Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1976 47 Övaðir unglingar: Lögðu sumarhús Norðmanna í rúst UNGLINGAR f útilegu f Heið- mörk lögðu sumarhús Norð- manna þar í rúst að heita má samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, en skógarvörðurinn f Heiðmörk kom að bústaðnum laust eftir kl. 9 f gærmorgun og voru þar handteknir 5 unglingar sem höfðu verið f útilegu um nóttina ásamt hópi annarra ung- menna, en talsverð ölvun mun hafa verið hjá unglingunum. AUar rúður voru brotnar f húsinu húsgögn og fleira og þeir 5 ung- lingar sem voru handteknir voru með þýfi með sér, en þeir voru enn f yfirheyrslu hjá lögreglunni þegar blaðið fór f prentun f gær. Þeir sem voru handteknir eru á aldrinum 15—19 ára. Veiðiskáli við Djúpavatn brann til kaldra kola VEIÐISKÁLI við Djúpavatn, nálægt Keili, brann til kaldra kola f fyrrinótt. Skáii þessi var í eigu Stangaveiðifélags Hafnar- fjarðar. Tveir menn voru þarna staddir þessa nótt. Var annar sofandi í skálanum en hinn á báti úti á vatninu. Sá sem var í skálan- um vaknaði við það að skálinn var að fyllast af reyk og komst hann út. Gátu þeir félagarnir ekkert að gert en urðu að horfa á skálann fuðra upp. Eldsupptök eru ókunn. 6 létust í jarðskjálfta Moskvu, 22. mai. AP MOSKVUBLAÐIÐ Pravda skýrði frá því í dag, að 6 manns hefðu látið lffið í jarðskjálft- um, sem urðu i Mið- Asíuborginni Gazli sl. mánu- dag og lögðu borgina nær al- gerlega í rúst. Það sem kom i veg fyrir að miklu meira manntjón yrði, var að íbúarnir voru allir fluttir á brott úr borginni, eftir að snarpur jarð- skjálfti olli töluverðum skemmdum á mannvirkjum 8. apríl. Bjuggu íbúarnir í tjöld- um og vögnum í útjarðri borgarinnar, er stóri skjálftinn varð. Pravda skyrði ekki frá því hvort manntjón hefði orðið í Taozhikistan og Turkenia, þar sem jarðskjálftinn var einnig mjög snarpur og fylgdu hoaum mikil skriðuföll. — Flugslys Framhald af bis. 48 ýmsu hjálparsveita kom strax á vettvang en þarna var um æfingu að ræða, og vissu hjálparsveitir ekki um aðdraganda að henni. Farþegar voru útbúnir eins og margskonar meiðsl hefði orðið að ræða og gengu hjálparsveitir því til verks eins og um raunverulegt slys væri að ræða. Þessi æfing var skipulögð í samvinnu Almanna- varna, slökkviliðs og lögreglu. — Hífið Framhald af bls. 48 fremur sem hún vildi þvinga varðskipið af leið. Sfðan bættist Southella í hópinn, og reyndi ásamt Tartar þrivegis grófar 'ásiglingartilraunir sem varðskips- mönnum tókst að afstýra í öll skiptin. Á þessu svæði var einnig varð- skipið Baldur og laust eftir hádeg- ið heyrðu varðskipsmenn að is- lenzkir togarar á þessum slóðum voru farnir að kvarta undan ágangi brezkra togara, sem sigldu mjög ögrandi að íslenzku togur- unum og reyndu að þvinga þá af stefnu. Hélt Baldur þá áleiðis að togaraflotanum en þá hófu frei- gáturnar Dundas og Eastborne itrekaðar ásiglingartilraunir. Sérstaklega var það Eastborne sem var í árásarhug, en varðskips- mönnum tókst að komast hjá árekstri þar til i þriðju tilraun Eastborne, er freigátan sigldi með stefnið svo til þvert á varð- skipið. Lenti það á varðskipinu aftarlega á bakborðshlið og dróst síðan fram með því, þannig að töluverðar skemmdir urðu á varð- skipinu ofandekks. Tvær rifur komu i freigátuna, hvor um sig um hálfur annar metri að lengd. Báðar freigáturnar fylgdu Baldri enn eftir, þegar Morgun- blaðið fór í prentun. — Brezku blöðin Framhald af bls. 1 „heldur berorða og heldur ögr- andi“ og hann væri heldur tregur til að spá því að þorskastríðinu væri að ljúka. SEX MÁNAÐA _______SAMNINGUR?_________ Dayli Mail segir að búizt sé við „djarfri nýrri tilraun til að ná samningum i þorskastríðinu inn- an viku án þess að Bretar eða Islendingar þurfti að gefast upp“ og segir blaðið að um sé að ræða verulegan diplómatískan sigur fyrir Crosland. Fréttamaður blaðsins, John Dickie, segir að hugsanleg málamiðlun verði við- ræður fyrir milligöngu þriðja aðila, eins og Norðmanna, og hvorugt landið grípi til aðgerða sem grafið gætu undan samkomu- lagshorfum. Dickie segir: „ís- lendingar eru reiðubúnir til að semja til sex mánaða um afla- magn sem væri unnt að endur- nýja á sex mánaða fresti unz haf- réttarráðstefnan lögbindur 200 milna fiskveiðimörkin. Enginn þorir að minnast á þá aflamagns- tölu sem samið yrði um en mér skilst að 40.000 til 50.000 tonn á ári sé það bezta sem brezkir togaramenn geti átt von á.“ Cristopher Lee, fréttamaður Daily Express, segir í sinni frétt að á bak við hinar nýju samkomu- lagslíkur í þorskastríðinu sé hót- un íslendinga um úrsögn úr NATO og segir hann að innan viku sé að vænta ákvörðunar um burtköllun freigátnanna. Hins vegar segir John Palmer i Guardian að hótunin sé fremur ætluð „til pólitískrar neyzlu heima fyrir" en sé ekki merki mun harðari afstöðu stjórnvalda. GUARDIAN VILL BREYTASTEFNU Guardian er eina blaðið sem fjallar um deiluna í forystugrein í dag og segir að þrátt fyrir nota- lega kurteisi í ræðum sem hafi verið haldnar eftir ráðherrafund- inn í Ósló sé ekki hægt að leyna þeirri staðreynd að Atlantshafs- bandalagið ætti við að stríða þrenns konar vandamál og þau vörðuðu Breta og íslendinga, Kýpur og ítalíu. Um fiskveiðideilu íslendinga og Breta segir blaðið að Anthony Crosland utanríkisráðherra eigi að endurskoða afstöðu sina vegna þess að Bretar hafi gert brezka flotann að hrotta sem fái engu áorkað, Bretar muni sjálfir berj- ast fyrir stækkun landhelgi sinn- ar, Islendingar hafi á engu öðru að byggja en minnkandi fiskstofn- um sínum og íslendingar séu mik- ilvægur aðili að NATO. Blaðið segir þorskastríðið og Kýpurmálið alvarlegustu vanda- mál NATO. Bretar, Islendingar, Grikkir og Tyrkir séu allir aðilar að sama bandalagi en hagi sér ekki eins og bandamenn og veki ugglaust ánægju á æðstu stöðum í Varsjárbandalaginu. „íslendingar sjá NATO fyrir mikilvægustu aðstöðunni til að fylgjast með ferðum sovézkra her- skipa á Norður-Atlantshafi og ef of hart verður gengið að íslend- ingum munu þeir segja sig úr NATO. Keflavíkurstöðin er bráð- nauðsynleg vörnum Bandaríkj- anna, Kanada, Noregs og Bret- lands í fyrsta lagi. Einn góðan veðurdag kunna íslendingar að freistast til þess að bjóða Rússum Keflavík," segir Guardian. 1 Daily Telegraph segir Vincent Ryder vonir um að innan fárra daga hefjist viðræður um sam- komulag annaðhvort í Ösló eða Brússel. Michael Hornby segir í Times að brezkar heimildir hermi að viðræður utanríkisráðherr- anna hafi verið þær „uppbyggi- legustu" frá því þorskastríðið hófst. Þá segir Malcolm Ruther- ford að koma Geirs Hallgrímsson- ar til Osló sýni að ekki aðeins Bretar heldur og Islendingar „hafi áhuga á samkomulagi hið fyrsta." — Háir tollar Framhald af bls. 3 málum hefur svo til alveg stöðvað útflutning til Efnahagsbandalags- ríkja, sem gekk vel á árinu 1973 og framan af ári 1974. Islendingar voru t.d. meðal stærstu inn- flytjenda á niðursoðinni lifur og grásleppukaviar til Frakklands, kavíar til Italíu og niðursoðnum hrognum til Bretlands, en af ofan- greindum orsökum er sá út- flutningur svo til úr sögunni í bili. Þetta kemur.fram í fréttabréfi frá Sölustofnun lagmetis. — Viðhalda yfirburðum Framhald af bls. 1 ar. Við skipuleggjum flotaáætl- un okkar á þeirri forsendu." SVALBARÐI Kissinger ræddi einnig Sval- barða og sagði að öryggi mundi liggja til grundvallar stefnu Bandaríkjanna þar og efna- hagsleg togstreita mundi ekki hafa áhrif á hana. Vígbúnaður er bannaður á Svalbarða en olíuborpallar á Barentshafi gætu reynzt mikil- vægir til að fylgjast með ferð- um sovézkra herskipa frá Mur- mansk. „Við höfum áhyggjur af öryggi norðurvængsins og öryggi Noregs. Stefna okkar mun í einu og öllu byggjast á þessum sjónarmiðum.” Kissinger sagði að þetta mál hefði í fyrsta skipti verið borið upp við sig þegar hann ræddi við Frydenlund í dag. Hann neitaði því að um nokkra deilu væri að ræða þrátt fyrir fyrir- vara Bandaríkjamanna með til- liti til þeirrar kröfu Norð- manna að innlima Svalbarða í landgrunn sitt. Kissinger sagði að friðsamleg lausn mundi finnast. „Við höfum engar tillögur lagt fyrir Norðmenn," sagði hann. „Fyrir Bandaríkin er þetta ekki efnahagslegt vanda- mál.“ Hann og Frydenlund voru sammála um að halda ætti spennu í lágmarki á þessum slóðum, en Kissinger bætti við: „Ég vil ekki gefa þá röngu hug- mynd að spenna fái okkur til að afsala okkur réttindum." — Sovét- njósnarar Framhald af bls. 1 sendiráðinu i dag að Japanir hefðu ekki undir höndum næg sönnunargögn til að ákæra frétta- ritarann fyrir brot á lögum sem eiga að vernda bandarisk hernað- arleyndarmál. Skrifstofa rikissaksóknara sagði að Rússanum væri sleppt úr haldi vegna þess að tilraunir hans til að afla sér upplýsinga um bandarisk hernaðarleyndarmál hefðu farið út um þúfur. Sagt var að bandaríski sjóherinn teldi að enginn skaði hefði orðið. NJÓSNASKIP Jafnframt var frá því skýrt i dag að 900 lesta sovézkt njósna- skip búið rafeindatækjum hefði siglt upp að strönd Japans nálægt Osaka til að kanna strandvarnir Japana. Annað sovézkt njósnaskip birt- ist á Tokyoflóa 11. maí og fylgdist með æfingum japanskra herskipa þar í átta tima. Talið er að i Aust- ur-Asiuflota Rússa séu 15 njósna- skip en þeirra varð fyrst vart við Japan i fyrra. FRÁ LEiÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA Hvernig er bezt að geyma tómata og gúrkur í verzlunum og á heimilum Gúrkurnar hafa um tíma verið á markaðnum og í frétta- tilkynningu frá Sölufélagi garð- yrkjumanna er sagt að von sé á tómötunum bráðlega. Það er því ekki úr vegi að athuga hvernig bezt er að geyma þau. Yfirleitt hefur verið talið, að allt grænmeti eigi að geyma á köldum og dimmum stað og með tilkomu kæliskápa á flestum heimilum, kæliklefum og kæliborðum hjá framleiðendum og í verzlunum ættu öll vandamál i þvi sam- bandi að vera úr sögunni. En svo auðveld eru geymslu- vandamálin ekki viðfangs. Reynslan hefur leitt í ljós að hinar ýmsu grænmetistegundir þarf að geyma við mismunandi geymsluskilyrði. T.d. er bezt að geyma gúrkur og tómata í um 10ó hita en ekki í kæli, þar sem einungis er 2—4°. Gæði grænmetis minnka allt- af við geymslu. Grænmetið „andar“, ef svo mætti að orði komast, og því vatnsríkara sem grænmetið er, þeim mun við- kvæmara er það og erfiðara að geyma til langs tima. Hinar ýmsu grænmetisteg- undir gefa frá sér ýmis rok- gjörn efni, t.d. ilmefni. Þessi efni geta haft áhrif á bragð annarra matvæla, sem geymd eru með hinu lyktarsterka grænmeti. En þar að auki gefa þær frá sér lyktarlaus efni, sem geta skemmt út frá sér eins og ethylen. Flest allt nýtt grænmeti myndar ethylen. Magn þess er mismunandi eftir tegundum, en fer auk þess eftir öðrum kringumstæðum. Ethylen- myndunin fer fram þegar grænmetið þroskast og eykst þegar það fer að skemmast. Séu t.d. fjórir tómatar geymdir undir plastþynnu og einn þeirra fer að skemmast, þá verður ethylenmyndunin svo mikil undir plastþynnunni að hinir tómatarnir fara fljótlega að skemmast. Tómata skal ekki geyma ná- lægt gúrkum eða öðru græn- meti, þar sem tómatar gefa frá sér miklar ethylengufur og hafa ethylengufur sérstaklega mikil áhrif á þær grænmetis- tegundir sem litla ethylengufur gefa frá sér. Svo getur farið að gúrkurnar missi græna litinn sinn ef þær eru geymdar ná- lægt tómötunum. Gúrkur skal því geyma þar sem hitastig er 10—12°. Bezt er að vefja plastþynnu utan utn þær, en jafnvel þótt þær séu vafðar í plastþynnu, geta epli og tómatar sem liggja nálægt gúrkunum haft áhrif á geymsluþol þeirra. Þær verða gular og seigar. Geymið af- ganga af gúrku (gúrkubáta) í plastþynnum. Gúrka vafin í plastþynnu getur haldið fersk- leika sínum jafnvel í 4 vikur, ef geymsluskilýrði eru góð. Tómata skal geyma þar sem hitastigið er 8—12°. Ef hita- stigið er hærra, þroskast tómat- arnir of fljótt og verða mjög dökkrauðir. Ef hitastigið er lægra roðna þeir ekki nema að litlu leyti og verða linir. Séu þeir geymdir nálægt eplum, verða þeir einnig linir. Tómatar gefa frá sér mikið ethylen, og á því ekki að geyma þá með öðru grænmeti. S.H. Italskar kvenmokkasínur _ úr leðrl Litir: rauðbrúnt, beige 'erðkr. 7.445. Litir: svart, rautt. 'ferðkr. 7.445 Laugavegi 69 aími 1 6850. Miðbæjarmarkaði — sími 19494

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.