Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 41 Mick Jagger: Ég er ágætur í karate. Rollingarnir á faraldsfœti + Hljómsveitin Rolling Stones er í mikilli hljómleikaför um Evrópu þessa dagana og það væri synd að segja að þeir læð- ist um með húsveggjum milli þess sem þeir koma fram. Bíla- lestin, sem þeir hafa til um- ráða, telur 13 flutningavagna, sem eru yfirfullir af sviðsbún- aði, klæðnaði og hljóðfærum, og i för með þeim eru 5 Iffverð- ir, 12 sviðsmenn, reiknings- haldarar, kunningjar og vinir og einn maður hefur það starf með höndum að stilla gftarana hans Keith Richards, sem eru 18 talsins. Tilgangur ferðarinn- ar er m.a. sá að kynna nýjustu plötu hljómsveitarinnar, „Black and BIue“, sem þegar hefur selzt f tveimur milljón- um eintaka sfðan hún kom á markaðinn fyrir hálfum mán- uði. Áður en lagt var upp stældí Mick Jagger kraftana með þvf að æfa sig f tennis en þótti ekki sýna mikla leikni í þeirri fþrótt. „Fyrir sfðustu ferð æfði ég mig f karate" sagði Mick, og þótti flestum það betur við hæfi. Tvennir eru tímamir + Sú var tfðin, að Nguyen Cao Ky, fyrrum forsætisráðherra S- Víetnams, og kona hans, Mai, tóku á móti tignari gestum en Mikka mús, en enginn veit sfna ævina fyrr en öll er. Myndin var tekin af þeim hjónum f Palm Springs f Bandarfkjunum en þar sóttu þau dansleik sem haldinn var til stuðnings mun- aðarlausum eða vanræktum börnum. Einnig heimsóttu þau nftján ára gamlan son sinn, Dat, sem stundar menntaskóla- nám þar um slóðir. Ky og kona hans settust að í Bandarfkjunum eftir fall stjórnar hans f S-Víetnam og hefur hann nú ofan af fyrir sér með fyrirlestrahaldi. Barizt um baðfötin + Samkeppnin innan tfzku- heimsins er ákaflega hörð og þar eru engin grið gefin. Þeir alhörðustu skirrast jafnvel ekki við að tileinka sér hug- myndir annarra ef þeir telja það geta orðið sér til framdrátt- ar. Nú fyrir skemmstu kynnti tfzkufrömuður einn í Banda- rfkjunum Halston að nafni, hugmyndir sfnar um baðfata- tfzkuna þetta árið, sem hann kallar „Villimanninn“. Halston var þó ekki lengi einn um hit- una, þvf að annar tfzkukóngur- inn f frá, Fred Mellinger í Hollywood, rak upp mikið ramakvein og sagðist eiga allan rétt á þessum fatnaði, sem hann kallar „Barnsreifarnar“, og þvf til sönnunar benti hann á myndir f verðlista sfnum, sem hann hefur gefið út um langt skeið. Við birtum hér mynd af Mellinger með verðlistann í höndunum og við hlið hans stendur eitt „reifabarnið". MÁLM IflN Afl ARMENN Ný og endurbætt útgáfa af bók AflALSTEINS JÓHANNSSONAR Athyglí er vakin á kaflanum um PEH plastik suðu! BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstræti 18 Reykjavík símar 1888Q 13135

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.