Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1976
15
Talið er að framleiðslukostn-
aður skipsins hafi að mestu
verið fjármagnaður af CIA og
hafi orðið um 250 milljonir
dollara. En um smíði þess sá
eitt af fyrirtækjum Hughes. Sú
ærna fyrirhöfn og mikli kostn-
aður sem í var lagt bar þann
árangur að það tókst að ná upp
á yfirborðið um þriðjungi kaf-
batsins með sérstakri risakló
sem stýrt var niður á kafbátinn
frá skipinu. En við þessar að-
gerðir brotnaði kafbáturinn og
sökk niður á enn meira dýpi.
Var siðan horfið frá frekari að-
gerðum. Haft var fyrir satt að í
þeim hluta sem tókst að ná upp
hafi verið mikilvægar upplýs-
ingar um kafbátaáhafnir
sovézkar sannanir fyrir því að
Sovétmenn gætu skotið eld-
flaugum frá slíkum bátum og
fleira. Eftir að smfði skipsins
lauk var haft fyri satt að CIA
hafi leitað til Hughes og beðið
hann um að aðstoða við að sem
minnst fréttist út af þessu og
hefur sennilega ekki þurft að
biðja hann þess tvisvar. Opin-
berlega var sagt af hálfu fram-
leiðslufyrirtækisins að skipið
væri gert til að ná sérstöku efni
upp af hafsbotni til notkunar i
iðnaði. En mörgum þótti auð-
sætt að skipið væri ekki annað
en fljótandi njósnaskip. Upp
komst síðan endanlega um
málið, þegar brotist var inn í
skrifstofur fyrirtækisins og
leyniskjölum stolið. Aðstoðar-
maður Hughes sagði að ekki
hefði öðru verið stolið en einni
minnisbók. Seinna kom á
daginn að minnisbókinni hafði
verið skolað niður um salerni af
öryggisvörðum. Skip þetta
liggur nú fyrir ankerum í Long
Beach ekki langt frá öðru
sköpunarverki Hughes, Spruce
Goose, sem áður er frá sagt.
Síðar risu upp deilur um skatta-
legar hliðar og málaferli sem
upphófust þá standa enn.
Á seinni árum Hughes varð
ævisöguævintýrið það sem enn
varð til að færa Hughes fram á
forsíður blaða. Rithöfundurinn
Clifford Irving kom skyndilega
fram með „ævisögu" sem hann
sagði að milljarðamæringur-
inn hefði sagt sér fyrir. Nú eru
fimm ár síðan þetta gerðist og
það var einmitt í sambandi við
þessa ævisögu sem Howard
Hughes lét síðast frá sér heyra.
Haldinn var blaðamanna-
fundur og stjórnandi hans
hringdi af honum til Bahama-
eyja og var viðstöddum gefinn
kostur á að heyra símtalið. Þar
lýsti Hughes því yfir að bókin
væri fölsun ein og hann hefði
aldrei hitt Clifford Irving.
Irving hafði selt bókaforlaginu
McGraw Hill útgáfuréttinn að
bókinni og kvaðst talsmaður
fyrirtækisins hafa greitt um
750 þúsund dollara og áttu þeir
að verulegu leyti að fara til
Hughes.
Clifford Irving og konu hans
Edith hafði tekizt að ná út veru-
Iegum hluta upphæðarinnar.
Eftir að Hughes hafði vísað þvf
eindregið á bug að hann hefði
komið þarna nærri voru Irving-
hjónin handtekin og siðan
dæmd til greiðslu fésekta og
fangelsisvistar fyrir vikið.
EINANGRUNIN
„Þetta hryggir mig og ég er
sorgbitin yfir því að hann er
dáinn,“ sagði Jean Peters, síð-
ari eiginkona Howard Hughes
er henni var sagt lát hans. Þau
giftu sig árið 1957 og hún hvarf
með honum inn i einangrunar-
heim hans fram til ársins 1971,
er hún sótti um skilnað. Það
hefur vakið athygli að Jean
Peters hefur allar stundir verið
ófáanleg til að tala um sambúð
þeirra Húghes og hefur verið
gízkað á að hún hafi gefið
drengskaparloforð um ævi-
langa þögn og fyrir vikið fengið
rausnarlegar greiðslur.
Einhver orðaði það svo að það
væru i raun miskunnarlaus ör-
lög að þurfa að deyja til að
sanna að hann hefði verið á lífi.
Eins og alkunna er kom oft upp
sá kvittur að Hughes væri allur,
og fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna krafðist þess að fingraför
væru tekin af likinu til að
ganga örugglega úr skugga um
að hinn látni hefði verið Hugh-
es.
Howard Hughes hafði náum-
ast sést á almannafæri síðan
árið 1958 og enga mynd-
ir voru til af honum eftir 1952.
Dr. Jack Titus sem krufði líkió
komst að þeirri niðurstöðu að
meðal þess sem hefði hrjáð
hann hefði verið næringar-
skortur. Hughes kvaldist af
bakteríuhræðslu og var því á
seinni árum mjög erfitt að fá
hann til að neyta nógu fjöl-
breytts r . ar.
Enda þótt Hughes sýndi strax
á yngri árum tilhneigingu til að
binda ekki bagga sina sömu
hnútum og samferðarmenn,
ágerðist sérvizka hans stórkost-
lega og segja má að síðustu tutt-
ugu æviárin hafi Hughes horft
á veröldina út um hina ýmsu
hótel- eða flugvélaglugga er
hann var á þeytingi milli staða.
Svo erfitt var að ná sambandi
við hann á seinni árum, að einu
sinni kröfðust tveir hluthafar i
fyrirtækjum hans, að hann yrði
lýstur löglega dauður. Hughes
birtist aldrei til að afsanna að
hann væri látinn þá. Dómari í
málinu ákvað að taka góð og
gild orð lögfræðings hans, um
að hann væri á lifi. En lögfræð-
ingurinn sá hann ekki heldur.
Minnstu munaði að hann
brygði sér um hrið úr einangr^
uninni þegar Irvingmálið kom
á dagskrá þótt hann gengi ekki
lengra en láta heyra til sin i
sima.
Fyrrverandi starfsmaður
Hughes hefur sagt svo frá að á
þeim fimm árum, sem hann
vann nálægt innsta hringnum
hafi hann aðeins einu sinni séð
yfirmann sinn. Hann varð að
dvelja heila nótt I sótthreins-
uðu hótelherbergi áður en hon-
um var hleypt inn til Hughes og
auk þess hafði hann orðið að
fara i mjög rækilega læknis-
skoðun áður. Þegar hann gekk
á fund Hughes varð hann að
hafa sótthreinsaða hanzka og
skó og grisju fyrir vitum sér.
Hughes dvaldi á Bahamaeyj-
um lengst af siðustu æviárin og
er ekki vitað til að hann hafi
komið út undir bert loft.
Hann fluttist til Acapulco i
Mexico i febrúar á þessu ári eða
skömmu áður en hann veiktist
og fór I sfna síðustu flugferð.
(Heimildir, Time, Newsweek,
Daily American, Herald Tri-
bune o.fl.)
* Létt, sterk,ryðfrí
* Stillanleg sláttuhæð
* Slær upp að húsveggjum og út fyrir kanta
■*. Sjálfsmurð, gangsetning auðveld
* Fæst með grassafnara
- n
^
Garðsláttuvél « h(ÍR HF
hinna vandlátu kJ Armúla 11
\
J
Skodsborgarstólliiin
Hátt sæti. Háir armar, höfuöpúði og íhvolft
bak fyrir góða hvíld
Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að rísa upp
úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvíldarstell-
ingu.
Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og
endurhæfingarstofnanna hér á landi.
Nafnið gáfum við honum, án nokkurrar hugmyndar um hvort
svo góður stóll sé til á því fræga hvíldarsetri.
iIpEn________________
m KJÖRGARDI SÍMI16975 SMIDJUVEGl 6 SÍMI44544