Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 27 Svo var nðttúrulega keppni um það hver gæti stokkið lengst úr rólunni og hafði Mörður Árna- son vinninginn. Norefjells í Noregi að Húsið er aðeins ætlað Islendingum í Noregi, því miður, en hugmynd Islendingsins sem vildi gera Húsið að hóteli fyrir Islendinga er vel skiljanleg. Húsið er gamall heimavistar- skóli og er á tveimur hæðum með kjallara undir. Þar niðri er rúmgóð setustofa þar sem spilað er og menn leika við hvurn sinn fingur, fram af setu- stofunni er rúmgott hol og þar inni af gufubaðstofan fyrr- nefnda. Á jarðhæðinni er eld- hús, tvö vistleg svefnherbergi og salur mikill sem ýmist er notaður sem leikherbergi fyrir börnin, borðtennisstofa fyrir alla aldursflokka eða þá sem matsalur. Á annarri hæðinni eru svefnherbergi, þrjú minni tízkulega innréttuð fyrir barna- fólk eða hvern sem er ef fá- menni er í húsinu, og tveir svefnskálar með kojum fyrir barnlausa. Þá eru herlegheitin upptalin innanhúss, en á lóðinni er vísir að barnaleikvelli, tveir skúrar þar sem geymdur er eldiviður og hinum megin við götuna er hann Trommi með verzlun, þar sem Islendingar stunda mikið viðskipti þá dvalið er í Húsinu. LÉTU A ENGU BERA Um síðastliðna páska var orð- ið snjólítið víðast hvar i Noregi og t.a.m. var ekki unnt að renna sér niður brekkurnar í Nore- fjalli, en hins vegar „létu ýmsir á engu bera“ og örkuðu á skíðum frá hótelunum uppi á fjalli. Það skipti ekki öllu máli þó þúfnakollarnir væru farnir að koma upp úr snjónum á stöku stað og lækirnir væru orðnir helzt til aðgangsharðir við göngubrautirnar. Færið fór að vlsu versnandi með hverjum deginum því sólin skein i heiði dag hvern. — Hvað er að sjá undir skíðin þín, það má auðveldlega beita á þau, var sagt við einn að lokinni hressandi gönguferð og ekki að undra þvi grasstráin höfðu setzt í áburðinn undir skíðun- um. Þeir sem heldur vildu sofa út en arka eitthvað út í bláinn á skíðum fannst upplagt að af- saka sig með því að enginn snjór væri eftir. Það var svo sem ekki heldur amalegt að njóta sólarinnar undir húsvegg, nei það var víst lika „rómað allri alþýðu“ eins og maðurinn sagði og látum við þessi orð vera þau siðustu í þessum pistli, en þau gætu allt eins átt við Húsið og umhverfi þess hve- nær ársins sem er. — áij. Missið ekki af kraftaverkum nœstu vertidar Fyrir næstu vertíð býður Asíufélagið, auk kraftaverkanetanna, hverskonar net, veiðarfæri og útgerðarvörur. Þeim útgerðarmönnum, sem hafa fengið upplýsingar um útgerðarvörur Asíufélagsins en hafa ekki staðfest pantanir sínar ennþá, er vinsamlegast bent á að panta við allra fvrsta tækifæri. Þjónusta við útgerðina Asíufélagið h/f hefur ætíð kappkostað að veita útgerðarmönnum og aflaskipstjórum sem besta þjónustu og fyrirgreiðslu, enda leggur Asíufélagið áherzlu á afgreiðslu Aflaneta við hæfi hvers og eins. Allar upplýsingar um hvers konar útgerðarvörur eru ávallt til reiðu. Gerið pantanir yðar á netum og veiðarfærum fyrir næstu vertíð sem allra fyrst ASIUFELAGIÐ HF. VESTURGÖTU 2 REYKJAVÍK SÍMAR 26733 -10388 Pantið tímanlega Eins og kunnugt er hefur Asíufélagið h/f einkaumboð fyrir hin þekktu kraftaverkanet frá Nichimen, en þessi net geturenginn annar netaframleiðandi boðið, enn sem komið er. Þar sem eftirspurn eftir kraftaverkanetum margfaldaðist eftir fyrstu reynslu íslendinga af þessum netum, er nauðsynlegt að panta kraftaverkanet fvrir næstu vertíð, sem allra fvrst. aryus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.