Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
lll.tbl.63. árg.
SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Vonir um skjótar
lyktir deilunnar”
— segja brezku blöðin
London, 22. mai.
Einkaskeyti til Morgun-
biaðsins frá AP:
BREZKU morgunblöðin birtu f
dag bjartsýnisfyrirsagnir um að
senn sjáist fvrir endann á þorska-
strfði Breta og lsiendinga. „Vonir
um frið f þorskastrfðinu", sagði
Daily Mail. „Bretar reiðubúnir
fyrir frið f þorskastríði", sagði
Daily Express. „Vonir um skjót
endalok þorskastrfðsins vakna að
nýju“, sagði Times. í fréttum
blaðanna frá Osló um óformlegar
viðræður sem Anthony Crosland,
utanríkisráðherra Bretlands, átti
með Geir Hallgrfmssyni forsætis-
ráðherra og Einari Ágústssyni ut-
anrfkisráðherra, er næstum þvf
alls staðar fjallað af bjartsýni um
lyktir deilunnar. Hið útbreidda
blað Daily Mirror sem yfirleitt
styður Verkamannaflokksstjórn-
ina sagði: „Nýrra aðgerða til að
binda endi á þorskastrfðið er að
vænta fljótlega." Segir blaðið að
lfkur séu á viðræðum vegna hót-
unar tslendinga um úrsögn úr
NATO ef deilan leysist ekki senn
og er haft eftir talsmanni brezka
utanrfkisráðuneytisins að Bretar
myndu „harma það mjög ef ís-
lendingar færu úr NATO“.
Þá er haft eftir Crosland við
komuna til Bretlands að Bretar og
íslendingar séu nær samkomulagi
að því leyti að utanrikisráðherr-
arnir hefðu gert afstöðu sína ljósa
hvor fyrir öðrum. í sjónvarpsvið-
tali kallaði Crosland hótun ís-
lendinga um úrsögn úr NATO
Framhald á bls. 47.
Norsku blöðin slá
upp viðræðunum
Ljösmynd Ol.K.M.
Eindregin stuðningsyfirlýsing Frjálslynda flokksins við íslendinga:
Bretar siðferðilega rétt-
lausir innan 200 mílnanna
Oxford, 22. mai. Reuter.
FRJÁLSLYNDI flokk-
urinn í Brctlandi sam-
þykkti í dag ályktun þar
sem lýst er yfir stuðningi
við fslenzku ríkisstjórnina
í fiskveiðideilunni við
Sovétnjósnara
í Japan sleppt
Tokyo, 22. maí. Reuter.
JAPANSKA lögreglan lét f dag
lausan sovézkan blaðamann sem
hefur verið f haldi f 10 daga,
grunaður um að njósna um
bandarfskajflotann, en maðurinn
verður Ifklega að fara frá Japan.
Utanrikisráðuneytið kvaðst
hafa farið þess á leit við sovézka
sendiráðið að það gripi til nauð-
synlegra ráðstafana, eins og það
komst að orði, gegn Alexander
Mackekhin, 38 ára gömlum frétta-
ritara fréttastofunnar Novosti.
Mackekhin hefur verið I Japan
síðan 1974 og var handtekinn 12.
maf þegar hann kom úr veitinga-
húsi f fylgd nrieð undirforingja af
bandaríska flugvélamóðurskipinu
Midway. Rússinn fór í fimm daga
hungurverkfall til að mótmæla
handtökunni.
Utanrfkisráðuneytið tjáði
Framhald á bls. 47.
Breta. Framkvæmdastjórn
flokksins gerði ályktun á
fundi sínum f Oxford þar
sem segir að Bretar hafi
engan siðferðilegan rétt til
veiða innan 200 mílna
markanna við tsland án
samþykkis fslenzku ríkis-
stjórnarinnar.
t ályktuninni segir að
Bretar fari ránshendi um
lífsnauðsynlegar auðlindir
vinarfkis og hörmuð er
beiting brezka flotans
gegn bandalagsþjóð f
NATO.
Frjálslyndi flokkurinn
er þriðji stærsti flokkur
Bretlands og á 13 þingsæti
af 635, en fékk 5,3 milljón-
ir atkvæða í kosningunum
í október 1974.
FUNDUR Geirs Hallgrfmssonar
forsætisráðherra og Einars
Ágústssonar utanríkisráðherra
með Anthony Crosland, utanrfkis-
ráðherra Breta, var eitt aðal-
fréttaefni norskra blaða f gær.
Blöðin slá upp þessum viðræð-
um, birta myndir af báðum ráð-
herrunum og sum blöðin segja að
Norðmenn séu að leysa deiluna,
sagði Hörður Helgason, skrif-
stofustjóri ( utanrfkisráðuneyt-
inu, þegar Mbl. hafði samband
við hann f Ósló.
— önnur blöð skýra frá þessu
eins og hverri annarri frétt: að
þeir hafi hitzt hér, islenzki for-
sætisráðherrann hafi komið og
menn séu vongóðir um fram-
haldið.
— Skrifað hefur verið um
Einar Ágústsson að hann hafi ver-
ið nokkuð harðorður á blaða-
mannafundinum sem hann hélt
hér.
— Þetta er í stuttu máli það
sem blöðin hafa að segja og frétt-
in er á forsíðum allra blaða undir
stórum fyrirsögnum. Svo eru
greinar á innsíðum og skrifað er
um málið í forystugreinum.
— Tónninn er sem sagt yfir-
leitt sá að vonað sé að lausn
finnist og málið sé ekki siður
alvarlegt fyrir Norðmenn og
Atlantshafsbandalagið sérstak-
lega. _____ _______
Giscard býður
Líbanonforseta
friðargæzlulið
New Orleans, 22. mai — AP
VALERY Giscard d’Estaing
Frakklandsforseti sagði í New
Orleans i gær að Frakkar væru
reiðubúnir til að senda allmargar
friðargæzlusveitir til Líbanons
innan tveggja sólarhringa ef for-
seti landsins óskaði eftir því.
Kvaðst Giscard hafa rætt þetta
við Henry Kissinger, utanrikis-
ráðherra Bandaríkjanna. Þá er
haft eftir Frakklandsforseta að
þessi hugmynd hans njóti
stuðnings Sýrlendinga.
Bandaríkin munu viðhalda
yfirburðum á N-Atlantshafi
Ósló, 22. maí Reuter. AP.
BANDARÍKJAMENN ætla að
viðhalda fullnægjandi flota-
styrk svo að þeim verði kleift
sem hingað til að ráða lögum og
lofum á Norður-Atlantshafi,
sagði Henry Kissinger, utanrfk-
isráðherra Bandarfkjanna, f
dag.
Hann sagði á blaðamanna-
fundi að loknum viðræðum við
Knut Frydenlund, utanrfkis-
ráðherra Norðmanna, að flota-
áætlanir Bandarfkjamanna
væru mótaðar út frá þeirri for-
sendu að þeir hefðu yfirburði á
siglingaleiðum ef til venjulegr-
ar st.vrjaldar kæmi við Rússa.
Norðmenn hafa vaxandi
áhyggjur af eflingu sovézka
flotans og benda sérstaklega á
að 70 af hundraði kjarnorku-
kafbáta Rússa yrðu að sigla
fram hjá nyrzta odda Noregs til
að taka sér stöðu á Atlantshafi.
Auk þess segja Norðmenn að
Rússar hafi 5.000 landgöngu-
liða búna landgönguskipum í
Murmansk rétt austan við
Nordkap og þeir óttast að ef til
styrjaldar kæmi yrði hlutverk
þeirra i því fólgið að vera fram-
varðarsveit hernáms Noregs.
Fyrirspyrjandi á blaða-
mannafundi Kissingers benti á
að samkvæmt herfræðiskýrslu,
sem birt hefði verið i London,
hefðu Bandaríkjamenn ekki
lengur aðstöðu til óhindraðra
flutninga til Noregs ef til
venjulegs stríðs kæmi.
Dr. Kissinger viðurkenndi að
Bandarikjafloti yrði fyrir tjóni
ef til styrjaldar kæmi við Rússa
en bætti við:
„Við teljum hins vegar að við
séum í aðstöðu til þess nú og að
við munum viðhalda þeim liðs-
styrk i framtíðinni sem gerir
okkur kleift að ráða sem hingað
til lögum og lofum á hafinu og
að okkur verði fært að aðstoða
bandamenn okkar í Evrópu
með því að nota siglingaleiðirn-
Framhald á bls. 47.