Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 | „Rómað af allri alþýðu” Heimsókn í íslendingahúsið í Norefjell í Noregi þar sem hundruð íslendinga búsettra í Noregi dvelja á ári hverju íslendingar í Ósló hafa sennilega yfir betri að- stöðu að ráða en ís- lenzkur hópur nokkurs staðar annars staðar er- lendis. Á stúdentabæn- um í Sogni hafa íslend- ingarnir rúmgóða stofu til eigin afnota, er hún arfur frá þeirri tíð að Guðrún Brunborg safn- aði stórfé meðal íslend- inga til minningar um son sinn og keypti herbergi á stúdentabæn- um. Nota íslendingarnir stofuna óspart til ýmiss konar félagsstarfsemi k’ÍSNar, en svo heitir félag námsmanna í Ósló og þar er allgott íslenzkt bókasafn. Stofan í Sogni var þó ekki kveikjan að þessum skrifum heldur hús eitt mikið og veglegt í Nore- fjell, um 250 km frá Osló. Er það eign íslendinga- félagsins í Ösló og gengur einfaldlega undir því þægilega nafni ,,Húsið“ eóa þá íslend- ingahúsið ef fólk vi 11 vera formlegt. Um flestar helgar allan ársins hring dvelja þar íslendingar- búsettir eða við nám í Noregi. Fer fjöldi þeirra eftir árstíðum, en alltaf eru einhverjir. Um páska, jól og slíkar stór- hátíóir þyrpast íslend- ingar upp í Hús og út- sendari Morgunblaðsins var einn þeirra sem þar dvöldu í góðu yfirlæti um síðustu páska. Allt í allt munu sennilega 100 Islendingar hafa verið í Húsinu um páskana. F’lestir komnir frá Ósló, en einnig frá Bergen og öðrum bæjum í Noregi. Var hátiðin haldin i sátt og sam- lyndi. Skiptust menn á um skyldustörfin og sömuleiðis var þess gætt að enginn yrði útund- an í félagsskapnum. Ýmiss konar íþróttir voru stundaðar af kappir-farið var á skíði, í göngur, kínaskák var vinsæl mjög, sömuleiðis venjuleg skák, briddsgáfu manna var haldið við og fleira mætti nefna sem gert var sér til dægrastyttingar en til að siappa af eftir erfiðar íþróttaiðkanir var óspart farið í gufuna, þó svo að nýbúið væri að setja upp gjaldmæli á þetta þarfaþing. 100 KRÓNUR VORU FYRSTI VÍSIRINN Ekki verður lengra haldið með góðri samvizku án þess að gera grein fyrir Húsinu og að- draganda þess að það varð eign Islendinga. Það var árið 1923 að Islend- ingafélagið í Ósló var stofnað og var Ingimundur Eyjólfsson aðalhvatamaðurinn að stofnun þess. Á stofnfundinum gáfu hann og kona hans 100 krónur norskar og skyldi verja því fé til að afla félaginu fasts heimilis. Fjórum árum Seinna . gaf Ósló-borg félaginu 10.000 krónur norskar í hússjóð og var áletrað skinn þessu til staðfest- ingar afhent á Alþingishátíð- inni á Þingvöllum 1930. Skyldi húsið standa sem eitt af tákn- um vináttusambands Íslands og Noregs. Leið nú og beið, og er sjóður- inn var orðinn um 50.000 krónur norskar var hann lánaður vegna herbergjakaupa á stúdentabænum í Sogni, sem fyrr er greint frá. Er Islend- ingafélagið fór síðan nokkrum árum síðar á stúfana og ætlaði að fá fé þetta endurgreitt reyndist það erfitt vegna frá- falls ýmissa þeirra, sem með málið höfðu haft að gera og sömuleiðis vegna misskilnings á æðri og lægri stöðum. Að því kom þó að sjóðurinn var endurheimtur og Sneserud- skóli í Kördshéraði var keyptur og gerður að samastað fyrir Is- lendinga. Húsið var keypt á 40 þúsund norskar krónur haustið 1966 og tekið í notkun eftir gagngerðar breytingar ári siðar. Höfðu þá ýmsir velunnar- ar Islendingafélagsins stykt það með ýmiss konar gjöfum og ómældri sjálfboðaliðsvinnu. Siðan húsið var tekið í notkun hefur þar dvalið mikill fjöldi Islendinga og meðal þeirra má nefna börn frá Vestmannaeyj- um, sem þar voru sumarið 1972. Margir lögðu hönd á plóginn í því málavafstri sem var sam- fara húskaupunum og síðan standsetningu þess. Skal hér aðeins nefndur einn maður, Skarphéðinn Árnason, forstjóri Flugleiða í Ósló. Hann var á sínum tíma formaður Islend- ingafélagsins í Ósló og vann geysimikið starf fyrir félagið. Núverandi formaður Islend- ingafélagsins í Ósló er Elsa Lövdal, en Snævar Guðjónsson mun vera formaður Stúdenta- félagsins FlSNar. IIÚSIÐ GAMALL HEIMAVISTARSKÓLI Norefjell er mjög vinsæll skíðastaður í Noregi og í hlíðum fjallsins var keppt í alpagreinum á Ólympiuleikun- um 1952. Uppi á fjallinu eru 4 eða 5 síðahótel, skáli er við skála (eða hytta viðhyttu) og langar göngubrautir liggja í allar áttir. Niðri í dalnum þar sem íslendingahúsið stendur er stórt og mikið stöðuvatn sem heitir Kröderen. 1 vatningu er fisksælt jafnt á sumri sem vetri, fyrir þá sem gaman hafa að því að dorga. Skógur umlykur vatnið á allar hliðar og fleiri lýsingarorð ættu að vera óþörf til að sýna fram á að staðurinn er hin mesta para- dis. Það verður að taka fram Slappað af eftir hressandi göngusprett, Snævar, Rósa, Högni og Gunnhildur. 4A,,r en fólk fj«tmennir >>i Davlð Stefánsson, sem dvalið hefur 1 Noregi í mörg ár og starfar nú hjá Norræna ráðinu 1 Ósló, á tröppum Hússins ásamt dætrum sfnum tveimur. "Það var ekki amalegt að slappa af 1 hitanum undir húsveggnum, Stefán og Ingvi. 1 labbitúr I skóginum, Svana sjúkraiiði, Guðlaug nemi f sjúkraþjálfum og Jórunn hjúkrunarkona. Við morgunverðarborðið, Helgi, Kjell, Guðrún og Guðm- undur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.