Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 48
(ÍLYSÍNGASIMIVN ER: 22480 Jflor0unbIíií>iö m^tntMiifrtft SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 Hvítu kollarnir spretta nú í kapp við vorblðmin og það eru mörg broshýr andlit eins og sjá má, en í vor þreyta um 900 nemendur stúdentspróf. Verst að við sjáum ekki framan í þessa sem er að laga húfuna sína. 30% hœkkun á ull í Evrópu SlÐAN um áramót hefur verð á gæruskinnum hækkað um 30% á Evrópumarkaði að sögn Agnars Tryggvasonar framkvæmda- stjóra hjá búvörudeild SlS. Morg- unblaðið leitaði upplýsinga hjá honum og sagði hann að veruleg hækkun hefð orðið á sfðustu miss- erum á skinnum og húðum, sér- staklega þó á villidýraskinnum. Verðið á ull var minna f fyrra en það hafði verið fyrir ári, en nú hefur það hækkað og er hækk- andi þótt það hafi ekki fylgt hlut- Flugslys sviðsett FLUGSLYS var tilkynnt á Reykjavíkurflugvelli kl. 9 mínút- ur yfir 3 í gær, og var tilkynnt að sprenging hefði orðið í hreyfli Fokker Friendshipvélar í flug- taki. 48 farþegar voru í vélinni. Lið lögreglu slökkviliðs og hinna Framhald á bls. 47. fallslega hækkun á minkaskinn- um og skinnum annarra villidýra. Af þeim 900 þús. skinnum sem seld voru á íslandi s.l. haust fór megnið til sútunarverksmiðjanna fjögurra sem eru á landinu, en það er sútunarverksmiðja Slátur- félags Suðurlands í Reykjavík og verksmiðjurnar á Akranesi, Sauð- árkróki og Akureyri. 150 þús. skinn voru seld úr salti til Pól- lands s.l. haust og300 þús. skinn sem búið var að þvo og þurrka á íslandi, en auk þess fóru 70 þús. gráar gærur til Svíþjóðar, en þær eru flokkaðar i 5 flokka og eru mjög verðmætar. Vegna lágs verðs á þeim á íslandi eru þær seldar út til Svíþjóðar, en Sviar framleiða úr þeim dýra pelsa. Talsvert magn er til í landinu af skinnum í gæruskinnspelsa og einnig eiga sútunarverksmiðjurn- ar á Akureyri talsvert af unnum mokkaskinnum. Yfirmaður brezku verndarskipanna: Hífið þegar Freigátur sigldu varðskip á Baldur og nálgast Ægi í gær YFIRMAÐUR verndar- skipa brezka togaraflotans á Austfjarðamiðum sendi í gærmorgun út orðsend- 300 tonna bátur fer á handfæri ÁSGEIR RE, 300 tonna bátur frá Reykjavík, fer um helgina á handfæra- veiðar. Er hann vafa- laust stærsti bátur, sem slíkar veiðar hefur stundað. Að sögn Vil- hjálms Ingvarssonar út- gerðarmanns skorti nú mjög verkefni fyrir stærri bátana og sagði hann að ekki þýddi ann- að en reyna eitthvað nýtt. Vilhjálmur sagði að 10—12 handfærarúllur yrðu á bátn- um. Þær eru ekki vélknúnar heldur með gamla laginu. Ætl- unin er að veiða þorsk og ufsa og bjóst Vilhjálmur við því að Asgeir myndi fyrst reyna fyrir sér útaf Eldey. Vel hefur geng- ið að manna bátinn. Veitt verður í ís og aflanum landið í Reykjavík. Haraldur Böðvarsson & Co á Akranesi hefur þegar sent tvo stóra báta á handfæri, þó ekki nærri eins stóra og Ásgeir. Fyrirtækið var einnig með tvo stóra báta á handfæraveiðum í fyrra. ingu til brezka togaraflot- ans, þar sem hann beindi þeim eindregnu tilmælum til togaranna að þeir hífðu þegar varðskipin nálguð- ust og stofnuðu ekki til átaka við varðskipin. Þrátt fyrir þessa orðsendingu var ríkjandi töluverð spenna á Austf jarðamiðum fram eftir degi í gær, og brezkar freigátur sigldu bæði á Ægi og Baldur auk þess sem íslenzkir togarar á þessum slóðum kvörtuðu undan uppivöðslusemi brezkra togara. Þessi átök hófust laust eftir kl. 10 í gærmorgun. Ægir lét þá reka í nánd við nokkra brezka togara á Hvalbakssvæðinu, sem allir voru þá búnir að hífa. í þeim svifum kom dráttarbáturinn Euroman aðvífandi og stefndi á fullri ferð á varðskipið, sem varð að setja á fulla ferð áfram til að koma i veg fyrir að árekstur yrði. Skömmu siðar kom freigátan Tartar þar að, sigldi fram með Ægi og fyrir varpskipið, þannig að skipin strukust saman. Að sögn formæl- anda Landhelgisgæzlunnar urðu þó engar verulegar skemmdir, enda lét freigátan skutsinnekki slást utan í varðskipið eins og venja er í ásiglingum heldur var Framhald á bls. 47. Hundraðkalla- eigandinn kom- inn í leitirnar NÚ LIGGUR ljóst fyrir, hver var eigandi 900 hundraðkalla, sem fund- ust innpakkaðir í plast á salerni Hótel Borgar kvöld eitt fyrir skömmu. Reyndist eigandinn vera maður einn, sem hvarf af landi morguninn eftir. Hann er kom- inn til landsins aftur og hefur kannast við að eiga aurana. Sagðist hann hafa heyrt það, að erlendis mætti skipta hundraðköllum yfir í erlenda mynt. En áður en hann komst úr landi með peningana týndust þeir, sem fyrr segir. Guðmundur RE fer á kol- munnaveiðar við Fœreyjar „GUÐMUNDUR RE fer á kol- munnaveiðar á Færeyjabanka eftir helgina," sagði Páll Guðmundsson skipstjórí f samtali við Morgunblaðið í gær,“ við verðum 10 á og munum veiða f flottroll, kolmunna ef gefst eða spærling, en við stefnum á kol- munnann. Við reiknum með að landa í Færeyjum og ef til vill einhverju hér heima. Það er ekkert verð komið hér á kol- munna eða spærling svo við reyn- um þetta ytra, en okkur er óskiljanlegt að Færeyingar geti greitt 7,50 kr. fyrir kg f bræðslu á Allt óráðið enn um frekari fundi — segir utanríkisráðherra EINAR Ágústsson utanrfkisráð- herra og Geir Hallgrfmsson for- sætisráðherra eru væntanlegir heim f dag eftir fundi þá sem þeir hafa átt, m.a. um landhelgismál- ið. Er áformað að halda fund f rfkisstjórninni árdegis á morgun, þar sem ráðherrarnir tveir munu gera öðrum samráðherrum sfnum grein fyrir viðræðunum í Ósló og hinum nýju viðhorfum sem hugs- anlega eru komin upp varðandi lausn þorskastrfðsins. Norska ríkisútvarpið skýrði frá því í gær, að búizt væri við þvi að íslenzkir ráðamenn færu aftur ut- an til samningaviðræðna við brezka ráðamenn um miðja næstu viku og að fundarstaðurinn yrði í ósló að þessu sinni. I samtali við Morgunblaðið í gærdag bar Einar Ágústsson ut- anríkisráðherra þetta algjörlega til baka og sagði að allt væri enn óákveðið um fund og fundarstað. Forsætisráðherra og hann myndu fyrst gefa ríkisstjórninni skýrslu um viðræðurnar í Ósló og síðan yrði að huga að mörgum atriðum áður en frekar væri hægt að ákveða um samningafund. Einar sagði, að engar frekari hræringar væru I landhelgismálinu frá því sem var á föstudag. meðan hér er talað um helminginn af þvf verði. Ég hef áhuga á því að reyna að afla fyrir fslenzkar verksmiðjur, því um leið tel ég að farið yrði að vinna að sölu og hagkvæmari vinnslu en bræðslu og má í því sambandi benda á þróunina í vinnslu karfa og loðnu, sem ein- göngu voru veidd í bræðslu til að byrja með. Það er þegar byrjað að vinna þetta hráefni hjá keppi- nautum okkar og ég tel að við megun ekki biða með aðgerðir i þessu lengur, bæði vegna þess að mögulegt er að þarna komi veiðar sem beini hluta flotans frá þorsk- veiðum og vegna þess að við þurf- um að standa vel í ístaðinu á markaðnum og gæta þess að sitja ekki eftir. Ég veit að Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hefur mik- inn áhuga á að reyna ýmisskonar vinnslu á kolmunna t.d. í marning og þurrkun, en verðgrundvöllur- inn verður að vera einhver. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hvað kolmunninn er mikinn hluta ársins hér við land, en hann heldur sig allavega við Suðaustur- og Austurland á timabilinu frá júní og fram á vet- ur, en hins vegar hefur þetta lítið verið athugað. Við höfum einblínt anzi mikið á þorskinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.