Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 fltargmtÞIofeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreíðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, síiri 10100 Aðarlstræti 6, sími 22480. Áskriítargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. r Iumræöum hér á landi og í V-Evrópu um þýðingu Atlantshafsbanda- lagsins og gagnsemi þess fyrir aðildarríkin og um það, hvort og þá hve mikil hætta stafar af Sovétríkj- unum er fróðlegt að kynn- ast sjónarmiðum þjóðar, sem er víðsfjarri en hefur langa reynslu af samskipt- um vió Sovétríkin. Hér er átt við Kínverja. Hin síð- ustu ár hafa opinberir aðil- ar íKInahvaðeftir annað varað V-Evrópuþjóðir við þeirri hættu, sem þeir væri búin af hernaðarveldi Sovétríkjanna. í Dagblaði alþýðunnar í Peking hafa birzt eftirtektarverðar greinar um flotauppbygg- ingu Sovétríkjanna og flotaumsvif þeirra hér á N- Atlantshafi í nágrenni við ísland. Þessar greinar hafa sýnt, að mat Kínverja á flotastyrkleika Sovét- manna og tilgangi þeirra með flotauppbyggingu er mjög svipað mati manna í V-Evrópu og N-Ameríku. Þá er það og ekkert leynd- armál, að kínverskir sendi- menn I öllum V- Evrópuríkjum hafa leynt og ljóst hvatt mjög til að- gæzlu gagnvart Sovétríkj- unum, eflingar hernaðar- styrks V-Evrópuríkja og eflingar Atlantshafsbanda- lagsins, sem slíks. Á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins i Osló á dögunum skýrði Anthony Crosland, utanríkisráð- herra Bretlands, sem er nýkominn úr opinberri heimsókn til Kína, ítarlega frá þeim sjónarmiðum, sem kínverskir ráðamenn settu fram í viðtölum við hann. Kom þá í ljós, að Kínverjar telja, að um 75% af öllum hernaðarstyrk Sovétríkjanna sé beint að V-Evrópu en aðeins um 25% að Asíu. Þá er það skoðun Kínverja, að meg- inhluta þess liðs, sem Sov- étríkin halda uppi í Asíu sé beint að veru Bandaríkja- manna þar og að Japan og að sjálfir séu þeir þriðju i röðinni á fjandalista Sovét- manna í Asíu. Á grundvelli þessara upplýsinga upplýsti Cros- land í ræðu sinni að Kín- verjar teldu mestu styrj- aldarhættuna enn vera í Evrópu og að miklu skipti að Atlantshafsbandalagið héldi vöku sinni. Kínverjar virðast ekki vera einir um þá skoðun, að um þessar mundir sé meiri nauðsyn á að efla hernaðarmátt At- lantshafsbandalagsins en að draga úr honum. í ræðu, sem Rockefeller, varafor- seti Bandaríkjanna, hélt í Frankfurt í Þýzkalandi fyr- ir skömmu hélt hann því fram, að Sovétríkin .stefndu að því að skapa nýtt heimsveldi, sem væri svo víðfeðmt að hin sovézka sól gengi aldrei til viðar. Taldi Rockefeller brýna nauðsyn bera til að stórefla flotastyrk Atlants- hafsbandalagsins. í svipuðum tón talaði Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í umtalaðri ræðu, sem hann flutti á fundi með sendi- herrum Bandaríkjanna í Evrópu, í London, í desem- bermánuði sl. Frásögn af ræðu þessari var birt fyrir nokkru í New York Times og þar kemur fram, að Kissinger lítur svo á, að Sovétríkin séu um þessar mundir að koma fram á sjónarsviðið sem nýtt risa- veldi, sem hafi bolmagn til að láta að sér kveða, h'var sem er í heiminum, og að það verði verkefni Banda- ríkjanna og bandalags- þjóða þeirra á næstu árum og áratugum að halda þessu nýja heimsveldi í skefjum. Sonnenfeldt, einn af aðstoðarmönnum Kissingers, tekur svo djúpt í árinni, að það verði einn helzti höfuðverkur þeirrar kynslóðar sem nú lifir og þeirrar sem á eftir kemur, að fást við heimsvalda- áform Sovétrikjanna. Hann heldur því fram, að Sovétríkin séu nú að leggjal út á sömu braut heims- valda- og nýlendustefnu og Bretland, Frakkland og Þýzkaland gerðu á síðustu öld og fyrri hluta þessarar aldar. Glöggt er gests augað, er sagt. Þeir, sem halda því fram, að aðvaranir um út- þenslustefnu Sovét- ríkjanna stafi af svonefnd- um kaldastríðs hugsunar- hætti, ættu að íhuga, hvort slíkur hugsunarháttur hafi heltekið Kínverja. Sann-| leikurinn er auðvitað sá, að viðvaranir Kínverja eru stórathyglisverðar fyrir Evrópubúa og þá ekki sízt okkur íslendinga og við ættum að taka vel eftir því, sem þeir hafa fram að færa. Þeir þekkja Sovét- ríkin af eigin raun og eru í nægilega mikilli fjarlægð frá Evrópu til þess að hafa aðstöðu til að meta ástand mála í okkar heimshluta af nokkru raunsæi. í Morgunblaðinu í gær birtist athyglisverð mynd af mótmælagöngu í Osló en þar var að verki ungt fólk, væntanlega íslenzkir náms- menn í Ósló og einhverjir erlendir félagar þeirra. Hópur þessi bar skilti, sem á var letrað: Styðjið bar- áttu íslands gegn Bretum Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum. Nú kemur engum á óvart þótt ungt vinstri sinnað fólk hvetji til stuðnings við baráttu gegn Bretum og Banda- ríkjamönnum. Það er gömul saga og ný. En það er alveg nýtt, að ungt fólk hvetji til baráttu gegn Sovétríkjunum og þá væntanlega vegna út- þenslustefnu þeirra. Hver veit nema þeir, sem i ára- tugi hafa barizt fyrir aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnar- samningnum við Banda- ríkin, eigi eftir að hljóta óvæntan stuðning frá rót- tæku æskufólki, sem hefur vaknað til vitundar um hættuna, sem landi okkar stafar af heimsvaldastefnu Sovétríkjanna. Heimsvaldastefna Sovétmanna — aðvaranir Kínverja MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 25 Skattar í svokölluðum vel- ferðarríkjum eru ekki siður tftt umræðuefni en veðrið. Nú hafa skattar sænska kvikmynda- stjórans ;Ingmars Bergmans greinilega sett af stað um víða veröld umræðuöldu um þessa hvimleiðu plágu velferðarrikj- anna og um ráðstöfun ríkisins á því fé, sem einstaklingarnir vinna sér inn. Iþessumræðum sýnist Gosenlandið Svíþjóð, þar sem rikiskýrin mjólkar betur en viðast annars staðar, heldur hafa sett niður. Hrakningar Bergmans í viðureigninni við skattayfirvöld hafa skipt fólk- inu í tvo hópa. Þá sem telja algera ósvinnu að maður, sem ber hróður sinn og lands síns um viða vegu, sé hundeltur af skattheimtumönnum. Og hina, sem telja að allir eigi að vera jafnir fyrir guði og skattayfir- völdum, frægir sem ófrægir. Fram að þessu hafa Sviar hallast að hinu síðarnefnda. Settu það jafnvel inn í nýju krúnulögin sín, að sjálfur kóngurinn skyldi sem þegnar hans greiða skatt af sínum tekjum. En nú renna tvær grímur á ýmsa. Þó stendur eftir, að allt sem látið er i té — kostar mikið fé og þar af leiðandi skattaálögur, og að þær er enginn ánægður með. Jafnvel ekki — og kannski sfzt þeir sem geta borgað. Upp í hugann koma í þessu sambandi örlög sænsks milljónamærings, sem ég þekkti. Hann og kona hans höfðu byrjað með tvær hendur tómar, þegar þau settu upp vörusýningu i Svíþjóð, sem sfðar varð hin fræga St. Eriks- messa. Þau unnu eins og þrælar við að koma fyrirtækinu upp. Hún sat í upphafi við kassann og seldi aðgöngumiða, og hann dró að sýnendur og sýningar- gesti. Loks var svo komið, að hin árvissa St. Eriksmessa var eina vörusýningin af þessu tagi í veröldinni, sem gaf vel af sér og var i eigu einkaaðila. Þá vildi ríkið og Stokkhólmsborg auðvitað eignast hana, og úr varð að hjónin seldu borginni fyrirtækið með stórgróða eða eins og hann orðaði það við mig, fyrir „multi milljon dollar profit". Nú stóðu þessi duglegu hjón, sem alltaf höfðu unnið myrkr- anna á milli, uppi atvinnulaus. Að visu ekki auralaus, en þurftu ekki að vinna annað en að ávaxta sitt pund. Þau voru setzt i helgan stein á besta aldri, milli fertugs og fimmtugs. En þar sem slikt er athafnasömum mesta böl, tóku þau bæði að sér launalaust ýmiss konar störf fyrir land og þjóð. Hún starfaði t.d. sem sjálfboðaliði fyrir Rauða kross- inn 5 daga vikunnar í sjúkra- húsum, m.a. við að taka á móti sjúklingum úr slysum og eink- um þó að sjá um aðstandendur þeirra. Það féll í hennar hlut að tilkynna þeim um slysin og sjá um þá, sem biðu, oft milli vonar og ótta, klukkutímum saman í sjúkrahúsinu eftir að vita hvernig færi um ástvinina á skurðarborðinu eða annarri meðferð. Slík þjónusta er þar talin gagnleg, því læknar og annað starfsfólk hafa að sjálf- sögðu lítinn tima til að sinna þessu fólki, sem biður i angist með spurningar sinar, og það getur truflunarlítið leitað frétta. Sjálfur tók Jotti (eins og hann var kallaður af vinum sinum) að sér ýmis verkefni á sínu sviði, svo sem að vera fyrir Svíariki framkvæmdastjóri sænsku deildarinnar á heims- sýningunni í Montreal 1967, og hélt á sinn kostnað uppi margs konar risnu i kynningarskyni fyrir land sitt. Dóttirin, sem hafði orðið stúdent um vorið, vann þar. Hún ætlaði í fram- haldsnám í Paris næsta vetur. Og hún var fjúkandi reið við pabba sinn, sem ekki vildi leyfa henni að taka námsstyrk, eins og hún átti rétt á, og kaupa sér fyrir hann sportbil, eins og félagar hennar gerðu gjarnan. Faðirinn leit svo á, að þau þyrftu ekki á styrkjum að halda úr opinberum sjóðum og þá frá öðrum, sem meira þyrftu á þeim að halda, eða úr vasa annarra skattgreiðenda, þó þau legðu árlega með sinum sköttum sitt til reksturs þjóðar- skútunnar. Þannig tóku þau aldrei úr sjúkrasjóðum eða tryggingasjóðum, borguðu sjálf lækmshjálp og þess háttar. Er nú ekki þetta eins og bezt verður á kosið? Siðast þegar ég hitti þessi ágætu hjón, komu þau til Islands og renndu fyrir lax uppi i Kjós, Þá kváðust þau vera að flytja frá Svíþjóð til Sviss, eins og Ingmar Bergman — vegna skattamála. Ekki þó þeirra skatta, sem þeim bar að greiða árlega. Það sem þeim gekk erfiðlega að sætta sig við, var að mega ekki láta börnum sínum eftir það, sem eftir yrði af eignunum, þegar búið væri að greiða árlega skatta af þess- um sömu eignum og taka ekk- ert út. Stór hluti þeirra færi í erfðaskattinn, eftir að þau féllu frá. Og þau féllu frá. Voru farþeg- ar i farþegaþotunni, sem ein- hver hugsjónamaðurinn kom fyrir sprengju í, svo hún tættist í sundur skömmu eftir flugtak í Venezuela og féll i sjóinn. Þau voru á leið í jólafri til Bermuda- eyja. Þar sem frúin hafði verið treg til að flytja frá Svíþjóð, lék mér forvitni á að vita hvort hjónin hefðu verið búin að koma því í kring, þannig að drengurinn þeirra í mennta- skóla og dóttirin i námi í Frakk- landi, erfðu eignirnar óskiptar. Löngu seinna hitti ég svo vin- konu dótturinnar, sem hafði hitt hana í Paris og gat frætt mig um endinn á sögunni. Deila hafði komið upp um arfinn milli ríkisins og erfingjanna, og úr urðu dýr málaferli. Þegar málafærslulaun höfðu verið greidd og erfðaskatturinn, voru milljónirnar orðnar að einni, sem systkinin notuðu i náms- kostnað. Birgitta lærði hótel- rekstur, gifti sig frönskum hót- elmanni og þau bösluðu um þær mundir við að reka litið hótel í París. Var þá réttlætinu ekki full- nægt? Sjálfsagt út frá því sjón- armiði að ljótt sé að eiga eitt- hvað og skuli uppgert verða, jafnvel þó þess sé aflað með útsjónarsemi og súrum sveita, keisaranum goldið allt sem keisarans er og ekki gengið á aðra. Þetta minnir mig á skil- greiningu, sem ég las í frönsku blaði, á því hvernig tímarnir og viðhorfin til eigna hefðu breytzt á 20 árum: Árið 1955 dreymdi banda- ríska vegfarendur, sem sáu milljónamæring aka um í dýr- indis kátiljáki um, að einhvern tíma mundi þeim hlotnast það hnoss að stiga upp i eigin bil af sömu gerð. Vegfarandi, sem nú sér mann I kátilják, dreymir um að sá dagur komi, að hann geti dregið auðkýfinginn út úr bilnum, svo hann verði að ganga eins og allir hinir. Viðhorfin til stétta og starfs- hópa eru vissulega misjöfn. Þó hafa timarnir kannski ekki breytzt eins mikið og af er látið. Metorð og auður hafa alltaf þótt eftirsóknarverð og vakið öfund. Þegar brezki rithöfund- urinn orðheppni Samuel Johnson, sem uppi var á 18. öld, fyrst hitti konuefni sitt, frú Porter, lagði hann sig í líma við að gera grein fyrir því að staða hans í þjóðfélaginu væri svo sem ekkert til að gorta af. Og til að leggja áherzlu á þetta, orðaði hann það svo að hann „ætti ekkert undir sér í þjóðfélaginu, enga peninga og enga ættingja til að gorta af, aðeins einn frænda, sem hefði orðið svo frægur að vera hengdur.“ Frú Porter vildi ekki láta upp á sig standa og svaraði um hæl: „Og ég á ekkert undir mér, ekk- ert fé og þó enginn af minum ættingjum hafi verið hengdur, þá eiga að minnsta kosti fimmtíu þeirra það skilið." „ Hvað um það, hrakfarið Berg- mans hafa komið af stað tíma- bærri umræðu um eignir, og hve langt skuli ganga í sam- drykkju og skattheimtu, og vak- ið upp ýmsar spurningar og vangaveltur. f Reykjavíkurbréf !>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 22. maí »♦♦»♦♦♦♦♦♦< Ráðherrafundur- inn í Osló Oslóarfundur utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins reyndist viðburðarríkari en menn áttu von á. Að fundinum loknum ríkir jákvæðara andrúmsloft í landhelgisdeilu Breta og íslendinga og aukin bjartsýni um að takast megi að leysa þessa erfiðu deilu. Menn mega þó ekki verða bjartsýnir um of. Reynslan sýnir, að mikið hefur borið á milli og til þess að samningar um skammtimalausn geti tekizt þarf að verða stefnubreyting hjá Bret- um. Margt vakti athygli í fréttum frá fundinum í Osló. Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, hefur ítrekað lýst því yfir, að Anthony Crosland, hinn nýi utan- ríkisráðherra Breta, hafi talað í allt öðrum tón og sýnt betri skiln- ing á sjónarmiðum tslendinga en hann hafi átt að venjast fram að þessu. Þetta kemur á óvart. Við útfærslu í 200 mílur flutti Cros- land mjög harðorða ræðu, sem var fyrsta vísbending um hin hörðu viðbrögð Breta við útfærslunni Crosland er þingmaður fyrir Grimsby og vegna þess og áður- nefndra yfirlýsinga mátti fyrir- fram ætla, að Bretar yrðu enn erfiðari viðureignar í landhelgis- deilunni eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra. En stundum er það svo, að menn í þeirri pólitísku stöðu, sem Cros- land er nú í, eru í sterkari stöðu til þess að sveigja frá fyrri stífni og það virðist vera að koma í ljós skv. ummælum utanríkisráð- herra. Þá hefur óvænt heimsókn Geirs Hallgrímssonar, forsætisráð- herra, til Osló i gær, (föstudag) vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Forsætisráð- herra fór utan sl. miðvikudag eftir að þingstörfum var lokið til þess að sitja fund samstarfsráð- herra Norðurlanda í Finnlandi. Það varð að ráði milli forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, að Geir Hallgrímsson kæmi í stutta heimsókn til Osló og tæki þar þátt í þeim umfang'smiklu viðræðum, sem Einar Ágústsson hafði átt í Osló frá því á miðvikudag. Skv. fréttum frá Osló ætluðu rdðherr- arnir tveir þó aðeins að ræða við Joseph Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, en þessir tveir menn hafa komið mest við sögu í tilraunum til þess að fá Breta til að hætta hernaðarofbeldi á tslandsmiðum. En það er til marks um, að Bret- um er nú nokkuð í mun að ná samkomulagi i landhelgisdeil- unni, að Crosland hafði frum- kvæði um að óska eftir fundi með Einari Ágústssyni, þegar á mið- vikudagskvöld, og brezki utan- rikisráðherrann hafði einnig frumkvæðí um að óska eftir fundi með íslenzku ráðherrunum báð- um, eftir að honum varð kunnugt um, að forsætisráðherra var staddur i Osló. Ráðherrarnir hafa fátt sagt efnislegt um þessar viðræður en eftir komu Croslands til Bret- lands síðari hluta föstudags virtist það vera nokkuð almenn skoðun þeirra sem bezt fylgjast með þessum málum í Bretlandi, að þessar viðræður hefðu orðið hinar árangursríkustu frá upp- hafí þorskastríðsins. Reynslan á svo eftir að leiða i ljós, hvort Bretar ryðja brautina fyrir nýjum samningaviðræðum með því að kalla freigáturnar á brott en á það var lögð þung áherzla í viðræðum Einars Agústssonar og Geirs Hallgrímssonar við Crosland, að brottköllun herskipanna væri al- ger forsenda þess, að samninga- viðræður gætu átt sér stað. Hér heima fyrir hefur því verið Ipaldið fram, að Bandaríkjamenn væru okkur Islendingum óvin- veittir i landhelgisdeilunni við Breta. Ekki er fótur fyrir þeim staðhæfingum fremur en ýmsum öðrum. I viðtali við fréttamann Morgunblaðsins I Osló skýrði Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, frá því, að Kissinger utan- ríkisráðherra Bandarfkjanna hefði lagt hart að Bretum að koma til móts við sjónarmið tslendinga. Orðrétt sagði Einar Ágústsson eftir fund sinn með Kissinger: „Ég hitti Kissinger og við ræddum landhelgismál. Kissinger sagði, að hann hefði lát- ið mjög sterklega í Ijós við brezku rikisstjórnina, að Bandarfkja- stjórn hefði áhuga á, að fiskveiði- deilan leystist á þann veg, sem tslendingar gætu sætt sig við.“ Þessi ummæli utanríkisráðherra eru eindregin vísbending um, að Bandarikjastjórn hafi lagt að Bretum að gangast inn á lausn Þessi mynd var tekin úr eftirlitsþotu varnarllðsins mánudaglnn 17. maf sl. af sovézkri sprengjuþotu i flugi f nimunda við tsland. Um þ& helgi varð mikii auknlng & flugi sovézkra sprengjuþota við landið og komu 12 flugvélar af þessu tagi f námunda við landið & tveimur sólarhrlngum, 16.—18. maf. fiskveiðideilunnar, sem væri Islendingum hagstæð. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra hefur staðið í ströngu sið- ustu daga, en bersýnilegt er, að för utanríkisráðherra hefur orðið árangursrik, enda stendur ekki á rógskrifum um utanrikisráðherra i Þjóðviljanum þegar f dag, laugardag. Móðursýkislegar umræður Siðustu daga og vikur hafa far- ið fram móðursýkislegar umræð- ur um landhelgismálið, aðild okk- ar að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandarikin. Þessar umræður hafa af hálfu þeirra, sem hafa haldið þeim uppi, beinzt að því að leita úrræða I deilu okkar við Breta. Og „úr- ræðin“, sem menn hafa bent á, hafa sannast sagna verið mjög einhæf. Við eigum að kalla sendi- herrann heim frá Bríissel. Við eigum að segja okkur úr Atlants- hafsbandalaginu. Við eigum að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin. Og svo hvað? Þvi hef- ur enginn svarað. öll þessi „úr- ræði“ eru neikvæö og lýsa þröngri og lokaðri hugsun. ÖIl stefna þau að þvf, að við lokum okkur inni, einangrum okkur frá samskiptum við aðrar þjóðir. En enginn hefur skýrt út, hvað við ætti að taka, ef gripið yrði til þessara ráða. Enginn hefur haft fyrir því að útskýra, hvernig við ættum að tryggja öryggi þjóðar- innar og sjálfstæði, þegar þessi „úrræði" hefðu verið fram- kvæmd. Enginn hefur upplýst, hvernig stjórnmálalegum sam- skiptum Islands við umheiminn ætti að vera háttað eftir að ein- angrunarstefnan hefði verið framkvæmd. Samstaða lýð- ræðisflokka Til allrar hamingju eru nú í vikulokin ýmis merki þess, að lýð- ræðissinnar í öllum flokkum eru að átta sig á þvi moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp að undanförnu. 1 þvi sambandi er sérstök ástæða til að vekja athygli á forystugrein í Alþýðublaðinu I gær, föstudag en þar segir m.a.: „Utanríkisráðherrar bandaiags- þjóðanna hafa sannarlega reynt að fá Breta til að kalla herskip sin af tslandsmiðum, Það hefur fram- kvæmdastjóri bandalagsins einn- ig gert og brezki utanrikisráð- herrann hefur orðið að brjóta odd af oflæti sínu með þvf að fara til fundar við Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra.. . hafa menn hug- leitt hver staða Islendinga í þess- ari baráttu væri, ef þeir væru ekki í Atlantshafsbandalaginu. Til hverra hefði þjóðin átt að snúa sér, á hvaða vettvangi hefði hún átt að berjast? tslendingar eru i samtökum Sameinuðu þjóð- anna. Þar hafa þeir talað fyrir daufum eyrum, kröfum þeirra hefur ekki verið sinnt. A þingi Norðurlandaráðs fékkst sam- þykkt ályktun, þar sem lýst var stuðningi við baráttu tslendinga, en hvaða áhrif hefur hún haft? Þau eru ekki áþreifanleg. Á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins hefur málið verið rætt og þar njóta tslendingar stuðnings. Bandalagið getur hins vegar ekki knúið neina bandalagsþjóð til ákvarðanatöku, en á endanum munu Bretar láta undan þrýst- ingnum og gefast upp.... Menn gætu aðeins hugleitt, hver staða Islendinga í landhelgisdeilunni væri, ef þeir stæðu einir og nytu takmarkaðs stuðnings annarra norrænna þjóða. Hvaða öfl hefðu þá komið til sögunnar og hvaða verði hefðu Islendingar þurft að greiða hugsanlegan stuðning. Mikill meiri hluti Islendinga er ákveðið þeirrar skoð.unar, að Island eigi að taka þátt i sam- starfi vestrænna þjóða. Inn- an Alþýðuflokksins eru skoð- anir nokkuð skiptar um varn- arsamstarfið við Bandaríkin og aðildina að Atlantshafsbandalag- inu. En það er yfirlýst stefna flokksins, að Islendingar eigi að taka þátt i störfum bandalagsins. Þetta er og verður stefna flokks- ins þar til önnur ákvörðun verður tekin. Þessi mál eru í stöðugri endurskoðun og ekki er óeðlilegt að á afstöðunni geti orðið breyt- ing. Ens og málum er nú háttað er óskynsamlegt að gefa þeirri hug- mynd lausan tauminn, að Islend- ingar eigi að ganga úr Atlants- hafsbandalaginu. Skyndiákvarð- anir i hita baráttunnar geta orðið afdrifarikar og mikill meirihluti Islendinga vill ekki hætta vest- rænu samstarfi." Þessi forystugrein Alþýðublaðs- ins er mikið fagnaðarefni. Hún er stefnumarkandi fyrir Alþýðu- flokkinn í hita enn einnar baráttu um þátttöku okkar í varnar- og stjórnmálasamstarfi vestrænna ríkja. Alþýðuflokkurinn hefur frá lýðveldisstofnun átt ríkan þátt í að móta stefnu okkar i utanrikis- og öryggismálum. Liklega hefur Alþýðuflokkurinn á þessu tíma- bili farið lengur með yfirstjórn utanríkismála en nokkur annar stjórnmálaflokkur. Forystugrein Alþýðublaðsins á föstudag er ein- örð og afdráttarlaus yfirlýsing um, að flokkurinn hyggist halda fast við þá stefnu, sem hann hef- ur átt svo ríkan þátt i að móta og framfylgja. Skrif Þórarins Þórarinssonar, formanns þingflokks Framsókn- arflokksins hafa vakið nokkra at- hygli sfðustu daga. Af því tilefni sér hann ástæðu til að rifja upp i forystugrein Timans i dag, laug- ardag, ummæli, er hann viðhafði í grein í Morgunblaðinu um síðustu áramót. 1 þeirri grein segir Þórar- inn m.a.: „Persónuleg skoðun r.i/n er sú, að ekki eigi að blanda saman landhelgismálinu og varnarmálunum svonefndu. Við eigum að keppa að því að verða hvorki fjárhagslega né stjórn- málalega háðir erlendri hersetu.“ Undir þessi grundvallarviðhorf vill Morgunblaðið eindregið taka og fagnar því, að Þórarinn Þór- arinsson sér ástæðu til að árétta þau einmitt nú. Innan Fram- sóknarflokksins hafa jafnan verið skiptar skoðanir um stefnu okkar í öryggismálum, aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin. Sú skoðun hefur þó alltaf á endanum orðið ofan á í Fram- sóknarflokknum að standa að þessum hornsteinum öryggis- stefnu okkar. Svo verður áreiðan- lega einnig nú. Samstaða lýðræð- isflokkanna þriggja í þessum meginmálum er þvi i grundvallar- atriðum óskert, þótt menn kunni að greina á um það i hita bardag- ans, hvaða leiðir eigi að fara að settu marki t.d. í landhelgisdeil- unni við Breta. Hins vegar er því ekki að neita, að þær móðursýkiskenndu um- ræður sem stundum hefjast hér um utanríkismál, vekja upp þá spurningu, hvort þjóðin sé nægi- lega vel upplýst pm stöðu okkar og hagsmuni á alþýóðavettvangi. Það er t.d. athyglisvert, að svo virðist sem almenningsálitið í Noregi sé mun traustara en hér á íslandi að þessuJeyti, en hér sýn- ast sveiflurnar geta orðið býsna miklar. Ástæðan kann að vera sú, að innrás Þjóðverja á stríðsárun- um og hlutskipti Norðmanna þá er þeim enn i fersku minni. Þess vegna er traustur og almennur stuðningur f Noregi við aðild þeirra að Atlantshafsbandaiaginu og útgjöld til hernaðarmálefna. Yngri kynslóðinni eru þessir þættir i sögu Norðmanna einnig vel ljósir einfaldlega vegna þess, að þeir eru kenndir þar í skólum. Mætti það vera okkur Islending- um nokkurt umhugsunarefni, hvort ekki sé ástæða til að taka upp almennari fræðslu um þá grundvallarþætti í utanrikis- og öryggismálum okkar sem stöðugt eru til umræðu og skipta okkur svo miklu. Afstaðan til Sovétríkjanna Stundum er þvi haldið fram, að Morgunblaðið dragi fram svo- nefnda „Rússagrýlu" í umræðum um utanríkis- og öryggismál. Það er á misskilningi byggt. Hins vegar hljótum við að gera okkur grein fyrir því, að návist hins sovézka herveldis verður stöðugt meiri í okkar heimshluta og á eftir að verða enn áþreifanlegri á næstu árum og áratugum. Ef lit- ið er til aldamótanna er nánast hægt að fullyrða, að Norður- Atlantshafið og svæðin í kringum tsland og fyrir norðan Island eiga eftir að öðlast stórfellda nýja þýðingu. Þegar rætt er við Norð- menn kemur í ljós, að hugur þeirra er mjög bundinn við þrennt. Hernaðaruppbyggingu Sovétmanna á hafsvæðinu milli Islands og Noregs. Samningavið- ræður við Sovétmenn um skipt- ingu landgrunnsins úti fyrir N- Noregi og aukinn þrýsting Sovét- rfkjanna á Svalbarða. Sovézkir visindamenn telja, að um helmingur allra ónotaðra oliu- linda heimsins sé á hafsbotni hér fyrir norðan okkur. Sovétríkin ætla sér að sitja að þessum auð. Og ef þau ekki ná honum með öðrum hætti, ætla þeir að gera Það í skjóli hins gífurlega hernaðarmáttar á þessum slóð- um. Það er alveg ljóst, að við Islendingar getum ekki lokað augunum fyrir sovézkri návist Ijér við land. Til hvers halda menn, að sovézkar herflugvélar séu á stöðugu flugi í námunda við tsland? Til hvers halda menn, að sovézk herskip séu á stöðugri ferð nálægt Islandi? Til hvers halda menn, að sovezkir kafbátar séu umsvifameiri en við gerum okkur grein fyrir beggja vegna við landið? Hér er sannarlega ekki um neinn „Grýluleik" að ræða. Við horfumst í augu við þá blá- köldu staðreynd að umsvif risa- veldis, sem hefur sýnt að það hefur heimsvaldasinnuð áform, eru að aukast svo mjög á hafinu i kringum okkur, að ekki má miklu muna að það verði „sovézkt haf“ Ef við metum einhvers það sjálf- stæði, sem við börðumst fyrir i aldir að öðlast, hljótum við að hafa opin augun fyrir þvi, sem er að gerast i kringum okkur. Og m.a. er það skylda islenzkra stjórnvalda að tryggja að eytt verði öllum grunsemdum um annarleg áform áður en samþykkt er, að Sovétmenn fái leyfi til að mæla Island allt og landgrunnið við landið. Morgunblaðið mun leggja sitt af mörkum til þess að þjóðin geri sér jafnan raunsæja grein fyrir því hvernig hagsmun- um hennar verður bezt borgið i samskiptum við aðrar þjóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.