ásamt sameign,
auk þess er falleg 3ja herb. íbúð í risi sem
tilheyrir þessum eignarhluta og seljast þær
báðar samtímis.
Sigurður Helgason Hrl.
Þingholtsbraut 53.
Simi 42390.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Garðabær
Vandað raðhús um 1 38 fm ásamt tvöföldum
bílskúr. Húsið er fullfrágengið. Ræktuð lóð.
Útborgun 9 —10 milljónir. Upplýsingar aðeins
veittar á skrifstofunni, ekki í síma.
Hraunbær
raðhús um 134 fm ásamt bílskúr. Húsið er að
mestu fullfrágengið. Útborgun um 9 milljónir.
Kópavogur
Einbýlishús hæð og ris í vesturbænum.
Húsið skiptist þannig: Á hæðinni er eldhús,
þvottaherb., snyrting, hol, svefnherb., og 2
saml. stofur. í risi 4 svefnherb., bað og
geymsla ásamt tvöföldum bílskúr. Hitaveita.
Tvöfalt verksmiðjugler er í flestum gluggum.
Útb. 9 til 10 millj. Skipti möguleg á minni eign.
Stórihjalli
Raðhús á tveimur hæðum. Húsið skiptist þann-
ig: Á neðri hæð tvöfaldur bílskúr, þvottaherb.
snyrtiher. hobbýherb., og eitt svefnherb. Á efri
hæð eldhús, borðstofa, stór stofa með arni, 3
svefnherb., mikið skáparými, stórt og vandað
baðherb. með vönduðum innréttingum. Útb.
um 1 4 millj.
hún eigi skilið, og ef til vill hefðu
Bretar ekki getað fengið ákjósan-
legri leiðtoga á þessu hnignunar-
skeiði sínu, sem trúlega verður
kallað „Wilson-tíminn". Bevan
sagði um hann að hjá honum væri
enga viðsýni að finna, bara
staðreyndir, en hann var mikill
vinnuþjarkur, minnisgóður og
fljótur að greina hismið frá
kjarnanum. Hann var fljótur að
fyrirgefa og furðu vekur hve litl-
ar breytingar hann gerði á ríkis-
stjórnum sinum þótt kannski hafi
þess oft verið þörf að hreinsa til.
Honum tókst líka að tryggja ein-
ingu í flokknum, hófstillingu I
kjaramálum, samvinnu við verka-
lýðshreyfinguna og stiaði í
sundur foringjum verkalýðs-
hreyfingarinnar og Tribune-
hópnum með því að auka áhrif
verkalýðshreyfingarinnar. Um
hann hefur verið sagt, að hann
hafi engar ákveðnar skoðanir, en
hann reyndi að bera klæði á vopn-
in og fyrir það eiga Bretar honum
mikið að þakka. Sennilega var
mesta afrek hans að fá Verka-
mannaflokkinn og síðan þingið til
að fallast á að aðildin að Efna-
hagsbandalaginu var borin undir
þjóðaratkvæði. Aðildin hafði
valdið djúpstæðum klofningi, þar
sem helmingur kjósenda var
sannfærður um að hún hefði ver-
ið ákveðin að þjóðinni forn-
spurðri. Wilson tryggði samþykki
þjóðarinnar við aðildina og
einingu i flokknum um leið og
deilurnar um aðildina þögnuðu.
Wilson þótti halda meistaralega
vel á þessu máli og sjaldan komu
hæfileikar hans betur i ljós.
Wilson með tvfburadætrum Robin sonar sfns á eins árs afmæli þeirra
fyrir skömmu. Sjálfur átti Wilson sextugsafmæli 11. marz.
Kaupmenn — Innkaupastjórar
Páskaegg fyrirliggjandi
til afgreiðslu strax
Sælgætisgerðin Víkingur
lálalalalalalalalalalalalalalalalalalalalalnlnlnfnSInlnlaEnlcirci
ÁHUGAMENN UM VÉLSLEÐA! i ■
Hinir sigursælu
ennþá fyrirliggjandi
Hagstætt verð og greiðslukjör
BlslalalslalslalalalaSlalalalslalaBlalalalaialalalalslalala